Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
11.10.2008 | 15:13
Nú er komið að því!!!
Ég lét verða af því að fara út að hlaupa! Reyndar hljóp ég inni í Akraneshöllinni, því hlaupabrautin þar er miklu mýkri en malbikið...og ég vil ekki taka óþarfa sénsa með hnéð mitt.
Fyrir þá sem ekki vita það þá á ég tæplega 2ja ára hlaupaferil að baki, byrjaði 2. jan. 2004 og þessum flotta ferli mínum lauk svo með rifnum liðþófa síðla hausts 2005
Þetta voru mér mikil vonbrigði því ég var svo ánægð með hlaupin. Leið alltaf svooooo vel á eftir, og gott að komast út í frískt loft. Fyrir utan að þetta var í fyrsta sinn á ævinni sem ég gat haldið út einhverja íþrótt í lengri tíma...!!
Ég tók meira að segja þátt í tveimur kvennahlaupum, þar sem ég hljóp 5 km í hvort skipti. Fyrra hlaupið var stór áfangi fyrir mig og ég var rosalega stolt af mér. Fékk diplómu og alles Bæði hlaupin voru iForm kvindeløb.
2. febrúar 2007 var ég svo skorin upp og hluti af liðþófanum var tekinn. Ég jafnaði mig ekki strax og er t.d. ekki enn farin að geta farið á hnén og mun líklega aldrei geta (en hver veit?!). Þegar ég byrjaði að æfa í Curves í september á síaðsta ári fóru góðir hlutir að gerast með hnéð, því jafnhliða því sem vöðvarnir kringum hnéð styktust þá leið hnénu mínu betur.
Hugurinn hefur verið við hlaup...svo ég ákvað bara að láta vaða. Það kemur bara í ljós hvernig hnéð mitt þolir þetta.
Ég ákvað að fara að ráði eins vinar míns, sem er mjög reyndur hlaupari, og fara mjög rólega af stað, labba og hlaupa til skiptis. Þannig að:
Í dag fór ég í allt 5 hringi í Akraneshöllinni:
Upphitun: röskleg ganga 1 hringur
hlaup: 1 hringur
röskleg ganga: 1 hringur
hlaup 1 hringur
röskleg ganga (niður"hitun"): 1 hringur
Hringurinn er 362 metrar svo að ég fór í allt 1810 metra. Þar af hljóp ég 724 metra.
Svo er stefnan sett í Höllina aftur á morgun...fyrir eða eftir messu...kemur í ljós. En á morgun er 1. messa verðandi fermingarbarns
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.10.2008 | 18:29
Föstudagur 10. október 2008
Jæja, hvað segiði þá?
Ég er bara nokkuð kát. Nýkomin heim (tiltölulega) úr borginni, var að vinna. Líka í gærkvöldi. Gisti hjá tengdamúttunni minni yndislegu. Gaman í vinnunni, eins og vanalega.
Strákarnir stukku út nánast um leið og ég kom heim. Jóhannes fór að leika við vin sinn og Jón Ingvi fór í afmæli. Svo ég dólaði mér ein í Bónus að versla. Snerist þar í MARGA hringi því ég get ómögulega ákveðið hvað ég á að elda fyrir frændsystkinahitting sem við hjónakornin erum að fara í fljótlega... Jamm, komst bara ekki að neinni niðurstöðu! Einhver góður "saumaklúbbsréttur" kannski?!! Einhverjar hugmyndir?????? Plííííís....!!
Mig langar að láta fylgja smá vináttu-gullkorn, sem ég fékk sent frá vinkonu minni í dag:
Gulli og perlum að safna sér,
sumir endalaust reyna,
vita ekki að vináttan er,
verðmætust eðalsteina.
Gull á ég ekki að gefa þér
og gimsteina ekki neina.
En viltu muna að vináttan er
verðmætust eðalsteina.
------
Held ég hafi bara ekki meira að segja. Knús til ykkar allra sem lesið (og sjaldnast kvittið...).
Ég er að hugsa um að taka upp aftur gamla "hefð" og smella inn gullkorni dagsins.
Hverjar sextíu sekúndur sem þú eyðir í reiði eða pirring eru HEIL mínúta af hamingju sem þú færð ALDREI aftur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.10.2008 | 11:47
Börnin eru það dýrmætasta sem við eigum, sú staðreynd gjaldfellur aldrei
Ályktun heimilis og skóla:
Heimili og skóli - landssamtök foreldra
taka heilshugar undir þau tilmæli sem fram hafa komið um hófstillta umræðu um efnahagserfiðleika, samdrátt og niðurskurð í atvinnulífinu.
Það fylgir því mikil ábyrgð að annast börn, hvar í stétt sem við stöndum. Virðum líðan og tilfinningar barnanna, völdum þeim ekki óþarfa áhyggjum með óábyrgri, einsleitri umræðu. Ábyrgð, væntumþykja, tillitsemi, jákvæðni og von eru gildi sem vert er að virða og virkja á þeim óvissutímum sem nú eru í algleymingi. Börnin eru það dýrmætasta sem við eigum, sú staðreynd gjaldfellur aldrei.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar
F.h. Heimilis og skóla - landssamtaka foreldra.
Sjöfn Þórðardóttir formaður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.10.2008 | 23:02
Gleði, gleði, gleði :)
Dagurinn í dag var ljúfur. Var heima, svaf frameftir, dólaði mér. Sótti Jóhannes og vin hans, Jón Ingvi fór heim með vini sínum, þeir komu svo hingað. Jóhannes og vinurinn fóru svo í sund. Allt í ljúfum gír.
Bakaði bæði bollur og kryddbrauð og gladdi með því yndislegu fjölskylduna mína. Þau fengu svo mexíkanska súpu (sem gladdi reyndar ekki alla...en samt um 80% af meðlimum familíjunnar!)
Eftir kvöldmat fór ég svo að hitta fyrrum vinnufélaga mína á kaffihúsinu. Við prjónuðum, drukkum kaffi og spjölluðum. Alveg yndisleg kvöldstund með yndislegum konum.
Svo er bara ekkert annað að gera núna en að skríða undir sæng og knúsa yndislega manninn minn.
Túttilú...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.10.2008 | 19:43
Konur
Fyrir allar yndislegu konurnar í lífi mínu. Mér finnst þetta (sem er í skránni hér að neðan) töluvert krúttlegt og langar að deila þessu með ykkur. Fékk þetta sent frá kærri vinkonu og þótti mér afar vænt um það.
Ég hef örugglega sagt það áður, en segi það þó aldrei of oft, hversu þakklát ég er fyrir lífið og fjölskylduna og fyrir alla vinina mína.
Einu sinni trúði ég því að *maður* gæti bara átt fáa vini, hitt væru kunningjar. Ég hef hins vegar komist að því að það er ekki rétt. Ég er amk mjög lánsöm að *eiga* MARGA vini. Fullt af fólki sem ég myndi treysta fyrir lífi mínu.
Vináttan er eitt af því allra dýrmætasta í heimi hér.
Og hér kemur svo skjalið fína og fallega:
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.10.2008 | 17:14
Jæja...
Þá er fyrstu 4 vöktunum mínum lokið. Ég er mjög sátt og ánægð með að vera þarna. Skemmtileg vinna, skemmtilegt samstarfsfólk.
Ég gisti hjá tengdó í Hafnarfirðinum í nótt, ætla að gera það þegar ég er á kvöldvakt/morgunvakt. Færri kílómetrar að keyra en ekki mikið styttri tími...amk ekki á morgnana. Ég er 40 mín að keyra af Skaganum á morgnana en ég var rúmar 20 mín úr Hafnarfirðinum í morgun...legg örugglega fyrr af stað næst...Nenni ekki svona umferðateppu...
Annars bara ekkert nýtt. Sit og drekk lattebollann minn, blogga og spjalla við minn heittelskaða. Jamm, fjölhæf kona hér á ferð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.10.2008 | 14:39
Ég hvet ykkur!
Ég hvet ykkur til að "kjósa" forseta Bandaríkjanna og sjá niðurstöðurnar! Það liggur nú við að heimurinn ætti að fá að kjósa...að minnsta kosti hefur það áhrif á allan heiminn hver situr við völd in ðö US of A!!
--
Hvað haldiði?!!! Ég pakkaði inn 6 jólagjöfum áðan! Það er ekki eftir sem búið er, skal ég nefninlega segja ykkur! Mér finnst ekkert brjálæðislega gaman að pakka inn gjöfum, mín listræna hlið fær ekki útrás þar! Svo ég er ekki ein af þeim sem legg líf og sál í að gera fallega pakka...enda fá þeir bara að njóta sín í sekundubrot svo eru þeir RIFNIR upp!!
Ég fann ekki merkispjöldin sem ég veit ég á, svo krakkarnir bjuggu til. Sem er auðvitað miklu skemmtilegra!! Svo þetta urðu bara snotrustu pakkar eftir allt, og ekki mér að þakka!
Veðrið er líka til þess að sitja inni og dúlla sér, svo ég bjó til nokkrar nælur á meðan krakkarnir sátu við borðið og skröppuðu smá. Bara ljúft.
Jamm. Lífið er ljúft, vindurinn gnauðar fyrir utan og þá er gott að vera inni í hlýjunni. Það verður líka ljúft þegar daginn styttir enn meir, því þá fá kertaljósin að njóta sín.
Ég var einmitt að ræða þetta við einhvern um daginn. Ég ELSKA sumrin á Íslandi, þegar það er bjart alla nóttina, mér finnst það ÆÐI. Alveg eins mikið ELSKA ég svartasta skammdegið þegar það varla birtir yfir daginn, þá finnst mér svo kósí að vera með kertaljós og hafa það notó. Jamm, hver árstíð hefur sinn sjarma. En vorin eru best í Danmörku! Að mínu mati, ég ELSKA að keyra gegnum skóginn þegar hann er ljósgrænn og nýútsprunginn. Jamm. Held ég fari að prjóna núna!
Knúúús...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
5.10.2008 | 10:02
Í gær
Við hjónakornin fórum út að borða á Kringlukránni (leikhúsdinner) og svo að sjá Fló á skinni í borgarleikhúsinu á eftir, ásamt 35 öðrum (eða svo) úr vinnunni hans Einars. Næstum allt í boði vinnunnar hans, starfsmannasjóðs og svona. Ekki slakt. Maturinn var mjög góður og Fló á skinni bara nokkuð skondin. Verð samt að viðurkenna að mér fannst þetta ekki eins brjálæðislega fyndið og mínum heittelskaða og eldri dóttir okkar, sem kom með í leikhúsið. En ég hló samt, sérstaklega þóttu mér pólverjinn og tælendingurinn fyndin. En nóg um það...best að kjafta ekki neinu í þá sem eiga eftir að sjá...
Það sem mér helst lá á hjarta var að segja ykkur frá nýjasta orðinu í orðaforða unga fólksins...og kannski aðrir taki sér það til munns líka... En það er sem sagt sagnorðið að "haarda" sem þýðir að gera ekki neitt...dregið af "Geir Haarde"...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
With your help, we can eradicate this evil trade.
We do not need your money.
We need you to light a candle of support http://www.lightamillioncandles.com
The more candles we light, the more powerful our voice becomes.
This petition will be used to encourage governments, politicians, financial institutions, payment organisations, Internet service providers, technology companies and law enforcement agencies to eradicate the commercial viability of online child abuse.
They have the power to work together. You have the power to get them to take action.
Please light your candle at lightamillioncandles.com <http://www.lightamillioncandles.com> or send an email of support to light@lightamillioncandles.com.
Together, we can destroy the commercial viability of Internet child abuse sites that are destroying the lives of innocent children.
Kindly forward this email to your friends, relatives and work colleagues so that they can light a candle too.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 178737
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar