Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
10.5.2008 | 23:09
Örstutt orðsending!
Við erum flutt!!!
Vorum til 2 í nótt sem leið að klára, og svo hófst flutningur kl. 10.00 í morgun!
Myndir very soon...kannski jafnvel á morgun...en ég ætla ekki að hafa þetta lengra, nóg að gera að taka úr kössum!
Alltaf kaffi á könnunni :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
8.5.2008 | 12:45
Kæri vinur
Bið þig að senda þetta áfram á þinn vinahóp og spyrja hvort þau vilji hafa áhrif á hvort börn verði fyrir kynferðislegu ofbeldi á Íslandi ??
Eftir fyrstu auglýsingaherferð Blátt áfram, kom til mín kona með tárin í augunum og sagðist vilja þakka fyrir að hafa séð auglýsinguna í sjónvarpinu. Sat og horfði á með 11 ára gamalli dóttur sinni sem brotnaði saman og sagði frá kynferðislegu ofbeldi.
Önnur ung stúlka sagði frá og kom þá í ljós að sá maður var að beita margar ungar stúlkur kynferðislegu ofbeldi og fékk hann dóm í kjölfarið.
Þetta hefur áhrif !
1 af hverjum 5 stúlkum og 1 af hverjum 10 drengjum verða fyrir kynferðislgu ofbeldi fyrir 18 ára aldur(Hrefna Ólafsdóttir 2002)
Styrktartónleikar verða haldnir á fimmtudaginn til að safna fyrir birtingu á nýrri auglýsingaherferð, átakið Verndarar barna"
Blátt áfram þarf á þinni hjálp að halda, komdu og hlustaðu á eina af þínum uppáhaldshljómsveitum og styrktu gott málefni.
Styrktartónleikar 8 maí 2008
Stórtónleikar á NASA
Styrktar tónleikar á NASA 8 maí 2008.
12 af bestu hljómsveitum landsins koma fram
Húsið opnar klukkan 19:00 og tónleikarnir hefjast klukkan 20:00
Fram koma:
Nylon, Sálin hans Jóns míns, Ný Dönsk, Ljótu Hálfvitarnir,Buff, Á móti sól, Merzedes club, Rokksveit Rúnars Júlíussonar, Einar Ágúst, Brain Police, Sverrir Bergmann, Bermuda
Miðaverð er 2000 kr og rennur allur ágóðinn til Blátt áfram.
Safnað er fyrir nýrri auglýsingaherferð Verndarar barna"
Miðasala á Pizzo Pizzería á Grensásveg !!
Blátt áfram þakkar fyrir þetta frábæra framtak!
Bestu kveðjur,
Sigríður Björnsdóttir
Blátt áfram!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.5.2008 | 12:55
Hafiði heyrt um þetta?
Mobile Phone GPS Tracking
Try out this mobile phone tracker, it's great! Track any connected mobile phone using a satellite map with coverage anywhere in the world!!!!Log on to www.track-your-partner.com
Frekar sniðug tækni!
---
Annars allt gott að frétta hér, er að fara að drösla kössum út í bílskúr, kössum sem innihalda hluti sem við teljum okkur geta lifað án í einhverja mánuði...kemur í ljós...annars er stutt að fara ef okkur vantar eitthvað af þessu.
Best að vinda mér í verkið...er svo að fara á kvöldvakt...finnst eiginlega að ég ætti að vera í fríi fram að flutningi...en fæ víst lítil laun fyrir það...
---
Já, hey, skvísan kom heim frá Dk í gær, voða glöð að koma heim en sagði samt; "Ég hefði viljað vera viku í viðbót og fara til Cille"! Skil hana vel, að vera næstum við bæjardyrnar hjá vinkonunni, en hún fær að fara út í sumar!!
Ég er rokin...túttilú...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.5.2008 | 10:59
Í dag kveðjum við ömmu Báru
Hún yndislega amma Bára lést sunnudagsmorguninn 27. apríl sl. Tilbúin að hitta Valla sinn aftur eftir 47 ár og með áform um að hlaupa 2.000 metrana þegar hún kæmi í himnaríki, kvaddi hún þennan heim eftir 92 ár og mánuði betur.
Þar fer einn mesti karakter sem ég hef fyrirhitt á ævinni.
Ég kynntist ömmu Báru fyrst fljótlega eftir að við Einar byrjuðum að vera saman. En samt ekki almennilega fyrr en við fluttum heim frá Danmörku fyrir tæpum tveimur árum. Og enn betur kynntumst við þegar ég fór að vinna á Dvalarheimilinu Höfða sl. sumar, þar sem amma Bára bjó. Amma Bára var fyndnust og skemmtilegust. Orðheppin með eindæmum, hnussandi ef henni mislíkaði eða ef hún bara var gáttuð. Og gáttuð var hún þegar hún spurði mig hvort ég fylgdist ekki með boltanum og ég sagði nei. Það átti hún erfitt með að skilja enda fór hún á völlinn þar til hún var komin fast að níræðu.
Handlagin var amma Bára og hafði gaman af hvers kyns handavinnu. Við eigum ófáa hluti eftir hana og Jón Ingvi á prjónaðan bangsa, Mr. Bean (hann er svo líkur bangsanum hans Mr. Bean) sem hefur fylgt honum síðan hann var 2ja ára.
Handlagnin lá í ættinni og hún var ekki lítið stolt af Einari og húsinu sem hann er að byggja. Stolt af Einari sagði hún: Og hann er ekki einu sinni lærður en þó um leið með trega yfir að drengurinn skyldi ekki nýta hæfileika sína til náms. Seint í vetur fór hún að tala um að sig langaði mikið að ná að koma í húsið áður en hún kveddi þennan heim. Með glettni en þó ögn af alvöru bætti hún við: Ef ég næ ekki að koma áður en ég dey þá kem ég bara samt! Þið látið ykkur ekki bregða þó ég standi allt í einu í dyrunum! Amma Bára náði að sjá húsið og var alsæl með það.
Jón Ingvi okkar mun alltaf búa að því að hafa kynnst ömmu Báru. Ófáa eftirmiðdaga kom hann með mér í vinnuna og sat hjá ömmu í tvo tíma. Hún að horfa á Leiðarljós sem var ómissandi partur af deginum hann að teikna. Hún hafði svo góða nærveru og það var Jón Ingvi fljótur að finna. Síðustu tvær vikurnar áður en amma Bára dó lá hún í rúminu. Jón Ingvi kom oft með okkur til hennar. Eitt skiptið var hann leiður því hún var orðin svo lasin, en þó um leið svo glaður því amma var svo glöð að sjá hann. Þegar við vorum komin fram sneri hann sér allt í einu að mér og sagði; Mamma, hún er bara svo skemmtileg.
Og þannig var það bara, amma Bára var skemmtileg. Hún dreifði gleði kringum sig með jákvæðni og skemmtilegum tilsvörum.
Með þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast henni og notið ríkulega af kærleika hennar, kveð ég hana með vissu um að þegar minn tími kemur mun hún taka á móti mér hinumegin með fallega brosinu sínu og glettninni í augunum.
Elsku Bára mín, ástarþakkir fyrir allt.
Þín
Sigrún.
-----
Elsku amma Bára.
Þú varst skemmtileg, það var gott að vera nálægt þér, þú varst góð. Takk fyrir prins pólóin og kókið og takk fyrir dagana sem við tvö áttum saman, í íbúðinni þinni á Höfða.
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Ég á eftir að sakna þín.
Þinn
Jón Ingvi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
5.5.2008 | 21:52
Sæta syssan mín
Þessa systir hef ég "átt" lengst. Man ekki eftir mér öðruvísi en að hún hafi verið hluti af mér og mínu lífi. Hún fæddist þegar ég var rétt tæplega tveggja ára og við höfum eldað grátt silfur saman hér áður fyrr...en síðustu mörg ár hefur aldrei slettst upp á vinskapinn. Eftir að við þroskuðumst og hættum að reyna að breyta hvor annari, fórum að elska hvor aðra þrátt fyrir að vera ólíkar, þá höfum við eignast vinskap sem er dýrmætari en allir demantar jarðar. Því að við eigum allt saman, alla okkar æsku. Þó við eigum fleiri systkini þá eigum við svo margt saman sem þau eiga ekki, því við erum svo líkar í aldri, við eigum sömu mömmu OG pabba, við höfum brallað svo margt.
Lífið væri svo miklu fátækara ef ég hefði ekki þig, elsku Liljan mín.
Við erum skemmtilega ólíkar, hér áður fyrr bað fólk gjarnan um að fá skilríki þegar við sögðumst vera systur! Það sem mér finnst svolítið fyndið er að við þykjum báðar líkjast pabba...þó mörgum þyki það hin mesta fjarstæða að ég líkjist honum og finnist ég miklu líkari mömmu.
EN hvað um það, yndisleg er hún syssa mín (eins og þær reyndar flestar...ef bara ekki allar...en þó hver á sinn hátt).
Og nú fer ég í bað...blaaaahhhh!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.5.2008 | 19:25
Ég er...
...þreytt. Hef samt lítið sem ekkert gert í dag. Eins og allt púður sé úr mér. Hins vegar er íbúðin eins og eyðimörk, tómar hillur, myndalausir naglar. Spennan eykst jafnt og þétt, eftir því sem laugardagurinn nálgast meir og meir.
Svo er í nógu að snúast á morgun, ætlum að tæta út í sveit um hádegið og sækja Jón Ingva, en hann er að fara í sveitaferð með skólanum. Drengurinn ætlar líka í jarðarför...svo við getum ekki beðið eftir að þau verði væntanlega komin heim fyrir kl. tvö. Svo verður Jóhannes sóttur eftir jarðarförina og fær að vera með í erfidrykkjunni, að sjálfsögðu.
Ygri skvísan okkar er svo væntanleg heim frá Danmörku á morgun, á að lenda um það leiti sem jarðarförin er hálfnuð, svo að sem betur fer sjá aðrir foreldrar um að sækja hópinn...
En vitiði...ég held ég komi drengjunum snemma í bælið og skreiðlist svo sjálf snemma upp í líka...og í nótt kúri ég ekki ein...eins og síðustu nótt þegar minn heittelskaði var á næturvakt...neibb, í nótt kúri ég í armi hans
Later...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.5.2008 | 23:04
Epla- og valhnetubaka
Vorum í paró og þar var þessi baka í eftirrétt, mjög góð með þeyttum rjóma:
Epla- og valhnetubaka
Gerir eina köku
- 2,5 bollar valhnetur (ég miða við 250 ml bolla)
- 1,5 bolli döðlur
- 2-3 epli, meðalstór (græn eða ljósrauð)
- Safi af 1 sítrónu í 2 bollum af vatni
- 1/2 tsk kanill
- 1/4 tsk negull
- 2 msk hunang (acacia) eða hreint hlynsíróp
- 1/2 bolli hreinn eplasafi
- 1/4 bolli rúsínur (má nota döðlur)
Aðferð: - Blandið valhnetunum og 1,5 bolla af döðlum saman í matvinnsluvélinni. Blandið í um 40 sekúndur eða þangað til allt er orðið grófhakkað án þess að verða að mauki.
- Þrýstið botninum í 20cm kringlótt form (gott að setja bökunarpappír undir). Þrýstið bæði botn og kanta. Kælið í ísskáp í um klukkutíma.
- Skerið kjarnann úr eplinu og sneiðið frekar þunnt.
- Hellið sítrónuvatninu yfir og geymið í smá stund.
- Sigtið sítrónuvatnið vel frá eplunum.
- Setjið eplasneiðarnar á stóra pönnu ásamt kanil, negul, rúsínum, hunangi og eplasafa.
- Hitið vel í um 15-20 mínútur eða þangað til eplin verða frekar mjúk.
- Takið eplasneiðarnar og rúsínurnar af pönnuni götóttum spaða þannig að vökvinn leki af.
- Látið vökvann malla á pönnunni í um 5 mínútur við frekar háan hita.
- Kælið.
- Dreifið eplasneiðunum jafnt yfir botninn. Hellið eða penslið vökvanum af pönnunni yfir eplin.
- Dreifið aðeins meiri kanil yfir ef þið viljið.
- Það má stinga bökunni í ofninn og hita í um 20 mínútur. Það er gott að bera fram bökuna með hollum ís eða þeyttum rjóma fyrir þá sem borða slíkt.
Uppskrift fengin á CaféSigrún.com
Mæli eindregið með henni!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.5.2008 | 15:18
Loksins, LOKSINS!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.5.2008 | 09:15
Þessar ömmur...
In a trial, a Southern small-town prosecuting attorney called his first witness, a grandmotherly, elderly woman to the stand. He approached her and asked, 'Mrs. Jones, do you know me?' She responded, 'Why, yes, I do know you, Mr. Williams. I've known you since you were a boy, and frankly, you've been a big disappointment to me. You lie, you cheat on your wife, and you manipulate people and talk about them behind their backs. You think you're a big shot when you haven't the brains to realize you'll never amount to anything more than a two-bit paper pusher. Yes, I know you.'
The lawyer was stunned. Not knowing what else to do, he pointed across the room and asked, 'Mrs. Jones, do you know the defense attorney?'
She again replied, 'Why yes, I do. I've known Mr. Bradley since he was a
youngster, too. He's lazy, bigoted, and he has a drinking problem. He can't build a normal relationship with anyone, and his law practice is one of the worst in the entire state. Not to mention he cheated on his wife with three different women. One of them was your wife. Yes, I know him.'
The defense attorney nearly died.
The judge asked both counselors to approach the bench and, in a very quiet voice, said,
'If either of you idiots asks her if she knows me, I'll send you both to the electric chair.'
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2008 | 09:08
Hið ótrúlega gerðist!
Ég var vöknuð kl. 8 og komin fram úr 8.45 og það á SUNNUDAGSmorgni!!! Og ekki að fara að vinna. Ótrúlegt en satt.
Reyndar er það þannig að Einar er að fara á næturvakt í kvella...og við í paró fyrst...svo hann ætlaði að reyna að sofa til kl. 12 þar sem hann nær ekki að leggja sig í kvöld. Ég vona að hann geti sofnað aftur en hann var glaðvaknaður á undan mér...ég verð víst seint þessi morgunhani sem hann er orðinn. Ég man þá tíð er hann gat sofið alla morgna...en síðan eru víst liðin nokkur ár.
Annars var kvöldið notalegt, ég pakkaði í nokkra kassa og við fórum upp í hús, ég og strákarnir, með viðkomu í Shell. Ég bauð strákunum upp á ís í boxi og það vakti sannarlega lukku. Svo uppi í húsi var allt að gerast, vaskaskápurinn kominn á sinn stað í bílskúrnum, sem og skúffujúnitið. Eldhúsbekkurinn kominn ofan á, en á víst eftir að festa. Svo það er að koma mynd á þetta hjá okkur. Enda ekki seinna vænna þar sem það er tæp vika í flutning!!!
Jóhannes situr hér í hinni tölvunni, því Jón Ingvi er sofandi...gerist ekki oft...yfirleitt er það öfugt; Jóhannes sefur og Jón Ingvi vaknar snemma. En þar sem bæði sjónvörpin eru í sitthvoru svefnherberginu...þá er talvan málið...
Ólöf Ósk fer á fartina í dag með sundhópnum. Yfirgefur Esbjerg og fer áleiðis til Köben þar sem þau gista tvær síðustu næturnar. Á morgun er það væntanlega Strikið og búðaráp - hún ætlaði að kaupa sér buxur, annað var ekki planað - og svo er Tívolí annað kvöld. Flug heim á þriðjudag. Mikið hlakka ég til.
Og nú held ég að ég fái mér morgunverð og gómsætt kaffi!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 178853
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar