Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Fía frænka

Þegar við vorum búin að versla áðan þá datt mér í hug að athuga hvort Fía frænka væri heima.  Það var hún og við áttum yndislegar 2 klst með henni.  Hún var yfir sig hrifin af ólátabelgjunum sonum mínum!!  Sagði að það væri nú fyrst áhyggjuefni ef drengirnir bara sætu á rassinum og létu ekki í sér heyra!!  

Svo þekkir hún að sjálfsögðu Einars fjölskyldu, bjó lengi í húsinu beint á móti Báru (ömmu Einars) á Sunnubrautinni.  

Mér hefur alltaf þótt Fía alveg einstaklega yndisleg kona og það hefur ekki breyst.  Ég sagði henni líka að mér þætti alveg yndislegt að hafa þau hérna á Skaganum, einhvern úr MINNI fjölskyldu!!!  

Stákarnir voru yfir sig hrifnir af henni (enda ekki annað hægt) og Jóhannes vildi náttúrlega bara verða eftir hjá henni.  En mér tókst að fá hann með heim samt, með loforði til bæði hans og Fíu að við kæmum fljótlega aftur.  Enda á Fía eftir að fá að hitta Ólöfu Ósk, svo hún kemur með mér næst.  Aldrei að vita nema Einar bara komi með líka.

En nóg um það.  Við fórum líka í Húsasmiðjuna og keyptum jólaskraut á 60% afslætti.  Keyptum jólaþorp, sem mig hefur alltaf langað í en aldrei fyrr keypt mér.  Núna fyrir jólin ákvað ég að skella mér á eitt þegar það yrði útsala Wink tími sko ekki að kaupa mér jólaskraut á uppsprengdu verði í desember þegar ég veit það fer á útsölu strax milli jóla og nýárs!!!  Og reyndar fyrr, sem sýndi sig með jólatréð sem var á 50% afslætti 2 dögum fyrir jól!!!  Ég er sko hagsýn húsmóðir!!!

Og þar sem ég er hagsýn húsmóðir þá ætla ég að ganga frá vörunum í ísskápinn áður en það slær í þær á eldhúsborðinu...hihi... 


Enn einn dagur í afslöppun

Við sváfum til 9.eitthvað, ég og börnin.  Einar fór að vinna.  Hann reyndar svaf meira að segja í Ólafar Óskar rúmi þar sem okkar rúm var fullt...báðir strákarnir voru uppí hjá mér.  Notó.  Jón Ingvi var svo lítill í gær að Einar hafði, held ég, ekki brjóst í sér til að færa hann.
Jón Ingvi var aumur yfir að jólafríið væri að verða búið, sagðist ekki vilja fara í skólann aftur.  Mjög erfitt allt.  Vill fara aftur til Danmerkur og vera í skóla með Camillu, sem var besti vinur hans.  Hér í skólanum er ekki málið að leika við stelpur.  Það þykir asnalegt og ástæða til stríðni.  Sem er frekar ömurlegt, en kennararnir eru mikið að reyna að vinna á móti þessu.  Jón Ingvi hefur átt 2 bestu vini um ævina og það hefir í báðum tilvikum verið stelpur.  Hann hefur yfirleitt náð betri kontakt við stelpur, sennilega hefur það mikið að gera með hvernig hann er.  Svo það er erfitt að koma inn í samfélag þar sem hann "verður" að leika við strákana.  Hann sagði mér m.a. í gær að hann væri hræddur um að verða strítt ef hann léki við stelpu. 
Það er svo sárt þegar krílin mín eru leið.  Mig langar svo að geta galdrað og taka sáraukann burt.  En sem betur fer þá var allt bjartara þegar hann vaknaði í morgun.  Hann langar ekkert sérstaklega mikið í skólann, en hann er ekki með illt í hjartanu eins og í gær.  Sem betur fer.

En nú ætlum við út í Krónu og athuga hvort þeir eiga ennþá "Æbleskiver"!!!  

Svo kemur fröken prinsessa heim á morgun.  Reyndar kemur stóra prinsessan líka til landsins á morgun, eftir að hafa verið á Kanarí síðan 19. des.  Vonandi sjáum við hana líka fljótlega.

sætu systur


Nýársdagur

Jæja, nú er 1. dagur ársins að kveldi kominn. 

Búinn að vera rólegur og notalegur dagur hérna hjá okkur á Höfðabrautinni.  Byrjuðum á að sofa frameftir.  Ja, nema Jóhannes, hann vaknaði kl 9.  En ég fór þá með honum inn til hans og dormaði meðan hann horfði á Íþróttaálfinn.  Jón Ingvi svaf til 10.30 og hefur aldrei sofið eins lengi frameftir.  En einhverntímann verður allt fyrst.  Hann hefur heldur aldrei áður vakað fram yfir miðnætti...amk ekki til 2.  Einar svaf til 12, þá dró ég hann fram úr og gaf honum grillaða samloku með hangikjeti og osti og malt&appelsín blöndu með.  Þvílík veisla!!!

Ég kíkti í bók, bæði las og skrifaði.  Finnst miklu skemmtilegra að lesa um hina ýmsu geðsjúkdóma núna þegar ég hef upplifað þá.  Nú get ég sett andlit á lýsingarnar og það hjálpar óneitanlega helling við að muna hlutina.

Rétt fyrir kl 15 skelltum við Jóhannes okkur í útiföt og röltum með Einari út í rútu.  Bara svona til að drengurinn (og ég) fengi smá frískt loft...og liti upp úr íþróttaálfinum!!!  

Jón Ingvi var hins vegar farinn út strax upp úr kl 11 að týna saman drasl, ásamt drengnum á efri hæðinni.  Þeir drösluðu allskonar drasli heim og hafa eflaust margir orðið fegnir að losna við að taka til fyrir utan hjá sér!!!

Við fengum okkur svo fiskibollur í kvöldmatinn.  Jóhannes var farinn að þrá það að fá fisk að borða!!  Jón Ingvi borðaði það líka, meira að segja tvær bollur!  Þótt hann borði ýmislegt í skólanum þá er hann enn gikkur og reynir sérstaklega á það hérna heima.  En nú höfum við tekið ákvörðun (og höfum staðið við hana í nokkra daga núna) að við neitum að taka þátt í þessu meir.  Ef hann getur ekki borðað það sem er í boði þá fer hann svangur í rúmið!!  Og hana nú. 
Um leið og við tókum þessa ákvörðun þá tilkynnti ég jafnframt  mínum heittelskaða að ef það ætti að taka á eldri gaurnum þá gætum við allt eins tekið á þeim yngri líka og hætt að láta hann stjórna öllu og öllum í kringum sig.  Þegar hann vill horfa á mynd og Einar ætlar að kveikja fyrir hann þá getur hann orðið megafúll og gólar og gargar!!!  Þá höfum við sko átt það til að segja; "OK".  En nú er það líka búið!!  Fyrsta sinn sem við tókum hart á þessu þá gafst hann upp...en hann fór ekki að horfa, sagði bara engilblíðri röddu; "Ég ætla bara að teikna"!!!  Já, það er hægt að vera þver og þrjóskur þótt maður sér bara 3 ára!!!

Svo hringdi Andy, vinur minn í Englandi aftur í dag.  Skrítið að heyra í honum tvær vikur í röð þegar ég hef ekki heyrt í honum í 12 ár eða svo!!!  En frábært samt, og ég finn strax að það breytir vinskapnum og færir okkur nær hvort öðru.  Vonandi koma þau hjónin að heimsækja okkur einn daginn.  Það er líka draumur hjá mér að komast aftur til Englands.  Að sjá fornar slóðir.  Best væri ef ég gæti hitt drenginn sem ég passaði á sínum tíma.  Mig langar svo að gefa honum myndaalbúmið með öllum myndunum af honum, því ég man að foreldrar hans voru ekki dugleg að taka myndir af honum.  Einhverntímann vorum við búin að ákveða að fara til Englands þegar ég útskrifast...það átti að vera útskriftargjöfin mín...en nú þurfum við að fara í utanlandsferð til að vera viðstödd útskriftina mína...

Jæja, ætli það sé ekki best að reyna að koma drengjunum í bælið.  Fara að snúa sólarhringnum aftur tilbaka.  Alvara lífsins og vekjaraklukka sem hringir kl 5.55 er ekki svo langt undan...

Að lokum, ég er búin að setja áramótamyndir inn á heimasíðu barnanna.  Svo er hér ein sæt af okkur Jóni Ingva frá í nótt.

os to


« Fyrri síða

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband