Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Byrjað að reisa hús...?!!!

Ætla að kíkja upp í lóð (nú fer ég að segja HÚS!!) á eftir með cameruna og taka myndir!!!  Oooohhh, spennandi!!!  

Er að fara á kvöldvakt, ætla fyrst að skreppa í brunch í Borgó til Erlu sys!! Svo á morgun koma Hjálmar, Janne, Jacob og Anna Milena í heimsókn, en þau eru á Íslandi í hálfan mánuð.  Hlakka mikið til að hitta þau.  Svo annað kvöld fer ég að hitta Valkyrjurnar 'mínar' (meir um það síðar)...vinna á föstudag...smá fundartjútt á laugardag...

Jamm, nóg að gera hjá mér... 


18. júlí

Gömul vinkona mín er afmælisbarn dagsins.  Þessa vinkonu mína hef ég ekki hitt síðan hún heimsótti okkur, með fjölskylduna sína, til Danmerkur sumarið 1999.

Elsku Kristín Björk.  Ég veit að þú hefur stundum lesið bloggið mitt...vona að þú gerir það í dag!!

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ, MÍN KÆRA!!

Fann heimasíðu Svanhildar, og mikið svakalega er hún orðin lík þér!!  Myndarstúlka.

Knús&kossar... 


Dagurinn í dag

Dagurinn í dag byrjaði kl. 5.30 hjá mínum heittelskaða, en steypubíllinn var væntanlegur 6.00!  Og svo var byrjað að steypa plötu kl. 6.40 eða þar um bil.  (Er að setja inn myndir.)  En það er semsagt komin plata, og svo verður byrjað að slá upp á morgun!!! 

Undir hádegið brunuðum við svo í Hveragerði.  Þar fór fram hestaferðIN, sú sem við fengum í jólagjöf frá tengdamúttunni minni.  Hún gaf okkur öllum, Valtý bróðir Einars og fj. og sjálfri sér 2ja tíma hestaferð með Eldhestum.  Dagurinn í dag varð fyrir valinu, og hefðum við ekki getað verið heppnari með veður.  Þvílík snilld, rosalega gaman.  Við (ég, tengdó og Ólöf Ósk erum farnar að leggja á ráðin um hest-kaup...!!)  FULLT af myndum HÉRNA!! 
Það kom upp sú hugmynd að gera þetta að árlegum viðburði.  Það eina sem amk. nokkrum okkar fannst, var að það var farið fetið meiri hlutann af ferðinni...enda nokkrir óvanir...og sumir ekki orðnir 4ra ára... En við fengum að hleypa þeim á TÖLT smá spotta...það var náttúrlega bara geggjað. 

Ji, hvað ég fann að ég sakna þess að ríða út.  Einu sinni var ég alger hestastelpa, alltaf á hestbaki.  Hehe...man þegar ákveðinn ungur maður kom ríðandi upp í hlað á Ormsstöðum til að bjóða heimasætunni (mér sko) í útreiðartúr...man alltaf að þetta var á miðvikudagskvöldi því ég var að horfa á Dallas þegar hann kom... En ég skellti mér í reiðgallan, náði í Sunnu mína og af stað!  Þetta var sumarið 1985 (ég sko UNG og SAKLAUS sveitastúlka!!! Rétt tæplega 15 ára Blush).

Hver veit nema við fáum okkur hest einn góðan veðurdag.  Og svo verður gaman að sjá (finna) hvernig lærin verða á morgun...ojojoj... 


Klukkuð...

...af Thelmu!!  Var reyndar búin að gera þetta, var klukkuð á dönsku síðunni minni af Lailu...en skit-pyt (eins og bauninn segir).  Ég ætla að þýða það sem ég skrifaði á dönsku síðuna...og deila því hérna inni líka.  Einhver ykkar vita eflaust eitthvað af þessu, og sum kannski allt, en hvað um það!!

1. Ég er búin að gifta mig tvisvar, án þess að skilja á milli - sá heppni er auðvitað minn eini sanni Einar.

2. Dóttir okkar, Ólöf Ósk, var 13 mánaða þegar við byrjuðum saman, sem fær fólk oft til að spyrja hvort Einar sé þá ekki pabbi hennar...þó viðkomandi sé ef til vill nýbúinn að segja hvað hún sé  lík pabba sínum!!!

3. Ég er alin upp í sveit á austfjörðum, nánar tiltekið á Ormsstöðum í Norðfjarðarhrepp (sem er ekki til lengur, nú heitir þetta allt Fjarðarbyggð!!) og ég var í litlum, yndislegum sveitaskóla þar sem ég var ein í mínum árgang.

4. 'Eignaðist' fyrsta kærastann þegar ég var 6 ára og við vorum kærustupar á HVERJU SUMRI í 10 ár!!

5. Ég er svo heppin að 'eiga' 4 systur, 2 bræður, 2 pabba og 1 mömmu.  Hver getur óskað sér einhvers betra?

6. Ég er sykurfíkill, hef í skrifuðum orðum ekki borðað sykur í 3 mánuði (rúmlega)...og vona að ég þurfi aldrei aftur að borða sykur.  Ég er lært af reynslunni að sykur er ekki góður fyrir mig, hvorki líkamlega eða andlega.  Ég fæ illt í magann og illt í hnén, og ég fæ 'skrítnar' hugsanir og þráhyggju um sykur ef ég borða hann. 
Fyrir mig er sykur eins og áfengi fyrir alkan; Einn er of lítið, 1000 of mikið...!!! 

7. Þegar ég var 20 ára var mín æðsta ósk að verða leikskólakennari og systir mín vildi verða hjúkrunarfræðingur.  Í dag er ég hjúkrunarfræðingur og hún er grunnskólakennari...það má segja að við höfum 'býttað'!!

8. Ég flutti að heiman í fyrsta sinn þegar ég var 15 3/4 ára. Flytti heim aftur þegar ég var 18 3/4. Hef flutt heim og að heiman oft síðan, en flutti síðast að heiman í ágúst 1996...og held ég geti fullyrt að í það skiptið var það endanlegt Wink

Jamm, þetta var smá um mig...

Hverja á ég að klukka?  Hver hefur ekki verið klukkaður??  Ætla að hugsa málið...meðan ég hengi upp þvott!!

 


Jónsi frændi

Jón Ingvi og Jón SigmarElsku frændi minn, hann Jón Sigmar, móðurbróðir minn, Jónsi, á afmæli í dag.  Hann er síungur þessi elska, en í árum talið er hann svo mikið sem 46 ára!!  Trúi því vart.  Man mjög vel eftir því þegar Jónsi var 17 ára...fannst hann vera 17 í MÖRG ár!!!

Ég á margar góðar minningar með Jónsa, og margar minningar þar sem hann var að hrekkja okkur, litlu systurdætur sínar!! Meiri stríðnispúka hef ég sjaldan kynnst, en jafnframt þekki ég fáa sem mér þykja jafn skemmtilegir og hann.  

Ekki amalegt að 'eiga' svona FRÁBÆRAN frænda.  Verst hvað ég hitti hann sjaldan.  Verð að reyna að bæta úr því fljótlega!!

Elsku Jónsi, ef þú skildir lesa þetta; Til hamingju með daginn, elskan. 

 

 


17. júlí 2007

Þrjátíu ár liðin í dag, síðan mamma og Jón Þór, stjúpi minn, giftu sig. 30 ár!!!

Friendster Layout hosted images

Ég man vel eftir þessum degi, en ég var 6 að verða 7.  Ég man að ég varð flugveik á leiðinni heim, flaug austur með afa og ömmu...og ældi þegar vélin snerti flugbrautina á Norðfirði...afi sagði alltaf að þetta hafi verið meira spenningur en flugveiki...og hann hafði örugglega rétt fyrir sér.

Svo man ég líka að Lilja systir komst ekki í brúðkaupið, hún lá með mislinga heima hjá Guggu frænku (sem líka á brúðkaupsafmæli í dag - 36 ár) og missti af fjörinu.

Ég man eftir veislunni og þetta var svo gaman.  

Litli bróðir, sem þá var tæplega 3ja mánaða var skírður sama dag...hann er í dag STÓR (en samt litli bróðir minn!!!) og ÞRÍTUGUR!!!

Ég á svo ótrúlega margar góðar minningar frá þessu sumri og svo mörgum árum, úr sveitinni heima.  Mikið hlakka ég til að fara þangað fljótlega.

Elsku mamma og Jón Þór.  Vona að þið eigið góðan dag, og njótið hans saman.  Elska ykkur.

mamma og Jón Þór

 


Hvannadalshnjúkur

Ég var að setja inn myndir úr ferð Einars og félaga áleiðis á Hvannadalshnjúk.  Ef þig langar geturðu kíkt hér.

mánudagur til mæðu...

Mikið svakalega er þreytandi að hlusta á börnin rífast.  Þau tvö eldri fóru of seint að sofa í gær, og það er eins og við manninn mælt, þau þola ekki hvort annað, allt sem annað gerir fer í taugarnar á hinu og öll brögð eru notuð...andlegt eða líkamlegt...  Held þau megi þakka fyrir að vera ekki orðin sköllótt bæði tvö, þar sem þau nota það mikið þessa dagana að rífa í hárið hvort á öðru.  Mikið finn ég fyrir vanmætti mínum við þessar aðstæður.  

En nóg um það.

Steypubíllinn var mættur 7.45 í morgun, korteri fyrr en áætlað var, mönnum til mikillar gleði (síðast þurfti að bíða í 2 tíma...).  En þetta átti greinilega ekki að ganga í dag og það kom í ljós að sá sem notaði dælubílinn síðast, á föstudaginn, hefur ekki þrifið hann nógu vel svo allt er stíflað...og ekkert hægt að steypa í dag.  'Strákarnir' skjóta á að þetta sé tap upp á lámark hálfa millu fyrir BM Vallá, og þá er inni í því mannalaun, steypa sem fer 'í ruslið' og ýmislegt fleira sem fellur til.  

En þetta kemur sér auðvitað ekki brjálæðislega vel fyrir okkur, það átti að ráðast í að slá upp á morgun, og stefnt á að steypa aftur í lok næstu viku.  Það SKAL nást!!!

En þetta er auðvitað bara eitt af ófyrirsjáanlegu atvikunum, sem búast má við, þó það sé spælandi.

Ég er að fara að vinna á eftir, og þó mér þyki það smá mál þar sem þetta er fyrsta vaktin mín EIN að þá liggur við að mér þyki það frí, því þá er ég laus við rifrildi barnanna það sem eftir lifir dags...og ef ég þekki þau rétt þá verða þau ljúf sem lömb þegar ég verð farin!!!
Annars eru þau reyndar orðin sátt núna og fóru í mesta bróðerni á Langasand.  Jón Ingvi ætlaði í sturtuna en Jóhannes ætlaði að moka með nýja sandsettinu sínu. Hvað prinsessan ætlar að gera veit ég ekki...lagði varla í að spyrja...mömmur eru ekki efstar á vinsældarlistanum hjá ungum gelgjum...amk ekki ég Wink En ég hugga mig við að svona er þetta og hún væri 'óeðlileg' ef henni þætti ég alltaf bara æði LoL

Best að hætta þessu bulli í bili...knús&kærleikur til ykkar allra... 


Dagurinn í dag

Búin að fá elskuna mína heim aftur Heart Eintóm hamingja.

Annars fórum við í yndislega heimsókn í dag.  Til Guðbjargar föðursystur minnar og Mumma.  Pabbi kom með, og svo mættu líka Bergþóra, Dagbjört, Sara Rún, Linda María og Jóhannes & Guðmundur (synir Bergþóru) kíktu aðeins við.  Alveg yndislegt að hitta þau öll.  Mér finnst ég svo rík að eiga svona margt yndislegt fólk að.
Svo alveg óvænt, duttu tvær föðursystur mínar í viðbót, ásamt maka annarar þeirra, inn.  Svo þetta varð míní-ættarmót LoL Ég er auðvitað búin að setja inn myndir frá deginum...ægilega dugleg þessa dagana...sjáum hvað það endist Wink

Strákarnir voru drulluskítugir eftir daginn, dunduðu sér úti eiginlega allan tímann sem við vorum hjá Guðbjörgu og Mumma og m.a. í skraufþurrum moldarbing...svo þeir voru með dularfullan hörundslit... En nú eru þeir hreinir og fínir og lagstir fyrir framan imbann...og svo í svefn...vona ég...

Svo á morgun á að steypa plötu!!! MJÖG spennandi...

...meira um það á morgun!!

Túttilú... 


4 ný albúm...

...á heimasíðu barnanna.  M.a. myndir af húsbyggingarverkefninu teknar á bilinu 30/6-11/7

Einar var að hringja, þeir voru að leggja af stað frá Skaftafelli.  ooooohhh, bara 4-5 tímar í knús InLove Mér líður eins og ég hafi ekki séð hann í fleiri vikur...ekki bara tæpa tvo sólarhringa LoL

Já, annars get ég lítið sagt.  Ólöf Ósk gisti hjá vinkonu sinni uppi í risi í nótt, svo við vorum tvö alein í kotinu, ég og Jóhannes.  Í morgun, þegar við mæðginin sátum og borðuðum pizzu frá í gær í morgunmat, þá spurði hann; "Eru þau vöknuð?".  Ég spurði; "þau hver?".  Þá heyrist í mínum manni; "Systkinin mín".  Hann er svo fullorðinslegur oft.  Hann talar t.d. um börnin sín og stúlkuna sína og svo frv.  Frekar krúttlegt.  Ég held að mikið af þessu læri hann af elskunni henni Jónínu, bestu leikskólakonu á Íslandi - að mínu mati!!!  Hún er algert yndi.

Jæja, ætla að drekka bolla af Latte... 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband