Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007
15.1.2007 | 22:48
MMMMM...
...Mánudagur í mér í dag, erfitt að komast í gang í morgun, en það hafðist. Ég er ekki morgunmanneskja, og spurning hvort ég verði það einhverntímann... En ég sem sagt komst í gang, var lengur á leiðinni í vinnuna vegna hálku, en það var svo gaman í vinnunni - eins og alltaf.
Prófið hangir samt eins og skuggi yfir höfðinu á mér og mér finnst ég náttúrlega ekki hafa lesið nóg og svoleiðis. Ég veit líka um hvað þessi ótti minn snýst, hann snýst eins og alltaf um ÁLIT ANNARA!!! Hvað myndi fólk nú hugsa (eða segja) um mig ef ég fell?! Alltaf það sama. Ótrúlegt hvað þetta er lífseigur djöfull sem ég dreg með mér... Þetta er minn stærsti og feitasti brestur; ÓTTI VIÐ ÁLIT ANNARA.
En núna held ég að ég fari að sofa...verði úthvíld og hress á morgun. Fæ að sjá manninn minn í fyrramálið, verð pottþétt steinsofandi þegar hann kemur heim upp úr miðnætti í kvöld/nótt. Hann fór að vinna á kvöldvakt+næturvakt í gær, kom heim í morgun þegar við vorum farin, svaf og var svo farinn aftur áður en við komum heim. Hlakka til að sjá hann
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.1.2007 | 22:09
Sundferð og kannski eitthvað fleira
Við fórum sem sagt í sund þarna í dag. Þetta er nú alveg einstakt að geta farið í sund í -4° og allt í snjó í kringum okkur. Rennibrautin var ekki opin, það var skafl í henni. En vatnið var heitt og notalegt. Ég er ekki hissa að útlendingar liggi flatir yfir þessu. Þetta er náttúrlega bara frábært. Og það meira að segja þó ég sé ekki sérlega mikið gefin fyrir sund. Mér finnst það ekki mjög gaman...en þetta var samt frábært því gleðin hjá börnunum var svo stór. Við höfum ekki farið mjög lengi, Jóhannes hefur ekki farið í sund síðan áður en hann skar sig í fótinn...og ég held það hafi verið í október. Það er náttúrlega skammarlegt, sérstaklega í ljósi þess að sundlaugin er í 5 mín. göngufæri og það er frítt fyrir börn í sund og kostar bara 220 íslenskar krónur oní...!!! (Við fórum samt á bílnum...og svo ég afsaki mig...ég er félagslega fötluð á fæti...og þurfti líka að fara í búð...)
Svo komum við heim og vitiði hvað?!! Börnin héldu áfram að rífast!!! Það er sérlega slæmt samkomulag milli Ólafar Óskar og Jóns Ingva þessa dagana. Vona að það lagist fljótlega...þetta er erfitt fyrir alla, og ekki minnst þau sjálf.
En við létum það ekki á okkur fá, fengum okkur fiskibollur al´a tengdó í kvöldmatinn og svo lásum við "Fíasól á flandri"...eða tvo kafla...frábær bók. Jón Ingvi liggur alltaf í hláturskasti yfir Fíusól enda segir hún ýmislegt eins og "Kúkalabbi" og fleira fyndið!!!
Svo hætti ég að lesa um "virka hlustun" og hin ýmsu form líkamlegrar tjáningar (sjáið hvað ég er orðin klár á íslensku!!! Allt mínum dyggu lesendum að þakka. Þeir sem ekki hafa getað kommentað hjá mér hafa gert sér lítið fyrir og haft upp á netfanginu mínu!!! Ekki slæmt. Gott að kunna að biðja um hjálp!!!).
Núna er ég að lesa hvað Kari nokkur Martinsen segir um "umhyggju". Aldrei að vita nema ég geti fundið eitthvað gagnlegt þar.
En núna er kl. 22.08...ég ætla að fara að sofa svo ég nái kannski eins og tæpum 8 tímum... Einar er að vinna svo strákarnir fengu að sofa upp í...Ólöf Ósk er búin að panta plássið næst þegar Einar fer á næturvakt. Ég þarf ekki að óttast að þurfa að sofa ein...litla kuldaskræfan ég.
Góða nótt, elskurnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.1.2007 | 15:42
Húsið okkar
Jæja, Einar er búinn að teikna enn eina teikninguna. Var kominn með "nýtt hús" þegar ég kom heim úr afmælinu í gær. Mjög flott. Svo settum við upp eldhús í Ikea forriti. Mjög gaman að leika með þetta. Mér finnst þetta hins vegar allt mjög óraunverulegt.
Svo fór hann áðan að hitta einhvern vinnufélaga sem er að byggja eitthvert "kubbahús". Það er nýjasta hugmyndin hjá honum, og nú er hann kominn af timburhúsi og yfir á "kubbahús". Svo fer hann að hjálpa þessum vinnufélaga að gifsa loft næsta föstudag, sá hefur aldrei gifsað. Svo ætlar þessi maður að koma og hjálpa Einari þegar hann fer að gera grunn. Svona á þetta að vera.
Amish-fólkið reisir líka hús á skemmtilegan hátt, ef marka má bíómyndir. Allir koma saman og byggja húsið á jörðu niðri, svo er híft og slakað og vúpsí; það er komið hús. Hreinasta snilld.
Jón Ingvi er strax farinn að hlakka til að fá eigið herbergi. Það hefur ekki verið neitt hjartans mál fyrr en allt í einu núna þegar þetta fyrirhugaða húsaverkefni kemur til tals.
Ég er í smá pásu frá lestri núna. Er annars búin að lesa slatta í dag, og er í augnablikinu ekki með neinn ótta um að falla. Best að reyna að halda í þetta óttaleysi!!!
Núna ætla ég að taka mér góða pásu og fara með börnin mín í sund.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.1.2007 | 22:32
og meira...
"verbalt" og "non-verbalt"...það vantar ýmislegt í orðabókina mína...og orðaforðann minn...
"kropsprog"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
13.1.2007 | 21:23
Jæja snillar
Nú vantar mig meiri hjálp við þýðingar. Orðabókin mín er blankó...
Mig vantar íslenskt orð yfir "empati". Wikipedia segir m.a. þetta:
Empati: er evnen til at genkende og forstå andres følelser. Det beskrives ofte som evnen til at sætte sig i andres sted (ikke at forveksle med sympati, som er evnen til at dele en følelse med en person, dvs. at man selv oplever samme følelse som personen). I empatien føler man sig ind i den anden, i sympatien føler man med den anden. Ifl. Lipps (tysk filosof) er empatien en følelse, der opleves som om, at den ikke tilhører os selv, men i stedet hører til en person eller et objekt uden for os selv.
Svo vantar mig líka íslenska þýðingu á þessu; "Aktiv lytning". Mér finnst alveg magnað hvað ég get verið gjörsamlega blankó á hvað eitthvað er á íslensku, þrátt fyrir að skilja orðin/orðin fullkomlega.
Er til eitthvað sem heitir "Virk hlustun" í íslensku?
------
Áttum frábæran dag með fjölskyldunni heima hjá Erlu sys. Ekta familíudæmi. Einmitt það sem ég saknaði meðan ég bjó í Danmörku. Very nice.
Svo reddaði ég mér pössun fyrir 2. feb. Elín sys. ætlar að koma frá Selfossi og passa mig og hjúkra ef á þarf að halda. Annars að vera mér innan handar... Ég fer í hnéaðgerð þennan dag og veit af fenginni reynslu að börnin mín þurfa aldrei meiri athygli og aðstoð en einmitt þegar ég á erfitt með að veita hana. Svo til að hlífa mér fyrsta daginn ætlar þessi elska að koma.
Það er gott að eiga góða að.
Svo kemur Erla sys kannski um kvöldið og við huggum okkur systurnar, þegar ormarnir okkar eru farnir að sofa. Einar verður á kvöldvakt og þess vegna fjarri góðu gamni.
That´s life in Akranes today
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.1.2007 | 21:41
Amnesty
Svo getið þið leitað að e-mailnum mínum og séð "mig" sigla af stað
Ekkert að frétta. Er búin að vera að læra meira og minna í dag. En finnst ekkert ganga...búin að skrifa slatta...11 bls...gaman fyrir Merete þegar hún þarf að lesa það...hihihi...
En ég er að spá í að læra aðeins meira áður en ég skrepp í sturtu.
Á morgun mega systkinahittingur. Vantar bara Lilju úr hópnum á þessum "legg". Það er afmæli hjá litlunni hennar Erlu sys. Elín og familía koma frá Selfossi og Séra Gunnar og familían koma frá Hofsósi. Það verður örugglega mjög gaman.
Jamm og já, ekkert að segja. Fékk mér fullt af góðu kaffi í dag, gott að vera heima og geta drukkið kaffi!!! Ég held að það sé alveg öruggt að sá/sú sem verslar inn kaffið fyrir Landspítala Háskólasjúkrahús hafi vandað valið vel og leitað lengi til að finna VERSTA kaffi sem hægt er að fá. Þvílíkur og annar eins vibbi. Eins og þeir sem mig þekkja vita þá drekk ég MIKIÐ kaffi og elska kaffi...en ég er frekar með fráhvarfshausverkinn minn en að drekka þennan viðbjóð.
Nóg um það, ég er farin...búið...bless...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.1.2007 | 10:06
ÓTTI
Skrítið með þennan ótta. Ég fæ reglulega óttakast út af prófinu (enda farið að styttast all-ískyggilega í það). Ég er kannski í góðum gír og ekkert að óttast, svo allt í einu veltur óttinn yfir mig, maginn herpist saman og mér verður bókstaflega óglatt. Ótrúlega magnað. En vitiði, ég er svo ÞAKKLÁT fyrir að hafa LAUSN. Að þurfa ekki að engjast sundur og saman í óttakasti, og ég þarf heldur ekki að fara til doksa og fá lyf (sem þeir gefa virðist vera án mikillar umhugsunar). Ég hef val.
Ég get með gleði og þakklæti sagt; Eymd er valkostur hjá mér, því ég hef lausnina.
Svo nú ætla ég að nota mér þá lausn og fara svo að lesa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.1.2007 | 22:17
Af lóðaríi og fleiru
Jæja, við fórum að velja lóð kl. 20. Þegar við mættum þá voru hinir aðilarnir mættir til að velja...en enginn til að opna og leyfa okkur að velja. Þegar okkur var orðið mikið kalt að standa þarna þá fórum við út í bíl...og við gerðum okkur lítið fyrir og hringdum í sjálfan bæjarstjórann og fengum að vita hver ætti að hleypa okkur inn til að velja... Það kom í ljós að sá góði maður sem átti að vera mættur hafði lagt sig eftir matinn...og var sofandi. En hann stökk af stað um leið og sjálfur bæjarstjórinn hringdi í hann og mætti á staðinn.
Við vorum sem sagt með 1. valrétt. Framtíðarheimili okkar verður þá hér: Seljuskógar 7, 300 Akranes. En það verður ekki strax...Einar þarf fyrst að byggja húsið Og hann er búinn að teikna þetta fína hús, þarf náttúrlega bara að skella því til einhvers sem getur gert teikninguna löglega og svo bara að byrja...gaman, gaman.
Ég kom snemma heim í dag...eða amk miklu fyrr en ég hafði átt von á. Ólöf Ósk er búin að vera lasin svo hún var ekki að fara á fund eða hitting á eftir fundinn. Svo ég fór beint heim eftir vinnu í stað þess að dingla mér í bænum (enda gerði ég slíkt í gær með Maríu sys...og það var gaman). Missti reyndar um leið af því að fara út að borða eftir fund með tveimur yndislegum konum, en á það bara inni.
Ég er svo heppin að ég er alltaf að græða nýja vini. Annari konunni kynntist ég reyndar í Danmörku, en hin er ný í vinahópnum mínum. Úr stóru fjölskyldunni sem ég er búin að tilheyra í rúm 8 ár (if you know what I mean...). Gaman að því og ég er þakklát fyrir að ÆM leiddi mig á þennan stað og fyrir allt sem ég hef öðlast þar inni. Stórkostlegt alveg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.1.2007 | 16:51
Örstutt færsla...
...er að vinna.
Búin að eiga frábæran dag með Maríu sys. Sótti hana á flugvöllinn kl 10.30 og keyrði hana þangað aftur áður en ég fór að vinna. Við erum búnar að rápa í búðum og sitja á kaffihúsum. Alveg frábært.
Svo er það afmælisbarn dagsins, litla sæta systurdóttir mín, hún Sigþrúður, á afmæli í dag. Eins árs skvísa. Til hamingju, krútta. Knúsa þig á laugardaginn. Hlakka til að sjá ykkur öll.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.1.2007 | 08:59
Jæja
úff, það var erfitt að vakna í morgun. En það tókst. Ólöf Ósk er heima vegna ógleði. Jón Ingvi var í fyrstu ekki ánægður með að þurfa að labba ALEINN í skólann en spratt svo allt í einu á fætur og rauk í föt og af stað og ekkert mál. Ég skil ekki alltaf...en það er líka allt í lagi.
Jóhannes er snillingur í að sofa út. Hann vaknaði við bröltið í mér inni í herbergi kl 8, annars væri hann sjálfsagt sofandi enn.
Ég er að fara til Reykjavíkur að hitta Maríu sys. sem er að koma í bæinn í nokkra tíma. Kemur með flugi kl 10.30 og fer aftur í flug kl 16. Bara örstutt stopp semsagt. En ég var svo heppin að vera akkúrat að fara á kvöldvakt í kvöld og þetta er fyrsta sinn sem ég tek kvöldvakt á geðinu. (alltaf eitthvað komið í veg fyrir það í hin skiptin sem ég hef skrifað mig á kvöldvakt.) Svona er Guð góður. Lætur hlutina passa.
Annars hef ég ekkert að segja. Fer til tengdamúttu og gisti þar í nótt þar sem ég er að fara á morgunvakt í fyrramálið. Kem því ekki heim fyrr en líklega seint annað kvöld þar sem við mæðgur erum að fara á fund annað kvöld. Svo ætlar hópurinn sem Ólöf Ósk er í, að gera eitthvað eftir fundinn. Fara út að borða eða í bíó eða álíka. Ég ætla að nota tækifærið að fara út að borða með tveimur stelpum úr mínum hóp. Gaman að því.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar