Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

"Siden sidst"

Best að koma með smá rapport um hvað hefur á daga mína drifið frá síðasta bloggi!

Við - ég og ungarnir - fórum í borgina og náðum að kaupa jóladressin á strákana og skó á skvísuna. En sama hvað við skoðuðum þá fann hún ekki það sem hana langaði í sem jólaföt. Mátaði einn kjól sem henni fannst svo ekki flottur þegar hún var komin í hann. Reyndar held ég að Ólöf Ósk hefði alveg gatað dólað sér í Smáralindinni ALLAN daginn í slow-motion...en það er ekki fyrir mig að dunda mér í verslunarferð og hvað þá fyrir strákana. Svo ég vona að hún geti fundið eitthvað á sig í okkar heimabyggð! Ætli það verði ekki næsta mál á dagskrá.

En þetta var fín ferð, og stákarnir stóðu sig vel, en þeir voru orðnir þreyttir í lokin. Magnað hvað svona stórcenter er mikill orkuþjófur. Ég þakkaði mínum sæla fyrir að minn heittelskaði var ekki með, því hann er alltaf fyrstur að tapa gleðinni í búðastússi Wink Svo það var miklu meira gagn í honum hér heima þar sem hann setti saman 2 skápa og límdi einn karm í! 

Í gær fórum við hjónin svo í tiltekt í óbyggðahlutanum, sem fljótlega verður ekki allur óbyggður lengur! Við fórum eina ferð á haugana og svo var kerran fyllt aftur...og það á eftir að fara aðra haugaferð! Við hentum, endurröðuðum, fluttum til og það voru ýmsar tilfæringar í gangi! Svo endaði Einar á að lakka eina umferð "ganginn" og lakkaði svo aðra umferð þegar hann kom heim af næturvakt í morgun! 

Nú vantar tvær hurðir í, í herbergið sem Jón Ingvi fer í og svo í gatið inn í óbyggðina (þaðan sem við sofum núna).  Ætli Einar setji ekki annan karminn í, í dag. Svo ætlar píparinn að koma, í síðasta lagi á föstudaginn, og græja fyrir þvottavélina og handklæðaofninn! Jamm, allt að gerast! 

Núna eftir smá er ég svo að fara á leikskólann að sjá Jóhannes leika í helgileik, hann leikur einn vitringinn InLove

Þangað til næst, yljið ykkur við þennan mola:

"Það er unnt að taka allt frá manninum nema eitt, endanlegt frelsi hans til að velja hvernig hann bregst við því sem að höndum ber, til að fara eigin leiðir."

- Viktor Frankl

 pimp myspace profile

 


Þessi er reyndar frá því í fyrra...

 

 

 

 

 

 

 

Ýttu örinni niður og þú munt sjá tippið á jólasveininum.



.

*


*


*


*


*


*


*


*


*


*


*


*


*


*
 

 Í Guðanna bænum hegðaðu þér í samræmi við aldur þinn. Jólasveinninn er ekki til.


Gleðilegan mánudag :)

Jæja, mánudagurinn 8. desember runninn upp. "Som tiden dog flyver"!!! Er ekki að fatta þetta bara. En það er svona og þrátt fyrir að dagarnir fljúgi áfram þá næ ég samt að staldra við og njóta þeirra.

Helgin fór að mestu í vinnu hjá mér. Reyndar skruppum við mæðgur í Kringlu- og Laugarvegsferð á laugardaginn áður en ég fór að kvöldvakt. Ætluðum að kaupa skó sem skvísan á að fá í jólagjöf, en höfðum ekki erindi sem erfiði. Skórnir hvergi til í hennar númeri...amk ekki í réttum lit ef númerið var rétt (og öfugt). Skórnir eiga að sjálfsögðu að vera grænir, eins og veggirnir í herberginu hennar og þemað í komandi fermingu og fleira og fleira. Ólöf Ósk hefur í hávegum; Allt er vænt sem vel er grænt :)

Í gær eftir vinnu sótti ég Einar í Mosó, hann tók strætó þangað. Svo var bruuuuunað í IKEA að kaupa innvols í fataskápinn stóra og góða og svo keyptum við tvo eldhússkápa. Reyndar áttum við skúffur og fronta á einn eldhússkáp, svo það var vel sloppið. 

Einar er búinn að mála herbergin og hann er búin að mála gólfin í herbergjunum líka. Nú er næsta mál á dagskrá að taka til þarna hinumegin og sópa og ryksuga og mála smá meira, gangveginn inn til barnanna. Svo er að smella hurðunum í, og þá er flutningsfært!! Ólöf Ósk er mjög spennt, Jón Ingvi líka en þó ekki eins æstur. Ég er líka að rifna úr spenningi að fá þvottahúsið MITT!!! Þetta verður æði. 

Svo er bara rólegheit, bara dútl í restinni. Ekkert liggur á. Við ættum að ná að klæða alla útveggi og spartla og grunna fyrir fermingu. Þá er þessi fíni salur hérna hinumegin :) 

Jamm. Nóg að brasa og bralla. Allar jólagjafir keyptar, nema handa strákunum og Báru. Allar gjafir farnar, sem áttu að fara í póst. Og (var ég búin að segja ykkur það kannski??!) ég náði að setja gjafir og kort til útlanda í B-póst! Hef reynt þetta árum saman en aldrei tekist fyrr. Samt hef ég oft verið byrjuð fyrr...en svo ekki náð að klára. Stundum er ég haldin frestunarsýki mikilli...en ekki í ár. Svo þetta var ljúft og löðurmannlegt, laust við stress. Bara sæla að gera þetta svona. Sjáum hvernig gengur á næsta ári...

myspace glitters

Jæja, best að gera mig og strumpinn klár, við ætlum að sækja stóru ormana í skólann kl 13 og bruna í borg óttans og versla jólafötin. Verður gott að vera bara alveg tilbúin á góðum tíma. 

Vitiði, Lífið er Ljúft.

myspace layouts images

Molinn:

"Ótti er ekkert annað en andlegt skrímsli sem þú hefur skapað, neikvætt hugarflæði."

- Robin Sharma

---

Svona til gamans má geta að Alli Scheving á afmæli í dag :) Alltaf mánuði yngri en ég, upp á dag.


Bloggleti

Ég er ekki að nenna að blogga þessa dagana, eins og þið kannski hafið tekið eftir.  Eflaust ýmsar ástæður sem liggja að baki. 

Langir vinnudagar, því er ekki að neita að vinnudagarnir hafa lengst ansi mikið við að fara að vinna í Reykjavík. Svo er facebook að stela tíma frá mér... Og að ég tali nú ekki um jólakortastússið. En nú er ég búin að klára þau, fyrir utan 3 umslög sem mig vantar heimilisföng á. Það hlýtur að koma. Annars missir þetta ágæta fólk bara af því að fá kort frá okkur í ár...

Bygginarvinnan hjá mínum heittelskaða gengur vel. Hann er snilli, segi það og skrifa það! Komin loft, svo er að mestu búið að mála veggina, gólfmálningin komin í hús og hurðirnar væntanlegar.

Talandi um hurðirnar... Við keyptum 4 hurðir í Parka í vor, og fengum þær á í kringum 25.000 stykkið þá. Í gær hringdi Einar í Parka og heyrði aðeins í þeim. Þeir reyndar eiga ekki hurðir sem stendur (því það hefur jú verið hálfgert viðskiptabann undanfarnar vikur...) en eiga von á hurðum í kringum 16. des. Það er reyndar dálítið seint...og hurðirnar orðnar dáááálítið dýrar...eða kringum 60.000 stykkið... Já, sææææælllllll!!!

Svo við fórum í Húsasmiðjuna og þar fáum við þær töluvert ódýrari. Svo ef það er einhver smá munur á hurðunum, svona sjáanlegur, þá er það bara í góðu lagi! 

--

Gleymdi alltaf að segja ykkur frá því að Jóhannes tók þátt í opinberum tónleikum, ásamt konunum *sínum* og börnunum af leikskólanum. Tónleikarnir voru haldnir í tónlistarskólanum á Vökudögum. Hægt er að sjá brot af tónleikunum HÉR. Rosalega flott hjá þeim og mikil vinna sem liggur að baki. Ég held mér sé alveg óhætt að fullyrða að það var fullur salur af mjög stoltum foreldrum :) Amk. var ég með kökk í hálsinum...en það eru reyndar ekki nýjar fréttir...þannig er égWink

Jæja, held ég smelli mér í bælið...

Ást og friður til ykkar.


« Fyrri síða

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband