Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Kókoskúlurnar góðu

Jóna, hér er uppskriftin: 
 
Konfektkúlur Sollu
 
200 gr döðlur
100 gr kókosmjöl
100 gr hnetur (mér finnst best að hafa kasjú)
30 gr kakó
 
ég læt döðlurnar liggja smá í heitu vatni til að mýkja þær. 
Svo er bara öll mixað vel saman, í mixara eða álíka tæki. 
Síðan eru búnar til kúlur, ég velti þeim upp úr kókosmjöli en Solla segir velta upp úr kakói.  Þú ræður ;)
Geymast í ísskáp í dágóðan tíma (ef þær étast ekki upp til agna...það gera þær hér...)
Hrykalega góðar með kaffinu.

Takk fyrir munn minn og maga...

...þetta sagði amma mín alltaf, við misjafnan fögnuð viðstraddra.

En ég er búin að fá pönnsur og kaffi hjá múttu.  Ekki slæm meðferð.  Fæ svo lax í kvöldmatinn. 

Svo nú eru heilasellurnar búnar að fá smá næringu!!! 

Lífið er ljúft. 


Sunnudagur...

...og prófið nálgast óðfluga...eða eins og óð fluga!!!

Alveg magnað, ég fæ alltaf sömu laglínuna í hausinn þegar fer að nálgast próf og það er þessi; "Með taugarnar þandar..."!!!  Einstaka sinnum poppar "Fallin með 4 komma 9..." upp líka.  En hvað um það, ég hef ekki fallið hingað til!!! 

Annars var ég að detta inn um dyrnar hjá tengdó, og verð hér fram á miðvikudag.  Gott að eiga svona góða tengdó.  Hún ætlar að gefa mér að borða og hún ætlar að koma mér til og frá vinnu þessa daga.  Svo Einar þyrfti ekki að vera bíllaus alla dagana.  Ólöf Ósk er að fara að taka þátt í sundmóti seinni partinn á morgun, og það var frekar óhentugt fyrir Einar að vera bíllaus í því stússi.  Sérstaklega þar sem þetta er fram á kvöld...og strákarnir yfirleitt mjög þreyttir á þeim tíma.

Jæja, ætla að sjá hvort mútta eigi eitthvað ætilegt...hún er ekki heima, fór á hestbak (held ég).  Svo ætla ég að halda áfram að lesa og undirbúa mig fyrir blessað prófið... 


Smá lestrarpása...

...og þá skrifa ég!!!  Ekki vert að standa upp og fá blóðrásina í gang...neibb, ekkert svoleiðis neitt.  Hún kemst í gang þegar ég annað slagið stend upp og næ mér í kaffi eða vatn eða fer og skila drykkjunum í "dolluna".  

Ólöf Ósk var farin út þegar ég kom heim af fundi.  Var með "aftale", ætlaði að hitta bekkjarsystir sína.  Gaman að því.  Hún (Ó.Ó.) hefur verið óvenjumikið heima um helgar í vetur.  Þetta er ekki það sem við höfum átt að venjast undanfarin ár, og hefur verið ágætis tilbreyting.  En nú fer það kannski að breytast aftur...?!
Svo var ég ný komin heim þegar það var bankað.  Það var einn bekkjarbróðir Jóns Ingva sem var kominn til að spyrja eftir honum.  Svo hann kom inn að leika.  Gaman að því, og bein afleiðing strákapartýsins í gær, tel ég.  Þar sem Sindri Snær vissi ekki hvar við áttum heima fyrir þann tíma!!  Svo það er aldeilis gott ef trixið í að "veiða vini" hefur heppnast hjá okkur Cool

Jóhannes gat ekki verið einn og vinalaus, svo hann ákvað að kanna hvort vinur hans gæti leikið.  Jú, Bergþór Logi var til í tuskið.  Hafði einmitt beðið um það strax í morgun að fá að leika við Jóhannes...en þau voru ekki með símanúmerið okkar.  Jóhannes fór yfir til B.L. að leika.

Einar gerðist liðtækur og fór á haugana með fulla kerru.  Það hefur verið að safnast á hana í allt haust.  Hann var reyndar eitthvað smeikur um að hún væri ef til vill ryðguð föst...en var það greinilega ekki.  Svo nú getum við byrjað upp á nýtt að fylla á kerruna!!!  Það er alltaf nóg rusl sem berst hingað inn. 
Annars er endurvinnslan að bjóða endurvinnsluruslatunnu, þar sem hægt er að setja dagblöð og fleira.  Ætla að kanna þau mál...þegar ég er búin í prófinu!!!  Það er öllu sem hægt er að fresta, frestað fram yfir þann tíma!!!

Jæja, pásan er búin...nú snýst málið um þunglyndi og maníu... 


Örstutt alveg

Ég steinsofnaði með strákunum í gærkvöldi.  Skreið fram 21.30 og hjálpaði Ólöfu Ósk að setja lak á rúmið, og skreið svo inn í rúm og sofnaði aftur.  Rumskaði aðeins þegar Einar kom upp í kl. 01.30.  Rumskaði ekki þegar hann kom heim um miðnætti.  Hann hafði skroppið til Krísuvíkur ásamt öðrum félögum.  Það var víst góð ferð, og styrkjandi.  

Annars er dagurinn í dag helgaður skólabókum.  Gaman að því.  Ætla þó að skreppa á fund kl 11 og sjá hvort ég fái ekki fullt af góðum innblæstri frá fundargestum, það er vaninn.   


strákapartý

Hér er allt að verða vitlaust, fullt hús af 6 ára strákum...mikið fjör, mikið grín, mikið gaman.  Það verður sjálfsagt stórverkefni að taka til...en það er gaman að því.  Bara að Jón Ingvi verði ánægður með daginn, það er það sem skiptir máli.

Svo bráðum verða pylsurnar settar í pott (ég er amk svöng...), svo ætlar Jón Ingvi að bjóða upp á hrísköku (þið vitið, svona Rice Crispies og súkkulaði), sem er sennilega uppáhaldskakan hans.   

Á morgun og sunnudaginn ætla ég að LÆRA!!!  Svo á sunnudaginn ætla Einar og krakkarnir að skutla mér í bæinn, og svo verð ég fram á miðvikudag hjá tengdó.  Það verður vonandi fljótt að líða...mér finnst aldrei skemmtileg tilhugsun að vera í burtu frá Einari og krökkunum...en ég verð að fara að venja mig við...þar sem ég verð í burtu í 4 vikur núna fljótlega...en þá reyndar með "litla" barnið mitt með.

Ég var að tala við eina sem er með mér í bekk.  Hún var að ná prófinu í dag, þvílíkt glöð og mikill léttir.  Frábært alveg. 


aðstoð óskast

hvað mynduð þið segja að andstæða orðins "ringulreið" væri?  

Já, ég sit sem sagt og les...

Vona það besta eftir helgi.  Mikið verður mikill léttir þegar þetta próf er búið.  Jóhannes hlakkar líka til.  Hann er farinn að þrá letilífsdag einn heima með mömmu sinni og svoleiðis dag fær hann eftir próf.  Jón Ingvi varð smá abbó yfir því svo hann fær að koma heim beint eftir skóla þegar ég verð heima!!  

Annars er allt gott að frétta.  Einar er að hjálpa kunningja (Pétri) að gifsa loft.  Fór og skoðaði húsið, vá, þið ættuð að sjá útsýnið!!!  Stofuglugginn er 15,5 m2 og beint út á sjó og Reykjavík blasir við.  Ekkert smá flott eins og í morgun, alveg heiðskírt og hægt að sjá langar leiðir.  

Þegar við keyrðum út til Péturs þá var Akrafjallið svo flott.  Það bar við heiðan himinn, það var svolítið dimmt ennþá og útlínurnar voru svo skarpar og flottar á fjallinu við himininn.  Þvílík guðdómleg fegurð sem þetta blessaða land okkar er.  


Afmælisbörn dagsins

Já, afmælisbörn dagsins eru tvö.  Elsku besta tengdamútta á afmæli, sextug þessi elska.  

sbhérna er hún á aðfangadagskvöld ásamt Ólöfu Ósk og Jóni Ingva.  

 

 

 

 

 

 

 

 

 
sbbsvo er ein hérna af mér, tengdamúttu og tengdaömmu Wink Mér finnst við svo svakalega fínar og sætar þarna, elska þessa mynd.

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo er það hitt afmælisbarn dagsins.  Það er hann Orri Bergmann, bróðursonur Einars.  Orri er 11 ára í dag, amma hans fékk hann sem sagt í 49 ára afmælisgjöf.  Ekki slæm gjöf það.ooo

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég sótti Einar og börnin í Mosó eftir vinnu.  Þau tóku Skagastrætó þangað.  Svo brunuðum við í Hafnarfjörðinn.  Það var rosa gaman í afmælinu, ekta familíudæmi.  Öll systkyni tengdó mætt ásamt mökum og svo auðvitað mamma afmælisbarnsins.  Mér skyldist á henni að það væri skrítin tilfinning þegar barnið manns er orðið 60 ára!!!  Ég skil það, mér finnst nógu skrítið að Ólöf Ósk sé 11 ára!!!

Held ég skríði í bælið núna, eftir yndislegan dag.  Vitiði,  mér finnst eiginlega alveg glatað að verknámið sé að verða búið.  Það er svo GAMAN í vinnunni.  Hlakka til að byrja að taka vaktir þarna, sem ég geri væntanlega þegar ég kem aftur frá Danmörku.  Í næstu viku ætla ég amk að mæta í vinnu á fimmtudeginum...og kannski bara á föstudeginum...nota tímann LoL.  Ja, nema ég fari með Einari í bankann á föstudaginn að ræða fjármögnun á húsinu okkar...


bara smá

Ætla bara ekki að hafa þetta neitt langt.  Bara rétt að láta vita af mér.

Kom seint heim, eða milli hálf 5 og 5.  Flýtti mér að elda svo Einar gæti fengið smá að borða áður en hann færi að sofa fyrir næturvakt.  Grey kallinn, hann var svo þreyttur, var að koma af vakt og svo nær hann að sofa 4 tíma og þá aftur á vakt.  Hann er nú duglegur, þessi elska.

En ég eldaði geðveikt gott pasta.  Íslenskir ostar eru svo góðir!!!  Bull í pabba (sem er gamall ostameistari!!!) að danskir ostar séu bestir!!  Skil hann ekki.  Hann segir líka að belgískt súkkulaði sé betra en Nói-Síríus!!!  Svona bullukollur sko!!! Wink

Já, hef bara verið  að læra í kvöld síðan stákarnir sofnuðu og núna ætla ég að vekja Einar og fara svo sjálf að sofa.  Ég er SVO þreytt.  Er alltaf útkeyrð dagana fyrir próf, það þekkja það sjálfsagt margir...


lesi les

Ég er að lesa sérstaklega skemmtilega kafla um "Kvalitet i socialpsykiatrien" eða "Gæði í félags-geð-geiranum".  Athyglisvert.  Vona bara að það sé hægt að heimfæra þetta eitthvað á batteríið hérna...verð að kanna það á morgun.  

Nú fer að styttast ískyggilega mikið í prófið...ég er búin að finna (í samvinnu við leiðbeinandann minn) sjúklinga til að hafa í prófinu.  Svo morgundagurinn fer í að grafa djúpt í þeirra sögu svo ég verði ægilega klár í þeirra málum.  Svo er bara að finna geggjaða lausn á þeirra málum, og vúptsí...allt gengur upp!!!  

Var ég búin að segja ykkur frá dagsetningunni á útskriftinni minni?  28. júní!!!  Mér finnst þetta svo ótrúlegt, og þori eiginlega ekki að fullyrða neitt enn.  Að ég sé bráðum að ljúka háskólanámi finnst mér náttúrlega bara hálfgert djók.  Átti sko aldrei von á að ÉG gæti slíkt.  En þökk sé ÆM og "leynifélaginu" Wink þá er þetta allt að takast.  Án þeirra hefði ég aldrei byrjað í þessu námi.  Svo þetta er enn eitt kraftaverkið.  

---

Jóhannes var bitinn illilega á leikskólanum í dag.  Hann var að leika með STÓRAN löggubíl þegar einn guttinn á deildinni kom og vildi leika með bílinn.  Jóhannes vildi ekki sætta sig við að bíllinn væri bara sí svona tekinn af honum og mótmælti meðferðinni.  Þá reiddist hinn víst og lét tennurnar vaða í upphandlegginn á Jóhannesi.  Það mætti gera mót af tönnum kauða...allt settið sést vel.  Jóhannes er bólginn og marinn, en sem betur fer var þetta ekki gegnum húðina.  Jóhannes sagði að þetta hafi verið "dáldið vont"!!  En Jónína (besta kona og græna kona) bjargaði honum frá að vera étinn...

Annars ekkert að frétta.  Ekkert nýtt af húsamálum.  Veit ekki hvað er næsta skref, en ég þykist vita að Einar viti það Joyful

Erum að fara í stórafmæli á fimmtudaginn.  Heimsins besta tengdamamma verður sextug.  Mér finnst svo stutt síðan hún varð fimmtug...en það var einmitt 3 mánuðum áður en við fluttum til Danmerkur...Svona líður tíminn hratt. 

Best að lesa aðeins meira... 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband