Leita í fréttum mbl.is

Jóladagur!

Já, gleðilegan jóladag, alles!!

Við byrjuðum jóladag eins og við erum vön; sváfum lengi og fengum okkur svo kalda afganga í matinn.  Svona morgun/hádegismat kl 12!  Strákunum þótti þetta frekar skrítið og kusu frekar morgunkorn og ristað brauð!!  En Ólöf Ósk er orðin vön svo hún naut þess í botn að fá jólamat í matinn aftur!

Í dag er pabbi svo væntanlegur og ætlum við að gæða okkur á taðreyktu kjöti af veturgömlu í kvella!  Slafr...

---jólapakkar

Jólapakkaflóðið...

Það var mikil spenna í gangi, sérstaklega hjá hinum rólega og yfirvegaða Jóni Ingva.  Ég held að hann hefði bara stungið sér á kaf í hrúguna hefði hann fengið að ráða!!!  

Jóhannes fékk m.a. blýant og stílabók og hann hefði í sjálfu sér ekki þurft meira!  Það var algerlega jólagjöfin í ár hjá honum.  Hann stóð og teiknaði og skrifaði og hafði varla tíma til að opna fleiri gjafir.  Hann reyndar varð líka gífurlega glaður þegar hann opnaði pakka sem innihélt kuldagalla...íþróttaálfs...!  Sagði með mikla gleði í röddinni; "Þetta vantaði mig einmitt"!  (Hann átti ekki heilgalla fyrir, bara úlpu og snjóbuxur!)

Jón Ingvi var mjög ánægður með allt sem hann fékk, mjúkt sem hart.  Ekkert eitt sem sló í gegn hjá honum, hann var bara alsæll.  Og ánægður þegar pakkarnir voru búnir og hann gat farið að leika sér.  

Ólöf Ósk var bara alsæl.  Fékk það sem hún óskaði sér; föt, náttföt og bækur!! Hún er orðin mjög róleg yfir jólunum, þó hún hlakki til og sé glöð að þá er ekki þessi læti og æsingur lengur.  Bara rólegheit...og nettur pirringur yfir æsingnum í Jóni Ingva...

Ég er sjálf mjög ánægð og fékk frábærar gjafir.  M.a. Tempur-inniskó frá mínum heittelskaða!  Svo nú verður mér sko ekki kalt á tánum!!!  Svo fékk ég beljur!  Við fengum líka beljuskál, geðveikt flotta!  Og svo fengum við sjúklega flottar myndir, sem stjúpi minn tók og lét stækka.  Eina af Ormsstöðum og eina af firðinum fagra, eða 740 Paradís eins og María sys. kallar hann!!!  Þær verða geymdar vel og svo hengdar upp á góðan stað í nýja húsinu okkar!  Svo fengum við gjafakort í Villeroy og Boch, og getum farið og verslað inn í stellið okkar!  Gaman, gaman!

Frá tengdamömmu fengum við svipaða gjöf og síðasta ár...eða hestaferð!!!  Síðast fórum við í ferð hjá Eldhestum og núna förum við í Hraunferð með Íshestum!  Sú ferð verður væntanlega farin í sumar, en s.l. sumar fórum við með tengdó og svo Valtý (bróðir Einars) og fjölskyldu.  

Jamm.  Svona eru jólin búin að vera hjá okkur so far!  

Núna situr Jón Ingvi og dúllar sér inni í herbergi og Jóhannes er búinn að sitja inni í eldhúsi og leira og syngja jólalög; "Nú nýfæddur Jesú í jötunni lá...".  Frekar krúttlegt!  Skvísan situr inni og les...held ég...!   

En núna ætla ég að fara að spila við Jóhannes...og kannski vilja fleiri vera með...spilið sem hann fékk í möndlugjöf!

Njótið dagsins og hvers annars Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Úrsúla Manda

Gleðileg jól kæra fjölskylda og hafið það gott yfir hátíðarnar.

Úrsúla Manda , 25.12.2007 kl. 16:38

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndisleg jól og allir slakir, þannig. Gott að ykkur líður svona vel.  Innilegar kveðjur frá mér.

Ásdís Sigurðardóttir, 25.12.2007 kl. 21:28

3 Smámynd: Hugarfluga

Ég sé að þið hafið aldeilis átt góð jól! Gott að heyra

Hugarfluga, 26.12.2007 kl. 17:41

4 identicon

Hæhæ Krúttfamilía og gleðileg jól.

Takk fyrir fallega afmæliskveðju þarna um daginn (betra seint en aldrei að þakka fyrir sig). Er búin að vera með prófstress allan desember og er svona rétt að ranka við mér aftur núna:)

Hafið það gott og ég hlakka til að sjá ykkur, hvenær sem það verður.

( og nú fer myndin fljótlega í póst, hún er alveg að verða ferðafær)

Jólaknús og kossar til ykkar allra

Slauga

Áslaug Hanna (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 00:18

5 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Innilegar jólakveðjur til þín og yndislegu fjölskyldunnar.

Guðríður Haraldsdóttir, 27.12.2007 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband