Leita í fréttum mbl.is

Ótrúlegt...

...en satt, ég hef ekki bloggað síðan 14. apríl...eða á mánudaginn!!  Hver hefði trúað að þetta myndi gerast?!!!

En ég er bara ansi upptekin ung kona þessa dagana.  

Í gær fórum við hjónakornin í húsbyggjendaferð í höfuðborgina.  Þurftum að skoða hitt og þetta, vera sammála um klæðningu á baðið og svoleiðis.  Það gekk fljótt og sársaukalega fyrir sig, enda höfum við færst nær hvort öðru í stíl og smekk þessi ár sem við höfum verið saman.

Ég get sagt ykkur að það hefði verið DÍSASTER ef við hefðum ætlað að byggja hús fyrstu árin okkar saman...úff...við vorum svo langt frá hvort öðru í öllum stíl og bara hverju sem var.  LoL En síðan eru liðin nokkur ár.

Annars var ég að vinna í gærkveldi og fer aftur núna á eftir...ferlegt hvað þessar kvöldvaktir slíta sundur prjónatímann hjá mér...en ég ÆTLA og ég SKAL vera búin með pilsið mitt fyrir laugardaginn...ok ok ok...lofa myndum very fljótlega!!!

En nú ætla ég að rjúka...nóg að brasa...var að baka köku til að taka með í vinnuna...afmælisdöðluköku...namminamm...samt á enginn afmæli...ekki sem ég veit um... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Renata

mmm..þessi kaka verður bakað hjá mér í dag

 takk fyrir uppskrift

Renata, 17.4.2008 kl. 15:41

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, maður þroskast annaðhvort saman eða sundur. Betra samanKisses

Ásdís Sigurðardóttir, 17.4.2008 kl. 15:48

3 Smámynd: SigrúnSveitó

Jamm, þessi kaka er góð. Hlakka til að gefa stelpunum á eftir

Ójá, ég er í það minnsta þakklát fyrir að við þroskuðumst saman

SigrúnSveitó, 17.4.2008 kl. 17:39

4 Smámynd: Eysteinn Þór Kristinsson

Allir dagar eru afmælisdagar, allavega einhverra. væri nú alveg til í að smakka döðlukökuna þína, er ekki viss um systur þína   kökuknús.

Eysteinn Þór Kristinsson, 17.4.2008 kl. 22:46

5 Smámynd: SigrúnSveitó

Það er rétt, hugsaði það líka þegar ég skrifaði þetta...að það ætti EINHVER afmæli ;)

Jamm, ég baka svona næst þegar þú, kæri mágur, kemur í heimsókn. Lilja verður að láta sér nægja kaffi...

SigrúnSveitó, 18.4.2008 kl. 14:09

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Mamma átti afmæli í gær

Hrönn Sigurðardóttir, 18.4.2008 kl. 14:26

7 Smámynd: SigrúnSveitó

Til hamingju með mömmsuna þína, Hrönn

SigrúnSveitó, 18.4.2008 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband