Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
30.6.2007 | 16:13
Heima er best
Jæja, þá erum við komin heim aftur. Lentum í Keflavík kl. 8.55 í gærmorgun. Yndislegt að koma heim aftur, og enn og aftur verð ég að vera sammála dönunum, sem segja; "Ude er godt, hjemme er BEDST"!!!
Skrítið að koma heim og vera orðin hjúkka, vinna á mánudaginn og já, bara alvara lífsins tekin við. Reyndar finnst mér þessi ár í náminu hafa verið full alvara!!! Erfiður tími, aldrei frí. Núna er ég búin að setja bók, sem ég fékk í útskriftargjöf frá Guggu frænku og Agli, á náttborðið, og einnig krossgátublaðið sem ég keypti mér fyrir flugið...en opnaði ekki!
Samt geri ég mér grein fyrir að ég á pottþétt eftir að þurfa að opna námsbækurnar og rifja ýmislegt upp. En það er samt öðruvísi...það er ég viss um!!!
Ég fékk yndislegar gjafir frá vinum og fjölskyldu. Fyrst fékk ég belju, frá Einari og börnunum. Svona hjúkkubelju, sem heitir Nurse Nightincow...
Svo fékk ég lyklakippu frá Tinnu og co., þríkross frá pabba, hjúkkuúr með nafninu mínu og útskriftardeginum grafið í frá mömmu og Jóni Þór, bók frá Guggu og Agli og svo skál í stellið frá Pippi og Kåre.
Heyrðu, svo 'hitti' ég eina belju á Kastrup á leiðinni heim, ekkert smá glöð ...sko ég...ekki beljan!!!
Svo er bara svo gaman. Einar fór beint upp í Seljuskóga, það var búið að fylla upp í grunninn svo hann fór af stað að moka skurði fyrir frárennslislagnirnar. Duglegi maðurinn minn. Ég er hins vegar búin að vera á haus að taka til, taka upp úr töskum og ÞVO þvott...þvoði ekkert í útlandinu, svo það er af nógu að taka!!!
Svo er ég að taka til í bókahillunum...sortera ljósrit og glósur sem ég ætla að henda og halda upp á. Það er af nógu að taka...en þegar ég tek til þá fer það svona og svona, ég á erfitt með að vera á einum stað...ræðst í verkefni út um allt...svo það endar með að allt er á hvolfi og tekur miklu lengri tíma en ella (held ég amk...hef ekki prófað að gera þetta öðruvísi...).
María sys. og fjölskylda koma í nótt, þau eru að koma frá Spáni (held ég) og ætla að gista tvær nætur...eða eiginlega eina og hálfa Hlakka til að fá þau í heimsókn. Þau hafa ekki komið til okkar síðan við fluttum, og við sjáumst svo sjaldan þar sem þau búa hinumegin á landinu. Svo ég ætla að njóta morgundagsins með þeim.
Ég er að hlaða myndum úr ferðinni inn á heimasíðu barnanna, ef ykkur langar að sjá. M.a. myndir frá útskriftinni.
En hér eru samt tvær myndir...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
27.6.2007 | 20:07
TAKK!!!
Ástarþakkir öll sömul fyrir kveðjurnar. Ég er hrærð.
Ég er enn að fatta að þetta sé búið, enginn meiri skóli (ekki næstu árin amk...aldrei að segja aldrei ). Undarleg tilfinning að ég mæti ekki í meir í skólann, og nú sé ég fullnuma hjúkka! Þegar ég mæti í vinnu (á mánudaginn kl 8) verður ekki neinn 'vejleder' sem kíkir yfir öxlina á mér í öllu sem ég tek mér fyrir hendur. En um leið kemur óttinn við að ég geti ekki...en það er bara eðlilegt, og auðvitað GET ÉG!!!
Skrifa meira fljótlega.
Elska ykkur öll
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
26.6.2007 | 15:55
Tilkynningaskyldan
Örstutt, svo blogga ég meir þegar ég kem heim!!
Ég er búin í prófinu, náði og er því bara eiginlega orðin hjúkrunarfræðingur!!! Jiiiii, hvað ég er glöð!!! Mikil hamingja, spennufall og bara er eiginlega búin að vera.
Mikil hamingja og gleði. Lífið er bara stórkostlegt.
Ljós&kærleikur til allra...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
23.6.2007 | 10:02
örstutt...
ÁSTARÞAKKIR FYRIR ALLAR KVEÐJURNAR, ÞIÐ ERUÐ ÖLL BEST!!!
Mér líður vel, er hress og kát en fæ enn smá kvíðahnút í magann...sem held það sé nú ekkert óeðlilegt að vera með smá stress fyrir próf...svo lengi sem það tekur ekki yfirhönd!!!
Lífið er ljúft, sakna ykkar allra en fer líklega ekki á bloggflakk fyrr en þessu líkur...!!!
Knús&kærleikur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
21.6.2007 | 09:24
Ég fer í 'fríið'...
...eða kannski ekki alveg...en samt.
Amk. veit ég ekki hvort ég kem til með að blogga mikið næstu vikuna. Ég skal samt reyna að komast í tölvu og blogga um niðurstöðu prófsins...(skjálf...)
Ég er aðeins minna hrædd í dag, fór á hnén og rabbaði við ÆM og hann er vinur minn, hjálpar mér þegar ég leita hans.
Eigiði góðan dag, elskurnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
20.6.2007 | 20:45
Óttakast
Var að lesa bloggið hjá Hugarflugunni minni. Þar skrifaði hún m.a.;
"Þetta fer allt vel...
Ætla að vanda mig núna að senda ekki neikvæðar kvíðafullar hugsanir út í andrúmsloftið. Hugsanir fullar af ótta og vonleysi.
Ætla að hugsa jákvætt og af öryggi. Ætla að hrópa svo glymji í höfðinu á mér ... fram í alla útlimi ... út smæstu og næmustu taugaenda ... ÞETTA FER ALLT VEL!! ÞETTA FER ALLT VEL!!"
Og ég bara fékk óttakast...yfir prófinu sem ég er að fara í á þriðjudaginn... Jiiii, hvað ég er klikk... En ég reyni að gera eins og flugan mín fríð og hugsa jákvætt og af öryggi!!!
Fólk segir það sama við mig og vanalega; "Afhverju ættirðu að falla núna frekar en áður?" og fleira svona...og ég veit þetta er rétt..EN ég fæ samt óttakast við tilhugsunina.
Hugsa með gleði; Eftir viku er prófið búið...!!! Júbbí jey!!!
Ég er að HUGSA JÁKVÆTT!!!
Ég er þreytt, ég er syfjuð, nenni ekki að ganga frá eftir kvöldmatinn...en veit að það gerist ekki af sjálfu sér.
Jóhannes er í baði, sem er orðið kalt...hann vill ekki uppúr. Allt baðherbergið er á floti því þeir bræður eru búnir að vera í stuði...
Benni (tengdapabbi) á afmæli í dag, og við buðum honum í mat. Gaman að fá hann í heimsókn.
Þurfti að skreppa í borgarferð í morgun, náði að gera allt sem ég þurfti og meira til, því ég fór í heimsókn til Áshildar vinkonu minnar. Yndislegt alveg.
En nú ætla ég að drösla drengnum úr baðinu og ganga svo frá í eldhúsinu.
Einar er sofandi, var á dagvakt og er að fara á næturvakt...svo ég þarf að koma drengjunum í svefn...hér eru öll börn að tapa sér úr spenningi svo það er eiginlega HÁSPENNA...LÍFSHÆTTA...
Ljós&kærleikur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.6.2007 | 17:22
Af því ég er svo mikið fyrir stjörnuspá...(not!)
Hvað þarf margar hrúta til að skipta um ljósaperu?
Bara einn, en það þarf margar perur.
Hvað þarf mörg naut til að skipta um ljósaperu?
Ekkert, nautunum finnst ekkert gaman að breyta neinu.
Hvað þarf marga tvíbura til að skipta um ljósaperu?
Tvo líklega. Þeir bíða helgarinnar, en það endar á því að ljósaperan er miðja athyglinnar, talar frönsku og skín uppáhalds lit hvers og eins sem kemur inní herbergið.
Hversu marga krabba þarf til að skipta um ljósaperu?
Bara einn, en hann þarf svo að fara í meðferð til að komast yfir atburðinn.
Hversu mörg ljón þarf til að skipta um ljósaperu?
Ljón skipta ekki um perur, í mesta lægi heldur hann henni á meðan heimurinn snýst í kringum hann.
Hversu margar meyjur þarf til að skipta um ljósaperu?
Sjáum nú til: eina til að undirbúa peruna, aðra til að skrifa niður hvenær ljósaperan sprakk og hvenær hún var keypt, aðra til að ákveða hverjum er um að kenna að peran sprakk, tíu til að þrífa húsið á meðan hinir skipta um peruna.
Hversu margar vogir þarf til að skipta um ljósaperu?
Í raun veit ég það ekki.. það fer soldið eftir hvenær peran hætti að virka. Kannski nægir einn ef þetta er bara venjuleg ljósapera, tvo ef hann veit ekki hvar á að kaupa nýja. Og hver væri nú besta peran? Mikið af pælingum og áhyggjum yfir því.
Hversu marga sporðdreka þarf til að skipta um ljósaperu?
Og hver veit það? Afhverju viljiði vita það? Eruði kannski
lögreglumenn?
Hversu marga bogamenn þarf til að skipta um ljósaperu?
Sólin skín, það er gott veður, allt lífið framundan og þið hafið áhyggjur af einhverri ljósaperu???
Hversu margar steingeitar þarf til að skipta um ljósaperu?
Enga. Steingeitur skipta ekki um ljósaperur því eftir góðar og athyglisverðar samræður mun ljósaperan skilja að það er miklu skynsamlegra að hún skipti um sig sjálf.
Hversu marga vatnsbera þarf til að skipta um ljósaperu?
Það kemur hellingur af vatnsberum í keppni um hver þeirra er sá eini sem getur gefið heiminum ljós aftur.
Hversu margar fiska þarf til að skipta um ljósaperu?
Afhverju, fór ljósið?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.6.2007 | 08:49
hæ
Hér sit ég við tölvuna, nývöknuð, svöng og hausverkurinn sem betur fer farinn. Ég var með hrykalegan hausverk í gær, sem sagt. Sennilega 'bara' vökvaskortur...hamaðist þarna í gærmorgun með Einari og spýtunum og drakk ekkert vatn allan daginn... Fyndið, ef börnin mín fá hausverk þá er það fyrsta sem ég spyr þau; "Ertu búin/n að drekka nóg vatn í dag?" og svo hvarflaði ekki að mér í gær að ég hefði gleymt að drekka vatn...það var Einar sem spurði mig um það kl að verða 11 í gærkvöldi!!!
Annars er mál málanna í dag að pakka!!! Eða fyrst klára að þvo...og þurrka þvott...best að hendast fram úr og hengja upp úr vélinni snöggvast...
Knús&kærleikur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.6.2007 | 12:48
Handlama...
Ég er handlama! Fór upp í lóð að hjálpa Einari að færa til TONN af spýtum...og ég er handlama. Verð pottþétt með mega harðsperrur á morgun.
En þetta var samt góð tilfinning, að taka þátt í einhverju varðandi húsið.
Það á að fara að fylla upp í grunninn, svo hann verður tilbúinn fyrir lagnagröft og undirbúning fyrir plötusteypingu þegar við komum heim frá Dk.
Annars erum við að fara íbúðina á sölu þegar við komum heim og svo er bara að vona að hún seljist fjótt. Og svo verður sett allt á fullt að gera fokhelt, og svo að gera bílskúrinn og forstofuna klára fyrir innflutning. Jiiiii, þetta er bara svo spennó!!
Ég var að setja myndir inn hérna frá því í gær og fyrradag. Ekkert hústengt!!!
Verð að skella hérna inn einni mynd af mér og Lilju sys. Svona af því að við erum alveg sláandi líkar...eða hitt þó...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
18.6.2007 | 23:28
Í sumarbústað
Byrjaði daginn á að fara í sturtu, tala við Annemarie og fara inn á Höfða og fá upplýsingar um hvenig ég á að vinna fyrstu vikuna mína. Og ég var sko búin að þessu öllu fyrir kl 9!!! Ekkert smá dugleg (sofnaði sko ekki fyrr en um 1 í nótt...og ég þarf MINN svefn!!!). Fór svo heim og vakti krakkahópinn, hafði fengið að vita að hann systursonur minn væri þungur að vekja, en drengurinn spratt á fætur og út!!! (hann er að verða 13 ára) Nema hvað, ég dreif mig í klippingu með Jóhannes og svo með Jón Ingva í saumatöku (eftir fæðingarblettstökuna fyrir 13 dögum). Skutlaðist svo heim, náði í hin tvö börnin og farangur og svo var rokið af stað.
Ég og börnin eyddum deginum í sumarbústað utan við Flúðir í dag. Í góðum félagsskap Lilju sys og fjölskyldu. Mjög gaman. Það eina sem skyggði á gleðina var hvað eldri börnunum okkar tveimur kom vel saman...eða þannig. Mikið svakalega er svona systkinarifrildi þreytandi, og þá sérstaklega þegar það eru manns eigin börn sem eiga í hlut.
En annars var þetta ljómandi gaman. Börnin voru í pottinum meira og minna allan daginn, amk yngsta kynslóðin. Jón Ingvi reyndi eftir bestu getu að vera ekki ofan í pottinum, en hann fékk að fara með fæturnar ofan í gegn því loforði að hann settist ekki...út af fæðingarblettnum sem var tekinn fyrir 13 dögum...og þess vegna má hann fyrst fara í sund/pott eftir viku...
Svo hef ég lítið að segja, ég er svo þreytt að ég er að leka út af. Þannig að ég held ég kannski bara skríði í bælið...
Jamm...góða nótt, elskurnar...ég get ei meir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar