Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Gaman saman

Mikið svakalega erum við búin að eiga góða tíma með elsku vinum okkar, Jónu og Sindra.  Og börnin hafa haft það gaman líka.  Jón Ingvi og Eldar eru miklir vinir og nutu þess að vera saman.  Þeir fóru út að leika, léku inni, fóru í sturtu á Langasandi og áttu bara frábæran tíma.  Ólöf Ósk stóð sig eins og hetja og skottaðist með Breka, sem er 2½ og alltaf á ferðinni.  Jóhannes skottaðist með þeim og naut lífsins.  Svo var það hún litla, yndislega Vaka, sem er tæpl. 4ra mánaða.  Alger moli.

Þetta var bara algerlega frábært, og svo skemmtilegur félagsskapur.  Takk kærlega fyrir samveruna, elskurnar.

---

Tengdamúttan mín kíkti aðeins í kaffi á leiðinni í sumarfrí fyrir vestan.  Hún kom færandi hendi og gaf okkur þetta líka fína hnífaparasett til hversdagsnota, útskriftargjöf til okkar allra þar sem Einar og börnin eiga líka sinn hluta í þessum áfanga.  Yndislegt.  Ástarþakkir :)

---

Já, hvað meira get ég sagt?  Jú, þegar Jóna og fj. voru farin dró ég börnin út í labbitúr!!  Ekki á hverjum degi sem ég fær þau öll þrjú með mér út.  Við röltum m.a. út í nýja apótekið og ég fyllti á ofnæmislyfið.  Hef komist að því að ég þarf á ofnæmislyfinu að halda, amk suma daga í vinnunni.  Fer eftir því hvað ég er að gera og hvar...og hverjir eru að vinna...

Nú fer að styttast í að bóndi minn fari á Hvannadalshnjúk, en það gerir hann á laugardaginn.  Þeir fara af stað á föstudag og koma væntanlega heim seinnipart sunnudags.  Ég á eftir að finna okkur eitthvað að gera á meðan...veit hvað ég geri á laugardaginn, hluta úr degi amk.  Þá er sko ammili hjá 'leynifélaginu' Wink

En núna ætla ég að njóta þess að ég er ein heima (hin 4 fóru á völlinn...ég ekki skilja það en skítt með það), ætla að leggjast í heitt bað og skríða svo upp í og kannski kíkja á imbann og prjóna smá.  Lífið er ljúft InLove

Knús&kærleikur... 


Vísur

Ætla að láta flakka tvær vísur sem ein af íbúunum í vinnunni fór með um helgina.  Mér þykir gaman að vísum og þessar er sérlega ánægjulegar, finnst mér:

Hjörtu má opna
ef menn þess leita
með örsmáum lyklum
sem ég þér nú fel.

Það skaltu muna
að þeir lyklar heita;
Þakka þér fyrir
og Gjörðu svo vel.

Hin hljóðar svo:

Oft finnst oss vort land
eins og helgrindar hjarn
En hart er það aðeins
sem móðir við barn.

Það agar oss vel
með sín ísköldu él,
en á þó til blíðu
það meinar allt vel.

------------------

Góður dagur í gær.  Eftir vinnu fórum við í afmæli hjá Hemma kokk og co.  En strákurinn þeirra átti 3ja ára afmæli.  Gaman, gaman og hittum fullt af góðum vinum.  Ekta íslenskt pylsupartý og líka auðvitað tertur.  Og meira að segja ein sykurlaus, svo ég gat verið með LoL

En ó mæ god, ég var ÞREYTT.  Sagði við Einar í gærkveldi að ég þyrfti líklega bara að fara aftur í skóla...ég verð svo þreytt ef ég vinn SleepingGrin Hann sagði bara; "ónei!!".  En ég var nú líka mest að djóka...hehe...

Í dag ætla Jóna, Sindri og börn að koma til okkar.  Mikið verður það yndislegt.  Það er svo gott og gaman að fá góða vini í heimsókn.  Og ég hlakka ansi mikið til þegar þau flytja heim...en það eru víst nokkur ár í það...Crying Því Sindri er í námi og Jóna stefnir á nám.  Hins vegar var Sindri eitthvað að tala um að ráða bara pólverja í að klára námið fyrir sig...eins og spaugstofumenn sögðu; "Setjum pólverja í það"...!!  

Jæja, best að halda áfram við það sem ég var að gera...er sko að lesa mig til um hin ýmsu lyf á heimasíðu lyfjastofnunar...betra að vita hvað ég er að gefa blessuðum skjólstæðingum mínum...

Eigiði góðan dag, elskurnar mínar nær og fjær...það ætla ég líka sko Wink


Laugardagur

Laugardagur að kveldi kominn. Ég var að vinna í gærkvöldi og í dag, svo aftur á morgun.  Nóg að gera, nóg að læra.  Gaman að því.  Ég mundaði sprautuna í dag...ótrúlegt hvað ég er bara róleg yfir því...en það er kannski af því að það er ekki verið að sprauta mig Wink

MySpace images

Það eru írskir dagar hérna á Akranesi og bærinn fullur af alls kyns fólki...  Það voru víst 'aðeins' 12 fíkniefnamál í gær og nótt...en löggan er alveg á fullu með hund og 'læti'.  Rölti sér víst um á kaffihúsiNU í gær með hundinn og var út um allan bæ.  Gott mál. 

 

Í húsinu á móti okkur var partý þegar ég kom heim úr vinnu um miðnætti í gær.  Eiginlega bara fyndið.  Unglingapartý.  Sódóma með Sálinni var í botni og ungarnir úti á svölum í svaka fíling...uss, ég hefði nú verið á svæðinu...hefði ég verið 20 árum yngri WinkLoL

Ég man vel hvernig þetta var...reyndar var ég komin fast að tvítugu þegar ég fríkaði út og datt í það...og var eiginlega meira og minna ölvuð...amk flestar helgar næstu 5 árin...uss...  Ég man sérstaklega eftir vetrinum sem við bjuggum á Ökrum, veturinn 1990-1991...aumingjans unga parið með litlu börnin tvö, sem bjuggu fyrir ofan okkur...og okkur var SKTÍT-sama!!!  Og svo næstu mánuði þar á eftir þegar ég leigði með Erlu sys. og Guðnýju...úff...enda var granninn á neðri hæðinni EKKI ánægð með okkurDevil.  Hún sendi karlinn sinn upp til að kvarta...fyrstu helgina sem við bjuggum þar...1. helgin í maí 1991...og þá var Jólahjól í botni...Grin

 

En þetta var smá 'side-bemærkning'...ætlaði alls ekki að röfla um djammið mitt gamla og góða!!

 

EN...dagurinn var góður, spennandi. 'Amma' Bára er algert krútt og svona ægilega ánægð með að hafa mig á Höfða.  Dóttir hennar spurði hana í dag hvort hún væri ekki ánægð með að ég væri komiun og hún sagði, með áherslu; "Þú getur nú rétt ímyndað þér"!!!  Elsku kerlingin.

 

Skrapp aðeins á smá ættarmót, ættin hans Einars.  Gaman að því.  Svo fórum við upp á Byggðasafn, þar voru víkingar á ferð.  Mjög skemmtilegt, og miklu persónulegra heldur en mótið í Hafnarfirði í sumar þar sem var allt TROÐIÐ af fólki.  

Já, það er best á Skaganum Wink en við skulum samt gera okkur grein fyrir því að ég verð ALLTAF NORÐFIRÐINGUR!!!!

 

Jæja, farin að prjóna...er að prjóna smá handa frænkubeibíinu sem býr í bumbunni á Lilju sys. 


FRELSI

Ég er að upplifa FRELSI, frelsi sem ég hef ekki upplifað í mörg ár.  Frelsi sem felst einfaldlega í því að eiga frítíma, geta notað hann að eigin vali án þess að sitja eftir með samviskubit yfir að hafa ekki notað hann í að LESA!!!

Ég var, eins og þið vitið, að vinna á mánudaginn og þriðjudaginn.  Í gær og í dag var ég í FRÍI!!!  Ekki svona fríi eins og þegar það var ekki skóli 1-2 daga í viku, því það voru lesdagar.  Nei, ég var í FRÍI!!!  Fríi frá vinnu!!!  Og ég notaði þá uppi í húsi, í skítagalla að moka yfir klóakskurði og hreinsa til.  Ekki frí í þeim skilningi að vera í fríi og liggja í leti...enda geri ég það ekki og hef ekki gert í mörg ár, það er kannski eitthvað sem kemur þegar börnin verða orðin stór...  En ég gat farið að gera eitthvað, eitthvað annað en lesa.  Skiljiði hvað ég meina?

Þetta er geggjað.  Mikið er ég glöð að ég fór í hjúkrunarnámið, ég elska að hjúkkast, elska að veita skjólstæðingum mínum aðhlynningu, andlega eða líkamlega.  Ég finn kærleikann streyma um mig, að hjálpa öðrum er mál málanna fyrir mig.  Hvernig sem á það er litið.

Og mikið svakalega er ég glöð að námsárunum er lokið.  FRELSI!!!

Og mikið svakalega er ég þakklát fyrir manninn minn, sem hefur verið dyggur stuðningsmaður minn gegnum súrt og sætt, hann heftur hvatt mig áfram og hann hefur unnið myrkanna á milli til að sjá fyrir fjölskyldunni, sem gerði mér kleyft að vera í námi.  Yndislega stór og mikil gjöf.  Ástin mín, TAKK.  Ég elska þig Heart

En nú er ég að spá í að skríða í rúmið, því ég er þreytt Sleeping

Ljós&kærleikur til ykkar... 


búin að vera!!!

Ég er alveg hrykalega þreytt.  Er að láta renna í heitt bað, með Deep Heat freyðibaði í.  Ætla að láta líða smá þreytu úr fótunum á mér í baði, hengja svo upp þvott og síðan að skríða í bælið.

Er búin að vera uppi í grunni í allan dag, ásamt mínum heittelskaða.  Búin að moka mjög mörgum kílóum af möl, ofan í holurnar þar sem skolplagnir og heita og kaldavatns rörin eru.  Og ýmislegt fleira.

Svo brunaði ég heim og eldaði mexíkósúpuna, sem sló enn og aftur í gegn...Cille vill fá uppskriftina með sér heim Wink

Einar og öll börnin, nema Jóhannes fóru svo á völlinn.  Jóhannes grét fögrum tárum yfir að vera skilinn eftir heima...en var fljótur að gleyma því þegar hann fékk 100% athygli móður sinnar Heart Núna bíðum við eftir að þvottavélin verði búin svo við getum farið að sofa!!!  Við erum þreytt mæðgin!!!

Vitiði, lífið er bara alveg frábært.  Góðir vinir frá Danmörku eru á landinu og við hlökkum mikið til að hitta þau.  Hvað er betra í lífinu en fjölskylda og vinir? 

Ég vona að ég geti fengið ferðaleyfi um helgina...þar sem við erum tvær hjúkkur á vakt...svo ég komist í afmæli þar það verður fullt af góðum vinum. 


Don´t worry...

...be happy :)

Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Tengda-amma

Ji minn hvað tengda-amma var glöð að sjá mig í dag.  Hún, Bára heitir hún og er föðuramma Einars, býr á Höfða og er búin að bíða í ofvæni í fleiri mánuði eftir að ég komi.  Og hún ljómaði, brosti hringinn, elsku kerlingin.  Yndislegar móttökur, finnst mér.  

Annar vinnudagurinn sem sagt að baki...og fljótlega hætti ég að telja Wink Ég er ekki eins þreytt og í gær, en þreytt þó.  En nú er ég ekki að fara að vinna aftur fyrr en á föstudag, svo þetta er fínt.  Og gott mál, ekki veitir af að þrífa smá hérna heima...og svo langar mig nú alveg að vera einn og einn dag uppi í húsi með Einari...  Svo á morgun er ég að spá í að fara uppeftir með honum.  Það verður örugglega gaman, þótt það að byggja hús sé ekki jafn mikið áhugamál hjá mér og hjá honum...

Hvað get ég meira sagt ykkur...jú, ég get sagt ykkur að við fengum ekki gesti frá Danmörku í dag eins og til stóð.  Þau hættu við á síðustu stundu...  En skit pyt.  Við njótum þess bara að vera bara við.  Reyndar er Cille hjá okkur, en hún er ekki gestur, frekar hluti af fjölskyldunni.  Cille er besta vinkona Ólafar Óskar og þær hafa verið bestu vinkonur síðan í leikskóla.  Cille kom með okkur heim og fer svo aftur út á föstudag...og er strax farin að hugsa ráð til að komast hingað sem fyrst aftur Grin 

Það fer líka að styttast í að bóndi minn fari á Hvannadalshnjúk, eða 14. júlí.  Vona innilega að þeir fái gott veður.  Já, og ekki nóg með það heldur stefnir þessi duglegi eiginmaður minn á að steypa plötuna áður en hann fer.  Því þá geta þeir (hann og Ingvar) byrjað að byggja húsið mánudaginn 16. júlí!!! 

Jamm, það gerist margt hérna hjá okkur Wink


1. vinnudagurinn búinn...

...og ég er ÞREYTT!!!

Ég mætti kl 8 og fylgdi annari hjúkku í dag.  Aðlögun.  Við vorum eins og þeytispjöld í allan dag, brjálað að gera og þannig er það víst alla daga.  

Ég er gersamlega búin að vera, erfitt að nota hausinn svona geðveikt mikið...mjög margar og miklar upplýsingar...og ég næ ekki öllu strax, það væri ómannlegt að geta það!

En mér líst mjög vel á þetta.  Sætt, gamalt fólk og kátlegir rugludallar sem ég er að fara vinna með LoL Það á við mig Wink

En nú ætla ég að koma drengjunum í rúmið, þeir eru líka þreyttir eftir langan dag. Jóhannes fór í leikskólann og Jón Ingvi á leikjanámskeið.  Gaman, gaman.  Og svo enduðum við daginn á sundferð...svo heim, Einar eldaði fiskibollur og nú eru bara allir dasaðir.  

Knús&kærleikur til ykkar þarna úti í vefheimum. 


Rakst á þetta í gamalli færslu hjá Raggý&Ingu og fannst þetta snilld

Hamingja er ákvörðun ekki satt?!

Dag nokkurn tók mjög efnaður maður son sinn með sér í ferð út á land í þeim tilgangi að sýna honum hvernig fátækt fólk býr. Þeir dvöldu tvo daga og nætur á sveitabýli sem myndi teljast fátæklegt.

Á leiðinni til baka spurði faðirinn son sinn hvernig honum hafi þótt ferðin.

"Hún var frábær Pabbi".

"Sástu hvernig fátækt fólk býr?" spurði faðirinn.

"Ó já," sagði sonurinn.

"Jæja, segðu mér, hvað lærðir þú af þessari ferð?" spurði faðirinn.

Sonurinn svaraði: "Ég sá að við eigum bara einn hund en þau eiga fjóra. Við eigum sundlaug sem nær úti miðjan garð en þau eiga læk sem engan enda tekur. Við erum með innflutt ljósker í garðinum en þau hafa milljón stjörnur á næturnar. Veröndin okkar nær alveg að framgarðinum en þau hafa allan sjóndeildarhringinn. Við eigum smá blett til að búa á en þau eiga akra sem ná eins langt og augað eygir. Við höfum þjónustufólk sem þjónar okkur en þau þjóna öðrum. Við þurfum að kaupa okkar mat en þau rækta sinn. Við erum með háa girðingu til að verja okkur en þau eru umkringd vinum sem verja þau".

Faðir drengsins var orðlaus. Þá bætti sonurinn við: "Takk pabbi, fyrir að sýna mér hve fátæk VIÐ erum."


« Fyrri síða

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband