Leita í fréttum mbl.is

Held bara...

...að þetta hafi ekki gerst áður! Ekkert blogg frá mér í 3 daga!  Vóóó...!! LoL

Í stuttu máli þá sprakk ég ekki þarna um daginn.  En hef bara ekki nennt að setjast við tölvuna...eða eiginlega bara ekki haft tíma.  Hef verið að vinna um helgina, svo hef ég verið að taka til og þvo þvott fyrir ferðina okkar (mína og barnanna) á Norðfjörð. 

Svo í dag fórum við í fermingar.  Þ.e. ég og strákarnir fórum í fermingarveislu hjá Birgi Elís, syni Erlu sys., í Borgarnesi.  Mjög vel heppnuð veisla í alla staði og held ég að fermingardrengurinn hafi verið alsæll með daginn.

Einar og stelpurnar fóru hins vegar í veislu hjá frænda Einars (og barnanna auðvitað), sem var í Reykjavík.  Einnig mjög vel heppnaður dagur þar, eftir þvi sem mér er sagt.

Nú er sem sagt fermingarhrinan byrjuð...og sér ekki fyrir endann á henni alveg strax...

Frekar skondið að hugsa til þess að þessi ár sem við hjónakornin höfum verið saman höfum við farið í 2 fermingar (fyrir utan auðvitað hjá Bárunni okkar)...og bara núna þessa viku eru FJÓRAR á dagskránni og allt í okkar nánustu familíju!!!

Jamm. 

Hvað get ég sagt...jú, ég get sagt ykkur að ég prjónaði mér lopapeysu...og hún er alltof stór!!!  Er að spá í að þvo hana aftur og teygja hana út...ekki suður...og sauma hana svo inn hér og þar...eða ekki...veit eigi hvað gjöra skal.  Einhverjar hugmyndir?????

Læt þetta nægja...ætla að koma drengjunum í bælið...þeir eru þreyttir og pirraðir...svangir og eflaust hálf máttlausir af sykuráti...Jón Ingvi gat lítið borðað í fermingunni...annað en smá brauð og litlar pizzur...og svo náttúrlega KÖKU!!!

Veit ekki hvenær ég blogga næst...er að fara í páskafrí og tek kannski páskafrí frá blogginu...eða amk blogga minna...ok, ég hætti núna...

Ást til ykkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góða ferð í sveitina og við biðjum kærlega heilsa öllum.  Veit þið eigið eftir að eiga dásamlega daga og gleymdu bara tölvunni um stund.  Allt í lagi að taka smá pásu :)  Verst að missa af öllum kræsingunum í veislunni hjá frænda ... veit þið systur eigið eftir að rúlla þessu upp :)  *knús&kram*

raggý & inga (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 20:31

2 identicon

welcome back!

jóna björg (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband