Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
7.3.2007 | 14:47
"Einn fljótgerður"
Kvöldmaturinn í dag; "Einn fljótgerður".
nautahakk
skinkuostur
tómatpúrra
kjötkraftur
rjómi (rjómi er góður, mikill rjómi er mikið góður)
Hakk steikt á pönnu, rest blandað út í, látið malla.
Sjóða hrísgrjón, setja í botn á eldföstu formi. Hella hakkgumsinu yfir. Strá rifnum osti yfir. Inn í ofn. Gott með t.d. salati.
Einfalt og mjög gott - finnst okkur í minni fjölskyldu amk. Vonandi líka þeim hérna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
7.3.2007 | 14:21
Mér er það mikill heiður...
...að tilkynna ykkur, lesendur góðir, að ég er búin með heimaverkefni dagsins!! Og án þess að sofna yfir því!!! Geri aðrir betur
Búin að þýða af ensku yfir á dönsku og sjóða saman einhverja vitleysu...og þá er bara eftir að "framlægge det i klassen"!!
Annars er ég búin að vera aktív í dag, líka búin að þvo allan þvott af heimisfólkinu...og okkur heimilisplágunum...og nú er ég að spá í að fara að elda matinn...svolítið snemmt kannski, en fínt að hafa hann tilbúinn og geta skellt honum í ofninn!! "ikke også?!"
Já, ég er skroppin...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.3.2007 | 09:48
Afmælisbarn dagsins
er vinkona mín hún Rakel. Rakel er 34 ára í dag. Elsku Rakel, ef þú lest þetta þá færðu hér mínar allra bestu afmæliskveðjur, sæta.
Ég kynntist Rakel vorið 2002. Hitti hana fyrst sumarið 2001.
Ég frétti af henni sennilega líka árið 2001, þegar ég hitti konu sem ég hafði unnið með. Hún sagði mér að það væri íslensk stelpa að vinna á hjúkrunarheimilinu sem ég hafði verið á, hún héti Rakel...hvort ég þekkti hana kannski?!! Nei, ég gerði það ekki. Þetta sumar var ég svo í Super Brugsen með Lilju sys og við náttúrlega spjölluðum á íslensku. Þá heyrði ég móður tala við barnið sitt á íslensku og ég rauk á hana og sagði; "Hæ, þú hlýtur að vera Rakel!" og hún sagði; "Já og þá hlýtur þú að vera Sigrún!"!!!!
Við bjuggum nefinlega báðar í Græsted...og hér í bæ er ekki allt fullt af íslendingum!!
Við hittumst annað slagið næsta árið og svo var það ekki fyrr en vorið 2002 að ég þáði boðið og fór í kaffi. Eftir það höfum við verið perluvinkonur og hist reglulega, stundum oft, stundum sjaldnar, en alltaf verið í góðu sambandi.
Ég er mjög þakklát fyrir vinskap okkar Rakelar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2007 | 07:50
Góðan og blessaðan daginn
Ég vaknaði í morgun við ÖSKUR í prinsessunni hér á bæ. Hún er 3ja síðan í október og er í mikilli sjálfstæðisbaráttu þessa dagana. Gaman að fylgjast með þessu. Ég er gjörsamlega á þeirri skoðun að það ER munur á stelpum og strákum. Sumt af því sem Ida er að gera er bara eins og Ólöf Ósk gerði á sama aldri, en strákarnir hafa aldrei gert. Fýla t.d., vá hvað þessar litlu 3ja ára *gelgjur* geta orðið brjálæðislega fúlar. Ida hún rýkur inn í herbergi og argar á leiðinni; "DUMME mor" og svo rífst hún og skammast. Argar og gargar ef hún fær ekki að fara í BUXURNAR sem hún vill fara í...skítt með að þær séu ALLTOF stórar eða ALLTOF litlar *JEG VIL!!!". hehe...gaman að þessu.
Annars er lítið að frétta. Jóhannes og Ida eru heima með mér í dag. Svo þau ætla að leika og ég ætla að læra. Þarf að undirbúa framsögn fyrir morgundaginn. Oooohhh, hvað ég nenni þessu ekki...en ég veit, ég er það sem ég hugsa...svo ég verð að breyta hugsuninni og hugsa; "Ég nenni þessu mjög vel, mig langar að lesa þetta og þetta er SKEMMTILEGT!!!". Á bara erfitt með það...
Í gær sat ég í bíl með einum vini mínum frá fundinum og út á kaffihús. Hann sá bílastæði þar sem þurfti að bakka inn milli tveggja bíla (svona fyrir framan annan og aftan hinn). Úff, ég er ekki góð í svona "parkeringu"... Vinur minn sagði; "Bakka, ég er MJÖG góður í því". Svo bakkaði hann inn í bílastæðið og ekkert mál. Eins og hann hefði adrei gert annað! Þá segir hann; "Vá, ég hef aldrei verið góður í að bakka, ég sagði þetta bara."!! Svo ég sagði við hann; "Já, eins og var sagt á fundinum í kvöld, þú ert það sem þú hugsar."!! Snilld.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.3.2007 | 22:50
Frábær dagur/kvöld
Fór til Köben í dag og hitti Hrafnhildi á kaffihúsi, eins og ég skrifaði í gær. Alveg yndislegt. Svo röltum við okkur í Jónshús. Þar voru fagnaðarfundir Yndislegt að hitta bæði gamla vini og svo nýtt fólk líka. Stórkostlegt.
Skruppum á kaffihús aftur eftir fundinn. Bara æði.
Svo þurfti ég að bíða í 17 mín eftir lestinni...sem er á 20 mín fresti...!!! En það var allt í lagi. Var að skríða heim og ætla í bælið. Kl að verða 24...of seint fyrir gamlar konur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.3.2007 | 18:39
Áran mín...
Við sátum í sitthvorum sófanum í gærkvöldi, ég og Tinna (Kim var flúinn...!!). Ég var eitthvað að segja henni afar merkilega (eða þannig) sögu af sjálfri mér...eða eitthvað. Allt í einu sagði hún; "Undskyld jeg styrrer sådan på dig, men jeg har lige set din aura!" Svo sagði hún mér að hún hafi séð svona einu sinni áður. Hún sagði mér að áran mín væri græn.
Svo áðan fórum við og goggluðum "grøn aura" og þetta var það sem kom fram;
"Grøn er harmoni, balance og centrering. Den fortæller om naturglæde, sympati, venskabsfølelse og kærlighed."
Hún sagði að þetta passaði mjög vel
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.3.2007 | 16:11
Ekkert að frétta
Enginn skóli í dag. En á morgun er alvara lífsins tekin við aftur...skóli alveg hreint til kl. 13.45...mikil pína!!! Mér er mikil huggun í þeirri staðreynd að þegar þessi vika og sú næsta eru liðnar þá er SKÓLINN=KENNSLA BÚIN!!! Ekki meiri skóli fyrir mig!!! Jú, ég á eftir að lesa helling fram á vor í sambandi við lokaverkefnið, en ég þarf ekki að fara meira í skóla...EVER!!! Nema mér detti einhver vitleysa í hug eftir einhver ár....hver veit?!!
Á morgun ætla ég að fara á fund!!! Ég ætla á kaffihús fyrir fund með Hrafnhildi og svo eftir fundinn með öllum hinum líka Mikil hamingja!!! Hlakka mikið til að komast á *minn* fund aftur.
Annars lítið að frétta. Jóhannes er ánægður með lífið og tilveruna, en hann hlakkar til að fara heim. Við erum líka orðin mjög spennt að fá Jón Ingva til okkar...!! Bara örfáir dagar núna!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.3.2007 | 22:07
Bara örstutt frá Græsted
Fékk sms frá Maju í dag. Hún bauð í kaffi ef ég hefði tíma. Það hafði ég, Maja býr nefninlega í næsta bæ við Græsted; Helsinge...örstutt að keyra... Og Lára hafði afboðað mig þar sem það var inflúensa í hennar húsi og okkur þótti óþarfi að Jóhannes yrði "udsat" fyrir vírusa þar sem hann er nýskriðinn úr lungnabólgu...
En ég sem sagt fór í kaffi til Maju. Ég fann allt í einu að ég ÞURFTI AÐ TALA ÍSLENSKU!!! Ég er ekki vön, og hef aldrei vanist, að tala *bara* dönsku í marga daga!!! Öll samskipti á dönsku...fyrir utan reyndar samskipti okkar Jóhannesar en þau fara fram á dönsku/íslensku þessa dagana. Svo ég brunaði til Maju í kaffi, tók Jóhannes og Idu með. Mjög næs.
Svo komum við heim og borðuðum meiri marens frá í gær, nú var marensinn orðinn mjúkur og góður...miklu betri en í gær...en samt ennþá of sætur...úff, þvílíka bomban. Mér þykja "sykurlausu kökurnar" betri (sjá uppskriftir hér til hliðar; kókossmákökur, Jólakaka Sollu, Mörtu-terta, döðlu-terta...).
Svo er bara búið að vera ljómandi huggó í kvella. Ekta stelpuröfl hjá mér og Tinnu. Gaman að því. Kim reyndar flúði fyrir rest...
Jamm, og nú eru bara 5 dagar og 6 nætur þar til Jón Ingvi kemur!!! Júbbí!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.3.2007 | 22:03
Myndir
...var að setja inn myndir frá s.l. laugardegi, gærdeginum og deginum í dag. Jóhannes og Ida algerir ormar...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.3.2007 | 21:30
Róleg heit...
...að mestu.
Við fórum til Blovstrød að heimsækja eina vinkonu mína í morgun. Hún eignaðst barn í janúar, *lille Malte*. Hann er 7 vikna í dag. Algjör moli.
Svo var það bara heim að skella rjóma á marensinn sem ég bakaði um daginn...og búa til karamellukrem... Þvílík sykurbomba sem svona marens er...ojojoj... En bomban sló í gegn...það jafnast fátt á við íslenskar hnallþórur!!!
Áttum yndislegt kvöld, rólegheit og kaffisumbl. Það er yndislegt að fygljast með Jóhannesi og Idu, þau leika sér ótrúlega vel saman, ekkert vesen...fyrir utan svona týpíska "stelpufýlu" annað slagið í Idu sem er bara fyndin. *Gider ikke!!* Það er sko munur á stelpum og strákum, það er alveg á hreinu!! En vinskapurinn sem er á milli þessara litlu 3½ árs orma er einstakur, og hefur alltaf verið. Þau ná svo vel saman og höfðu engu gleymt þegar þau hittust aftur eftir 7 mánuði. Bara stórkostlegt að fá að fylgjast með þeim.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 179032
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar