27.12.2007 | 00:55
2. í jólum og fleira!
Helló darlings!
Í morgun var ég að vinna. Krakkarnir fóru í jólaboð með pabba kl. 14, en ég náði aldrei þangað því það var búið kl. 16...svo ég fór bara til pabba og sótti börnin þangað. Pabbi var svo að fara í matarboð.
Verð að segja ykkur líka hvað ég er vel gift! Þessi elska kom í dag og náði í bílinn í vinnuna til mín og fór og setti á hann bensín og fyllti á rúðupissið, bara svo ég þyrfti ekki að gera þetta eftir vinnu! Er hann bara ekki yndislegur?!!!
Þegar við fórum frá pabba fórum við og keyptum okkur að eta og fórum svo heim til minnar elskulegu tengdamúttu. Hún var í matarboði en hafði gert ráðstafanir svo við komumst inn.
Ég lagði mig svo aðeins...til að geta verið almennilega vakandi í akstri kvöldsins!
Og sem betur fer!!! Við fórum sko út á Keflavíkurflugvöll að sækja Cille, vinkonu Ólafar Óskar, sem var að koma frá Dk og ætlar að vera hjá okkur í viku. Á leiðinni út á völl vorum við ekki langt frá því að lenda í árekstri því eitthver FÍFL (afsakið orðbragðið) var að flýta sér aðeins og mikið...var að taka fram úr þar sem Reykjanesbrautin er einföld og kom á syngjandi siglingu á móti okkur á OKKAR veghelmingi!!! Enn og aftur þakka ég Guði fyrir að ég keyri á löglegum hraða og eftir aðstæðum því annars efast ég um að ég væri að blogga núna!!
Grínlaust, ég er eiginlega hætt að segja við Einar "keyrðu varlega" þegar hann fer út, ég er farin að segja við hann; "passaðu þig á hinum bílunum". Því ég veit hann keyrir varlega og ég veit líka að það er fullt af fólki sem gerir það EKKI!!!
Arrrrrrrrrrrrrgggg!
Nóg um það.
Cille er sem sagt komin og þær vinkonur hafa ENGU gleymt! Þær byrjuðu strax að blaðra og flissa, eins og þeim einum er lagið. Yndislegt! Við mæðgur táruðumst báðar þegar Cille kom út!! Og Ólöf Ósk sagði; "Ég er greinilega dóttir mömmu minnar...svona "tudefjes""!!!
En nú held ég að ég smelli mér í bælið, ætla að lokka minn heittelskaða í bælið líka, langar að liggja undir sænginni okkar góðu og spjalla við hann. Við höfum eiginlega ekkert hist síðan kl 14.30 í gær og það er sko nóg til að ég fái fráhvarfseinkenni!!
Gúdd næt, mæ darlings!
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
gúdd næt darling and slíb well
Guðrún Jóhannesdóttir, 27.12.2007 kl. 01:56
Gott þú slappst!
Hrönn Sigurðardóttir, 27.12.2007 kl. 09:02
ÉG segi sko sama og þú núorðið, passaðu þig á hinum bílunum, treysti mínum kalli en umferðin er oft glæpur.
Ásdís Sigurðardóttir, 27.12.2007 kl. 12:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.