Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

juminneini

Ég er svo þreytt...alveg búin að vera.  Hlakka til að fara að sofa í kvella.  Það verður ljúft að skríða undir hreina sængina og SOFNA!!!!!!!!  

Það var mikið að gera í vinnunni í dag, en svakalega skemmtilegt - eins og venjulega.  En þegar það er svona mikið að gera þá verð ég þreytt.  Var alveg að sofna undir stýri á leiðinni heim...sem er náttúrlega ekki gott, en ég opnaði gluggana upp á gátt og hleypti vetrarhörkunni inn til mín...brrrrr...en það virkaði og ég sofnaði ekki!!  

Get ekki meir...ætla að klára kaffið og borða svo dýrindis steiktan fisk sem Einar eldaði í gær.  Strákarnir ætla að borða DANSKT rúgbrauð með makríl...rúgbrauð sem Tinna vinkona sendi með jólapökkunum...mikil gleði, sérstaklega hjá Jóni Ingva rúgbrauðsglaða Smile


aðstoð óskast

Ég er að þýða "Hjúkrunargreiningar" og "Hjúkrunarmeðferðir" yfir á dönsku.  Það getur verið ótrúlega erfitt, finnst mér, að finna rétta orðið.  Bæði frá dönsku yfir á íslensku og frá íslensku yfir á dönsku.  Þó ég skilji 100% þá er fáránlega erfitt að þýða stundum.  Svo ég leita til ykkar, kæru lesendur Wink

Hvernig mynduð þið þýða þetta:

"langvarandi vanlíðan": 

"andleg vanlíðan":

Þetta orð, "vanlíðan", það vefst töluvert fyrir mér.  Og líka "andleg", mér finnst það ekki vera það sama og "åndelig", þó það myndi kannski flokkast undir beina þýðingu...

Jæja, ég vona að ég fái fullt af tillögum, svo ég geti brillerað í þessu skjali sem ég þarf að senda til DK...Sick


Mánudagur...

...ekki til mæðu.

Ég var að koma heim eftir frábæran dag.  Einar var heima svo ég þurfti ekki að ræsa börnin kl korter yfir "lort"...Jóhannes fékk meira að segja að sofa þangað til hann vaknaði sjálfur sem var upp úr 8.  

Ég mundi eftir að hella upp á kaffi áður en ég fór í vinnuna!!  Ótrúlega dugleg...gleymdi því í síðustu viku og varð að drekka instant í vinnunni til að fá ekki fráhvarshausverkinn kl. 11.00!!  Í vinnunni var náttúrlega brjálæðislega gaman, eins og venjulega.  Frekar mikið kúl að vera búin að ráða mig...þarf bara að ganga frá því skriflega...

Ég er svo svakalega þakklát fyrir að hafa ekki komist í leikskólakennaranámið þarna fyrir langa löngu.  Mér var heldur greinilega ekki ætlað það, man að í eitt skiptið sem ég sótti um þar var ég númer 12 á biðlista og það voru 11 teknir inn!  Ég var ekki mjög sátt, eigum við frekar að segja að ég var mjög ósátt!!!  En það er sko greinilegt að þarna var ÆM við völdin, þótt ég gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en mörgum árum síðar...

Eftir vinnu í dag fór ég að hitta stelpurnar sem ég var með á Stígamótum haustið 1994.  Alltaf jafn gaman að hitta þessar elskur.  Vítamín fyrir sálina að hitta góða vini.  

En nú ætla ég að vera dugleg og læra...þangað til eitthvað truflar mig...hvað sem það verður... 


Kjúllinn hans Gústa

Ég var beðin að koma þessari uppskrift á bloggið, og geri það hér með:

 

* Hráefni *

4 Kjúklingabringur

100 gr. rautt pestó

100 gr. rjómaostur með sólþurrkuðum tómötum

Steinlausar svartar ólífur

Sólþurrkaða tómmata

Mjólk

Sýrður rjómi

Pipar

 

 * Leiðbeiningar *

Pipra bringurnar og smyrja svo á þær helmingnum af pestóinu

Leggja bringurnar í smurt eldfast mót

Hella sósunni yfir (sjá hér að neðan) Setja í ofn í 30-35 mínútur á 180° og blástur

 

 * Sósa *

Bræða rjómann í potti og blanda eftirfarandi út í:

Sólþurrkaða tómata (saxaða smátt)

Helminginn af pestóinu

Ólífurnar (saxaðar smátt)

Smá mjólk

1 matskeið sýrður rjómi

Pipar

-------------

Þetta er geðveikt góður kjúklingur.  Mæli með honum.  

Marta, þú sendir svo uppskriftina að eftirréttinum þínum frábæra svo ég geti komið honum áfram Wink

Annars get ég sagt ykkur að við erum búin að eiga frábæra helgi.  Fengum góða heimsókn í morgun, Kristín vinkona okkar kom í morgunkaffi.  Mjög gaman.

Svo var paragrúppa í kvöld, snilld, góður matur og frábær félagsskapur.  Mikið hlegið, mikil gleði.  Takk, elsku vinir, þið eruð frábærust.

Það versta við helgina er að ég hef lítið lesið...og prófið á næstu grösum... 


Laugardagsmorgunn!!!

Ég horfði sko ekkert á neina vellu í imbanum í gærkvöldi.  Ég steinsofnaði kl 20.30 með strákunum...kl 21.30 kom Ólöf Ósk og spurði hvort ég ætlaði ekki að koma fram...ég mumlaði að ég væri að koma...steinsofnaði aftur...vaknaði 22.30 og fór fram...þá lá Ólöf Ósk steinsofandi í sófanum með nefið ofan í einhverri bók (hún er lestrarhestur, fyrir þá sem það ekki vita).  Ég vakti hana, svo burstuðum við báðar tennur skriðum í okkar fleti.  Þvílík þreyta.

En nú er yndælislaugardagsmorgunn, þrettándinn runninn upp.  Það er álfabrenna seinnipartinn, fyrst ganga með kóng, drottningu, álfa, Grýlu, Leppalúða og jólasveina í broddi fylkingar.  Svo er flugeldasýning.  Gott og gaman að það er gert eitthvað úr þessum degi, þá er sorgin hjá börnunum ekki eins stór yfir að jólin eru búin.  

Ég er byrjuð að taka niður jólaskrautið.  Eins og mér finnst gaman að setja upp skrautið á aðventunni þá finnst mér jafngaman að taka það niður aftur.  Er alltaf orðin hálfþreytt á því og hlakka til að allt verði eins og það á að sér aftur.  

----

Elskurnar mínar.  Mig langar að þakka ykkur fyrir móralskan stuðning í gær.  Það var yndislegt að lesa skilaboðin frá ykkur og mér hlýnaði um hjartarætur.  Gott að vita af ykkur þarna úti, og fá komment frá ykkur þegar mikið liggur við.  Ómetanlegt, finnst mér.


Friendster images

Svo verð ég að láta eina flakka sem ég fann þegar ég leitaði að viðeigandi ástarjátningu til ykkar...mér þótti hún töluvert skondin.

MySpace images


Dejligt bad...

Jæja, ég lét renna í sjóðheitt bað með "Deep Heat" freyðibaðinu sem mamma gaf mér.  Uuuummm, dejligt.  Lá þarna og dottaði meira að segja smá.  Þangað til að svitinn var farinn að leka af mér vegna hitans á vatninu.  OOOhhh hvað þetta var frískandi.  Ætla að leggjast í meiri leti um leið og strákarnir eru búnir að horfa á Disney ætla ég að skutla þeim í bælið og detta svo í smá gláp.  

Kalli (kennarinn hans Jóns Ingva) var að hringja.  Hann sagði að það hafi fokið svo í sig þegar hann las mailinn frá mér að hann rauk beint út í íþróttahús og yfirheyrði þann sem átti vaktina þar í gær.  Sá sagðist ekki hafa geta verið allan tímann inni hjá strákunum og þá krafðist Kalli þess að fá að vita HVERS VEGNA EKKI?!!!  Það var auðvitað skýring á því, það voru slagsmál í næsta búningsklefa...
En Kalli og  Karen (sem kennir hinum 1. bekknum) ætla að vera úti í íþróttahúsi út amk út janúar, þegar þau koma eru að fara í sturtu til að reyna að koma í veg fyrir svona uppákomur aftur.  

Hann sagði mér annað, sem svo sem kemur mér ekki á óvart.  Að þegar þau séu í leik þá velji Jón Ingvi alltaf að sitja og teikna í staðinn fyrir að vera með í hóp þar sem er t.d. verið að leika með lego eða álíka.  Kannski til að forðast höfnun.  En Kalli ætlar að mynda vinahópa með 4 börnum í hóp og reyna að tengja hann þannig inn í hópinn.  Ég veit að það hefur áður virkað vel fyrir Jón Ingva, svo vonandi gengur það líka vel núna.  

Svo ætlum við Einar að halda strákapartý, ef Jón Ingvi vill.  Leyfa honum að bjóða öllum strákunum í bekknum heim.  Við viljum náttúrlega gera allt til að auðvelda honum lífið og það að leyfa þeim að bjóða svona heim er víst mjög góð leið sem hefur oft skilað góðum árangri.  Ekki þýðir að bíða fram að afmælinu hans...þá eru allir í sumarfríi...á Þjóðhátíð eða álíka...

Blabla... 


Stutt vika (sem betur fer...)

Úff hvað ég er mikið fegin að fá að fara rólega í gang eftir jólafríið með að taka bara tvo vinnudaga og svo helgi.  Börnin mín eru líka mjög fegin, keypti strákana til að koma á fætur í morgun með því að ég myndi EKKI vekja þá snemma á morgun (ætli þeir vekji þá ekki mig snemma...?!).

Ég er að detta útaf hérna við tölvuna og kl er bara 18.36 (í skrifuðum orðum).  Disney Show kl 19 og þess vegna get ég ekki komið drengjunum í bælið fyrr en kl 20 (ef ég verð vakandi...).

Hef ekki náð í kennarann hans Jóns Ingva, sendi honum reyndar mail í gærkvöldi sem hann er væntanlega búinn að sjá því hann hringdi áðan...meðan ég var úti í búð.  Svo svarar hann ekki...en hann hlýtur að hringja aftur?!  

Einar var í rosastuði í gærkvöldi, prentaði margar teikningar út af netinu...allskonar draumahús.  Núna get ég tekið þátt í þessu með honum, en ég nennti ekki að spá í þetta áður en við fengum úthlutaða lóð.  Einari þykir ég stundum einum og föst á jörðinni þegar hann tekur sínar flugferðir...en það er gott að ég er hér og get haldið í stóru tána á honum áður en hann svífur langt út í geim...

Geysp... 

Ég held ég láti renna í bað...og slappi vel af meðan ungarnir horfa á Disney... 


Slæmu og góðu fréttirnar

Einar hringdi í mig seinnipartinn, þar sem ég var á leiðinni á fund.  Spurði mig hvort ég vildi góðu eða slæmu fréttirnar fyrst.  Mér var alveg sama, svo ég fékk þær slæmu fyrst:

Jón Ingvi hafði brotnað saman eftir að hann kom heim úr skólanum.  Hann hafði tekið handklæði með í íþróttir (eins og þau áttu að gera núna eftir áramót, en áttu ekki að gera fyrir áramót).  Hann skellti sér úr fötunum eftir íþróttatímann til að fara í sturtu og allir strákarnir bentu á hann, hlógu og sögðu; "haha!!".  Því þeir voru sko ekki með handklæði og hann var sá eini sem var ALLSBER!!!  

Hvað er málið með þessa krakkaa...?!!!  Mig langar hreint út sagt að hrista þau ærlega til.  

Síðustu tvö kvöldin af fríinu er Jón Ingvi búinn að gráta af því að hann vill ekki fara í skólann.  Hann hefur ekki viljað hringja í neinn af strákunum í fríinu og ég held að það sé vegna þess að hann vill ekki höfnum.  Hann segir svo oft að þeir vilji ekki leika við hann.  

Hann getur ekki leikið við stelpurnar, því það er ekki málið í skólanum að stelpur og strákar leiki saman!  Kommon, þau eru 6 ára!!!  En nei, ef það gerist að stelpa og strákur leika saman þá er það sko aldeilis efni í stríði.  AAAAAAAARRRRRRGGGGGGGGGG!!!!!!!!!  

En ég er búin að senda mail á kennarann, og biðja hann um hjálp.  Ég kann það!!!

-------------------------------- 

Nú að góðu fréttinni.

Við sóttum um lóð fyrir áramót.  Og við fengum lóð...!!!

Ég sem var svo viss um að við fengjum ekki lóð...og við fengum sko fyrsta valrétt!!!  

Já, ég er alltaf að læra eitthvað nýtt, ÆM alltaf að sýna mér að ég veit ekki neitt!! 


Felldi tár...

...sko ég!  Ég felldi tár þegar dóttir mín kom gegnum dyrnar stóru í Leifsstöð.  Oooohhh, það var svoooo gott að sjá hana. 

jólafríið að verða búið...

...ég lét vekjaraklukkuna hringja kl 8.10 í morgun...svona til að venja okkur við aftur...það virkaði svo vel að ég skreið fram, lét hana hringja aftur 8.40...fór inn og rotaðist...svo hringdi hún kl. 8.40...ég komst ekki fram...á stillist hún sjálf á "blunda" og hringdi á 10 mín. fresti til 9.10...þá kom Jóhannes skoppandi og spurði hvort við gætum ekki farið fram að borða.  Svo ég verð að viðurkenna að ég dauðkvíði fyrir að vakna kl. 5.55 í fyrramálið...og vekja ungana...úfffff...

Jóhannes fór í leikskólann.  Hann hlakkaði mikið til en svo kom smá bakslag í hann, enda búinn að vera í löngu jólafríi.  En svo var hann hress og kátur og kvaddi mig með bros á vör.  

Við Jón Ingvi ætlum að vera í óhollustunni í hádeginu, fara út að borða...junkfæði.  Það er svo sjaldan sem við gerum slíkt að það ætti ekki að drepa okkur.  Ætlum að njóta síðustu tímanna saman alein.  Svona rétt áður en við brunum á flugvöllinn og sækjum fröken prinsessu sem á að lenda kl. 14.35.  Hún er búin að eiga góða daga í Græsted og hefur eitthvað aðeins skrifað um það hér.  Þær vinkonurnar hafa gist hjá bekkjarbróðir sínum og haldið bekkjarpartý, svo eitthvað sé nefnt. 

En nú er best að lesa smá... 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband