31.12.2006 | 16:51
Enn eitt árið liðið
Mér er alltaf minnistætt eitt áramótaskaupið (Áslaug man örugglega ártalið...), þar var Siggi Sigurjóns "fréttamaður" og sagði þessi fleygu orð; "Um áramót er við hæfi að líta um öxl" og tók skemmtilega sveiflu og leit um öxl...svo sagði hann líka; "Það er ekki eftir neinu að bíða...en bíðum samt aðeins!". Mikið notaðar setningar.
Mér finnst gaman að líta um öxl um áramót, í ekki-bókstaflegri merkingu. Rifja upp það sem á daga mína og minna hefur drifið.
Árið byrjaði skemmtilega, föstudaginn 13. janúar fór ég í próf - svona týpískt danskt, munnlegt grúppupróf - ég var, eins og alltaf, hrædd um að falla en fékk 10. Ekki alltaf raunhæft sjálfsmat hjá mér. Þetta próf gerði að ég komst á 5. önnina og námið rúmlega hálfnað. Gaman að því.
Ég var búin að eignast góða vinkonu í Græsted, Tinna heitir hún. Í kringum áramótin síðustu komum við körlunum okkar saman líka og áttum saman góðar stundir alveg fram á síðasta dag í Danmörku. Síðustu nóttina í Baunaveldi gistum við hjá þeim hjónum. Tinna og Kim eiga 3 börn, Emil (ári yngri en Ólöf Ósk), Anton (ári eldri en Jón Ingvi) og Ida (jafngömul Jóhannesi). Þau og okkar börn urðu hinir mestu mátar. Og það er óhætt að segja að Jóhannes sakni Idu ennþá eins og Jón Ingvi saknar líka Antons. Stór sorg fyrir mig og Tinnu að búa ekki lengur eins nálægt hvor annari. Mikill söknuður. En við hittumst bráðum og þá verður kátt í kotinu.
Í febrúar datt ég í sykurinn eftir 1½ árs fráhald. Lá í sykursukki í nokkrar vikur. Náði svo nokkrum sykurlausum vikum, var sykurlaus um páskana en hrundi svo aftur í ´ða helgina eftir páska. Þeir sem þekkja mig vel, vita að hausinn á mér fer í klessu ef það er sykur í kerfinu og ég var í mikilli þráhyggju á þessum tímabilum. Dettur í hug þessi brandari:
"Rosalega er baðherbergið ykkar fínt," sagði Rósa frænka við Sigtrygg litla.
"Já, en passaðu þig bara á vigtinni þarna á gólfinu", sagði Sigtryggur.
"Afhverju þarf ég að gera það?"
"Ég veit ekki hvað hún gerir, en mamma öskrar alltaf þegar hún stígur á hana."
En í skrifuðum orðum er ég búin að vera sykurlaus frá 22. ágúst, og það er mikill léttir. Vona að ég fái að vera svona áfram.
Vorið kom, Einar fór í stórræði fyrir Jacob og Chrinstina, sem áttu húsið "okkar" í Græsted. Reif bílskúr, byggði annan, braut gat á vegg og gerði nýja útidyrahurð og múraði upp í gatið þar sem sú gamla hafði verið. Ég lærði eina stóra lexíu í þessu ferli; múrryk er ógeð, smýgur ALLSSTAÐAR inn!!
Hérna eru Jacob og Einar að brasa við nýja bílskúrinn.
Í maí fór ég í verknám á bráðamóttöku, átti góðan tíma þar og gekk vel í prófinu. Í þetta sinn hafði ég lært smá af reynslunni og notaði bæn og hugleiðslu til að ná niður prófkvíðanum mikla...sem virkaði svo vel að ég sofnaði sitjandi í sófa fyrir utan prófherbergið þar sem vorsólin skein glatt og yljaði. Yndislegt.
Júní fór í lestur, og tókst mér að ljúka 5. önninni vel. Kvaddi skólann, í bili, með trega, knúsaði marga og fékk þar af leiðandi mörg knús. I Love It!!
Seinna í júní fengum við góða gesti frá Íslandinu góða. Lilja systir kom með alla sína herramenn. Frábært að fá þau í heimsókn, síðasta heimsóknin þeirra til okkar til Danmerkur. Upplifðum ýmislegt skemmtilegt, m.a. fórum við í skóginn og grilluðum. Frábær upplifun.
Pabbi kom margar ferðir út til okkar, alltaf svo yndislegt að fá hann í heimsókn. Svo erum við svo heppin að hann er líka duglegur að heimsækja okkur á Skagann og endalaust boðinn og búinn til að skjótast og passa börnin. Hann er sko betri en enginn hann pabbi minn.
8. júlí, mitt í öllu kassapakkinu, með gáminn í bílastæðinu, héldum við kveðjupartý. Ég skellti í nokkrar skúffukökur, Einar verslaði aukakaffivél og svo var opið hús. Það komu rúmlega 70 manns að kveðja okkur. Stórkostlegur dagur í alla staði, og alveg hreint út sagt mönguð upplifun. Þreytt og sæl sátum við í sófanum um kvöldið og lásum upp 25 bls úr gestabókinni og hágrétum. Þvílík og önnur eins gjöf sem við höfum öðlast undanfarin 8 ár. Hugsið ykkur að eiga svona marga góða vini. Hvað er betra?
11. júlí fór gámurinn af stað til Íslands.
Við fórum og kvöddum í leikskólanum, þar féllu nokkur tár, bæði hjá starsfólki...og mér , blendnar tilfinningar. Svo gistum við sem sagt hjá Tinnu og Kim og áttum þar yndislegt kvöld. Sváfum með tvöfalda sæng og það var kósí, svo nú er tvöföld sæng á óskalistanum!!!
12. júlí 2006. Dagurinn sem við yfirgáfum Danmörku, eftir rúmlega 9 ára búsetu. Við tókum daginn snemma, fórum til Hillerød og sinntum ýmsum erindum þar.
Fórum í "frokost" hjá Pippi og Kåre. Svo fórum við til Køben, fórum með bílinn á haugana (og fengum 1500 dkr fyrir hann) og röltum um Fisketorvet. Mér leið eins og túrista.
Á Íslandi fengum við lánaða íbúðina hans pabba. Vorum þar í rúma viku. Unnum á fullu í íbúðinni okkar. Lögðum nýtt parket (eða sko Einar) og máluðum allt hátt og lágt.
Alvara lífsins tók við í lok ágúst. Ólöf Ósk og Jón Ingvi byrjuðu í skólanum, Jóhannes í leikskólanum. Allir stóðu sig vel. Við tók erfitt tímabil, sérstaklega hjá Jóni Ingva. Hann saknar ennþá vinanna í Danmörku. En er óðum að byggja upp nýjan vinahóp. Suma daga langar hann þó mest að flytja aftur til Danmerkur.
Ólöf Ósk byrjaði að æfa sund og æfir 5 daga í viku. Hún er ánægð, saknar Cille (heimsins bestu vinkonu) en msn, webcamera og skype hefur bjargað ýmsu. Ólöf Ósk er líka óðum að mynda nýjan vinahóp, og líður vel.
Jóhannes er alsæll í leikskólanum, þar sem "allir eru vinir". Hann á góða vini þar, en saknar enn Idu sinnar. Hann hlakkar mikið til að heimsækja hana í Danmörku.
Einar fór í álverið á Grundatanga. Var ekki viss um að það væri neitt fyrir sig, og gerði það meira fyrir mig að prófa. Honum líkar mjög vel og er yfir sig ánægður í vinnunni. Sem er frábært.
Ég byrjaði í verknámi á þvagfæraskurðlækningadeild í byrjun september og þóttist hafa fundið "mína deild". Frábær vinnustaður, skemmtilegt sérfag. EN...svo byrjaði ég á geðdeild á afmælisdaginn minn!! Fyrstu tvo dagana hugsaði ég; "Shit, á ég virkilega að vera hér í 10 VIKUR?!!!" En eftir það var ég seld!! Ég elska geðið. Fyrir þá sem lesa bloggið mitt reglulega ættu þessar upplýsingar ekki að koma á óvart!!!
Eins og er tekur yfirvofandi próf mikinn toll af mínum haus...en ég reyni eftir fremsta megni að notfæra mér áunna reynslu og leggja ótta minn yfir til ÆM. Gengur vel...þegar ég er tilbúin að sleppa tökunum...
Það hefur verið frábært að flytja heim aftur. Hitta fjölskyldu og vini. Vera nær fólkinu okkar. Hins vegar gekk ég í gegnum erfitt tímabil í haust þar sem ég saknaði vinanna í Danmörku mjög mikið. Þegar Jónas vinur okkar kom heim og hélt tónleika og ég hitti Áslaugu konuna hans á tónleikunum. Það var óvæntur hittingur, ég vissi ekki að Áslaug væri á landinu. Ég splundraðist þegar ég sá hana og tárin spýttust í allar áttir. Þá loksins komu allar tilfinningarnar og tárin sem komu ekki þegar við kvöddum í sumar.
Mamma kom til okkar í haust og við mægður náðum að eiga yndislegan tíma saman, alveg tvær einar. Það var ómetanlegt og færði okkur enn nær hvor annari. Það er ég svo rosalega þakklát fyrir og nýt þess virkilega í öllum okkar samskiptum.
Verst hvað elsku mamma og elsku stjúpi minn búa langt í burtu. En samt ekki eins langt og þegar við bjuggum í Dk!!!
Tengdamúttan mín hefur verið með opið hús og uppbúið rúm fyrir mig hvenær sem ég hef þurft á að halda í haust (vegna vinnu!!!). Eins og hún reyndar alltaf hefur haft, alveg frá okkar fyrstu kynnum. Ég er rík og þakklát og tel mig eiga bestu tengdamömmu í heimi!!!
Verslunarmannahelgin var haldin á Norðfirði, á Neistaflugi. Nema Einar, hann var heima að smíða og setja upp nýjar hurðir. Við hin áttum yndislega daga með stórfjölskyldunni á Nobbarafirði.
Þetta er árið 2006 hjá okkur, svona í grófum dráttum.
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.