Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
11.3.2007 | 20:36
stækkandi bumbur...
...út um allt...
Ég er búin að fitna...ok...smá...
Jón Ingvi er sko líka búinn að bæta á sig þessar 3 vikur!! Ég spurði hann hvað hann væri búinn að borða meðan ég var í burtu og það stóð ekki á svarinu; "MIKIÐ NAMMI"!!!
En svo þegar ég kem heim...þá er ég stranga mamma aftur og hann hristir þetta af sér...og vonandi ég líka
Yndislegur dagur í dag. Vor í lofti og vindur hlýr... drukkum kaffi í garðinum (tók myndir...þær koma síðar...)
Fórum svo og sóttum Jón Ingva um 17.30 og fórum í mat hjá Karen og Torben. Gaman að því. Jóhannes borðaði yfir sig af broccoli...
Nú erum við komin til Græsted aftur, og drengirnir sofnaðir. Ég ætla líka að draga mig í hlé...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.3.2007 | 08:37
Afmælisbarn dagsins
...er enginn annar en minn heittelskaði.
Elsku Einar. Ástarkveðjur til þín í dag - og alla daga. Hlakka til að knúsa þig og kyssa...eftir BARA EINA VIKU!!!
Elska þig, darling.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
10.3.2007 | 20:16
Með ólíkindum...
...hvað ég er þreytt. Held ég fari að sofa þó kl sé bara rúmlega 21...!!
Það var yndislegt að fá Jón Ingva til okkar, yndislegt að knúsa hann. Molinn minn. Hann er ekki maður margra orða...en yndislegur er hann.
Núna er hann hjá Camillu og verður þar til morguns. Það voru fagnaðarfundir hjá þeim skötuhjúum. Camilla var búin að vera jafn spennt og Jón Ingvi. Svo það var gleði.
Jæja, nú vill Jóhannes fara í *sæng" (seng...), svo ég ætla að kúra með honum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.3.2007 | 07:57
Prinsinn kominn í loftið
...oooohhh, hvað ég hlakka til.
Vaknaði af og til eftir kl 6 í morgun (danskur tími)...alltaf að bíða eftir að kl yrði ca 8.15 og SMSið frá Einari kæmi, kl 8.20 kom það, "Farinn í loftið :-*"!!!
Jiiiiii, hvað ég hlakka til að knúsa stóra prinsinn minn.
Það verður svo gaman. Við Jóhannes erum að fara að leggja í hann til Pippiar, hún ætlar að vera einkabílstjórinn á völlinn. Svo förum við og borðum hádegismat hjá henni og Kåre. Allir mjög spenntir að hitta Jón Ingva.
Reyndar stoppar Jón Ingvi ekki lengi hjá mér þar sem hann fer til vinkonu sinnar kl 16, en það er í góðu, við sjáum hann aftur á morgun!!
En nú ætla ég að gera mig klára fyrir ferðina...ath hvort skilríkin séu ekki örugglega á sínum stað í töskunni...svo ég fái nú drenginn afhentann...!!
Ég er að farast úr spenningi!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.3.2007 | 18:55
halló kalló bimbó...
...eða hvað? Halló Kalli og Bimbó?
Jamm, við lögðum upp í langferð í dag. 20 mín til Hillerød í bíl, 30 mínútur í lest til Svanemøllen og svo 30 mín í lest til Herlev. Þar sótti Jóna okkur á lestarstöðina og við áttum yndislega klukkutíma með henni og Sindra. Óvænt ánægja að Sindri var heima líka. Þetta var bara sjúklega gaman. Bara frábært að *eiga* svona yndislega og skemmtilega vini. I LOVE IT!!!
Annars er ég bara þreytt. Þó það sé alveg frábært að hitta alla þá er þetta erfitt. Aldrei slappa af...bara "fise rundt"... Þetta er eins og þegar við fórum í Íslandsferðir meðan við bjuggum hér, endalausar heimsóknir sem eru bara frábærar, en svo er voða gott að koma heim og slappa af eftir á!! Dejligt.
Á morgun kemur Jón Ingvi. Jiiiii hvað ég hlakka mikið til. Jóhannes hlakkar líka til en hann er samt ekki alveg 100% sáttur...hann veit að þá þarf hann að fara að deila mömmu "sinni"...og það er ekki það sem Jóhannes er bestur í...!! En það reddast. Það verður svo yndislegt að fá stóra orminn út til okkar.
Best að fara að fá mér kaffi...kannski vakna ég við það...!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.3.2007 | 07:08
Herlev
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2007 | 21:44
Stór sending...
...til að vera ekki að fylla e-mail-boxin hjá fólki sem kannski nennir ekkert að fá powerpointshow send þá legg ég þetta hér inn og þá geta þeir sem vilja skoðað það...og hinir geta sleppt því.
Mér finnst þetta reyndar mjög góð lesning, minnir mig á hvað er mikilvægt í lífinu og hvernig lífi ég vil lifa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.3.2007 | 13:10
Afmælisbörn dagsins...
...er nokkur.
Guðjón er eitt þeirra. Elsku Guðjón, ef þú lest þetta, kærar kveðjur til þín í tilefni dagsins.
Anný, vinkona mín á líka afmæli í dag. Elsku Anný, afmæliskveðja til þín frá mér, kæra vinkona.
Svo er það Eddi, vinur okkar hjóna. Fann enga mynd af Edda :( En Eddi fær engu að síður afmæliskveðju frá mér.
Svo eiga Stígamót 17 ára afmæli í dag. Ég á Stígamótum ýmislegt að þakka, m.a. dóttir mína og líf mitt. Þegar ég kom fyrst á Stígamót var ég ekki viss um að ég næði því að verða 24 ára...en með góðum stuðningi tókst mér að komast í gegnum margra mánaða sársaukafulla vinnu og öðlast gleði og líf. 8. mars 1995 gekk ég, ásamt öðrum góðum konum, klædd svörtum kufli um miðbæ Reykjavíkur og enduðum við á Ingólfstorgi þar sem við m.a. fórum með þessa vísu:
Nú er sól í sálinni minni,
eftir langan skuggadag.
Og vonin hún vaknar,
að dag einn ég finni
fegurð í sjálfri mér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.3.2007 | 12:48
Nýr dagur
Er þreytt í dag, sem er því að kenna ég er þjáist stundum af stjórnleysi...fór of seint að sofa í gær...!! Svo ég get sjálfri mér um kennt, og tek fullkomlega ábyrgð á þessu...þurfti bara "aðeins" að deila því með ykkur
Frábærar fréttir fengum við í hádeginu, ég og Annemarie (sem ég ætla að skrifa lokaverkefnið með). Það var búið að hengja upp lista yfir hver fær hvaða leiðbeinanda. Okkar leiðbeinandi er nýr kennari í skólanum, svo við fórum á stúfana að leita að konunni. Fengum sem betur fer hjálp frá öðrum starfsmanni skólans þar sem við höfðum ekki glóru um hvernig konan leit út...!!
Jæja, við fundum hana og ég sagði henni hvernig málin liggja/standa...að ég sé að fara til Íslands og hvort við gætum hitt hana áður. Hún spurði; "Ætlar þú að vera á Íslandi?" og ég hélt að það ætti að fara að vera vandamál... En nei, það var ekki vandamálið því hún skrifaði sjá mastersverkefnið sitt með einni í Álaborg og einni í Færeyjum svo hún er vön að "skypa". Sem hún hvatti okkur til að gera og svo vill hún vera með þar líka!! Benti okkur á að það væri t.d. sniðugt að við fengjum hver sinn lit til að skrifa athugasemdir, svo við vissum alltaf hver skrifaði hvað!! Snilld.
Eins og ég sagði við Annemarie, þetta er svo sem ekkert skrítið og sérstaklega þar sem ég - og heldur ekki Annemarie - trúum á tilviljanir. Svona leysast málin alltaf á besta veg. Stórkostlegt alveg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2007 | 19:41
Anton
Ég verð að segja ykkur frá vini mínum honum Anton. Anton er miðjubarnið hérna á heimilinu þar sem við dveljum. Anton er yndislegtur strákur, fullur af kærleika og hlýju. Hann kemur alltaf og knúsar mig þegar hann kemur heim úr skólanum og segir með kærleika í röddinni; "Hej, Runa".
Svo áðan, þegar kvöldmaturinn var kominn í eldfast mót en ekki inn í ofn þá rak hann augun í hann (matinn). "Uummm, er þetta íslenskur matur?", spurði hann (á dönsku náttúrlega, ég er þýða fyrir ykkur!!) "já", svaraði ég. Þá snýr Anton sér að vini sínum og segir; "Hún eldar svo góðan mat, hún er svo KLÁR!! Hún kann að elda rosalega góðan mat, svo er hún rosalega gáfuð. Hún vildi samt læra meira og fór í skóla aftur og núna er hún LÆKNIR!" Ég greip frammí og sagði; "Hjúkrunarfræðingur, Anton". Þá hélt hann áfram að dásama mig og mína hæfni og sagði; "Já, Rúna, það er líka nokkurskonar læknir. Og Magnús, hún kann líka að prjóna, komdu og sjáðu hvað hún prjónaði handa mér, er hún ekki KLÁR?"!!!
Þessari romsu fylgdi þvílíka aðdáunin í röddinni að ég var hálf vandræðaleg. En verð að segja að mér þykir mjög vænt um þetta, þessa einlægni.
Smelli inn mynd af honum fljótlega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 179032
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar