Leita í fréttum mbl.is

prjóni prjón

Ég var að klára að prjóna vettlinga sem ég er nokkuð ánægð með. Strákunum okkar líst svo vel á þá að þeir eru búnir að biðja mig að prjóna á sig líka :) Ætli þessir séu ekki á Ólöfu Ósk?!!! Held það. Set inn mynd þegar ég er búin að taka eina slíka...eða tvær.

Dagurinn í dag er búinn að vera nokkuð ljúfur. Lá og kúrði í morgun meðan Jóhannes var í tölvunni. Svo fórum við á stjá, fengum okkur að borða í rólegheitunum og fórum svo í laaaangan göngutúr. Það var yndislegt. Svo ljúft að eiga þessar stundir með Jóhannesi, við spjölluðum og hann taldi fyrir mig upp í 121. Alger snilli InLove Við fórum í bakaríið þar sem prinsinn fékk kleinuhring og svala og var alsæll. Áfram röltum við, en ástæðan fyrir ferðinni var að við þurftum að ná í pikkuppinn sem var hjá bifvélavirkja nokkrum í tékki.

Svo fórum við í kaffi til Grétu. Very næs :)

Mér finnst geggjað að geta boðið Jóhannesi upp á að vera svona í fríi, sérstaklega þegar ég er að vinna mikið tvöfalt. Var tvöfalt í gær og aftur á morgun, og þess vegna er svona dagur eins og í dag svoooo mikilvægur.
Næsta vetur byrjar hann svo í skóla og þá getum við ekki leyft okkur svona munað :( Ekki frekar en systkini hans geta núna, en þau hafa átt sinn tíma þegar þau voru í leikskóla ;)

Jæja, ætla að halda áfram að fönda jólakortin í tölvunni.

Ljós&kærleikur til ykkar allraHeart 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég langi so sjá lekkana? eins og eitt barnið mitt sagði einvherntíman.

Ásdís Sigurðardóttir, 25.11.2008 kl. 22:24

2 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband