Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
4.6.2007 | 09:11
Held kannski...
...að ég þjáist af vinnukvíða...eða ótta við að taka ábyrgð...eða eitthvað.
Ég er búin að hlakka SVO til að klára námið, eins og þið hafið eflaust tekið eftir Og búin að standa í ströngu undanfarnar vikur með verkefnið.
Á föstudaginn þegar ég var búin að skila verkefninu sveif ég um, tonni léttari...nema hvað...ég fer að flögra um vefheima og dett inn á *Hvað er biopati* og ég heillast undir eins!! Fer strax að gæla við þetta nám í huganum...hins vegar yrði ég sennilega að flytja til Dk aftur...og það er nóg komið af flutningum í bili...svo þetta verður að bíða (h)eldri áranna... En í millitíðinni verð ég eflaust komin með nýja og 'betri' hugmynd!!!
Nú ætla ég að taka ábyrgð og mæta galvösk til starfa á Höfða mánudaginn 2. júlí!!! Og ekkert bull!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.6.2007 | 08:05
Mánudagsmorgun
...mér tókst að vakna en mikið svakalega var freistandi að láta klukkuna bara hringja út...úff, mikið svakalega á ég erfitt með að vakna svona á morgnana. Verð örugglega aldrei morgunmanneskja.
Skólabörnin okkar áttu líka mjög erfitt með að vakna, enda fengu þau að vaka til kl rúmlega 21 í gærkvöldi...sem er góðum klukkutíma fram yfir venjulegan sveftíma hjá Jóni Ingva...hann fer venjulega upp í rúm kl 19.30 þegar er skóli, og er sofnaður kl 20...Ólöf Ósk fer venjulega upp í um 20.30 og les til 21...
En nú er komið sumarfrí, svo ég get ekki verið þekkt fyrir að senda þau svo snemma í rúmið...svo ég vona að þau geri það sem þau hafa aldrei gert áður, nefninlega að sofa út á morgnana...!!! Jóhannes hefur verið sá eini af okkar börnum sem hefur getað sofið út...
Langar að sýna ykkur þessar tvær myndir:
Þær eru teknar 1. skóladaginn og svo núna í dag, síðasta skóladaginn. Smá munur á börnunum eftir veturinn
En eins og sjá má voru þetta þreytt og örlítið súr börn, sem voru send af stað í morgun...!!
Sjáiði á bláu myndinni fyrir ofan þau hvað þau hafa stækkað...sérstaklega Jón Ingvi...!!
Jæja, best að leyfa Jóhannesi að komast í leikskólann...nýja deildin sem þau fluttu á, á föstudaginn (því nú eru þau orðin SVO stór) er mjög spennó...!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2007 | 15:14
Sunnudagur til sælu
Það er sko ekkert smá gaman að vera til þessa dagana!!
Ólöf Ósk fór snemma út, sundmótið kallaði. Hún synti 200 m skrið kl 8.30...þá var ég enn sofandi...en afi hennar fór að sjá hana synda og var að rifna úr stolti yfir stelpuskottinu.
Ég og strákarnir hjóluðum svo upp í laug og sáum hana synda 100 m bak kl 9.50. Ég táraðist af stolti þegar nafnið hennar var kallað upp. Mér finnst hún svo dugleg.
Mér finnst svo yndislegt að börnin mín eru ekki litlar hræddar mýs eins og ég var... Ég hefði aldrei þorað að taka þátt í sundkeppni, eða neinni keppni yfir höfuð. Ég man t.d. að mér fannst geðveikt gaman í blaki þegar ég var í síðustu bekkjum grunnskólans og það voru margar sem æfðu blak. En ég þorði ekki að taka þátt...var hrædd um að vera ekki nógu góð, hrædd um að mistakast...hrædd um hvað aðrir hugsuðu um mig...
Sennilega er þetta stór þáttur í því hvað ég er stolt af henni, mér þykir hún SVO dugleg.
Eftir að hún var búin að synda þarna í morgun hjóluðum við í kaffi til tengdó. Ekkert smá æði að geta hjólað í kaffi til fjölskyldunnar. Krakkarnir eru svo ánægð með þetta, að hafa afa og ömmu svona nálægt, og við Einar erum ekki minna ánægð. Þetta er yndislegt.
Jón Ingva langaði svo að bjóða í vöfflur, svo hann bauð afa sínum og ömmu í vöfflukaffi og nú stendur hann frammi í eldhúsi og bakar bleikar vöfflur. Svo ætlum við Jóhannes að baka nokkrar grænar á eftir.
Svo er bara stórkostlegt að hafa öðlast frelsi, frelsi til að fara í kaffi til tengdó án þess að hafa samviskubit yfir að sitja ekki heima og lesa...
Mér finnst ég lánsamasta kona í heimi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
2.6.2007 | 18:54
Lørdagur til mikillar lukku
Jamm. Fór á stórgóðan fund í morgun, skipulagsfundur á eftir og 30 ára afmælið planað (ekki mitt sko...).
Fór svo í móttökunefndina, að taka á móti tengdó sem voru að flytja hingað í dag. Yndislegt að hitta þau. Einar og fleiri voru að hjálpa við að hlaða á lyftuna og bera inn...ég fór í að græja kaffi...það er ekki hægt að hamast við flutning nema fá góðan kaffibolla á eftir
Ólöf Ósk var að keppa í 100 m flugsundi og bætti tímann sinn um 14 sek.!! Svo er hún að keppa í 100 og 200 m skrið á morgun og 100 m bak. Alger dugnaðarforkur. Ætla að fara og sjá hana synda á morgun.
Svo ætluðum við á ráðstefnu og grillveislu í borginni en vorum sein á ferðiinni, svo við bara hættum við að fara. Nú er Einar tekinn við af mér með sammarann... S.l. mörg ár hef ég haft samviskubit ef ég hef tekið mér frí frá bókum til að slæpast...nú er komið að honum, og hann gat ómögulega farið þar sem það var svo margt sem hann gat gert (og langaði!!) uppi í grunni...!!! Svo þar er hann nú og verður sjálfsagt í amk klukkutíma enn...
...Svo er rómantískur dinner fyrir tvo á dagskrá. Börnin voru á brölti frameftir í gær og þurfa að fara snemma að sofa í kvöld, svo við ætlum að nota kvöldið fyrir okkur
Þetta er svona það sem er fréttnæmt hjá okkur í dag.
Hey, ég gleymi einu. Það var magnað að vakna í morgun, algerlega verkjalaus. Því undanfarna daga hef ég vaknað með verk í baki og þreytuverk í fótum...hlýt að hafa legið með alla vöðva spennta þessa síðustu daga sem skrifin stóðu yfir!!! Nú er það sem sagt BÚIÐ!!!
Geðveikt!!!
Og svo til að gleðin haldi nú áfram, Bára (stóra stelpan okkar) ætlar að koma um næstu helgi!! Hún er sko að verða 16 í sumar og nennir voða lítið að koma til okkar...ekki að ég skilji hana ekki...ég nennti sko ekki að heimsækja pabba og co og hanga þar heila helgi eða lengur á þessum aldri... Við erum voða glöð að hún ætli að koma og krakkarnir hlakka mikið til.
Jæja, ætla að spila Rommý við Ólöfu Ósk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
1.6.2007 | 19:59
Svona í tilefni þess...
...að maðurinn minn er fiskur...:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.6.2007 | 13:15
BÚNAR!!!!!!!!!!!!
Jamm, við erum BÚNAR með verkefnið!!!!
Á morgun les Annemarie verkefnið og leiðréttir ásláttarvillur og setur inn kommur og á sunnudaginn set ég inn blaðsíðutal á 'indholdsfortegnelsen' og svo prentar Annemarie út, setur í möppur og á mánudagsmorguninn keyrir hún til Hillerød og skilar verkefninu!!!!!!!!!
JÚBBÍ, ÉG ER FRJÁLS ÞAÐ SEM EFTIR ER DAGSINS!!! VEIT HREINLEGA EKKI HVAÐ ÉG Á AF MÉR AÐ GERA!!!
GLEÐI, GLEÐI, GLEÐI!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
1.6.2007 | 12:12
Lítil saga
When our lawn mower wouldn't run, my wife kept hinting to me that I should get it fixed. But, somehow I always had something else to take care of first; the truck, the car, playing golf -- always something more important to me.
Finally she thought of a clever way to make her point.
When I arrived home one day, I found her seated in the tall grass, busily snipping away with a tiny pair of sewing scissors. I watched silently for a short time and then went into the house.
I was gone only a minute, and when I came out again I handed her a toothbrush. I said, "When you finish cutting the grass, you might as well sweep the driveway."
The doctors say I will walk again, but I'll always have a limp.
Moral to this story:
Marriage is a relationship in which one person is always right, and the other is the husband.
-(Stephen's Story)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2007 | 09:21
Hæ hó júbbí jey og júbbíííí jey...
...það er alveg að koma að skilum!!!
Og vitiði hvað? Ég er alvarlega að spá í að sofa á mánudaginn (veit að ég geri það svo ekki, verð svo uppfull af orku þegar verkefnið er farið að ég júbla...). En ég er svo þreytt, ég vakna með verki í fótum og baki og er bara svo færdig...úbbs, þetta var alveg óvart...fyrir þá sem ekki skilja dönskusletturnar mínar...sorrý, farðu bara á námskeið!!
(Færdig í þessari merkingu þarna er þessi; búin á því.)
Svo er að koma sumarfrí, krakkarnir eru líka alveg að springa úr spenningi yfir því. Nema Jóhannes, hann er að rifa úr spenningi yfir að deildin hans er að flytja í dag, þau mættu á Velli - gömlu deildina og flytja saman í dag yfir á Stekk, nýju deildina. Það er sko mikill spenningur yfir því. En það er ekkert haáloft og það var það fyrsta sem hann sagði mér eftir að þau höfðu skoðað deildina. En gaman samt. Svo ég hlakka til að sækja hann í dag og heyra.
Svo er annað spennó að gerast. Benni (tengdapabbi) og Jóna eru að koma á morgun. Einar fer í dag að taka við lyklum að íbúðinni þeirra og taka íbúðina út, og svo koma Benni og Jóna um hádegi á morgun. Okkur finnst æði að þau séu að koma og krökkunum finnst frábært að fá afa og ömmu í - liggur við næsta hús, ekki alveg það sem þau eiga að venjast...eftir að hafa haft 3000 km eða álíka á milli nánast allt sitt líf
Þau (börnin) sögðu í gær að allra best væri ef Jóhannes afi, Sigga Bára amma, Maddý amma og Jón Þór afi myndu öll koma og flytja á Akranes...en ég ansi hrædd um að það verði ekki úr þeirri ósk þeirra...!!
Jæja, en best að halda áfram...við ætlum helst að klára verkefnið í dag...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar