1.1.2007 | 20:08
Nýársdagur
Jæja, nú er 1. dagur ársins að kveldi kominn.
Búinn að vera rólegur og notalegur dagur hérna hjá okkur á Höfðabrautinni. Byrjuðum á að sofa frameftir. Ja, nema Jóhannes, hann vaknaði kl 9. En ég fór þá með honum inn til hans og dormaði meðan hann horfði á Íþróttaálfinn. Jón Ingvi svaf til 10.30 og hefur aldrei sofið eins lengi frameftir. En einhverntímann verður allt fyrst. Hann hefur heldur aldrei áður vakað fram yfir miðnætti...amk ekki til 2. Einar svaf til 12, þá dró ég hann fram úr og gaf honum grillaða samloku með hangikjeti og osti og malt&appelsín blöndu með. Þvílík veisla!!!
Ég kíkti í bók, bæði las og skrifaði. Finnst miklu skemmtilegra að lesa um hina ýmsu geðsjúkdóma núna þegar ég hef upplifað þá. Nú get ég sett andlit á lýsingarnar og það hjálpar óneitanlega helling við að muna hlutina.
Rétt fyrir kl 15 skelltum við Jóhannes okkur í útiföt og röltum með Einari út í rútu. Bara svona til að drengurinn (og ég) fengi smá frískt loft...og liti upp úr íþróttaálfinum!!!
Jón Ingvi var hins vegar farinn út strax upp úr kl 11 að týna saman drasl, ásamt drengnum á efri hæðinni. Þeir drösluðu allskonar drasli heim og hafa eflaust margir orðið fegnir að losna við að taka til fyrir utan hjá sér!!!
Við fengum okkur svo fiskibollur í kvöldmatinn. Jóhannes var farinn að þrá það að fá fisk að borða!! Jón Ingvi borðaði það líka, meira að segja tvær bollur! Þótt hann borði ýmislegt í skólanum þá er hann enn gikkur og reynir sérstaklega á það hérna heima. En nú höfum við tekið ákvörðun (og höfum staðið við hana í nokkra daga núna) að við neitum að taka þátt í þessu meir. Ef hann getur ekki borðað það sem er í boði þá fer hann svangur í rúmið!! Og hana nú.
Um leið og við tókum þessa ákvörðun þá tilkynnti ég jafnframt mínum heittelskaða að ef það ætti að taka á eldri gaurnum þá gætum við allt eins tekið á þeim yngri líka og hætt að láta hann stjórna öllu og öllum í kringum sig. Þegar hann vill horfa á mynd og Einar ætlar að kveikja fyrir hann þá getur hann orðið megafúll og gólar og gargar!!! Þá höfum við sko átt það til að segja; "OK". En nú er það líka búið!! Fyrsta sinn sem við tókum hart á þessu þá gafst hann upp...en hann fór ekki að horfa, sagði bara engilblíðri röddu; "Ég ætla bara að teikna"!!! Já, það er hægt að vera þver og þrjóskur þótt maður sér bara 3 ára!!!
Svo hringdi Andy, vinur minn í Englandi aftur í dag. Skrítið að heyra í honum tvær vikur í röð þegar ég hef ekki heyrt í honum í 12 ár eða svo!!! En frábært samt, og ég finn strax að það breytir vinskapnum og færir okkur nær hvort öðru. Vonandi koma þau hjónin að heimsækja okkur einn daginn. Það er líka draumur hjá mér að komast aftur til Englands. Að sjá fornar slóðir. Best væri ef ég gæti hitt drenginn sem ég passaði á sínum tíma. Mig langar svo að gefa honum myndaalbúmið með öllum myndunum af honum, því ég man að foreldrar hans voru ekki dugleg að taka myndir af honum. Einhverntímann vorum við búin að ákveða að fara til Englands þegar ég útskrifast...það átti að vera útskriftargjöfin mín...en nú þurfum við að fara í utanlandsferð til að vera viðstödd útskriftina mína...
Jæja, ætli það sé ekki best að reyna að koma drengjunum í bælið. Fara að snúa sólarhringnum aftur tilbaka. Alvara lífsins og vekjaraklukka sem hringir kl 5.55 er ekki svo langt undan...
Að lokum, ég er búin að setja áramótamyndir inn á heimasíðu barnanna. Svo er hér ein sæt af okkur Jóni Ingva frá í nótt.
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 178744
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðilegt Nýtt Ár! Takk fyrir spjallið á liðnu ári:) Það getur verið að við komum heim í sumar, annars er það ennþá bara í höfðinu á mér. En það væri frábært að komast á kaffihúsarölt með vinkonu;)
Inga (IP-tala skráð) 2.1.2007 kl. 01:27
Það væri mjög gaman. Höldum áfram að vera í bandi og sjáum hvað setur
SigrúnSveitó, 2.1.2007 kl. 10:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.