Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
11.9.2007 | 08:20
Ormurinn okkar
Jóhannes reynir að stjórna okkur foreldrunum, og systkinunum. Hann komst lengi vel upp með það, ef hann vildi eitthvað sem systkini hans voru með þá öskraði hann og þau létu hann hafa hlutinn...ekki gott. En þau nenntu ekki að hlusta á hann orga, svo hann gat notað þetta "verkfæri".
Svo fórum við að taka á þessu s.l. vetur. Núna notar hann fýlu. Alveg magnað hvað þessi annars endalaust glaðlyndi drengur getur farið í heiftarlega fýlu. Yfirleitt fær hann nú bara að eiga sig í sinni fýlu...
Áðan var pabbi hans að fara upp í lóð og ætlaði að keyra hann í leiksskólann í leiðinni. Minn maður var ekki sáttur. Hann vildi að ég myndi "skukla" honum í leikskólann. Fór í þessa líka brjáluðu fýlu...en við vorum ekki á því að láta hann stjórna...
Ég reyndi að klæða hann í útiföt og skó...sem hann tætti af sér jafn óðum, hann neitaði að standa í lappirnar... Það endaði með að pabbi hans tók hann eins og kartöflupoka yfir öxlina og föt og skó í hina hendina. Jóhannes orgaði á leiðinni út í bíl!! Og mér varð illt í hjartanum. Finnst erfitt að knúsa þau ekki þegar þau gráta, þessar elskur allar. Beit í vörina og gerði ekkert.
Við neitum að tipla í kringum hann á tánum, og við neitum að láta hann komast upp með að stjórna svona. Það er alltof mikil ábyrgð fyrir þennan litla orm að stjórna heiminum...þó hann haldi að hann vilji það
Jamm, þetta var morgunhugleiðingin...eða morgunbloggið...eða eitthvað.
Ást&kærleikur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.9.2007 | 19:12
Verð að vara ykkur við þessum vírusi!!!
and by hand.
This virus is called Weary-Overload-Recreation-Killer (WORK). If you
receive WORK from any of your colleagues, your boss, or anyone else
via any means DO NOT TOUCH IT. This virus will wipe out your private
life completely.
If you should come into contact with WORK, put your jacket on and
take two good friends to the nearest store. Purchase the antidote
known as Work-Isolating-Neutralizer-Extract (WINE) or Bothersome-
Employer-Elimination-Rebooter (BEER). Take the antidote repeatedly
until WORK has been completely eliminated from your system.
You should forward this warning to 5 friends. If you do not have 5
friends, you have already been infected and WORK is controlling your
life.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.9.2007 | 13:22
Var að...
...vakna. Við mæðgur skriðum upp í og sofnuðum 10.40...ætluðum að vakna 12.00 en þegar klukkan hringdi þá breytti ég vekjaranum í 13.00....
Ljúft að sofa, en fékk þó martröð Annars þó mér þyki ljúft að sofa svona á daginn þá er ég alltof þung í hausnum þegar ég vakna. Svo þetta er ekki bara gott
En ætli ég verði ekki að skella mér út í rigningarsuddann og versla kvöldmat handa familíunni, svo þau svelti ekki meðan ég er í vinnunni
Einar er svo duglegur, hann er uppi í húsi að gera klárt fyrir límtrésbitann (hvað sem það er) sem verður settur á einhverntímann á morgun. Mér finnst hann alger hetja að vera úti í þessu veðri.
Jæja, ég ætla að klára að klæða mig...
Knús&kærleikur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.9.2007 | 09:02
Prinsessan...
...er lasin. Hún var eins og drusla þegar þau systkinin komu heim úr bíó í gær, og sagði að hún hefði eins og hún væri að verða veik. Þegar hún fór að sofa var hún með 38°. Ég er ekki búin að mæla hana í morgun, en henni er illt í hálsinum og maganum og heitt og kalt til skiptis. Sem sagt greinilega með hita. Vona að henni batni fljótt, þessu yndislega stelpuskotti mínu.
---
Hún sagði; "Ég hef það eins og ég sé að verða veik" ...sem er bein þýðing af "Jeg har det som om...".
Jóhannes sagði við afa sinn í fyrrakvöld; "Viltu sleppa af með okkur?" ..."Vil du slippe af med os?"...(Fyrir þá sem ekki skilja dönsku; "Viltu losna við okkur?")
Þau eru svolítið dönsk í tali, börnin okkar. Það er bara allt í lagi, finnst mér. Jóhannes segir t.d. ekki "að", hann segir alltaf "at". Mér finnst þetta krúttlegt.
---
Er að hugsa mikið hvort ég eigi að leggja mig...er að fara á kvöldvakt í kvöld. (Einar tekur sjúkravaktina hérna heima...vonandi verða engar ælur )
Svo hef ég ekki meira að segja...gat bara ekki haldið áfram að vera svona þögul eins og ég hef verið undanfarna daga
Ást&friður...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.9.2007 | 22:19
Ég væri ekki hissa...
...þó einhver héldi að ég væri veik, alveg fárveik. Held það hafi varla gerst að ég hafi ekki bloggað í meira en tvo sólarhringa í röð. Nema þegar ég var í Danmörku og komst ekki í tölvu daglega...
EN, ég er ekki lasin, alls ekki!! Hins vegar er ég búin að vera að vinna um helgina. Þegar ég kom heim úr vinnunni í gær fór ég að sækja drengina, en þeir voru í pössun hjá afa sínum og ömmu þar sem Einar skrapp til Vestmannaeyja, í það sem átti að vera dagsferð (meira um það á eftir).
Tengdó voru svo nice að bjóðast til að hafa strákana áfram þar sem ég þurfti að fara heim að taka til og þrífa fyrir sýningu á íbúðinni sem átti að vera kl 18. Ég náði að þrífa og afhenda lykil til fasteignasalans, en sýningunni hafði þá verið frestað til kl 19. Svo ég fór til tengdó aftur og spurði hvort það væri ok að þau sætu uppi með okkur eitthvað áfram. Jú, það var sko í góðu lagi og okkur var bara boðið í mat.
Ef það hefur farið fram hjá ykkur þá segi ég það aftur og enn: ÉG ELSKA AÐ HAFA FAMILÍUNA SVONA NÁLÆGT OKKUR!!! ELSKA AÐ GETA DROPPAÐ Í KAFFI...OG ENDAÐ Í MAT
...OG ÁTT GÓÐA STUND MEÐ ÖLLU ÞESSU YNDISLEGA FÓLKI SEM AÐ OKKUR STENDUR!!!!
GERI EKKI NÓGU MIKIÐ AF ÞVÍ ÞÓ AÐ HITTA ÞÁ SEM BÚA LENGRA FRÁ OKKUR
Jamm!!!
En svo drifum við okkur heim, strákarnir í bælið og við mæðgur lögðumst upp í rúm og gláptum á eina ammeríska vellu. Alltaf gaman að svona stelpukvöldi yfir ástarsögu Yndislegt að eiga tíma ein með skottunni minni. Hugsið ykkur, hún er að verða unglingur bráðum!! Verður 12 ára í október...trúi þessu varla!!
Jæja, Einar varð sem sagt veðurtepptur í morgun og kom heim vel rúmum hálfum sólarhring á eftir áætlun...sem þýddi að ég þurfti að kvabba á tengdó aftur því ég var að fara að vinna. En það var ekkert mál, þau tóku á móti börnunum með bros á vör.
Svo eftir vinnu var bara að drífa sig í Bónus og versla því við áttum von á 8 vinum okkar í mat. Og það var SVO gaman!!! Þetta er hópur sem við hittum einu sinni í mánuði yfir vetrarmánuðina, borðum saman góðan mat og eigum SKEMMTILEGA kvöldstund saman. Þetta var ÆÐI!!! Hlakka til að hitta þau aftur í byrjun október.
Jamm, Einar kom heim upp úr hádeginu. Náði í krakkana og svo fóru þau (börnin) í bíó kl 16, en það var verið að sýna Simpson-myndina í bíóinu hérna á Skaganum. Þau skemmtu sér konunglega og eins og Ólöf Ósk orðaði það; "Jóhannes talaði ekkert af því að hann hló svo mikið"!!! En hún hafði haft af því einhverjar áhyggjur að hún myndi þurfa að sussa á þennan málglaða dreng
Þetta er helgin okkar í hnotskurn. Eintóm hamingja! Ji, hvað þetta er búð að vera yndislegt.
Jamm og já. Ætla í bælið.
Ást til ykkar allra...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.9.2007 | 09:19
Þú mátt...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
6.9.2007 | 13:30
Kökur og smá meir...
Hæ hó.
Jæja, ég er mætt!! Er búin að bardúsa ýmislegt í dag, m.a. fara bloggvinarúntinn. Svo er ég búin að taka til hjá strákunum, fasteignasalinn er með opið hús á sunnudaginn svo það þarf að vera fínt. Ég er að vinna alla helgina, svo ég þarf að gera þetta klárt...
Ég skrifaði upp tvær Sollu-uppskriftir úr vikunni um daginn. Ég er ekki búin að prófa þær en reikna fastlega með að þær séu góðar. Svo ég ætla að leyfa ykkur að vera memm.
Gulrótarkaka með súkkulaði
250 gr rifnar gulrætur
1öö gr möndlur, þurrristaðar og malaðar
325 gr spelt
2 tsk lyftiduft
1 tsk kanill
1/2 tsk engiferduft
1/4 tsk kardimommuduft
salt á hnífsoddi
100 gr gróft saxaðar döðlur
2 dl kókosolía
1½ dl Agave síróp
2-3 egg
sesamfræ eða kókos
Hitið ofninn í 180°, smyrjið kökuform og stráið sesam eða kókos í botninn. Setjið rifnar gulrætur, malaðar möndlur, spelt, lyftiduft, kanil, engifer, kardimommur, salt og saxaðar döðlur í skál og blandið með sleif. Setjið kókosolíu og agave í hrærivél (eða matvinnsluvél) og þeytið vel saman, bætið eggjum út í, einu í einu og blandið vel í 5-10 mín. Hrærið blönduna varlega saman við mjölið og setjið deigið síðan í formið og bakið v. 180° í 45-55 mín.
Súkkulaði
1 1/4 dl hreint kakó
3/4 dl kókosolía
1/2 dl agave
1/2 dl vanilluduft
Allt sett í skál og hrært vel saman. Síðan er kreminu hellt yfir kökuna.
Gott er að bera kökuna fram með ávaxtasalati (t.d. jarðarberjum, granateplum og rifsberjum) og þeyttum rjóma.
Gulrótarmúffur
5 dl spelt (50/50 fínt og gróft)
1½ dl þurristað kókosmjöl
2 dl rifnar gulrætur (ca 100 g)
1½ tsk lyftiduft
1 tsk kanill
1/4-1/2 tsk salt
1½ dl mjólk
1 msk möluð hörfræ eða 1 egg
3/4 dl kókosolía
1½ dl agave
Hitið ofninn í 180°. Blandið spelti, kókos, gulrótum, lyftidufti, kanil og salti í skál. Setjið mjólk, hörfræ (eða egg), kókosolíu og agave í matvinnsluvél og hrærið smá stund. Hellið blöndunni saman við þurrefnin og blandið saman. Setjið í smurð múffuform og bakið v. 180° í 20-25 mín.
----------
Þetta var matarhorn dagsins
Annars er lítið að frétta í dag. Það rigndi geðveikt áðan. Var fegin að vera ekki úti í þeirri dembu.
---------
Var ég búin að segja ykkur að ég er komin í tvo saumaklúbba?? Einn er með "Valkyrjum", konum sem ég kynntist á netinu meðan ég bjó í Danmörku. Kynntist þeim í Yahoo-grúppu sem heitir "Íslenskar mæður í útlöndum". Nú erum við nokkrar sem erum fluttar heim og við erum búnar að hittast einu sinni og ætlum að hittast aftur núna seinnipartinn í september. Svo buðu föðursystur Einars mér að vera með í "frænkuklúbbi", sem ég þáði auðvitað með þökkum. Ég elska svona "kom-sammen". Alveg búin að klára félagsfælnina (sem stjórnaðist af ótta við álit annara) og ELSKA að hitta fólk og spjalla. Finnst fátt skemmtilegra en að halda stórar veislur, fá marga í heimsókn. Ég komst upp á lagið með það þegar við bjuggum í Danmörku og vinirnir úr Jónshúsi voru að hittast. Það voru oft margir.
Þegar við fluttum heim s.l. sumar þá héldum við einmitt kveðjupartý, og það komu hátt í 80 manns og áttum við yndislegan dag með vinum okkar, innan um alla flyttekassana og með gám í hlaðinu. Þetta var á laugardegi 8. júlí, en við fluttum heim 12. júlí.
Jamm, partý-on !!! Lífið er of stutt til að láta sér leiðast
Ást&Friður...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
5.9.2007 | 15:43
Notalegur dagur
Ég og Jóhannes erum búin að eiga notalegan dag saman í dag. Hann var í fríi því ég var í fríi. Hef tekið eftir því stundum að fólk er hissa þegar hann er í fríi frá leikskólanum, eins og slíkt "sé ekki hægt" eða "hann á ekki að ráða svona löguðu".
Mín afstaða er sú að ég eignaðist ekki börnin mín til að hafa þau á leikskóla. Auðvitað er nauðsynlegt fyrir okkur að hafa leikskólann því við þurfum að vinna fyrir peningum til að geta lifað. En ég er svo heppin að vera í vaktavinnu og það þýðir að suma daga er ég í fríi virka daga og þá finnst mér notalegt að geta haft kútinn heima. Og ef hann vill það þá er það æði.
Ég hef gert þetta með öll börnin, haft þau heima þegar ég hef getað og þau viljað. Og við höfum átt marga góða daga saman. Á svona dögum fá þau líka að hafa mömmu sína að mestu út af fyrir sig og það hefur verið gott, og er enn gott.
---
EN þetta var EKKI það sem ÉG ætlaði að skrifa...
Ég ætlaði að benda ykkur á skrárnar hér að neðan, en þetta eru uppskriftir sem ég fékk einhverntímann sendar. Einhverjir sem hafa tekið sig saman og safnað í word-skjöl og svo var þetta sent út um allt í email. Svo ef þið hafið áhuga þá getið þið skoðað þetta.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
4.9.2007 | 22:14
Veit ekki...
...hvað ég á að skrifa, en get samt ekki sleppt því.
Þetta er eins og að fá orðið á fundi, ég tek orðið þó ég haldi að ég hafi ekkert að segja, en svo kemur yfirleitt alltaf það til mín sem ég "á" að segja.
Stundum finnst mér bloggið virka þannig fyrir mig líka. Ætla líka stundum að skrifa um eitthvað sérstakt en svo taka puttarnir og lyklaborðið völdin!!
---
Ég á svolítið erfitt stundum. Eða þannig. Ég er með töluvert bilaðan haus, sem segir mér allskonar vitleysu stundum. Ýmislegt sem hausnum á mér finnst, eða eiginlega vil ég frekar kalla þetta "djöbbaröddina" eða "sá rauði (þessi með horn og hala) er að tjá sig".
Þessi "rödd" segir mér ýmislegt. T.d. að ég sé ekki nógu góð, að ég hljóti að hafa svindlað eitthvað fyrst ég t.d. lauk prófi og útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur...því ég geti ekki svona.
Þessi púki segir mér líka að ég sé ekki nógu góð, og fær mig til að óttast álit annara.
Það sem þessi púki er að tjá sig þessa dagana er að ég sé óttalegur vesalingur!
Ástæðan fyrir því að púkanum þykir ég vesalingur var að sú að ég var mjög þreytt í dag þegar ég kom heim úr vinnu. Ég var búin að vera á vakt á hverjum degi í 6 daga plús eitt örstutt útkall á laugardagskvöldið (var á bakvakt líka um helgina).
Og púkanum þykir ég eymingi og að ég eigi ekki rétt á að vera þreytt. Aðrir séu að gera meira en ég og eigi þar af leiðandi RÉTTINN!!!
Jamm. Svona lætur púkinn.
Það sem mér þykir gott er að ég hef ýmis verkfæri til að hafa hemil á þessum púka svo hann nær ekki að stjórna mér eins og hann gerði áður fyrr. "Í gamla daga" áður en ég fann þessi verkfæri þá stjórnaði púkinn mér svo mikið að ég var alltaf með samviskubit, hrædd við hvað allir aðrir væru að hugsa (sjálfsmatið svo lágt að ég var viss um að öllum þætti ég jafn mikill lúser og mér þótti ég vera), hafði ekki skoðun...var alltaf sammála síðasta ræðumanni, sagði helst ekki nei af ótta við að styggja aðra eða verða hafnað.
Þetta var töluvert mikið erfitt líf og mjög sárt. Lífið var EYMD!!! Og þannig var það.
Í dag hef ég verkfærin mín og í dag er eymd valkostur, einmitt af því að ég hef verkfærin mín.
Þess vegna gaf ég púkanum selbita svo hann þeyttist út af öxlinni á mér, ég lagðist í sófann og steinsofnaði í rúman hálftíma og það var ÆÐI!!! Endurnærðist og var eftir þennan rúma hálftíma í standi til að fara út í búð og versla í matinn, sitja í ró og næði og spjalla við yngri son minn yfir kvöldmatnum, sótti þann eldri til vinar síns og já, bara naut lífsins.
Jamm, þetta var það sem ég hafði að segja í dag.
Ég elska lífið, og vona að þið gerið slíkt hið sama. Gangið á vegum ÆM.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
3.9.2007 | 09:52
Í rigningu ég syng...
...í rigningu ég syng, það er yndislegt veður og mér líður vel.
Jamm, það er grenjandi rigning. En það er allt í lagi, við hlupum bara hratt út í bíl í morgun!! Blotnuðum samt smá. En það er sko kominn tími á að vökva þennan landshluta eftir alla sólina í sumar.
Ég er að gæla við hugmyndina um að leggjast í heitt bað með DeepHeat freyðibaði og láta líða úr mér...og skríða svo kannski undir sængina og hvíla mig aðeins. En fyrst verð ég að hengja upp þvottinn. Og svo var Jóhannes að erfa æðisleg föt, flottar íþróttabuxur og mjög fína peysu. En sá/sú sem hefur átt þetta síðast hefur þvegið þvottinn sinn með þvottaefni/mýkingarefni sem ilmar/lyktar LANGAR LEIÐIR!! Jóhannes mátaði þetta í morgun og fannst hann ansi fínn...svo þefaði hann af fötunu og sagði; "Það er alltof mikil lykt"!!!
Ég ætla ekkert að fara út í langa umræðu um ilmefni...bara segja að mér þykir kjánalegt að nota mýkingarefni og þvottaefni með ilmefnum, sérstaklega í þvott barna. Því það er sannað að börn eru viðkvæmari fyrir og fá auðveldar ofnæmi, eins og t.d. ilmefnaofnæmi sem er mjög hvimleitt ofnæmi (þekki það vel af eigin reynslu).
Ekki orð um það meir...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar