Leita í fréttum mbl.is

Bloggleti

Stundum finnst mér að ég VERRRRÐI að blogga, og blogga eitthvað ægilega gáfulegt...En svo man ég að ég blogga fyrir mig, af því að mér finnst það gaman...svo er auðvitað stóóóór plús að einhverjir nenni að lesa...og jafnvel kommenta.

Ég ætla samt ekki að detta í þá gryfju að fá samviskubit ef ég blogga "ekki nógu oft", sem er auðvitað líka heimskulegt. Ef þetta er kvöð þá verður þetta leiðinlegt!

Í gær fór ég í borgarferð. Fór að hitta Lilju sys. sem þar var stödd í námsferð.  Stúlkan sú er komin í mastersnám í íslensku. Hún er svo námsfús, þessi elska. Fær ekki nóg. En eins og hún orðaði það sjálf í gær að þá er hún löngu hætt að prjóna eða sauma eða neitt slíkt, þar sem kennslan og námið er hennar allra stærsta áhugamál.  

Við systur þvældumst um í Smáralindinni, ég keypti mér tösku, geðveikt flotta, rauða. Set kannski inn mynd af henni við tækifæri!

Á eftir fórum við á Vegamót að borða...slafffr...mikið góður matur og svo þetta líka svakalega góða latte á eftir. Mikið spjallað og bara yndælt í alla staði. Takk sys (ef þú lestWink).

Reyndar drakk ég MIKIÐ kaffi í gær, var bara í heimsóknum og þess háttar þvælingi allan daginn...fyrir utan æfinguna í hádeginu...

Í dag var svo alvara lífsins...nefninlega vinnan.  Eftir vinnu fórum við Jóhannes í heimsókn til leikskólavinar Jóhannesar og mömmu hans. Og hvað haldiði?!! Við komumst að því að við erum svona líka slatta mikið skildar. Eða sko afi minn (Gunnar) og langamma hennar voru systkini.  Nú er ég búin að týna aðgangnum mínum að íslendingabók svo ég get ekki skýrt þennan skyldleika nánar...man ekki alveg...

...ansans...var að finna lykilorðið mitt en nú er ég búin að biðja um nýtt og þá gildir hitt ekki lengur...o jæja, ætli þetta bjargist ekki?!!!

Jæja, best að skríða undir sængina mjúku... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

knús

JEG, 26.8.2008 kl. 23:47

2 Smámynd: Renata

ó já, maður er stundum verulega latur að blogga...

veit ekki hvað gekk fyrir hjá bloggi hjá mér, en mér tókst að eyðileggja tengingu á þínu vefsíðu sem bloggvinkonu, sendi þér beiðni að vera "bloggvinkona" mín aftur

Renata, 27.8.2008 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband