Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
30.9.2007 | 20:13
Gleðilegan sunnudag...
...elskurnar mínar.
Dagurinn byrjaði 6.30 en þá fórum við mæðgur á fætur. Ólöf Ósk var að fara að keppa aftur í dag. Hún er svo dugleg, þessi skotturófa okkar. Hún er alltaf að bæta tímann sinn og er mjög ánægð.
Ég var ógurlega þreytt í vinnunni...því við auluðumst til að horfa á 4 þætti af 24 tímum...man ekki hvaða seríu...svo klukkan var örugglega vel yfir miðnætti áður en við fórum að sofa. Ekki gott fyrir konu sem þarf helst sína 8 tíma!! En ég lifði það af...og lagðist inn með Jóhannesi þegar ég kom heim...hann horfði á eina teiknimynd og ég dottaði. Yndælt. Nema fyrir utan það að við erum alltaf að fara að taka á sjónvarpsglápi drengjanna...en...
Núna er kvöldmaturinn að malla í ofninum...kjúklingabringur í ostasósu (mexíkóostur, jalipenóostur, mjólk og rjómi) og hrísgrjón með. Sunnudagsrómantík hjá okkur skötuhjúunum. Yndislegt alveg. Elska að eiga svona dinner með manninum mínum, í ró og næði og geta einbeitt mér að því að tala við hann...og hlusta líka
Svona í lokin verð ég að sýna ykkur mynd af mér og Ými, tekin í sumarbústaðnum á Akureyri á skírnardaginn hans yndislega Ýmis.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.9.2007 | 20:36
Hellú
Laugardagur að kveldi kominn. Fór að heiman kl. 7.50 og kom heim 17.40. Þá voru Einar og börnin á leið heim frá Reykjavík/Keflavík. Ólöf Ósk var að keppa í sundi, Einar og strákarnir voru á vellinum...sko fótboltavellinum að sjá ÍA spila við Keflavíkurliðið...ekki orð um það meir!!
Ég var hins vegar á skemmtilegum fundi í höfuðborginni. En ómægod hvað ég verð þreytt á að sitja á rassinum heilan dag. Gott að vera ekki í skóla lengur!!!
...þó ég hafi fengið athyglisverðar hugdettur um síðustu helgi...einmitt...jamm...skóli...bara smááá...eða sko eitthvert "smá" framhaldsnám í geðhjúkrun...já, ég er ekki hætt við...mig langar SVO á geðið. Nú erum við búin að gera nýjan díl...sko, ef þessi blessaða Sundabraut kemur ekki á næstunni...þá ætlum við að endurmeta stöðuna þegar Jóhannes fer í skóla!!! Ég get ekki gleymt geðinu, geðið á mig!!! Jamm... Ég veit að Guðbjörg föðursystir verður ánægð með mig núna
En núna ætla ég að skríða undir sæng, glápa á einhverja vitleysu í imbanum og halda áfram að prjóna...prjónaði sko HELLING á fundinum í dag!!!
Góða nótt, darlingurnar mínar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
28.9.2007 | 14:15
Töffarinn...
...hann Jón Ingvi er kominn á HJÓLASKÓ!!! Mikil gleði og hamingja, og nú æfir hann sig stíft!! Nína er verslun hérna á Akranesi og þar fengum við þessa líka fínu hjólaskó, með frönskum svo hann þarf ekki einu sinni að reima!! Gæti það verið betra? Ég held bara ekki.
Fórum líka á kaffihúsið, Skrúðgarðinn (þetta sem ég hef oft dásamað). Jón Ingvi fékk uppáhaldið sitt; malt og kleinu á meðan ég fékk mér tvöfaldan Latte. Þvílík sæla. Svo sátum við þarna og sögðum fátt, því það verður seint sagt um hann Jón Ingva að hann sé málglaður En við nutum samverunnar engu að síður.
Jamm...svo er best að ég gangi frá því sem ég var að versla í Bónus...svo er vinnan bráðum...
Ást...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
28.9.2007 | 10:50
Of lítill tími!!!
Ég er búin að komast að einu! Ég hef of lítinn tíma fyrir föndur!! Vinnan er eitthvað að flækjast fyrir mér!! Langar að gera svo margt. Er á fullu að prjóna (myndir af því koma EFTIR jól!!) og svo langar mig að skrappa. Reyndar er ég komin með garn í ýmis verkefni, því eins og ég segi, það er svo margt sem mig langar að búa til. Þyrfti að sleppa kvöldvöktunum því einhvernveginn eru kvöldin betri kostur fyrir prjónana. En skit pyt, ég er t.d. að fara á ráðstefnu á morgun svo þá ætti ég að ná að prjóna alveg heilan helling!!!
Ég er voða ánægð með mig, var í ræktinni í morgun og hef alveg staðið við gefin loforð (loforð sem ég gaf sjálfri mér) og mætt mánudag-miðvikudag-föstudag. Reyndar get ég ekki farið allar vikur þessa morgna...ég þarf stundum að vinna líka ...en þá get ég farið aðra daga í staðinn. Þetta er mjög gaman. Fullt af kerlum, svo sitja þær og drekka kaffi og kjafta og hlæja á eftir. Ég er ekki farin að taka þátt í því enn...sjáum hvort það komi...eða ekki?! Hver veit. Kannski kemur að því að mig langi að vera með í því, kannski ekki.
En núna ætla ég að smella mér í sturtu og þvo af mér storknaðann svitann...áður en ég næ í Jón Ingva í skólann. Við ætlum að ath hvort það séu til hjólaskór á hann í ákveðinni verslun hérna á Akranesi...og kíkja á kaffihúsið á eftir. Eiga smá "kvalitetstid sammen"
Ást...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.9.2007 | 23:46
Ísland í dag...
Lítil dæmisaga
Íslenskt og japanskt fyrirtæki ákváðu að keppa í róðri á áttæringi.
Liðsmenn frá báðum fyrirtækjum æfðu stíft og voru í toppformi þegar að sjálfri keppninni kom. Japanirnir urðu 1 km á undan íslenska liðinu.
Eftir útreiðina var mórallinn að sjálfsögðu heldur slæmur í íslenska fyrirtækinu og yfirstjórnin ákvað að fyrirtækið yrði að vinna keppnina að ári. Var settur á fót vinnuhópur til að skoða vandamálið.
Eftir heilmiklar pælingar komst vinnuhópurinn að því að Japanirnir létu 7 menn róa en einn stýra. Í íslenska liðinu var það einn sem réri og sjö sem stjórnuðu. Vegna þessarar miklu krísu afréð yfirstjórn íslenska fyrirtækisins að fá ráðgjafarfyrirtæki til að kanna strúktur íslenska liðsins og gera nýtt skipurit ef á þyrfti að halda.
Eftir margra mánaða vinnu komust stjónunarfræðingarnir að því að í íslenska bátnum væru það of margir sem stjórnuðu en of fáir sem réru Með hliðsjón af skýrslu sérfræðinganna var strax ráðist í skipulagsbreytingar Í stað þess að hafa sjö stýrimenn, einn áramann voru nú hafði fjórir stýrimenn, tveir yfirstýrimenn, einn leiðtogi stýrimanna og einn áramaður. Að auki var áramaðurinn "motiveraður" samkvæmt meginreglunni: "Að breikka starfssvið starfsmanna og veita þeim meiri ábyrgð".
Næstu keppni unnu Japanirnir með 2 km forskoti.
Íslenska fyrirtækið rak að sjálfsögðu áramanninn með tilliti til lélegrar frammistöðu, en greiddi bónus til stjórnarinnar vegna þeirrar miklu vinnu sem hún hafði innt af hendi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.9.2007 | 20:44
Helló again!
Jæja, við mæðgur brugðum okkar í borgina í dag. Það var ansi hvasst á Kjalarnesinu en þó ekkert of. Mígandi rigning og rok í Reykjavík og við tryggðum okkur bílastæði inni þegar í Kringluna kom. Þegar við komum út aftur ca 2 tímum síðar var SÓL OG BLÍÐA! Alltaf jafn skemmtileg tilbreyting í veðrinu
Við náðum að versla flest það sem stelpuskottið vantaði;
- eina peysu (vildi tvær en fundum bara eina),
- lúffur (svona yndislegar leður/loðlúffur eins og ég fékk frá Maríu sys fyrir nokkrum árum og hafa verið grónar við mig síðan),
- vindbuxur,
- 3 toppa (ég var netthneyksluð á púðabrjóstahöldurunum sem fást í BARNADEILDINNI í Hagkaup!!! Við völdum saumlausa toppa í undirfatadeildinni),
- hjólaskó (fengum þá í Maraþon í Kringlunni...og nú er Jón Ingvi grænn...sem við áttum von á, svo hann fær væntanlega skó um helgina!!),
- stuttbuxur (fyrir íþróttir),
- úlpu og
- íþróttatösku (miðstærð...á ministærð og svo megastóra...vantaði sem sagt miðstærðina fyrir sundmót þar sem er EKKI gisting...annars er þessi megastóra fín...!!).
En það vantar sem sagt enn að kaupa eina peysu og skíðabuxur...ætli það verði ekki að bíða til næstu mánaðarmóta...þetta voru töluverð útgjöld...en þó nauðsynleg.
Við áttum æðislegan tíma saman, enduðum á kaffihúsi og höfðum það nice. Yndislegt, og nauðsynlegt. Við vorum nefninlega að spá í að bjóða Jóni Ingva með til að hann gæti líka fengið hjólaskó...en ákváðum að eiga daginn bara tvær saman. Og sáum ekki eftir því.
Núna er ég í rólegheitum að bloggast, búin að lesa fyrir drengina og hjálpa Ólöfu Ósk með krossgátu í heimanáminu, hún er farin upp til vinkonu sinnar og Einar á fundi. Held ég skutli mér yfir í sófann og prjóni svolítið...sem minnir mig á að ég GLEYMDI að athuga með hosuband...!! Jæja, það verður að gerast bara næst...kannski på lørdag...
Knús&kærleikur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.9.2007 | 13:02
One for You
Miss Beatrice, the church organist, was in her eighties and had never |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.9.2007 | 12:27
Hæ hó
Fyrst þetta:
Elsku vinkonan mín, hún Jóna Björg á afmæli í dag. Elsku Jóna, þú færð allar mínar bestu óskir um gleðilegan dag og hamingjuríkt ár. Megi sólin ætíð skína í lífi þínu.
Svo ætla ég að svara spurningum úr síðastu færslu.
Dagbjört, ég var á skrappnámskeiði hjá Föndr. Ég þarf að taka myndir af síðunum og setja inn...geri það fljótlega. Ég á ekki svona stóran skanna...
Hrönn, þú getur skoðað skrapp hér. Þetta er rosa skemmtilegt föndur.
---
Jamm. Annars var ég að vinna í gærkvöldi. Einar fór svo á fætur með krökkunum í morgun...og ég ætlaði að sofa aðeins út...vaknaði með andfælum þegar hann kom heim í hádegismat!!! Alveg steinrotuð. Þvílíkt og annað eins. En ég hef sjálfsagt þurft á þessu að halda...trúi því amk.!!!
Er núna að íhuga hvort ég eigi að leggja í fyrirhugaða ferð til höfuðborgarinnar. Þarf að fara með skvísuna og kaupa föt... Verðið hefur ekki verið það besta en virðist ok á Kjalarnesinu núna...ekki að marka hérna heima því hér er verst í sunnan og suðvestan...meðan það er verst í norðan uppi í húsi!! Já, svona er þetta bara. Og ég er ÍSLENDINGUR og tala þess vegna um veðrið enda skiptir veðrið töluverðu máli þegar kemur að því að keyra blessað Kjalarnesið...eða í Borgarnes...
---
Veit ekki hverju fleiru ég get logið að ykkur svo ég ætla bara að hætta núna!!
Knús&kossar...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.9.2007 | 09:46
Gleymdi mér alveg í gær...
...og sagði ykkur ekkert frá skrappinu!! Hnuss&fruss!!!
En sem sagt...;
Það var rosa gaman. Við systur skemmtum okkur vel í félagsskap hvor annarar til og frá Kópavogi og svo skemmtum við okkur vel á sjálfu námskeiðinu og lærðum helling.
Erla gerði opnu í albúm með elsta barnið sitt, Birgi Elís (sem átti afmæli sama dag) í aðalhlutverki. Fótboltaferillinn.
Ég gerði opnu með Báru, elstu okkar, frá fermingardeginum hennar.
Þetta var, þó ég segi sjálf, mjög flott hjá okkur. Við erum snillar
Næsta mál á dagskrá mun þess vegna líklega vera að finna tíma til að skappa meira og meira...og svo ætlum við systur að sjálfsögðu að halda skrappkvöld og svona...
---
Í dag er ég búin að afreka smá. Ætlaði reyndar ekki að hafa mig á lappir í morgun...en það hafðist...svo ég náði að smyrja nesti handa börnunum og senda þau af stað í skólann...í rokinu...
Svo dútluðumst við Jóhannes hérna til kl að verða 9, þá fórum við í leikskólann og svo fór ég sko að æfa. Mjög ánægð með sjálfa mig því ég var ekki að nenna...en þar sem ég keypti ÁRS áskrift þá er eins gott að hætta ekki á 2. viku...50 more to go!!!
---
Þetta er sem sagt lífið hjá mér þessa dagana...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.9.2007 | 22:59
Kvöldmaturinn okkar...
...var mjög góður.
AB mjólk, frosin jarðarber og Agavesíróp mixað í mixaranum. Hellt á diska og Kellogs Special K út á. Snilld.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar