Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Minningar

Ég rakst á nýja bloggsíðu í gær, Gummi R. eða Gummi Gísla, bekkjarbróðir minn úr grunnskóla er byrjaður að blogga.  Hann er að gefa út geisladisk og ég var að hlusta á lögin hans og finnst þau þægileg og ég slökkti ekki í miðju lagi sem er ólíkt mér.  Ég er ekki mikið fyrir tónlist, þannig skilið að mér finnst svo gott að hlusta á þögnina.  Ég elska skemmtilega tónlist, en þegar t.d. börnin eru sofnuð þá finnst mér best að njóta þagnarinnar, hvíla eyrun.  Jamm, svona er ég LoL

Strákarnir mínir fóru að spyrja hver væri að syngja og ég sagði þeim að það væri Gummi.  Þekkirðu hann? Já, ég geri það, þannig lagað séð.  Svo reyndi ég að gúggla Gumma til að sýna þeim mynd.  Það tókst Wink.  Svo prófaði ég að gúggla Súellen, sem er hljómsvieitin sem Gummi hefur lengst af sungið í.  Fann enga mynd af þeim.  Hins vegar komu fram myndjr af Dallas-Suellen...og þá varð ég auðvitað að gúggla Dallas...

DallasMörg miðvikudagskvöldin fóru í að sitja við imbann og horfa á Dallas (nema þetta kvöld sem ég skrifaði um, um daginn, þegar ungur herramaður bauð mér í útreiðartúr...og ég tók það fram yfir Dallas...). 

Muniði??!!!  

Ég á svo margar minningar, eins og við flest.  Ég fór að hugsa þegar ég las eina færslu hjá Steinu um daginn, að ég geymi alltof mikið dót/drasl.  Ég þarf ekki þetta allt til að muna, til að geta yljað mér við minningarnar.

Ein besta minningin sem ég á t.d. um Gumma úr grunnskóla er ekki til á mynd eða blaði, en fyrir þetta þykir mér svo óendanlega vænt um Gumma.  

Best að taka til í hirlsum mínum...!! 


Skammast mín töluvert

En þannig er að bróðurdóttir mín, Lilja Fanney, átti afmæli 23. júlí, 3ja ára skotta.  Og ég mundi ekki eftir því.  Hef ekkert mér til afsökunar nema þá kannski að ég get ómögulega munað afmælisdaga barna sem eiga afmæli tuttugastaogeitthvað júlí og ágúst...en það er slatti af þeim börnum í systkinabarnahópnum! En ég ætla mér að laga þetta, enda þekkt fyrir að muna ALLA afmælisdaga!!!

Hér kemur því síðbúin afmæliskveðja til Lilju Fanneyjar; elsku frænka, til hamingju með afmælið um daginn.  Sjáumst fljótlega.

Lilja Fanney


Afmælisbörn dagsins

Systursonur minn, Heimir Smári og bróðurdóttir Einars, Sara Bergmann eru afmælisbörn dagsins.  Bæði 7 ára í dag.  Kærar kveðjur til þeirra beggja í tilefni dagsins.

Heimir Smári Sara Bergmann Hérna eru þau, pottormarnir.


íbúð til sölu!!!

Jæja, nú kemur fasteignasalinn á eftir að taka myndir.  Svo það er náttúrlega alveg ægilega fínt hjá okkur Smile Spennandi.  Og vonandi að einhverjum lítist vel á!!

Dagurinn byrjaði ekkert brjálæðislega snemma hjá mér og drengjunum.  Einar vakti mig og Jón Ingva kl. 9.42 þegar hann hringdi til að láta mig vita af fyrirhugaðri myndatöku!  Við sváfum á okkar græna...Jóhannes svaf til 10.20!!  Þvílíkar svefnpurkur!! Prinsessan var hjá vinkonu sinni í nótt, þannig að hún var ekki vakin þarna!

Svo er verið að fara að steypa á eftir, ofan í veggina!  Mjög spennandi!! Alltaf eitthvað að gerast.  Næsta á dagskrá er að minn heittelskaði ætlar að taka sér frí á morgun!! Believe it or not! Svo er 'sumarfríið' hans búið, vinnan (í vinnunni...) byrjar á föstudaginn.  Þá verður húsbyggingin í hjáverkum...en þar sem hann er svo duglegur og hefur svo gaman að þessu þá á ég svo sem ekkert von á að hann verði mikið heima á næstunni...bara eins og fyrir sumarfrí; vinna, sofa, byggja...!!

Við fengum óvænta heimsókn í dag, heimsókn sem beðið hefur verið eftir í heilt ár!! Sigþrúður kom loksins og mikið var nú yndislegt að hitta hana.  Elskan mín, ef þú lest þetta; Ástarþakkir fyrir kíkkið, það var æði að hitta þig, eins og alltaf.   Sigþrúður kom færandi hendi, færði mér litla, sæta beljufjölskyldu og börnin fengu bókina 'Bróðir minn ljónshjarta'.  Ég hef aldrei lesið bókina svo það verður Astrid Lindgren veisla hjá okkur Smile

Annars er ekkert að segja, svo ég ætla bara að þegja...LoL


Shit-der-kommer-gæster-kage...

Skemmtilegt nafn á köku!!

Uppskrift frá Tinnu vinkonu minni (á dönsku...nenni ekki að þýða hana...), hef ekki smakkað hana (þar sem ég borða ekki sykur...) en Einar var mjög ánægður og honum finnst sko mín kaka svo langbest...svo það eru meðmæli ef hann gleðst LoL

Svo til að ég gleymi ekki uppskriftinni þá skelli ég henni hérna inn!!

3 spsk kakao (spsk=spiseske=matskeið)
1 ltr kærnemælk (eða á íslensku ½ ltr súrmjólk og ½ ltr mjólk)
500 gr sukker
600 gr mel
3 tsk natron
2-4 spsk vanilje
175 gr smør

Det røres sammen. Bages v. 200° ca 30 minutter.

Glasur:
175 gr smør
350 gr flormelis
3 spsk cacao
(1 æggeblomme...eller lidt kaffe...)

---------------------

Annars allt gott.  Blogga kannski meira í kvella...ætla að lesa mig til um lyf núna!!! 


Jóhannes fékk skæri lánuð í gær...

Jóhannes - before!...því hann þurfti að klippa ´gaffatape´...það leið ekki nema hálf mínúta, þá kom Jón Ingvi og sagði að hann væri búinn að klippa hárið sitt...

Þegar ég kom inn í herbergi þá var Jóhannes skriðinn undir sæng...skammaðist sín greinilega.  Ég gat nú ekki séð að hann hefði klipp mikið, sá ekki einu sinni hvar eða hvað hann hafði klippt.  Ég tók hann í fangið og spurði hann hvers vegna hann hefði gert þetta og þá grét þessi elska fögrum tárum að sagði að sig langaði SVO að vera SKÖLLÓTTUR!!!  Eins og pabbi!  Þó hann kalli sig Sigrúnarson þá er hann nú samt líka pabbastrákur Wink Jóhannes - after!!

Drengurinn er búinn að tala um þetta síðan í vor, en ég hef ekki viljað klippa þetta fallega, ljósa hár...en ég gat ekki haldið áfram að standa á MÍNU!  Svo molinn minn litli er orðinn sköllóttur eins og pabbi sinn!!!  

Jamm.

Annars eru nýjar myndir á síðu barnanna, bæði frá ferðinni okkar með tengdamúttu minni að Langavatni í gær.  Þar óðu börnin yfir litla á og þau skelltu sér í Langavatn...sem var kkkkkalttttt....!!! 

börnin í herbergisgluggunumSvo eru líka nýjar myndir af húsinu, að sjálfsögðu!! 


Leiðindakvöldið okkar

Við byrjuðum leiðindakvöldið á að borða Taco, sem okkur öllum finnst gott.  Eitt af því góða við leiðindakvöldin er að það er sameiginlegur frágangur eftir matinn, enginn fer í fýlu yfir að 'þurfa' að hjálpa til Wink (spurning um að hafa leiðindakvöld á hverju kvöldi...Cool). 

Eftir það klæddum við okkur og fórum út.  Röltum á kaffihúsið og fengum okkur kaffi...eða við 'gömlu'á kaffihúsinu fengum okkur kaffi en krakkarnir fengu gos.  Sátum þar og áttum góða stund, ég sagði þeim sögur af Jóni Ingva og því sem hann sá (en aðrir ekki) þegar hann var yngri.  Jón Ingvi átti erfitt með að drekka maltið sitt, því hann hló svo mikið.  

á steininum stóraEftir kaffihússtoppið rötlum við áfram, niður á Akratorg þar sem krakkarnir príluðu upp á STÓRA steininn sem sjómaðurinn stendur á.  Sumir eru með þyngri rass en aðrir...svo þetta gekk misvel, en allir komust upp að lokum.

Svo röltum við niður að sjó, niður á gömlu Akraborgarbryggjuna og svo meðfram sjónum upp á Langasand.  Þar áttum við góða stund, áður en við röltum heim og flatmöguðum í stofunni.  

Þess má geta að eftir að hafa þambað malt og appelsín á kaffihúsinu þá þurftu drengirnir að gera nokkur pissustopp á leiðinni... 

Á leiðindakvöldi má ekki reka börn í svefn...svo foreldrarnir voru nær dauða en lífi af þreytu...en þetta fór allt vel.  Strákarnir hentust í sturtu seint og síðarmeir og svo í bælið, með bækur, blöð og liti.  Það var mikið spjallað, en allt í einu var allt HLJÓTT!!!  Og þeir steinsofnaðir...Einar líka...og ég alveg að leka út af, svo ég fór og lét Ólöfu Ósk vita (sem er komin á kaf í unglingabækurnar mínar...þið vitið; 'Viltu byrja með mér' eftir Andrés Indriðason...og allt það).  Hún sem sagt vann vökukeppnina...

Alveg hreint snilldarkvöld.  Einar sæti

Og nú er minn heittelskaði auðvitað farinn upp í lóð/hús.  Hann er að kafna úr gleði og hamingju,  kubbar og kubbar!! 

Við hin vitum ekki alveg hvað við eigum að bralla í dag.  Vildi að Norðfjörður væri aðeins nær...miklu nær...þá gæti ég kíkt í kaffi til mömmu eða systkina minna!!  En það er nú bara 1½ vika í það!!! 


Verð að segja ykkur...

...frá FÍFLINU!!!

Þegar við vorum að keyra Kollafjörðinn á leiðinni heim áðan þá mættum við einhverju *fífli* (afsakið orðbragðið!).  Ég bara þakka fyrir að hafa verið á löglegum hraða og VAKANDI!! Því þessi unga kona, sem sat undir stýri og reykti, var greinilega ekki annt um líf sitt eða annara, því hún tók fram úr bíl þarna fyrir endan á Kollafirðinum.  Ég var á löglegum hraða, sem fyrr segir og ég þurfti að hægja á mér, var komin niður í 50 og ALVEG út í kant.  Annars hefði ég fengið hana framan á mig!!!

Ég var með of verðmætan farm innanborðs til að það hefði mátt gerast!!!

Og ég get sagt ykkur að ég var með hnút í maganum á eftir, og hálf óglatt.  Þetta var ískyggilegt!  Verst að ég náði ekki númerinu á bílnum...hefði annars hringt í lögregluna...sem ég mætti svo skömmu síðar...

Úff púff. 

En það er eins gott að vera vakandi og á vakt, og ekki keyra of geyst.

Núna ætla ég hins vegar að fara að gera kvöldmat, og í kvöld er leiðindakvöld hjá okkur.  Börnin hlakka mikið til. 

Njótið lífsins og hvers annars. 


Best að blogga :)

Ég vaknaði með verki í morgun...þetta mánaðarlega *vesen* að gera út af við mig...skreið fram og tók 2 panodil og upp í aftur þar til það virkaði.  Var löt og nennti ómögulega á fastafundinn minn...hugsaði með mér að ég gæti ekki látið Ólöfu Ósk passa enn eina ferðina...góð afsökun!!!  Mundi þá eftir að ég hafði ætlað að hitta eina á fundinum og skipuleggja með henni...  Svo ég fékk Einar til að hringja í pabba sinn, og hann var til í að passa drengina í rúma klst. Þannig að ég hentist af stað, skilaði drengjunum og á fund.  Sem var náttúrlega bara æði pæði!!!  

Svo var bara að hendast út í búð og versla smá, og versla *betri* verkastilli...og heim.

Er að fara á fund aftur kl. 15 og núna í Reykjavík!!  Pabbi ætlar að passa á meðan.  Svo þetta er sannkallaður afa-dagur í dag.  Mikið er það yndislegt.  Gott að vera nálægt familíunni, sem er tilbúin að hlaupa undir bagga með okkur, og svo njóta börnin svo góðs af.  Ég man bara hvað mér þótti yndislegt þegar ég fékk að vera hjá afa og ömmu í dekri þegar ég var barn.  Það var fátt betra. 

Jæja, best að hendast af stað...ætla að taka mynd af húsinu áður en ég fer, það er ALLT að gerast...og liggur á, því Jón Ingvi meikar ekki mikið lengur að deila herbergi með bróðir sínum...Angry


Föstudagur, dejligt!

Jæja, ýmislegt búið að bralla.  Var á kvöldvakt í fyrrakvöld, og fór þess vegna ekki snemma að sofa...gat ekki sofnað þegar ég kom heim.  Hvað er málið með þessar kvöldvaktir? Erfitt að ná sér niður eftir slíkt...en það er víst alþekkt fyrirbrigði...!!

En ég fór tiltölulega snemma á fætur í gær, þar sem við áttum von á gestum.  Eldaði súpuna  góðu..sem vakti mikla lukku!!  Það var yndislegt að fá Hjálmar, Janne og krakkana í heimsókn.  Þau eru svo skemmtileg og yndisleg.   Ólöf Ósk og Jacob voru saman í leikskóla, og þar kynntumst við þeim. Síðan voru þau saman í bekk þangað til við fluttum heim s.l. sumar.  Hjálmar er  fæddur á Íslandi, en flutti út ásamt foreldrum sínum þegar hann var 8 mánaða og hefur búið þar síðan. En hann á helling af skyldfólki hérna heima og þau reyna að koma 2-3 hvert ár.  Næst  vonum við að þau gisti hjá okkur, en þá verðum  við líka með miklu meira pláss...!!

Í gærkvöldi fór ég svo að hitta Valkyrjurnar, stelpurnar sem ég kynntist í yahoo-grúppu þegar ég bjó úti.  'Íslenskar mæður í útlöndum' kallar þessi hópur sig, en við erum nokkrar sem erum fluttar heim.  Svo var ein, sem er héðan af Skaganum, á landinu, og við keyrðum saman í bæinn í gær.  Þetta var alveg rosalega gaman og velheppnað.  Skrítið, en gaman, að hitta konur sem ég þekki svo vel en hef ekki hitt fyrr.  Við erum að spá í að stofna saumaklúbb, þar sem við fyrir það fyrsta náum vel saman og fyrir það annað höfum áhuga á handavinnu ýmisskonar!! Grin
50% af hópnum sem hittist í gær eru svo þar fyrir utan hjúkkur!!  Frekar skondið.
Ég tók með mér köku frá Sollu á grænum, þar sem gestgjafinn hafði sagt ætla að hafa eitthvað óhollt...og mig langaði líka í köku...en svo var engin kaka, nema  sú sem ég kom með og hún sló í gegn...ekkert skrítið, hún er æði. 

kubbi kubbEn þetta er ekki alveg allt sko.  Nei, Einar og Ingvar eru búnir að slá upp og eins og Jóhannes sagði áðan; "Pabbi er að kubba!".  Jamm, hann er að kubba hús handa okkur!  Oooohhh, gaman gaman.  Ég var að segja ömmu Einars frá því í dag hversu langt hann væri kominn, þá gall í þeirri gömlu; "Fyrr má nú rota en steinrota!".  Hún er svo stolt af okkur, það er alveg yndislegt að sjá og finna.  Elsku krúttið.

Jamm, það er sem sagt ástæða fyrir að ég bloggaði ekkert í gær...nóg að gera.  Og þar sem ég kom ekki heim fyrr en eftir miðnætti og fór svo að vinna í morgun þá er ég ÞREYTT!! En það var ekki hægt að fara fyrr heim, það var SVO gaman hjá okkur LoL

En nú ætla ég að leggjast og dormaSleeping...það fer að byrja DisneyShow...svo þá er pása í smá stund...Wink


« Fyrri síða | Næsta síða »

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband