30.12.2006 | 20:44
afmælisbarn dagsins og fleira
Afmælisbarn dagsins er enginn annar er gullmolinn og systursonur minn hann Arnar Daði. Þriggja ára prins. Elsku Arnar, vona að þú hafir átt góðan dag og fengið fullt af skemmtilegum pökkum
Í morgun komu Rakel, Keld, Ásdís og Sophie í heimsókn. Gaman að því. Við fengum vöfflur, bakaðar í nýja vöfflujárninu - sagði ég ykkur í gær að það koma mega-stórar vöfflur úr járninu? Og náttúrlega góðar líka.
Það var eiginlega bara frábært að hitta Rakel, við gátum aldeilis bablað út í eitt, og Keld örugglega töluvert mikið að mygla...en svona er það bara stundum.
Jóhannes og Sophie náðu vel saman sem oft áður. Spjölluðu mikið saman. Ég spurði Sophie hvort Jóhannes talaði við hana á dönsku og hún svaraði mér, með hneykslun í röddinni; "JA!" Og Jóhannes sagði, "Auðvitað get ég það, mamma"!!! Gaman að því.
Svo var gestunum nánast hent á dyr kl að verða tvö því þá var á dagskrá næsti liður. Nefninlega fjölskyldujólaboð hjá Skuldarættinni (kennd við húsið Skuld sem stóð við Akratorg sem langafi Einars byggði...eða langalangafi...). Það var mjög gaman, reyndar þekktum við ekki alla sem þarna voru, enda ýmislegt breyst í fjölskyldunni síðan við vorum með síðast...8 ár síðan ég var síðast í jólaboði með þeim og 9 ár síðan Einar var með... Sum börnin voru ekki fædd þá og önnur voru börn en eru nú unglingar. Svo hafa sumir skilið og gift sig aftur og aðrir loksins gengið út. Já, eins og gengur og gerist í fjölskyldum. En gaman var þetta. Og hið fræga Báru-bingó tekið og Jóhannes vann tvisvar. Mjög ánægður með það, en bróðir hans minna ánægður. Svona gengur það.
Núna er að koma að háttatíma hjá tveimur yndislegum drengjum...svo er ég að spá í að gera það sama og ég gerði í gær...nefninlega að LÆRA!!! Ótrúlega dugleg stelpan!!!
Á morgun er svo ekta íslenskur gamlársdagur, með brennu og tilheyrandi. Vonum bara að veðrið verði gott svo brennunni verði ekki aflýst...en mér sýnist spáin bara vera nokkuð hagstæð. Vona að skyggni verði gott svo við getum séð alla monningana sem Reykvíkingar puðra upp í loftið
Að lokum ein orðsending til Jónu sætu í Herlev; Sakna þín líka og hlakka til að sjá þig í febrúar.
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Sigrún mín,
Gleðileg Jól og farsælt komandi ár! Ég þakka innilega allan stuðninginn og kærleikann á liðnu ári. Knús og Kveðja, Inga Japan
Inga (IP-tala skráð) 31.12.2006 kl. 01:46
Sömuleiðis, dúllan mín. Sjáumst vonandi einn góðan veðurdag
SigrúnSveitó, 31.12.2006 kl. 14:01
Gvvööð hann er svo mikið krútt hann Arnar Daði! :) Svo stutt síðan Elín var í fæðingarorlofinu, tíminn flýgur!
Hafið það rosa gott í kvöld kæra frænka og familía. Áramóta heitið mitt í ár er að komast í heimsókn til ykkar :-/ Ég skammast mín fyrir framtaksleisið! *knús&kram*
ragnhildur + inga (IP-tala skráð) 31.12.2006 kl. 16:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.