Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007
14.7.2007 | 21:35
Taskan...
...er löngu búin að prjóna hana...en á eftir að sauma saman að neðan og sauma 'innmat' í hana...en mér finnst hún flott. Hvað finnst ykkur?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.7.2007 | 20:01
Af píslarvottum
Píslarvottar eru þeir sem fórna sér fyrir aðra..... og fá aldrei neitt í staðinn.
Píslarvottar eru alltaf boðnir og búnir til að hjálpa en kvarta svo yfir því hvað fólk ætlast til mikils af þeim.
Píslarvottar biðja aldrei nokkurn mann um neitt en fara í fýlu þegar þeir fá ekki það sem þeir vonuðust eftir.
Píslarvottar líta út fyrir að vera mjög göfugir og góðir en eru í raun frekir og stjórnsamir.
Píslarvottar þykjast ekki hafa neinar þarfir en í raun eru það þeirra þarfir sem allt snýst um.
Píslarvottar láta sem þeim sé annt um alla og þjóni öllum en eru í raun bitrir og sárir út í allt og alla.
Píslarvottar láta líta út eins og þeir vinni góðverk sín í kyrrþey en segja öllum sem heyra vilja hvað þeir hafa lagt mikið á sig.
Píslarvottar vilja trúa því að góðverk þeirra séu sprottin af kærleika en í raun eru þeir reknir áfram af ótta og vanmætti.
Píslarvottar þykjast ekki gera kröfur til nokkurs manns en segja svo frá því hve mönnum hefur "aldrei dottir í hug að bjóðast til að gera nokkurn skapaðan hlut fyrir þá".
Píslarvottar halda bókhald yfir greiðasemi annarra. Þeir fylgjast grannt með hvernig aðrir standa sig í hugulsemi og góðmennsku og þeir skrá hjá sér misgjörðir annarra.
Píslarvottar tjá ekki tilfinningar sínar aðrar en vandlætingu og sárindi og þeir gefa ekki upp langanir sínar eða þarfir.
Píslarvottar bíða eftir að einhver skynji þarfir þeirra og komi til móts við þær.
Píslarvottar trúa því að "maður eigi ekki að þurfa að biðja um hlutina" og verða sífellt fyrir vonbrigðum þegar vinir og vandamenn bregðast í hugsanalestrinum.
Ef þú ert í nánum samskiptum við píslarvotta áttu ekki margra kosta völ. Þú getur valið milli stöðugrar sektarkenndar eða undirgefni eða þú getur neitað að taka þátt í leiknum og sett þig meðvitað í hóp hinna tillitslausu án sektarkenndar.
---
HAHAHA......verð að játa að 'gamla' ég var greinilegur píslarvottur!!! Þekki margt af þessu af eigin raun...!!! En sem betur fer þá fann ég lausn frá þessu...því það er ekkert auðvelt 'hlutskipti' að vera píslarvottur!! En þetta er eiginlega grátlega fyndið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.7.2007 | 18:45
Ástin mín eina og sanna...
...kominn niður af jöklinum. Þeir komust reyndar ekki á toppinn, lélegt færi, hætta á krapaflóði og slagviðri...6-7 vindstig...og ÓGEÐSLEGA kalt!! En hann er sæll og glaður, og MJÖG þreyttur!!!
Oooohhh, það verður gott að fá hann heim á morgun, þessa elsku.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.7.2007 | 18:13
Danir
Þeir sem til þekkja segja þetta vera satt...að svona sjá danir heiminn og Danmörku...kannski einmitt þess vegna þykir mér svo gaman að segja dönum að Vatnajökull er á stærð við Sjælland:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2007 | 14:30
1 ár + 2 dagar!!
Gleymdi (minnir mig) að fagna með ykkur, kæru bloggvinir og aðrir 'gestir', en í fyrradag, 12. júlí, var einmitt 1 ár síðan við fluttum heim til Íslands, eftir 9 ára fjarveru.
Alveg magnað hvað þetta ár hefur liðið fljótt og hratt. Enda búið að vera mikið að gera og alveg yndislegur tími. Búin að kynnast fullt af góðu fólki, bæði á blogginu og hérna á Akranesi (sumum á báðum stöðum ). Búin að endurnýja kynni við gamla vini og frændfólk, sumt byrjað gegnum bloggið. Búin að kynnast fullt af skemmtilegu fólki hérna á Akranesi (þó ég kvarti stundum yfir að þekkja ekki nógu marga...hihi...) og það er svo yndislegt.
Og ekki nóg með það, heldur sé ég meira til fjölskyldannar en ég hef gert árum saman. Við fjölskyldan mín, sem býr á Norðfirði, er ég ekki í daglegu samneyti við, en hef hitt þau mun oftar á þessu ári en lengi áður...eðlilega, það er styttra milli Akraness og Norðfjarðar en á milli Norðfjarðar og Græsted...það gefur auga leið!! Svo fjölskyldan sem býr nær, þau hitti ég miklu oftar. Pabbi er tíður gestur, og nú er tengdapabbi kominn á svæðið. Svo þetta er náttúrlega bara alger draumur.
Er að vonast eftir að geta hitt tvær frænkur á morgun...bíð eftir að heyra frá þeim...
Já, þetta er búið að vera yndislegt ár og fer bara batnandi. I Love IT!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.7.2007 | 22:26
Ekkert Latte...
...bjó ekki til neitt Latte en vaki þó enn! En ætla samt í bælið núna, er orðin syfjuð...og Jóhannes, sem er vakandi enn, var að spyrja; "Hvenær getum við farið að sofa?!"!!! Svo núna er tíminn!!
Horfðum á eina bíómynd, sem heitir á dönsku; "Storbyens små mirakler"...veit ekki hvað hún heitir á ensku...alveg ágætis afþreying, ekta Hollyvúddari, hún fátæk 'maid' og hann pólitíkus...og eintóm hamingja í lokin!!
En það er ekki auðvelt að horfa á sjónvarp með Jóhannesi, því hann talar út í eitt!! En það reddaðist, enginn heimsendir þótt ég missti af hluta og hluta
En nú er ég farin að sofa, Jóhannes bað svo fallega; "plís"
Gúdd næt!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.7.2007 | 19:21
Þrjú í kotinu...
...og ansi rólegt. Búin að borða kvöldmat og erum í rólegheitum. Amk. ég! Krakkarnir eru úti að hamast.
Kiddi, tengdapabbi Lilju sys. kom hér áðan færandi hendi. Með útskriftargjöf handa mér frá systkinum mínum á Norðfirði og fjölskyldum þeirra. Yndislega fallegur engill til að hengja upp á vegg. Takk, elskurnar.
Annars er lítið að frétta. Við keyrðum feðgana í bæinn, Einar fór til Einars Gutt. og þeir æddu strax af stað að versla sér búnað. Og svo keyrðum við Jón Ingva til pabba. Hann (Jón Ingvi) var nú ekkert of ánægður með að við skildum koma með inn...vildi bara fá að vera í afslöppun og dekri hjá afa aleinn...og það strax!!! Svo við stoppuðum stutt, og náðum að vera á undan traffíkinni úr bænum...eða ég geri ráð fyrir sömu trafíkk og undanfarnar helgar...
Svo er bara afslöppun, búin að baka eina tertu fyrir afmælið á morgun. 'Betrum-bætt' döðluterta, uppskrift frá Sigþrúði og sem sagt breytt til að ÉG geti etið hana. Enginn sykur heldur agave, svo setti ég spelt í staðinn fyrir hveiti, og 70% súkkulaði í stað suðusúkkulaðis. Ammaranammara...svo verður settur rjómi og bananar á milli á morgun...og slafr...!! Látið mig bara vita ef þið viljið uppskriftina
Jiiiii, hvað ég var þreytt í morgun...taka greinilega sinn toll þessar kvöldvaktir. Ég er lengi að ná mér niður eftir þær...ég sem hélt að ég myndi sko geta sofnað strax!! En nei, ég fór á netið þegar ég kom heim og var þar til kl að verða 1, þá fór ég inn í rúm og lá og lá og lá...langaði nú bara mest að vekja Einar og spjalla...en hann þurfti að fara snemma upp í grunn... En amk. svaf ég á mínu græna til kl. 10.30!!! Þá voru strákarnir líka tiltölulega nývaknaðir, svo þetta var bara fínt.
Í kvöld ætlum við að hafa það næs, liggja fyrir og glápa á einhverja 'stelpu'mynd og næsast, ég, Ólöf Ósk og Jóhannes. Annars datt hann greyið áðan. Þau eru alltaf að leika sér á snúrustaurunum í næsta garði...hanga þar, eins og fimleikafólk á einslá!! Nema, hann sleppir og í staðinn fyrir að lenda á löppunum/rassinum þá lenti hann á bakinu og hágrét. En það verður fróðlegt að vita hversu lengi hann heldur sig frá staurnum...
Jæja, ég ætla að búa mér til Latte...svona til að ég haldi mér vakandi yfir myndinni...og svo þarf ég að fara 'snemma' á fætur á morgun...ætla að vera mætt upp úr 10 niður á Suðurgötu og hella upp á kaffi...
Eigiði ljúfa nótt, elskurnar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.7.2007 | 15:19
Örstutt...
Er að fá þær nýgiftu, Ragnhildi og Ingu í kaffi. Síðasta stopp þeirra í hringferð um landið, honeymoon nr. 2. Hlakka til að hitta þær og heyra um daga þeirra síðan þær giftu sig
Svo er ég að fara að vinna kl 16. Það verður gaman. Brjálað að gera, reikna ég með. Í gær fór ég t.d. aldrei í morgunmat eða kaffi e.h. því ég var á þönum. En dagurinn er amk fljótur að líða þegar þannig er.
Á morgun leggur Einar í'ann og Jón Ingvi fer til pabba. Hann ætlar að vera þar um helgina. Hann er búinn að hlakka til LENGI að fá að vera hjá afa, aleinn í dekri. Ekki leiðinlegt. Gott að fá stundum pásu frá erlinum heima.
Á meðan huggum við okkur heima, ég og börnin tvö sem eftir verða. Á laugardaginn er afmælið í 'leynó', og þar verður fullt af skemmtilegu fólki, kaffi og spjalli. Húsið opnar 10. 30 fyrir þá sem hafa áhuga ;) Áhugasamir geta líka mailað á mig: sveitamaerin[a]yahoo.dk
Knús...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.7.2007 | 23:21
Gaman
Var að vinna morgunvakt. Jiiii, hvað mér þykir gaman að hjúkkast. Veit ég hef sagt þetta áður, en ég er bara svo glöð og ánægð með þetta djobb!! Samt er ég nú alveg slatta óörugg enn og finnst ég takmarkað vita...en þetta kemur allt með kalda vatninu og ég vinn með svo yndælu fólki svo þetta fer allt vel.
Eftir vinnu brunaði ég í höfuðborgina. Einar og börnin voru farin á undan mér, og Einar fór m.a. í heilbrigðisráðuneytið með skírteinin mín að sækja um ísl. hjúkkuleyfi. Það kemur gíró upp á ca 5000 og svo kemur bréfið.
En við sem sagt vorum að fara í afmæli hjá Kristínu og Gutta, börnum vina okkar Einars og Guðrúnar. Rosa gaman, og svaka góður matur/kökur. Einar og Guðrún eru svona eins og ég og borða ekki sykur svo það var sko veisla!!! Einar minn var ekki eins heppinn...ekki margar kökur sem hann gat látið ofan í sig...en þetta reddaðist alveg því það voru pantaðar pizzur fyrir 'börnin'
Pabbi Einars (vinar) mætti á svæðið og átti ég skemmtilegt spjall við hann. Hann er skyldur stjúpa mínum og röbbuðum við um Norðfjörð og fólk sem við þekkjum bæði. Gaman að því.
Og nú fer að styttast ískyggilega í Hnjúkinn hjá elskunni minni. Hugsið ykkur, ég þarf að sofa án hans í heilar tvær nætur En ég lifi það af og hlakka til að kúra aftur í armi hans á sunnudag
Jæja, ekki meira klám......held að foreldrar mínir og tengdó lesi...ussssss...einhver svefngalsi í mér...
Góða nótt, elskurnar mínar um víða veröld.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
11.7.2007 | 07:39
Allt að gerast!!
Einar er rokinn upp í lóð. Pípararnir eru að koma kl 8 að leggja fyrir hitanum í gólfið. Svo verður steypt plata á mánudaginn kl. 10!! Jedúddamía hvað þetta er spennó!! Þetta þýðir að á þriðjudaginn verður farið að reisa hús!!!
Fyrir þá sem ekki vita það þá vann ÍA 2-1 í gær, mikil gleði hjá Skagamönnum. Jóhannes var löngu búinn að gefast upp, kom heim þegar það var framlengt og var þreyttur. Þar sem ég var komin upp í, fékk hann að kúra hjá múttu túttu og þótti það ekki leiðinlegt. Ég átti reyndar erfitt með að sofna því honum var svo mikið niðri fyrir, hafði frá mörgu að segja En við sofnuðum fyrir rest
Nú er vinnudagur framundan. Ólöf Ósk fer með yfirumsjónina heima, með pabba sinn á bakvaktinni. Hún er búin að samþykkja að hjálpa til þá daga sem ég er að vinna (sem eru svo sem ekki margir) og vinna sér þannig inn pening. Hún vill bæði eiga pening á Neistaflugi og svo er hún að safna fyrir ipod...og peningar vaxa ekki á trjánum...
Jæja, best að skuttlast í vinnuna.
Eigði góðan dag, elskurnar mínar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar