Leita í fréttum mbl.is

Gleðilegan mánudag :)

Jæja, mánudagurinn 8. desember runninn upp. "Som tiden dog flyver"!!! Er ekki að fatta þetta bara. En það er svona og þrátt fyrir að dagarnir fljúgi áfram þá næ ég samt að staldra við og njóta þeirra.

Helgin fór að mestu í vinnu hjá mér. Reyndar skruppum við mæðgur í Kringlu- og Laugarvegsferð á laugardaginn áður en ég fór að kvöldvakt. Ætluðum að kaupa skó sem skvísan á að fá í jólagjöf, en höfðum ekki erindi sem erfiði. Skórnir hvergi til í hennar númeri...amk ekki í réttum lit ef númerið var rétt (og öfugt). Skórnir eiga að sjálfsögðu að vera grænir, eins og veggirnir í herberginu hennar og þemað í komandi fermingu og fleira og fleira. Ólöf Ósk hefur í hávegum; Allt er vænt sem vel er grænt :)

Í gær eftir vinnu sótti ég Einar í Mosó, hann tók strætó þangað. Svo var bruuuuunað í IKEA að kaupa innvols í fataskápinn stóra og góða og svo keyptum við tvo eldhússkápa. Reyndar áttum við skúffur og fronta á einn eldhússkáp, svo það var vel sloppið. 

Einar er búinn að mála herbergin og hann er búin að mála gólfin í herbergjunum líka. Nú er næsta mál á dagskrá að taka til þarna hinumegin og sópa og ryksuga og mála smá meira, gangveginn inn til barnanna. Svo er að smella hurðunum í, og þá er flutningsfært!! Ólöf Ósk er mjög spennt, Jón Ingvi líka en þó ekki eins æstur. Ég er líka að rifna úr spenningi að fá þvottahúsið MITT!!! Þetta verður æði. 

Svo er bara rólegheit, bara dútl í restinni. Ekkert liggur á. Við ættum að ná að klæða alla útveggi og spartla og grunna fyrir fermingu. Þá er þessi fíni salur hérna hinumegin :) 

Jamm. Nóg að brasa og bralla. Allar jólagjafir keyptar, nema handa strákunum og Báru. Allar gjafir farnar, sem áttu að fara í póst. Og (var ég búin að segja ykkur það kannski??!) ég náði að setja gjafir og kort til útlanda í B-póst! Hef reynt þetta árum saman en aldrei tekist fyrr. Samt hef ég oft verið byrjuð fyrr...en svo ekki náð að klára. Stundum er ég haldin frestunarsýki mikilli...en ekki í ár. Svo þetta var ljúft og löðurmannlegt, laust við stress. Bara sæla að gera þetta svona. Sjáum hvernig gengur á næsta ári...

myspace glitters

Jæja, best að gera mig og strumpinn klár, við ætlum að sækja stóru ormana í skólann kl 13 og bruna í borg óttans og versla jólafötin. Verður gott að vera bara alveg tilbúin á góðum tíma. 

Vitiði, Lífið er Ljúft.

myspace layouts images

Molinn:

"Ótti er ekkert annað en andlegt skrímsli sem þú hefur skapað, neikvætt hugarflæði."

- Robin Sharma

---

Svona til gamans má geta að Alli Scheving á afmæli í dag :) Alltaf mánuði yngri en ég, upp á dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband