26.10.2008 | 18:44
Jæja...
...þá er helgin að verða búin og vetrarfrí barnanna líka. Þau voru svo heppin að eiga alla síðustu viku í frí, sem var tilkomið af því að kennararnir ætluðu til USA á eitthvert námskeið. En svo var hætt við allt saman, nema ekki við fríið :) Þau bara alsæl, smá Danmerkurfílingur í gangi.
Afmælið gekk vel en ég get sagt ykkur að það ég var með alltof mikið af kökum...bakaði marenstertu, kaniltertu, brúna með hvítu, nammitertu og svo þessa sjúklega góðu sykurlausu (epla og valhnetubökuna góðu) og svo heita rétti...einn heitfengan og svo skinku-aspas-osta-rúllubrauðsgúmmulaði.
Þannig að...þetta var, eins og Erla sys. tók til orða..., á við meðalfermingarveislu...amk kræsingarnar. Ég hef það mér til varnar að það komu ekki allir sem við áttum von á...ekki allir að hafa fyrir því að afboða sig...
Ég fékk líka pakka, þar sem dóttir okkar er svo elskuleg að vilja deila veislunni sinni með mér. Svo ég er búin að fá nokkrar gjafir þó enn séu 13 dagar í afmælið mitt... Ég fékk bókina; Brauðréttir Hagkaupa og kleinupoka, ég fékk legghlífar, gráar með "demöntum", ég fékk platta fyrir kerti og ég fékk blómvönd. Held ég sé að muna eftir öllu.
Alltaf gaman að eiga afmæli þó ég eigi erfitt með að þyggja gjafir...fer alltaf hjá mér þegar fólk er að eyða í mig... Það á betur við mig að gefa öðrum en að þiggja...
Í morgun fórum við; ég og strákarnir, í sunnudagaskólann. Þar var verið að skíra litla stúlku. Á eftir var farið yfir í safnaðarheimlið þar sem var föndurstund. Við bjuggum til þessi fínu bókamerki, með perlum og alles :) Notaleg stund sem við áttum.
Svo er það víst þannig að fótbolti á hug drengjanna okkar...svo LOKSINS (í Einars huga er þetta LOKSINS...) fékk Einar það í gegn að keypt yrði áskrift að fótboltarás. Hann var lengi vel í miklum minnihluta á heimlinu...en nú eru þeir víst í meirihluta...Svo nú fara sunnudagarnir í fótboltagláp...amk hjá strákunum. Einar var að sparsla og stóð sig vel, eins og alltaf. Hef ég kannski sagt ykkur það áður? Maðurinn minn er svo mikill dugnaðarforkur! Alger hetja í mínum augum
Jæja, ég ætla að skutla þvottinum upp á snúru og setjast svo á góðan stað með prjónana mína...
Molinn:
"Betra er að kveikja ljós, hversu lítið sem það er, en að bölva myrkrinu."
- Konfútse
Túttilú...
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hugggulegt og notalegt !
Kærleikskveðjur !
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 26.10.2008 kl. 18:47
Kær kveðja og eigðu góða vinnuviku elsku Sigrún
Ásdís Sigurðardóttir, 26.10.2008 kl. 21:46
Já manni hættir til að meika of mikið af kræsingum því ekki vill maður hafa of lítið sko. Vá viku frí hér var það 1 dagur.
Knús og klemm á þig mín kæra og frábært hvað helgin þín var notaleg.
JEG, 26.10.2008 kl. 22:57
hurruuuuu kona.................... er þá ekki alveg fullt fullt af afgöngum??? Eins og t.d af brauðréttunum (er sko veik fyrir svoleiðis) og var ekki súkkulaðiterta? En það er hægt að múta mér með einni.
En ofsalega er gott að heyra að þú hafir fengið pakka. Mér finnst klikkað gaman að fá svoleiðis og viðurkenni fúlega að ég fæ því miður allt of sjaldan pakka (á ammli á þannig degi sjáðu). Össs heldurðu að ég sé ekki bara farin að vorkenna sjálfri mér á blogginu þínu?!?!? Ekkert uppeldi á mér. En mér finnst líka alveg hrikalega gaman að gefa það og reyni að nota hvert tækifæri sem ég hef til þess.
Annars gaman að lesa regnbogabloggið hjá þér vinkona.
Knús og kossar í öllum regnbogans litum duglega kona.
Tína, 27.10.2008 kl. 08:30
Ohhh, hvað ég er feginn að ekki er mikill áhugi á fótbollta hér, æ gett ðe tjills við tilhugsunina við fotbolltahljóð á sunnudegi í sjónvarpinu..ætti kannski e-ð að vinna með það en þetta situr djúpt í mér..brrrr..sunnudagur, skóli daginn eftir, ekki búin að læra heima, kvíði..brrr
jóna björg (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 08:32
Góður moli hjá þér
Hrönn Sigurðardóttir, 27.10.2008 kl. 10:52
Innilega til hamingju með heimasætuna á bænum :-) Vonum þið eigið öll yndislegan dag! knús á Skagann! R+I=HH
Hjalla-stelpurnar (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 10:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.