Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Hitt afmælisbarnið...

helga...er Helga vínkona mín.  Kynntist Helgu haustið 1994, svo síðan eru liðin þó nokkur ár. 

Elsku Helga, til hamingju með 35 ára afmælið.  Knúsur... 


Afmælisbarn dagsins

Yndislega *minnsta* systir mín, hún María Katrín á afmæli í dag.  María er 27 ára.  Ég heyrði í henni í janúar og þá sagði hún; "Vá, ég var að fatta að ég er að verða 27...og þá ert þú að verða 37!"!!!!

María og Anna M.Hér er María ásamt prinessunni sinni, henni Önnu Móberg.

Elsku María, mínar allra bestu kveðjur til þín í tilefni dagsins.  Afmælisgjöfin er ekki enn farin af stað...sendi hana þegar ég kem heim...!! Wink


Einn skóladagur eftir...

...4 nætur eftir...svo er það *Home Sweet Home*!!!  Júbbí!!!  Ekki að ég sé farin að telja niður...alls ekki...eða hvað?!!!

Fórum í skóginn áðan, ég, Jón Ingvi, Jóhannes og Ida.  Set kannski inn myndir á eftir.  Skrifa líka kannski meira á eftir.  Nenni ekki meir núna.

Knús... 


Enn einn...

...frábær dagur.

Karin er yndisleg manneskja.  Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast henni.  Ótrúlegt hvað lífið færir mér mikið af yndislegu fólki.  

Við áttum yndislega notalegan dag heima hjá Karin, ásamt henni sjálfri og barnabarninu hennar, honum Victor.  Karin bakaði pönnukökur og ég fékk besta kaffi sem ég hef smakkað síðan ég fór að heiman.  (Kaffið heima hjá mér er það besta, að mínu mati.)  Jón Ingvi sat og horfði á "Jul i Valhal" á meðan við spjölluðum og dunduðum með Jóhannesi og Victor á gólfinu með Lego og Brio. 
Svo fórum við til Hillerød seinni partinn og röltum gegnum bæinn og niður á kaffihúsið hennar Lenu.  Eða litla sæta matsölustaðinn hennar (þeirra hjóna).  Komumst að því að Lena var orðin veik, svo við hittum hana ekki í þetta sinn Frown.  En fengum engu að síður mjög góðan mat, lambakjöt og með því og síðan súkkulaði*pie* í eftirrétt.  Og Latte. 

Þetta var bara frábær dagur og ég hlakka til að fá Karin og fjölskyldu í heimsókn til Íslands aftur.  Þau stefna á sumarið 2008.  En ég hitti Karin aftur á morgun og hinn þar sem hún er að kenna mér þessa dagana Smile

Æðsta ósk Jóns Ingva fyrir morgundaginn er að við förum í skóginn.  Vona að það verði veður til þess.  Það verður gaman.  Ég elska skóginn. 
Svo seinni partinn fer hann til Camillu aftur og gistir þar.  Gott að eiga góða vini og í Camillu á Jón Ingvi sinn besta vin.   


Af hnénu mínu og kannski fleiru

Þegar ég fór í hnéaðgerðina *frægu* 2. febrúar s.l. þá sagði læknirinn mér að 4 vikum síðar gæti ég farið á hnén.  Það vakti mikla lukku og gleði í mínu litla hjarta þar sem ég hef ekki getað farið á hnén (í bókstaflegri merkingu) síðan í október 2005.  En núna er sko kominn 13. mars og það eru liðnar 5 vikur og 4 dagar (sem sagt næstum því 6 vikur!!) og ég kemst ekki enn á hnén og sé ekki fram á að það breytist alveg á næstunni Frown 

Nú er það þannig að ég VEIT að amk 1-3 af mínum dyggu lesendum hafa farið í svona aðgerð (hluti af liðþófa í hné fjarlægður) og langar mig þess vegna að sækjast í reynslubanka ykkar!!  Hvenær get ég átt von á að komast á hnén aftur?  Fyrir neðan hnéskelina, þar sem kíkirinn fór víst inn, er eins og bólga enn og ég er MJÖG aum þar.  

Á ég að vera þolinmóð eða á ég að fara og berja í borðið hjá Jóni lækni þegar ég kem heim og skammast...(það er ekki alveg minn stíll...en örvæntingin getur komið mér þangað ef með þarf...).

Að öðru leiti er lífið bara frábært.  Við (ég og drengirnir mínir) erum að fara í heimsókn í dag hjá Karin Müller í dag eftir skóla.  Karin er kennarinn minn sem heimsótti okkur í október s.l. ásamt dóttur og dóttursyni.  Dóttirin, Lena, á kaffihús á torginu í Hillerød (fyrir þá sem eru einhverju nær...) og þangað ætlum við svo seinnipartinn og borða kvöldmat í boði Lenu.  Hljómar vel.

Jón Ingvi nýtur þess að vera hjá mér, hann hefur aldrei viljað eins mikið af knúsi og undanfarna daga.  Segist hafa saknað *mömmu-knúsanna* SmileHeart Ég saknaði líka að knúsa hann.

Ég fékk sms frá dóttir minni um kl 11 í gærkvöldi (íslenskur tími) og það stóð: "I miss you".  Ég fékk sting í hjartað. Veit að hún var ekki heima þar sem Einar var að vinna.  Hún gisti hjá frænku sinni og bekkjarsystur.  Ég sakna þín líka, rósin mín. Crying Heart

Jæja, besta að gera mig og stóra drenginn klár í skólann.  Það eru heilar tvær kennslustundir í dag...En munið; eftir fimmtudaginn er KENNSLU LOKIÐ!!!  EKKI MEIRI SKÓLI FYRIR MIG!!!   


Grýla

Um daginn vorum við Jóhannes í lestinni á leiðinni frá Hillerød til Birkerød.  Það kemur inn kona, rauðhærð og síðhærð, frekar þybbin.  Þá gellur í þeim stutta; "Þarna er Grýla amma mín".  

Ekki veit ég hvaðan þetta kom, annarsstaðar er en frá hjartanu LoL


Súkkulaðikaka (very good!!!)

270 gr smjör og 285 gr sykur hrært saman.

4 eggjarauður, 225 gr hveiti, 50 gr kókosmjöl, 2½ tsk lyftiduft, 2½ kakó hrært saman við.  Svo er 2½ kl mjólk hrært saman við og að lokum 4 stífþeyttum eggjahvítum.

Bakað v. 200° í 20 mín...(ég reyndar þurfti að baka hana miklu lengur) í formi sem svarar til ca. ½ ofnskúffu.

Krem:

175 gr flórsykur
2½ msk kakó
2½ msk smjör - brætt
2 tsk vanillusykur (eða dropar)
3-4 msk sjóðandi vatn.

Mæli með þessari með kaffinu á svona vordegi eins og er hér í Græsted í dag Tounge


stuttur biðtími...

Ástin mín eina og sanna er búinn að fá tíma handa Jóni Ingva hjá eyrnalækni n.k. mánudag Wink Skjót og góð þjónusta. 

Mánudagsmorgun...

Jón Ingvi klikkar ekki í að vakna snemma.  Kl var ekki orðin 7 þegar minn maður skreið yfir til mín og sagði að hann gæti ekki sofið lengur.  Allt í lagi með það.  Við lágum og kúrðum í svolitla stund.  Gott að hafa molann minn hjá mér.  Jóhannes svaf, svo Jón Ingvi fékk alla athyglina án baráttu!  

Jóhannes er strax farinn að berjast.  Hann er vargur, hann vill mömmu sína!!!  Hann vill eiga mig aleinn.  Hann er búinn að gráta meira í dag en allar hinar 3 vikurnar samanlagt!!  Þarf lítið til þá volar hann. 

Jón Ingvi kvartar yfir að hann heyri illa.  Segir það vera vegna þess að pabbi hans hafi ekki hreinsað eyrun á honum meðan ég var í burtu...en hann er kvefaður líka...þarf sennilega að panta tíma hjá eyrnalækni fyrir hann.  Set Einar í verkefnið!!  Veit einhver hvort það sé langur biðtími eftir tíma hjá eyrnalækni????  MÖRG ár síðan ég hef farið til eyrnalæknis á Íslandinu góða.

Jæja, ætla út í garð og drekka kaffi og njóta þess að VORIÐ ER KOMIÐ OG GRUNDIRNAR GRÓA!!! 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband