Leita í fréttum mbl.is

Sumar og sæla

Jæja, nú erum við komin heim eftir 9 daga sumarfrísferð. Við vorum í viku (frá föstudegi til föstudags) í bústað í Úthlíð í Biskupstungum og það var bara sæla. Við slökuðum á, spiluðum golf (sumir meira en aðrir = Einar), borðuðum grillmat og lágum í pottinum (aftur; sumir meira en aðrir = Jóhannes).

Þegar Úthlíðardvölinni lauk fórum við á sumarhátíð starfsmannafélags Norðuráls sem var haldið á Hellishólum. Snilldarstaðsetning, stórkostleg aðstaða og íslenskt sumar eins og það gerist best. Eintóm sæla. 

Ég er í skrifuðum orðum að setja myndir inn á heimasíðu barnanna, lykilorðið er Akranes

Reyndar erum við ekkert sérlega dugleg með myndavélina,  Jóhannes sér oft um þetta Wink

En nú er það tiltekt, uppúrpökkun og þvottur sem bíður mín...svo ég hef þetta ekki lengra í bili. Meira fljótlega Kissing

En hér eru tvær myndir úr fríiinu:

ég og börnin við Gullfoss

við hjónakornin

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Yndislegt bara :)

JEG, 12.7.2009 kl. 17:29

2 identicon

Yndislegt,þið eruð falleg hjón með falleg börn

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 11:05

3 Smámynd: SigrúnSveitó

Takk elskurnar.

SigrúnSveitó, 13.7.2009 kl. 11:35

4 identicon

Mmmm næs frí hjá ykkur :)

jóna björg (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 14:37

5 Smámynd: SigrúnSveitó

Já, þetta var sko sæææææla

SigrúnSveitó, 14.7.2009 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband