Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Lifrarbuff

Ragga, sem er að vinna með mér, spurði mig í gær hvort ég ætti ekki uppskrift að lifrarbuffi. Gamaldags og góður matur...og ódýr. Ég man að mér þótti lifur hreint út sagt viðbjóður þegar ég var krakki og unglingur og held ég hafi ekki smakkað hana síðan ég var unglingur. Mér er sérstaklega minnistætt þegar ég 16 ára, og nýflutt heim til þáverandi kærasta míns. Það var steikt lifur í matinn og ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að segja að mér þætti lifur vond. Meira að segja þótti mér hún svo ógeðsleg að ég kúgaðist ef ég tuggði hana... EN í þetta skipti skar ég bitana MJÖG smátt og gleypti þá svo ótuggða... Næst þegar það var lifur í matinn var ég farin að kynnast foreldrunum betur og þorði að segja að ég bara gæti ekki borðað þetta...
 
En ég sendi mail á múttu mína í gær, því ég man að hún gerði lifrarbuff hér í denn.  Þau voru alveg hreint ágæt ef ég man rétt og mikill munur að borða þau samanborið við steikta lifur. Lifur er sögð mikið holl, svo það væri sniðugt að taka upp þann sið á ný að leggja sér slíkt til munns. 
...reyndar heyrist mér að familíjan mín sé ekkert upprifin...sjáum hvað setur.
 
Hér kemur uppskriftin:
 
Lifrarbuff
 
300 gr hráar kartöflur
300 gr lifur
1 lítill laukur
1/2 paprika
1 egg
1 tsk salt
1/2 tsk pipar
Hakkið lifur og kartöflur einu sinni.
Setjið fínhakkaðan lauk og fínhakkaða papriku saman við.
Setjið eggin og kryddin saman við hræruna.
Mótið buff og steikið á pönnu.
 
Jæja, ætla að taka til eftir kvöldmatinn. 

Og eitt enn...frekar en að forwarda þessu öllu...

Eins og þetta dæmi sannar þá er Gullið best

·        Ef þið hefðuð lagt 100.000 krónur í að kaupa hlutabréf Nortel fyrir einu ári síðan væri verðmæti bréfanna í dag um 4.900 krónur.

·        Hefði sama fjárfesting verið lögð í Enron væri sú eign í dag um 1.650 krónur.

·        Hefðuð þið keypt bréf í World Com fyrir 100.000 krónur væri minna en 500 kall eftir.

·        Hefði peningurinn hins vegar verið notaður til að kaupa Egils Gull bjór fyrir einu ári síðan þá hefði verið hægt að drekka hann allan og fara síðan með dósirnar í endurvinnslu og hafa um 21.400 krónur upp úr því.

Þegar ofangreint er athugað virðist vera vænlegur kostur fyrir fjárfesta að drekka stíft og endurvinna!


Ég bara get ekki stillt mig...

Brandari dagsins í dag er:

Einn verðbréfadrengurinn var spurður að því hvernig hann svæfi þessa dagana.

"Alveg eins og ungabarn" svaraði hann.

Þegar hann var spurður hvað hann meinti með því svaraði hann;

"Ég vakna svona á klukkutímafresti, grátandi og búinn að pissa í rúmið!"


Þetta getur ekki verið tilviljun - eða hvað?!

Verður jólunum okkar stolið?

Trölli

Haarde...alias Trölli

 

 


Fyrir þá sem skilja dönsku!

Hvem var Jesus?

Der findes tre beviser for, at Jesus var Mexicaner:
-
Han hed Jesus
- Han var tosproget
- Han blev altid generet af myndighederne

Men der findes også belæg for, at han var Irsk:

- Han giftede sig aldrig
- Han fortalte altid historier
- Han elskede at være ude i naturen

Samtidig findes der tydelige indikationer af at Jesus var sort:

- Han kaldte alle for "broder"
- Han kunne lide gospelmusik
- Han kunne ikke få en retfærdig rettergang

Tre stærke fakta taler for at Jesus var Italiener:

- Han gestikulerede når han talte
- Han drak vin til alle måltider
- Han var sikker på at hans mor var jomfru og moren var sikker på at han var Gud

Men yderligere fakta tyder på at Jesus kan have været fra Californien:

- Han klippede aldrig håret
- Han gik barfodet
- Han grundlagde en ny relidion

MEN, de mest overbevisende beviser taler faktisk for at Jesus var KVINDE:

- Han blev nødt til at bespise en mængde mennesker med kort varsel, selv om der ikke var noget mad.
- Han forsøgte at blive hørt blandt en mængde mænd som ikke hørte efter
- Da han var død blev han til og med nødt til at stå op igen fordi der var flere opgaver at udføre.

Derfor: Send denne til alle vidunderlige, hårdt arbejdende kvinder som aldrig hviler, for at opmuntre dem til at forstå at de er meget mere guddommelige end de aner.


Bökunardagur

Nú eru pylsuhornin að malla í ofninum, og skinkuhornin tilbúin til að fara í ofninn. Mjög spennó. Gerði tvöfalda uppskrift og setti pylsur í helminginn og skinkumyrju í hinn helminginn.  Ég hef aldrei gert skinkuhorn áður svo ég er spennt að sjá hvort osturinn leki út um allt...

Það var hún Gréta vinkona mín sem kom þessu bökunaræði af stað. Ég ræsti hana fyrir allar aldir í morgun (kl 10.40...eða sko ég hringdi í hana kl. 9 og henni fannst ég brjááááluð...) og lét hana gefa mér kaffi. Og hún talaði bara um allt sem hún ætlaði að gera í dag, baka og prjóna og svona...svo ég fékk kast í kvöld og réðist í þessar framkvæmdir...get ekki verið minni kona...LoL

Annars bara allt gott að frétta. Smá nettur konflikt við gelgjuna áðan...en ég vona að það jafni sig þegar hún er búin að sofa...þreyta er eitur í hennar bein...eins og flestra. 

Jamm. lífið er bara ljúft.

Spakmælið:Message „Látið allt gerast á sínum tíma og þá er tími ykkar nægur. Annars sprettur upp gremja, fúsk og vanræksla á öllum sviðum.“

 
– Gústaf I Vasa

 


Ég elska þessa sögu

Sagan er um mann sem var að ganga í gegnum mikla erfiðleika. 

Svo mikla, að hann hélt hann kæmist aldrei uppúr þeim. 

Mörgum árum síðar, sat hann hjá Jesús og þeir fóru saman yfir líf hans.  Fótsporin í sandinum voru alltaf tvö, þ.e. hans fótspor og einnig fótspor Jesús sem fylgdi honum hvert sem var. 

Þegar þeir skoðuðu erfiðustu lífsreynslu mannsins, sá hann sér til skelfingar að á þeim tíma sem mest á reyndi, hvarf Jesús og eingöngu hans eigin spor voru í sandinum.  Jesús sem alltaf hafði gengið með honum, hafði yfirgefið hann á þessum erfiðasta tíma. Hann spurði hvers vegna Jesús hefði yfirgefið hann þear hann hafði þurft mest á honum að halda.

Jesús tók manninn í fang sér og sagði "ég gekk alltaf við hlið þér, en þegar ég fann að þú gast ekki meira, vegna þrenginganna, þá tók ég þig í fang mitt og bar þig í gegnum erfiðleikana. 

Fótsporin sem þú sérð ein í sandinum, eru mín fótspor".

sporin í sandinum


Gullkornið

Fór í kirkju með fermingarbarninu og drengjunum. Mjög falleg og skemmtileg Guðsþjónusta.

Á eftir fórum við til Þórunnar vinkonu minnar sem á einmitt afmæli í dag. Þar var líka Gréta vinkona og svo kom systir Þórunnar og fjölskylda. Skemmtileg stund með þeim. Yndislegt að hafa kynnst þessum gullmolum, sem þessar vinkonur mínar eru.

Gullkorn dagsins er:

Message

„Til þess að geta verið hamingjusamur ætti maður að vera með hugann fullan af áformum og hjartað fullt af kærleika“
 
– Karl Hilty
 

 


Hlaup dagsins

Jæja, þá er ég búin að hlaupa í dag. Reyndar byrjuðum við á að fara í sunnudagaskólann í kirkjunni og það var mjög gaman. Skemmtilegt starf sem fer þar fram. Ég komst að því að Jóhannes kann Faðir vor´ið þó hann fari aldrei með það hér heima. Kannski ekkert skrítið að hann kunni það þar sem við förum með bænirnar á hverju kvöldi...

Ég verð að skrá hlaup dagsins hér inn, þetta verður hlaupadagbókin mín...heldur mér kannski við verkið.

Í dag var þetta svona:

Upphitun, röskleg ganga 1 hringur: 362 m

hlaup 1½ hringur: 543 m

röskleg ganga ½ hringur: 181 m

hlaup 1½ hringur: 543 m

"niðurhitun, röskleg ganga 1½ hringur: 181 m

Sem sagt jafn langt og í gær, eða 1810 metrar en í dag hljóp ég 1086 m. en í gær 724 m svo ég bætti við 362 m í dag og er bara nokkuð ánægð með mig áfram :)

Eldri sonur minn fer fram á að ég hlaupi alltaf í höllinni...það sé asnalegt að hlaupa úti því þá sjái ALLIR að maður sé í megrun...ég spurði hann hvort honum finndist ég þurfa að fara í megrun...ekki sagði hann...! Svo ég reyndi að útskýra fyrir honum að ég væri ekki að þessu til að megra mig heldur heilsunnar vegna...það sé hollt að hreyfa sig, gott fyrir hjartað og lungun og vöðvana og svo framvegis..! Jamm.

That´s life hjá mér í dag.

Góðan daginn, góðan dag,
Guð þér gefi, í dag góðan dag,
syngjum saman nú,
eitt lofgjörðarlag,
við lofum þig Drottinn Guð,
Halelúja.

Texti eftir sr. Birgi Ásgeirsson, sem var presturinn okkar í Danmörku, skírði m.a. Jón Ingva.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband