Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Afmælisbarnið

HrönnHrönn bloggvinkona á afmæli í dag.  Til hamingju með daginn, elskan.  Ég myndi þiggja kaffi ef þú værir ekki kolvitlausumegin við Akrafjallið LoL Njóttu lífsins, í dag og alla aðra daga. Kissing Heart

Borgó og fleira

Jæja, loks rann upp dagur fagur og ég komst í Borgarnes að kaupa mér garn.  Svo nú get ég haldið áfram með töskuna fínu Smile
Og ekki nóg með það, heldur skelltum við okkur í kaffi til Erlu sys. og vorum svo heppin að þau voru að setjast við kaffiborðið að fá sér afmæliskaffið hennar Unnar Elvu Tounge  Unnur Elva var held ég bara alsæl með daginn, búin að fá nokkrar gjafir og svo að fá svona óvænta heimsókn var ekki al-slæmt.

Þær frænkur, Unnur Elva og Ólöf Ósk, áttu saman góðan tíma og það áttu Jón Ingvi og Heimir Smári líka.  (Heimir Smári er sonur Erlu sys., bróðir Unnar Elvu, og hann og Jón Ingvi eru jafn gamlir...munar 6 dögum á þeim.)

systir mínSvo við Erla drukkum slatta af kaffi og höfðum það náðugt.  Ég er svo glöð og þakklát fyrir að hafa systir mína svona nálægt mér.  Yndislegt alveg að geta droppað í kaffi, þó við höfum kannski ekki gert mikið af því í vetur. En nú er sumar og sólin hærra á lofti og hægt að brölta úti eitthvað frameftir og svona Cool

Já og svo er verið að steypa í grunninn!!  Einar er ekki kominn heim enn, steypubílarnir komu 'aðeins' og seint...ca 2½ tíma...en skítt með það, nú eru þeir komnir og að verða búnir að steypa þetta.  Svaka-jaka-spennandi!!!

Best að hætta þessu bulli og gera eitthað af viti...þarf eiginlega að setjast niður á morgun og undirbúa mig fyrir prófið...eða sko byrja að undirbúa mig...skrifa eitthvað...prenta út verkefnið og lesa það yfir...þarf að lesa það nokkrum sinnum yfir fyrir próf...!!

  Peoples Gif Images # 187146

Jamm, alltaf nóg að gera.

 

See you later...

 


Afmælisbarn dagsins

Jæja, nú ætla ég ekki að klikka aftur Wink

Unnur ElvaAfmælisbarn dagsins er þessi fallega stúlka, systurdóttir mín, hún Unnur Elva.  Unnur Elva er 9 ára í dag!!! 
Elsku Unnur, innilegar hamingjuóskir til þín á afmælisdaginn.  Vona að dagurinn verði súper góður.

Knús frá okkur á Skaga. 


södd og sæl

Vaknaði seint...þreytt kona. Var á fundastússi í gærkvöldi og kom seint heim.  Yndislegt kvöld með fullt af yndislegu fólki.

Í morgun var tannlæknirinn mál málanna.  Svo fórum við Jóhannes í Bónus og versluðum í hádegismatinn fyrir Einar og Ingvar.  

Ég eldaði geðveikan kjúlla:

Kjúklingabringur
1 mexíkóostur
½ Jalipenoostur
matreiðsluostur
mjólk
kjötkraftur

Ég lét bringurnar inn í ofn, í eldföstu móti, meðan osturinn bráðnaði í rjóma/mjólkurblöndunni. Skellti kjötkraftinum út í. Svo hellti ég ostablöndunni yfir kjúllann og lét þetta malla þar til bringurnar voru steiktar.

Bar fram með grjónum og salati.

Snilldarmatur. 


Meira af mér og mínum

Jóhannes harðneitar að fara í leikskólann þessa dagana...finnst svindl að hann eigi að fara á leikskólann meðan systkini hans hugga sig í sumarfríi.  Svo hann dúllast bara heima líka, og það er voða nice.  

crazy karlarEinar og Ingvar keppast við í Seljuskógum.  Mjög spennandi.  Steypan kemur á morgun kl 16 svo það er allt að gerast.  

Ég var að keyra Jón Ingva og Jóhannes uppeftir til þeirra, Jón Ingvi ætlar að smíða og Jóhannes ELSKAR að leika sér í moldarfjöllunum í kringum grunninn. 

Við njótum þess fram í fingurgóma að Benni og Jóna eru komin á Skagann.  Strákarnir eru búnir að fara til þeirra daglega, ýmist með mér eða pabba sínum og í kvöld eru karlmennirnir á heimilinu að fara til þeirra í mat...og fótboltagláp.  Við mæðgur ef önnum kafnar við aðrar aðgerðir...alltaf nóg að gera Smile

Svo hef ég ætlað í Borgarnes tvo daga í röð...en ekki komist enn...of mikið rok undir Hafnarfjalli.  Amk of mikið til að mér finnist ástæða að fara þegar ekki liggur lífið á...þó svo að skortur á garni sé nánast neyðarástand!! 

Talaði við Annemarie í morgun, við erum ekki að komast í gírinn aftur.  En við þurfum, hvor um sig, að vera með 10 mín. fyrirlestur í prófinu.  Eitthvað sem tengist ritgerðinni, en þó ekki eitthvað sem hefur verið skrifað þar og heldur ekki eitthvað alveg nýtt...svo við erum svona að velta hlutunum fyrir okkur.  

Jamm, þetta er svona um það bil allt sem er í gangi hérna í dag... 


Trassi

Ég klikkaði...og það líkist ekki mér!! Ég mundi eftir afmælinu og ég hringdi í systir mína og óskaði henni til hamingju með prinsessuna.  En ég gleymdi að setja inn mynd af afmælisbarninu.

Það er hér með gert:

Anna MóbergÞessi fallega stúlka, Anna Móberg, varð 3ja ára 3. júní s.l.  Stelpuskottið eru dóttir Maríu sys. 

Yndislegur moli sem ég sé alltof sjaldan þar sem þær búa 700 km í burtu...ásamt stórum hluta af fjölskyldunni minni...  Það má því kannski segja að það sé ég sem bý 700 km í burtu...

En hvað um það, knús & kossar til Önnu Móberg frá frænku sem klikkaði Kissing 


Búin!!

Búin á því.  Búin að þrífa (fyrir mörgum klukkutímum). Búin að klára jólagjöfina hans pabba. Búin að fara með Jón Ingva til læknis, það var tekinn einn fæðingarblettur. Búin að ýmsu í dag.

Fékk mail frá Frúnni í Geimnum, með viðhengi sem mælst var til að sent yrði á minnst 10 persónur.  Ég ætla bara að birta það hérna...sjá viðhengið.  Frekar flott, svo það er þess virði að skoða það.

Jæja, bóndinn er kominn heim...er búinn að vera að vinna í húsinu í allan dag, ásamt Ingvari.  Ætla að sinna þessari elsku. 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Garg og...

...arg...reyndi að blogga áðan...mistókst!!

En hvað um það, það sem ég var að reyna að segja var að ég ætla að þrífa...eins og ég var búin að lýsa yfir að yrði gert eftir 4. júní!!!  Svo nú er ég á stuttbuxum af Einari, alveg að kafna úr hita...ryksugan tekur á!!

Strákarnir trylltust af kæti áðan þegar Himnaríkis-Gurrí kom gangandi eftir götunni.  Þeir góluðu upp yfir sig; "Gurrí er að koma" og hlupu út í dyr...en Gurrí var ekki að koma Crying Þannig Gurrí....þú sérð að þú verður að gleðja tvo einlæga aðdáendur þína og kíkja í kaffi hið fyrsta!!

Jæja, má ekki vera að þessu...ryksugan bíður æst...vill meira ryk í gogginn...

...nú mega rollurnar í hornunum gæta sín...!!!


Börnin mín duglegu

Ég verð að segja ykkur hvað börnin mín hafa staðið sig vel í skólanum í vetur. 

Ólöf Ósk fékk vitnisburð í dag og fékk mörg 'góð frammistaða', svo fékk hún 'framúrskarandi', hún fékk 8,2 í meðaleinkunn í stærðfræði, fyrir verkefni vetrarins, hún fékk 8,5 fyrir bókmenntaritgerð í íslensku, 9 fyrir ritgerð í líffræði og svo "Þú ert samviskusöm og dugleg stelpa og hegðun þín er alltaf til fyrirmyndar".  Ekkert smá flott.

Jón Ingvi fékk að þennan vitnisburð:

Þú ert búinn að standa þig mjög vel í skólanum í vetur. Þú hefur sýnt öllu náminu áhuga og hefur lagt þig fram.
Þú ert áhugasamur í lestri, íslensku og stærðfræði og hefur sýnt góðar framfarir. Mér finnst þú einnig teikna flottar myndir.
Þú hefur oftast átt góð samskipti við félaga þína.
Þú vilt öllum vel , ert jákvæður og skemmtilegur strákur.
Mér finnst þú flottur strákur og ég vona að þú njótir sumarsins og eigir efir að hafa það gott.

Þetta var frá bekkjarkennaranum.   Íþróttakennarinn skrifaði m.a. "Þú ert frábær, rosalega duglegur og gaman að kenna þér".

Jamm, ekkert smá flott hjá þeim. 


Eins gott ég vissi ekki hvað gekk á!!!

Í morgun þegar Einar kom heim af næturvakt sagði ég við hann að mér þætti frekar óþægilegt að geta ekki sjálf skilað ritgerðinni.  Ég fann mjög fyrir vanmætti mínum og það var nákvæmlega ekkert sem ég gat gert, annað en að TREYSTA.  

Ég var að tala við Annemarie og hún var lýsa fyrir mér hvernig þetta gekk fyrir sig...það gekk ALLT á afturfótunum hjá henni, hún átti eftir að prenta út 3 bls. í morgun, blaðsíður á ensku sem við fengum fyrst snemma í morgun úr ritskoðun.  Þá gerðist allt...blöðin voru búin, prentarinn galaði að hann væri TÓMUR, vantaði BLEK!!  Svo tókst henni að redda þessu, brunaði af stað og það var vegavinna út um allt...eitthvað sem hún vissi ekki þar sem það er ansi langt síðan hún keyrði síðast til Hillerød!! 

Svo hún var ekki komin upp í skóla kl 12...en það átti að skila í SÍÐASTA lagi kl 12...

...eins gott að ég vissi ekki af þessu...nei, ég svaf á mínu græna...THANK GOD FOR THAT!!!

Hún hringdi upp í skóla og sagðist vera á leiðinni en væri föst í umferð v. vegavinnu...og svarið sem hún fékk var; "Allt í lagi, keyrðu bara varlega og þú kemur þegar þú kemur."!!! NICE.  

Svo þetta gekk allt vel á endanum.  Verkefnið er í höfn og við getum andað rólega.  Við ætlum að vera í afslöppun (frá skóladæmi amk.) á morgun og tala svo saman á miðvikudaginn.  Undirbúningur fyrir prófið hefst von bráðar. 

En nú ætla ég að bruna í Borgarnes...og kaupa mér garn!!!

Skrifa meira á eftir...kannski... 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband