4.12.2008 | 23:12
Bloggleti
Ég er ekki að nenna að blogga þessa dagana, eins og þið kannski hafið tekið eftir. Eflaust ýmsar ástæður sem liggja að baki.
Langir vinnudagar, því er ekki að neita að vinnudagarnir hafa lengst ansi mikið við að fara að vinna í Reykjavík. Svo er facebook að stela tíma frá mér... Og að ég tali nú ekki um jólakortastússið. En nú er ég búin að klára þau, fyrir utan 3 umslög sem mig vantar heimilisföng á. Það hlýtur að koma. Annars missir þetta ágæta fólk bara af því að fá kort frá okkur í ár...
Bygginarvinnan hjá mínum heittelskaða gengur vel. Hann er snilli, segi það og skrifa það! Komin loft, svo er að mestu búið að mála veggina, gólfmálningin komin í hús og hurðirnar væntanlegar.
Talandi um hurðirnar... Við keyptum 4 hurðir í Parka í vor, og fengum þær á í kringum 25.000 stykkið þá. Í gær hringdi Einar í Parka og heyrði aðeins í þeim. Þeir reyndar eiga ekki hurðir sem stendur (því það hefur jú verið hálfgert viðskiptabann undanfarnar vikur...) en eiga von á hurðum í kringum 16. des. Það er reyndar dálítið seint...og hurðirnar orðnar dáááálítið dýrar...eða kringum 60.000 stykkið... Já, sææææælllllll!!!
Svo við fórum í Húsasmiðjuna og þar fáum við þær töluvert ódýrari. Svo ef það er einhver smá munur á hurðunum, svona sjáanlegur, þá er það bara í góðu lagi!
--
Gleymdi alltaf að segja ykkur frá því að Jóhannes tók þátt í opinberum tónleikum, ásamt konunum *sínum* og börnunum af leikskólanum. Tónleikarnir voru haldnir í tónlistarskólanum á Vökudögum. Hægt er að sjá brot af tónleikunum HÉR. Rosalega flott hjá þeim og mikil vinna sem liggur að baki. Ég held mér sé alveg óhætt að fullyrða að það var fullur salur af mjög stoltum foreldrum :) Amk. var ég með kökk í hálsinum...en það eru reyndar ekki nýjar fréttir...þannig er ég
Jæja, held ég smelli mér í bælið...
Ást og friður til ykkar.
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 178743
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá engin smá hækkun úffff......
Knús og klemm á þig essgan og njóttu nú bara þess að eiga tíma með famelý á aðventunni á milli vakta. kv úr Hrútósveitó.
JEG, 5.12.2008 kl. 00:06
Ég var einmitt farin að sakna svo til þín!
Flottir tónleikar og ábyggilega alveg hörkuvinna að baki! Fyndið líka að sjá hvað þau eru eitthvað eðlileg allan tímann - bara geyspað hástöfum í miðju lagi eins og ekkert sé ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 5.12.2008 kl. 00:08
Þvílíkt verð á þessum hurðum, það er nú allt í lagi þó þær séu ekki alveg eins. Ætla að kíkja á myndbandið, gott annars að heyra frá þér. Krútt og knúskveðja til þín og þinna
Ásdís Sigurðardóttir, 5.12.2008 kl. 11:41
Almáttugur hvað þau eru yndisleg þessi börn og þvílíkt flottur söngur, skemmtileg lög sem ég hef aldrei heyrt áður, takk fyrir mig
Ásdís Sigurðardóttir, 5.12.2008 kl. 11:46
Ragnhildur frænka (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 08:34
Tek undir með Hrönnslu hvað það er skemmtilegt að sjá hversu eðlileg börnin eru geispandi og sinna sínu hlutverki. Börn voru, eru og verða alltaf skemmtileg og mættum við sko alveg taka þau oftar til fyrirmyndar. Gaman að heyra að húsbyggingin gangi vel. Farðu vel með þig ljúfust og njóttu lífsins áfram eins og þér einni er lagið.
Knús í tonnatali
Tína, 6.12.2008 kl. 11:12
ótrúlegur verðmunur !!
gangi þér vel með allt jólastúss kæra kona.
Kærleiksknús frá Lejre
sSteinunn Helga Sigurðardóttir, 6.12.2008 kl. 18:23
Gunnar Helgi Eysteinsson, 7.12.2008 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.