22.10.2006 | 11:54
Sunnudagsmorgunn á Slysó
Jón Ingvi byrjaði daginn snemma í dag. Jóhannes vaknaði grátandi kl 5.27 og Jón Ingvi vaknaði...og hann sofnaði ekki aftur eins og við hin. Hann hékk inni í rúmi hjá okkur til kl 7.00 þá gat hann ekki meir og fór inn til sín að horfa á barnatímann á DR1. Guði sé lof fyrir tímamismuninn...sem styttist um næstu helgi...
Um 8 leitið gat hann ekki hamið hungur sitt lengur og ég fór fram og fékk mér morgunmat, honum til samlætis. Fljótlega bættist fjörkálfurinn okkar í hópinn. Þegar ég svo skömmu síðar skellti mér í bað kom Jóhannes með, svo bættist Jón Ingvi í hópinn og ég forðaði mér úr þrengslunum. Þeir bræður dunduðu sér lengi vel með litlar sprautur. Svo allt í einu fór Jóhannes að gráta og sagðist hafa meitt sig. Ég spurði hann hvort hann vildi þá ekki koma upp úr baðinu sem hann vildi. Ég tók hann upp úr og það FOSSAÐI blóð úr ristinni á honum!!! Hann hafði skorið sig illilega, á einhverju sem ég gat ekki ímyndað mér hvað var.
Við brunuðum niður á slysó og hittum þar dr. Harald og hann saumaði hvorki meira né minna en 5 spor í fótinn á litla íþróttaálfinum okkar!!! Jóhannes stóð sig eins og hetja, gretti sig og fékk smá tár í augun þegar hann fékk deyfinguna og sagði; "Ái, þetta er voooont". Svo var það búið, fóturinn sofnaður og Haraldur saumaði 5 spor í og ég söng "Lille frække Frederik" á meðan.
Íþróttaálfurinn okkar fékk að velja sér verðlaun, enda átti hann það sannarlega skilið. Valdi sér skrítinn bolta. Svo fékk hann ís líka. Núna situr hann, já SITUR, inni í herbergi og horfir á íþróttaálfinn. Það verður fróðlegt að sjá hvort hann geti sleppt því að skoppa með...
Þegar heim kom fann ég reyndar sökudóginn, eitthvert plaststykki sem ég hef ekki hugmynd um hvaðan kom.
Jæja, ætla að hjálpa Jóni Ingva að læra.
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Dugnaðarstrákur hann Jóhannes. Gaman að fá ykkur í heimsókn áðan í himnaríki. Mér fannst reyndar blæða ansi mikið úr fætinum þrátt fyrir saumaskap læknisins! Vonandi er það hætt núna eftir nýja plásturinn frá mér. Sjáumst mjög fljótlega.
Gurrí (IP-tala skráð) 22.10.2006 kl. 16:44
Hæ, það blæðir ennþá smá. Hann fékk stíl og er farinn að sofa, þessi elska. Er búinn að haltra seinnipartinn. Ég hringi upp á sjúkrahús á morgun ef mér finnst hann slæmur...
Kv.
SigrúnSveitó, 22.10.2006 kl. 19:50
Æjjj snúlli litli hvaða óhapp var nú þetta. Vona að hann verði fljótur að ná sér og láti nú aðra fjölskyldumeðlimi dekra við sig ;c) Knús til litlu hetjunnar frá okkur hér á Sel.
Hilsen pilsen Bryndís
Bryndís Ósk (IP-tala skráð) 22.10.2006 kl. 22:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.