Leita í fréttum mbl.is

Lognið...

Ég er alin upp á Norðfirði, "þar sem lognið hlær svo dátt".  Hef reyndar aldrei alveg skilið þessa setningu...

En það var heldur alls ekki það sem ég ætlaði mér að segja.  Mig langaði meira að skrifa um lognið sem fer hér hamförum í nótt.  Komst nefninlega að því fljótlega eftir að ég flutti á Skagann, fyrir rúmu ári...eða bráðum einu og hálfu ári síðan, að hér er ALDREI rok!  Öfugt við það sem ég hafði alltaf haldið og heyrt.  En nei, mér var fjótlega gert grein fyrir því að hér er aldrei rok...heldur fer lognið bara misjafnlega hratt yfir.

Og lognið fer sannarlega hratt yfir í kvöld.  Endurvinnslutunnan er komin inn í gang...var farin að skrölta við útidyrnar seinnipartinn, svo ég kippti henni inn.  Tek fram að ég kippi ekki hinum (skítugu ruslatunnunum) inn í gang!!!  Það væri ógeð...fullt af allskonar pöddum...svona "baktussum" sem mér er meinilla við!!

--

Þeir sem lásu athugasemdir frá systrum mínum hér að neðan sáu að rafmagnið fór hjá þeim í dag.  Í gamla daga, þegar ég var ung, þá fór rafmagnið oft.  Stundum var sagt að það eina sem ræki RARIK-karlana ("amalausutallana", eins og Aðalsteinn bró kallaði þá (= "rafmagnslausukallana")) af stað til að koma rafmagninu á sveita, var að vatnsbrunnur bæjarbúa var tengdur við rafmagn sveitarinnar...sel það ekki dýrar en ég keypti það.

En amk þá fór rafmagnið oft í vetrarveðrunum...eða amk er það þannig í minningunni.  Jón Þór stóð þá í streði með að mjólka og mamma eldaði á gasprímus.  Í eldhúsinu héngu 2 gamaldags olíulampar  og á þeim var kveikt þegar rafmagnið fór.  Og svo las mamma fyrir okkur upp úr Íslenskum Þjóðsögum.  Jiii, þetta var svo huggó.

---

Þetta var bara smá nostalgíukast hjá mér.  

Er búin að hafa það notó í kvöld.  Hef legið uppi í rúmi, við hliðina á mínum heittelskaða og borðað osta og prjónað og horft á alveg hreint ágætis bíómynd.  Mjög notalegt næstsíðasta kvöld ársins.  Síðasta kvöld ársins fer ekki í notalegheit með familíunni, amk ekki í þetta skiptið.  

Held ég skríði upp í aftur og klári að prjóna það sem ég er með á prjónunum núna..."skauta" handa Jóhannesi...eins og hann kallar það.  Mynd kannski á morgun ;) á eftir að þæfa þá til að þeir passi á drenginn.

Until next time; Megi mátturinn vera með ykkur öllum! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahaha mér finnst þetta dásamleg útskýring hjá Skagamönnum ... að lognið fari misjafnlega hratt yfir!  Þarf að muna þennan frasa :)    Jiminn síðasti dagur ársins í dag - ég verð svo dramatísk á svona tímamótum - allt verður "það síðasta" þess árs!  Missi mig pínu en tek samt sem áður fagnandi á móti nýju ári.  2008 verður jafnvel betra en 2007 og þarf nú ansi mikið til að toppa það!! :)  Hafið það sem allra best yndislega fjölskylda!!

ps.  Ég fékk alveg tár í augun að lesa "saknaðar-pistilinn" þinn get ímyndað mér að það sé erfitt fyrir þig að vera svona langt frá þeim öllum fyrir austan  :-Z  en já það styttist óðum í páskana og þá verður aldeilis ljúft hjá ykkur :)  *knús* til þín frænka

Ragnhildur frænka (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 08:22

2 Smámynd: Kokkurinn Ógurlegi

Aldrei rok á skaganum, ha ha ha ha ha ha,  það er ekki hægt að segja annað en að þeir eru uppfinnigasamir skagamennirnir, ekki rok, lognið bara á hraðferð, ha ha ha, bið að heilsa, gleðilegt ár, hafið það sem best í hraðferðarlogninu, skilst að lognið sé á hraðferð í kvöld :-)

Kokkurinn Ógurlegi, 31.12.2007 kl. 09:17

3 Smámynd: Gísli Gíslason

Það er eins með lognið á Skaganum eins og hér á Álftanesi! 

Gísli Gíslason, 31.12.2007 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband