Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

bara smá...

...til að ég fái ekki of mikil fráhvörf...!!!

Hef þó ekkert að segja.  

Fór á foreldrafund á leikskólanum í dag.  Er enn í menningarsjokki yfir SKIPULAGI á ísl. leikskólum...svo hef ég (og fleiri) haldið fram að danir væru niðurnjörvaðir og skipulagðir, kassalaga og svo frv.  En það passar amk ekki þegar kemur að leikskólamálum.  Þar ríkir frjálsræði og svo frv.!!!  Skógarferðir og skemmtilegheit...

Og síðan ekki söguna meir!!

Meira á morgun...kannski...!!

Svífið inn í draumaheim...eða það ætla ég að gera... 


Mánudagur...

...og lítið að frétta.

Fór að æfa í morgun og leið ægilega vel á eftir.  Þetta er skemmtileg þjálfun...og vonandi þykir mér svo vera áfram...!!  Það er bara að muna; hugsa jákvætt!!!

Ólöf Ósk fór í röntgenmyndatöku af hnjám.  Spurning hvort eitthvað komi út úr því, en hún er með einhvert hnévandamál.  Veit eiginlega ekki hvort ég á að vona að það komi eitthvað út úr myndatökunni...en það eru víst einhverjir tveir sjúkdómar sem sjást á mynd...ef ekkert sést þá erum við jafn miklu/litlu nær. 
Þetta lýsir sér mest í að hún getur ekki synt bringusund því þá fær hún illt og svo á stundum er henni illt og hún haltrar um.  Línuskautahlaup eru heldur ekki af því góða...þó hún láti sig stundum hafa það...
Kannski orsakast þetta af því að hún er hælskökk og smá kiðfætt...en Jón Ingvar (bækl.læknirinn "okkar") sagði að þá ætti henni í raun að vera illt líka þegar hún hleypur og hjólar.  En það er spurning um að fara með stúlkuna í göngugreiningu ef ekkert kemur út úr myndatökunni!  Hún var alltaf með innlegg hérna áður fyrr.

Nóg um það.

Ég er að fara á scrappnámskeið í kvella, með Erlu sys.  Hlakka til.  Get þó ekki ákveðið mig hvernig myndir ég á að taka með.  Af börnunum eða af mér&Einari...svona ferli yfir s.l. 11 ár...  Don´t know.  Ætli það verði ekki við skötuhjúin sem verðum fyrir valinu Heart

Jæja, best að halda áfram að gera það sem þarf að gera...

Túttilú... 


Afmælisbarn dagsins...

...er móðursystir mín, hún Gugga.

Gugga Mínar bestu afmæliskveðjur í Ofanleitið.


Nýji kagginn!!!

Nú þarf ég ekki lengur að liggja heima í sjálfsvorkun!!  Neibb, því minn heittelskaði keypti sér "nýjan" bíl í gær.  Það varð að sjálfsögðu FORD fyrir valinu - hinn bíllinn okkar er FORD og er snilldargóður -

...og auðvitað amerískur...eins og sá græni!!

Ford Ranger, árgerð 1999. Myndin hér að neðan er reyndar ekki okkar, heldur einhver sem ég fann á netinu. Sá sem var keyptur í gær er hvítur með plasthúsi.  Og það skondna við bílinn er að það var norðfirðingur sem átti hann!!  Þetta er greinilega bara alger nobbarabíll!!! LoL

Ford Ranger árg. 1999 Jamm, svo ég er nú aldeilis kát með þetta allt!!!  Og Einar líka!

En það var nú líka gaman í gær sko.  Ég fór með Jóhannes í íþróttaskólann og það var svo gaman að sjá hann þar.  Honum þykir svo gaman að hoppa og skoppa. 
Svo hitti ég líka Villu, sem ég umgekkst töluvert mikið 1994, þegar ég bjó í Lækjargötunni.  Hún er svo skemmtileg. Ég var að segja við hana að það mætti halda að við byggjum í stórborg því á þessu vel rúmlega ári sem ég er búin að búa á Akranesi þá er þetta í 2. sinn sem við rekumst á hvor aðra!!  

Jæja, ég fór líka í kaffi til vinkonu minnar í gær, og átti skemmtilegt spjall.  

Svo kom Einar að sækja okkur og við fórum til tengdamúttu minnar í Hafnarfirðinum, og biðum þar eftir að bílseljandinn kæmi til að sína Einari Rangerinn.  Seljandinn er útgerðarmaður í Grindavík oghafði fengið þennan bíl með kvóta sem hann var að kaupa frá Norðfirði.  Svo hann (Rangerinn) var ekki búinn að stoppa lengi á Suðurnesjum!

Í stuttu máli leist Einari vel á bílinn og keypti hann á staðnum!  Svo brunuðum við í Mosó og fengum okkur að borða á KFC.  Þar hef ég ekki borðað í ár, eða síðan í lok sept. s.l. ár.  Því maturinn þar fór svo illa í magann á mér að ég var með velgju lengi vel (með meiru...)...svo ég gat ekki hugsað mér að fara þangað.  En í gær var ég SVÖNG!!  Og hugsaði með mér að ég hafi nú oft borðað á KFC áður og ekki fengið svona í magann...  Einar spurði mig hvort ég ætti von á að "this time it will be different"...og ég sagði honum að í fyrra hafi verið öðruvísi...svo kannski yrði þetta eins og áður...

En nei, nú hef ég borðað kjúlla á KFC í síðasta sinn.  Mér var flökurt og hálf illt í maganum fram eftir öllu...og það er ekki þess virði!!!   

Jæja, best að skella í nokkur brauð...kryddbrauð og svo ætla ég að vígja brauðvélina fínu!!!

Eigiði góðan sunnudag, elskurnar mínar, það ætla ég að gera. 


Mér leiðist...

...alveg svaka mikið!!  Er innilokuð og kemst ekki baun!!  Og finnst það glatað.  Það er svo sem ekkert víst að ég færi eitthvert þó ég gæti...en að hafa ekki möguleika á því er glatað!

Rauði bíllinn (pallbíllinn hans Einars) er að hrynja.  Í orðsins fyllstu merkingu!  Það er ryðgaður biti undir honum og hann er að brotna í sundur...ef ég horfi aftan á bílinn þá sé ég hvað hann er skakkur...  Svo við þorum ekki að keyra bílinn...

Svo Einar er á græna bílnum ("mínum" bíl) í vinnunni.  Þess vegna er ég föst og á ógeðslega bágt!! LoL

En það góða er að hann er að fara að skoða annan pallbíl í dag...og vonandi líst honum vel á hann...og hann er vonandi nýskoðaður og fínn!!! Þá er bara einn dagur eftir í innilokun!!  

Ef einhver vill heimsækja mig þá væri það gaman Grin

Pabbi ætlaði að koma...en svo mundi hann eftir "en aftale" seinnipartinn...svo hann kemst ekki Frown og Jón Ingvi grét fögrum tárum Crying Hann er svo mikill afastrákur Heart

En jæja...þýðir ekki að liggja hér í eymd...enda er eymd valkostur Wink...svo nú ætla ég að koma mér út í búð og versla eitthvað gott...það er nú einu sinni laugardagur!!!

Ljós&kærleikur... 


Dagurinn í dag

Mér þykir svo vænt um textann sem séra Birgir Ásgeirsson, sem var prestur í Køben fyrir nokkrum árum og skírði m.a. Jón Ingva, samdi við lagið þarna; "...halelúja la-ó-la..." (vitiði hvað ég er að meina??).  Það hljómar svona; 

Góðan daginn, góðan dag,
Guð þér gefi
í dag góðan dag.
Syngjum saman nú,
eitt lofgjörðar lag,
vér lofum þig drottin Guð
halelúja.

Ég raula þetta stundum og það hefur þau áhrif á mig að hjartað í mér fyllist af kærleika út í allt og alla InLove

---

Í dag er ég aldeilis búin að fá að tala dönsku.  Það var æði.  Ég fór á fræðsludag hjá Fastus, sem m.a. selur ýmsar hjúkrunarvörur.  Það voru ýmsir fyrirlesarar og m.a. þrír danir.  Þeir reyndar héldu fyrirlestrana á ensku...sem var minna gott fyrir mig þar sem ég kann ekki baun í hjúkrun á ensku...og enskan er í lokuðum kassa einhversstaðar í bakheilanum (segi svona...) og ég þurfti að einbeita mér heilan helling.  Hefði fengið miklu meira út úr þessu ef þetta hefði verið á dönsku...en þá hefðu flestir hinna fengið mest lítið út úr þessu...

Ég var að rabba við aðra hjúkkuna sem var þarna með fyrirlestur, og skondið nokk, hún útskrifaðist 1995 frá Hillerød Sygeplejeskole...sama skóla og ég útskrifaðist úr fyrr í sumar!!  Og hún býr ca 20 mín frá þar sem við bjuggum! Fyndið.  Þekkjum auðvitað sömu kennara (að hluta til) því margir sem voru við skólanum þegar hún var, eru þar enn!! 

Lítill heimur, ljúfur hýr...eins og ævintýr!!

Annars var þetta fræðsludagur um sár, þrýstingssár, bláæðasár og slagæðasár...og hvernig maður tekur á slíku...og fyrirbyggir...mjög áhugavert og gott...því ég er svolítið "hrædd" við sár og finnst ég vita lítið...enda nýútskifuð og blaut á bakvið eyrum Tounge

---

Arna var að spyrja um Secret...hvað væri málið með þessa bók sem ALLIR eru að tala um.  Arna, það er líka til mynd...hef ekki séð hana enn...en ætla mér að sjá hana við fyrsta tækifæri!!  Get lítið sagt þér um bókina en kannski eru aðrir sem vilja tjá sig í athugasemdum!!!  Wink

---

Núna ætla ég að fara að skrappa með strákunum mínum!!  Þeir eru búnir að bíða með óþreyju eftir að það kæmi föstudagur...fyrst Disney Show á DR1 (popp með eins og venjulega), síðan að skrappa með mér og að lokum ætla þeir að sofa í stofunni!!  Þvílík veisla! 

---

Sendi fullt af fallegum straumum út í geim til ykkar allra... 


Ég fékk...

...bókarsendingu í gær...af því að ég er í bókaklúbbi þar sem þarf að afpanta bók mánaðarins og ég gleymi ansi oft að afpanta...venjulega endursendi ég, en í þetta skiptið ákváðum við að halda bókinni...það var bókin "Leyndarmálið" eða "The Secret".  Byrjaði aðeins á henni í gær þegar ég kom heim úr vinnu og komst að því sem ég vissi fyrir...bækur eru hið besta svefnmeðal...amk. fyrir mig!!  Svo ég las ekki nema formálann og 2 bls. Sleeping

Annað sem ég gerði í gær, ég byrjaði í líkamsrækt!  Það heitir Curves og er bara fyrir konur.  Mér líst vel á þetta.  Ákveðin í að styrkja bakið mitt svo ég fái ekki aftur svona skessuskot eins og ég fékk fyrir nokkrum vikum!!  Svo væri í góðu lagi að missa smá af þessu sem kemur út fyrir buxnastrenginn!!  Þetta sem sumir kalla "ástarhöldur"...ég kalla þetta nú venjulega efri vömbina og dellurnar!!! LoL

Ég er núna á eftir að fara í tíma nr. 2, fæ annan byrjendatíma.  Það sem kom mér af stað er að vinkona mín vinnur þarna...þá var ég ekki eins mikið Palli er einn í heiminum...Tounge  

Annars er allt gott að frétta.  Bún að vera að vinna og svona.  Á morgun fer ég svo á fræðsludag, sár og sáraumbúðir...spennandi!  Langar að læra meira um svoleiðis.  Þó þetta sé kannski svolítið litað af því að það er heildsali sem er með þessa kynningu...  En það verða tveir danir...sem reyndar halda sínar tölur á ensku...en það verður fínt.

Jamm, þetta er svona lífið hjá mér í dag...og í gær.

Ljós og Kærleikur... 


Hinn stóri sannleikur

Fátækt eða ríkidæmi?

Dag nokkurn tók mjög efnaður maður son sinn með sér í ferð út á land í þeim tilgangi að sýna honum hvernig fátækt fólk býr.

Þeir dvöldu tvo daga og nætur á sveitabýli sem myndi teljast fátæklegt.

Á leiðinni til baka spurði faðirinn son sinn hvernig honum hafi þótt ferðin.

"Hún var frábær Pabbi."

"Sástu hvernig fátækt fólk býr?" spurði faðirinn.

"Ó já," sagði sonurinn.

"Jæja, segðu mér, hvað lærðir þú af þessari ferð?" spurði faðirinn.

Sonurinn svaraði:

"Ég sá að við eigum bara einn hund en þau eiga fjóra.

Við eigum sundlaug sem nær útí miðjan garð en þau eiga læk sem engan enda tekur.

Við erum með innflutt ljósker í garðinum en þau hafa milljón stjörnur á næturnar.

Veröndin okkar nær alveg að framgarðinum en þau hafa allan sjóndeildarhringinn.

Við eigum smá blett til að búa á en þau eiga akra sem ná eins langt og augað eygir.

Við höfum þjónustufólk sem þjónar okkur en þau þjóna öðrum.

Við þurfum að kaupa okkar mat en þau rækta sinn.

Við erum með háa girðingu til að verja okkur en þau eru umkringd vinum sem verja þau. "

Faðir drengsins var orðlaus.

Þá bætti sonurinn við:

"Takk Pabbi, fyrir að sýna mér hve fátæk VIÐ erum."


Jónu-ís

Hellúúú!!!

Langar að skella hérna inn uppskrift að ís, frá Jónu (tengdó).  Aðallega svo ég týni henni ekki...en um leið getið þið haft ánægju af henni, ef þið viljið.  Þessi uppskrift er með sykri, reyndar ekki miklum, en ég mun að sjálfsögðu notast við Agave-síróp í staðinn.

- 1 msk. sykur móti 1 eggi
- 6 egg í 1 ltr. rjóma
(hægt er að nota ½ ltr. soyarjóma móti ½ ltr. rjóma)

Sykur og egg þeytt saman, rjómi þeyttur. Síðan er þessu blandað varlega saman.

Svo er hægt að setja Daim út í fyrir þá sem það vilja, eða t.d. 70% súkkulaði, eða eitthvað allt annað.

---

Hér er sól og blíða.  Var reyndar grenjandi rok og rigning um hálf 11 í morgun...þegar ég skreið undir sæng að leggja mig...ég er að fara á kvöldvakt...svo ég afsaki mig Wink

Einar sefur, hann var á næturvakt.

Ingvar og vinnumaður eru komnir og eru að vinna í húsinu.  Vonandi að þeir nái að setja sperrurnar á íbúðahlutann...þá fer að styttast í að hægt verði að steypa aftur.  Og þá sannast það sem Jóhannes segir; "Það er stutt í þakið!"!!!

Held ég bruni á pósthúsið og sendi vettlingana hans Ýmis af stað.  Ég var sko búin að prjóna þá fyrir helgi og tók þá með norður...en átti eftir að gera snúru í þá og klikkaði á að taka garnið með mér...ætlaði mér að búa til snúruna á leiðinni...!!!  Svo ég tók þá með aftur, gerði snúruna í gær svo nú er bara eftir að senda þá!!

Þarf líka að versla smá...svo við eigum morgunmat á morgun!

Alltílagitakkbless... 

 


Alveg uppgefin!

Ég ætlaði ekki að meika daginn í dag í vinnunni, var gersamlega að sofna um kl 14...skellti í mig slatta af kaffi...og tókst að halda mér vakandi þar til ég kom heim.

Heima biðu góðir gestir; tengdamúttan mín og múttan hennar.  Þær voru að koma úr sveitinni, og komu færandi hendi.  Þær höfðu bakað heilan helling af flatkökum og við fengum að njóta góðs af því.  Ekki slæmt.

Í gær átti ég svolítið erfitt.  Ég grét fögrum tárum Crying Mér finnst erfitt að búa svona langt frá Lilju sys. en það hafa alltaf verið sérstök bönd milli okkar.  Við eigum sameiginlegar minningar úr æsku, gleði og sorg.  Við höfðum alltaf hvor aðra, þó það væri ekki alltaf jafn kært á milli...en eins og einhver skrifaði í athugasemd á bloggið mitt ekki fyrir svo löngu; "góð systkin rífast", og það gerðum við systur sannarlega líka. 
Við höfum alltaf verið ólíkar sem dagur og nótt, jafnt að utan sem innan.  Á unglingsárunum áttum við ekki skap saman en sóttum samt sem áður í hvor aðra.  Þar sem við vorum mjög ólíkar reyndum við lengi vel að breyta hvor annari.  Svo einn góðan veðurdag hættum við þessu bullu, og fórum að elska og virða hvor aðra, og fórum að geta sótt styrk hjá hvor annari, m.a. vegna þess hversu ólíkar við erum, held ég. 

Í dag, og síðustu mörg ár, höfum við verið bestu vinkonur.  Það eru hlutir sem ég tala bara við Lilju um, sem aðrir vita ekkert um.  Hennar börn eru mín, og mín börn eru hennar.  Þegar ég hef gengið í gegnum erfiðleika í lífinu þá hefur Lilja alltaf verið eins og klettur mér við hlið.  Án hennar hefði lífið verið svo miklu erfiðara og tómlegra.

Svo í gær þá grét ég af söknuði.  Ég sakna Lilju minnar, við búum alltof langt frá hvor annari.  En svo fór sólin að skína í hjartanum mínu aftur og ég þakka Guði fyrir að ég á Lilju að, þó hún sé 700 km í burtu!!  

Að lokum nokkur orð um systur.  Ég er nefninlega mjög rík.  Ég á ekki bara Lilju sys., ég á þrjár aðrar.  Allar yndislegar og mikilvægur hluti af lífi mínu.

Alveg einstök systir

Við eigum dálítið út af fyrir okkur - bernskuárin með vonum sínum og skelfingum, leyndarmálum sínum og fyrirætlunum.
Aðeins við vitum hvað gerði okkur að því sem við erum í dag.
Aðeins við munum litlu ávinningana og vonbrigðin, því enginn annar veit hvað lá að baki.
Við þekkjum það sem býr innra með okkur.

---

Vinir fá ögn fegraða mynd af lífi manns.
Systur vita hvernig sú rétta lítur út.

---

Meira en vinur

Félagi manns er ágætur.
En þegar til alvörunnar kemur í fjölskyldunni þarf maður að eiga systur.
Eins og þig.

---

Bestu áheyrendurnir

Systur eru óvenjulegar. Þær heyrðu kjökrið í myrkrinu.
Þær fylgdust  með þér á sigurstundum og þegar allt brást. Í ástargleði og sorg.
Þær láta ekki blekkjast. Þær hafa þekkt þig of lengi til þess.
Þegar þú nærð langþráðu marki eru vinir þínir himinlifandi - en systur halda þöglar í hendur þínar og ljóma af hamingju.
Þær vita hvað það kostaði þig!

--- 

Ég get ekki beðið eftir að segja þér
góðar fréttir, brandara,
ævintýri, furðulega reynslusögu.
Þá fyrst þegar ég heyri þig taka andköf,
flissa eða skellihlæja -
þegar ég sé þig glenna augun upp á gátt -
þá er ánægja mín fullkomin.

---  

Hér er ég með systrum mínum:

ég, Lilja og María

Erla, Elín og ég


« Fyrri síða | Næsta síða »

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband