Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
16.9.2007 | 16:22
Gærdagurinn var langur...
og SKEMMTILEGUR!!!
VIð byrjuðum daginn mjög snemma, eða ég vaknaði kl 6.00. Dreif mig í sturtu, smurði svo kryddbrauðið, sem ég bakaði í fyrrakvöld, pakkaði kæliboxið, hitaði kaffi. Þá vaknaði Jón Ingvi, ég þvoði honum um hárið og svo vöktum við Jóhannes og Einar. Og beint út í bíl og af stað til Akureyrar!!!
Ólöf Ósk varð eftir heima. Nennti ekki í svona dagsferði til Akureyrar...svo hún var með vinkonu sinni sem býr hérna uppi í risi. Þær áttu víst alveg mjög góðan dag saman.
Jæja, á Akureyri byrjuðum við á að skjótast í einn kaffibolla í bústaðinn til Benna og Jónu (tengdó), en þau voru þar að ganga frá bústaðnum fyrir veturinn.
Síðan lá leiðin í annan bústað, þar sem Lilja systir og fjölskylda voru.
Á Akureyri voru líka mamma og Jón Þór (stjúpi minn) og Aðalsteinn bróðir, Salný og Lilja Fanney, sæta skott.
Tilefnið var skírn Ýmis, litla gullmolans þeirra Lilju sys og Eysteins.
Skírnin fór fram í Akureyrarkirkju kl. 15.30 og það var Gunnar bróðir, sem er prestur á Hofsósi, sem skírði drenginn. Með honum í för voru konan hans Védís og drengirnir þeirra tveir, Sölvi og Snorri, og svo auðvitað pabbi.
Eftir skírnina fórum við aftur í bústaðinn, borðuðum pizzur, drukkum kaffi, borðuðum kökur, spjölluðum og krakkarnir fóru í pottinn.
Þetta var sannkallaður fjölskyldudagur. Alveg yndislegur dagur. Þegar við vorum sest upp í bílinn og vorum að leggja af stað heim þá sagði Jón Ingvi; "Þetta var besti dagur lífs míns".
Við vorum svo komin heim hálf eitt í nótt. Allir þreyttir. Strákarnir voru búnir að sofa langleiðina heim, ég dottaði smá og tók svo við að keyra þegar við vorum komin langleiðina heim, eða í Hreðavatnsskála. Þá var Einar búinn að vera og svaf, held ég, langleiðina heim.
Hér er svo ein af okkur systrum, mér og Lilju, fyrir utan Akureyrarkirkju.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
14.9.2007 | 22:48
Mér líður nokkuð vel...STÍGVÉL!!
Fékk heimsókn í kvöld. Skemmtileg stelpa. Hef hitt hana nokkrum sinnum áður og einu sinni spjallað við hana á kaffihúsinu. Gaman. Alltaf gaman að kynnast nýju fólki. Fólki sem talar "sama tungumál".
---
Í gær þegar ég var að fara heim úr vinnunni var bíllinn rafmagnslaus fyrir utan...ég hafði gleymt að slökkva á ljósunum...arg...ég er sko ekki vön að þurfa að spá í ljósin á græna bílnum...en þessi rauði...skjóðurinn... Jæja, ég var svo lánsöm að ein sem var á næturvakt bauð mér að taka bara sinn bíl þar sem ég var að koma aftur í morgun. Yndislegt.
Ég flýtti mér svo að hringja í Einar til að biðja hann að redda bílnum þegar hann kæmi heim af næturvakt eða þegar hann færi á kvöldvakt... "Afhverju kveiktirðu ljósin, það þarf ekki!, sagði hann. En ég vissi betur!!! Hef sko oft startað bílnum í myrkri og engin ljós kviknað...og hana nú!!! "Ástin mín, þau kvikna þegar þú stígur á bremsuna", sagði hann þá...
OK, og HVERNIG átti ég að vita það???? (Þið sem munið eftir þessu með krúskontrólið...þið þekkið mig)
---
Læt þetta gott heita í kvöld. Er búin að baka heilan helling í kvöld líka. Það verður VEISLA á morgun
Gangið á vegum Æðri Máttar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
14.9.2007 | 19:20
Fékk þetta sent frá mági mínum...
Nýjar rannsóknir hafa leitt í ljós að bjór inniheldur kvenhormón og er því hættulegur fyrir karlmenn. Karlmenn sem drekka bjór taka upp hegðunarmynstur kvenna og ef drykkjunni er haldið áfram geta þeir átt á hættu að breytast í konur.
100 karlmenn voru látnir drekka bjór og eftir aðeins sex bjóra voru áhrifin orðin sýnileg á öllum mönnunum (100%).
Þeir:
- þyngdust
- fóru að blaðra tóma vitleysu
- gerðust alltof tilfinninganæmir
- gátu ekki keyrt
- gátu ekki hugsað rökrétt
- rifust útaf engu
- neituðu að biðjast afsökunar þótt þeir hefðu rangt fyrir sér.
Að teknu tilliti til ofangreindra þátta er sterklega varað við bjórdrykkju meðal karlmanna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.9.2007 | 13:53
hahaha!!!
Þrír synir afar guðhræddrar móður fóru að heiman til að spreyta sig á lífinu.
Allir áttu þeir miklu láni að fagna og græddu peninga í stórum fúlgum.
Að mörgum árum liðnum hittust þeir og ræddu meðal annars um gjafirnar
sem þeir höfðu sent aldraðri móður sinni.
Ég reisti henni mömmu myndarlegt hús," sagði sá fyrsti.
Ég sendi henni eitt stykki Mercedes Benz með bílstjóra," sagði annar.
Ég gerði enn betur," sagði sá þriðji. Þið munið hvað mamma hafði mikla unun
af að lesa Biblíuna og að hún er farin að missa sjón.
Þess vegna sendi ég henni stóran, brúnan páfagauk sem kann hana alla utan að.
Það tók tuttugu presta tólf ár að kenna páfagauknum þetta.
Verkefnið kostaði milljón dollara á ári, en það var þess virði.
Mamma þarf ekki annað en að nefna rit, kafla og vers
og þá fer páfagaukurinn með textann."
Skömmu síðar sendi móðirin sonum sínum þakkarbréf.
Til fyrsta sonarins skrifaði hún:
Kæri sonur! Húsið sem þú byggðir er risastórt.
Ég bý aðeins í einu herbergjanna en þarf að þrífa allt húsið."
Sonur númer tvö fékk eftirfarandi bréf:
Elskaði sonur! Ég er orðin alltof gömul til að ferðast.
Ég er alltaf heima og nota Bensinn aldrei. Bílstjórinn er óttalegur dóni."
Þriðja syninum sendi móðirin þessi skilaboð:
Yndislega afkvæmi! Þú varst eini sonurinn sem gerðir þér grein fyrir
hvernig ætti að gleðja hana móður þína.
Kjúklingurinn var hreinasta hnossgæti!"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.9.2007 | 12:48
Úff...mér brá...
...all verulega þegar ég las þessa frétt um rútuna í Kollafirði...það eru vinnufélagar mínir sem voru þarna á ferð, á leið í nokkurra daga ferð til Þýskalands þar sem m.a. á að skoða dvalarheimili...
Mér stóð aldrei til boða að fara í þessa ferð þar sem hún var ákveðin löngu áður en ég kom til starfa á Höfða. Fegin er ég...!!
---
En ég var að vakna og veit lítið um þetta veður sem verið er að tala um...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2007 | 00:45
Held varla...
...augunum opnum... Mikið verður ljúft að fá smá frí eftir næstu tvo daga... Mér finnst minn heittelskaði enn meiri hetja núna en áður...skil ekki hvernig hann fer að. Hann getur unnið og unnið og unnið. Enda get ég alveg stundum fengið nett áhyggjukast...yfir að hann ofgeri sér. En hann vill ekki hlusta á það og gerir lítið úr kvenlegum áhyggjum mínum...
Annars er lítið að frétta síðan síðast...enda búin að vera í vinnunni síðan þá...
Langaði bara að segja;
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.9.2007 | 15:40
OK...bara smá meira...
...var að gera verkefni með Jóni Ingva fyrir skólann. Þau vildu upplýsingar um fæðingardag (1. ágúst 2000 ), fæðingarstað (Helsingør), fæð.þyngd (4660 gr), lengd (58 cm) og fleira og fleira... OG MYNDIR!!! Verð að deila nokkrum með ykkur:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.9.2007 | 15:33
Það lítur út fyrir...
...að við séum búin að selja!!!
Það kom fólk að skoða á laugardagskvöldið (þegar ég bloggaði EKKERT!), það kom tilboð mánudag, við gerðum gagntilboð sama kvöld og það var samþykkt í gær!!! Afhending 15. janúar, svo Einar hefur nóg að gera...
---
Að öðru.
Ég hef löngum sagt að ef ég væri ekki með fjölskyldu þá vildi ég vinna eingöngu kvöldvaktir. Ég held ég fari að éta það ofan í mig... Þó væri eflaust fínt að vinna kvöldvaktir ef ég gæti sofið út alltaf daginn eftir vakt. Undanfarna daga hef ég sannarlega sofið, en ég hef vaknað kl 7 með familíunni og farið svo upp í aftur síðar. Og það er bara ekki eins gott. Ég er eins og úldin hæna (hvernig sem hún er) þegar ég vakna, skrítin í hausnum (meira en vanalega) og já, ekki nógu hress.
Nóg um það...en ég er sem sagt að fara á enn eina kvöldvaktina...og svo aftur á morgun...svo er morgunvakt á föstudag og þá er ég komin í helgarfrí.
Er að spá í að skella mér á fræðsludag síðar í sept. Það er "sáradagur". Fer reyndar fram á ensku...en það eru danir sem halda þetta...vildi óska að þeir myndu bara tala dönsku...en það er eigingjörn ósk...I know!! En þetta er spennandi efni. Ekki að mér þyki sár eitthvað æðisleg...þvert á móti, ég er eiginlega hálf hrædd við þau...hrædd um að "pleje" þau vitlaust, hrædd um að meiða fólk...og oft eru þessi sár ekki sérlega geðsleg. Svo þá er að stíga inn í óttann!!! Svo mikið hef ég lært á ferð minni gegnum lífið, að ef ég óttast eitthvað þá er að taka á því! Og ég kem sterkari út hinu megin.
----
Að lokum þetta:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.9.2007 | 00:42
Heilinn minn...
Your Brain is Blue |
Of all the brain types, yours is the most mellow. You tend to be in a meditative state most of the time. You don't try to think away your troubles. Your thoughts are realistic, fresh, and honest. You truly see things as how they are. You tend to spend a lot of time thinking about your friends, your surroundings, and your life. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.9.2007 | 00:18
Var að koma heim...
...af kvöldvakt. Er rúmlega hálfnuð með þessa vaktatörn, 5 vaktir búnar, 3 eftir.
Held ég skríði í bælið og reyni að sofna, svo ég verði hress og kát þegar ég þarf að vekja börnin kl. 7. Minn heittelskaði er á næturvakt og verður næstu 3 nætur.
---
Mikið er ég glöð að ég var í kjól með ermar...reyndar kastaði ég ekki brúðarvendinum mínum heldur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 178853
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar