Leita í fréttum mbl.is

Höfuðverkur dauðans...

Ég var með hausverk dauðans í dag. Hann lét ekki undan fyrr en ég var búin með STÓRAN lette og búin að taka bæði paratabs og íbúfen!

Þykist vita hvað olli...ég drakk ekki kaffibollann (eða glasið réttara skrifað...) fyrr en kl 14 og held svei mér að ég hafi verið með fráhvörf...og þá ekki í fyrsta sinn!!!

coffee addictionÉg er nefninlega kaffifíkill...gerðist kaffifíkill þegar ég hætti í sykrinum... 

Jamm, maður verður að hafa einhvað!!!

Annars er dagurinn búinn að vera góður (fyrir utan hausverkinn sem fylgir gjarnan ógleði...). Ég var búin að taka ákvörðun um að þrífa og taka til í dag og viti menn; ég stóð við þessa ákvörðun mína!!! Jamm!! Mjög ánægð með mig, ég gerði ALLT, skildi EKKERT eftir! 

En hér ilmar ekki af hreinlæti þar sem ég er með ilmefnaofnæmi og nota NEUTRAL!!!

Kvöldmaturinn er að mallast á eldavélinni og verður líklega klár um sama leiti og strákarnir mínir 3 eru búnir að horfa á Man.Utd. leik helgarinnar. 

Matseðill kvöldsins fellur fjölskyldunni misvel...slátur, rófustappa og karöflumús...og nú er ég svööööng og ætla að drífa í að gera stöppu og mús!

Knús...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Namm - áttu eitthvað eftir?

Hrönn Sigurðardóttir, 22.11.2008 kl. 19:26

2 Smámynd: JEG

Innlitskveðja úr Hrútósveitó.  Vona að kvöldið hjá þér verði ljúft. 

JEG, 22.11.2008 kl. 19:51

3 Smámynd: SigrúnSveitó

Já, ég á afgang. Ætlarðu að koma?!

SigrúnSveitó, 22.11.2008 kl. 20:48

4 Smámynd: Úrsúla Manda

Þetta á að vera kvöldmaturinn hjá minni familyu á morgun  

Úrsúla Manda , 22.11.2008 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband