Leita í fréttum mbl.is

Tuðarar...

Jæja, þá er foreldrafundatörn haustsins væntanlega lokið.  Fór á tvo fundi í dag/kvöld.  Komst að mikilvægri niðurstöðu...íslendingar geta líka tuðað (=það eru ekki bara danir sem tuða...)!!!  Ákvað að láta það ekki á mig fá en tuðarar fara ekki í 1. sæti á vinsældalistanum hjá mér.  En þeim er örugglega alveg sama og nenna örugglega ekkert að tala við mig hvort eð er, þar sem ég nenni ekki að hlusta á tuðið í þeim Svalur hihi...

En það var annars gaman og athyglisverðir þessir fundir.  Alltaf að læra eitthvað nýtt.  Ég fékk þarna ýjmsar góðar upplýsingar og hlakka til samstarfs við skólann...næstu 13 árin væntanlega... ;)  Svo er ég mjög þakklát fyrir að vera alltaf að læra eitthvað nýtt um sjálfa mig, ég steig inn í óttann minn við álit annara og sagði eitthvað fyrir framan ALLT þetta fólk...og vitiði hvað??!!!  Ég dó EKKI!!!  Frekar að ég hafi vaxið og dafnað við þessi ósköp!!

En nú heyri ég að rúmið er að kalla á mig...seyðandi röddu...Siiigrúúún, komdu að sofa...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tuðgjöld hafa alltaf virkað vel á alla tuðara!

Valdís (IP-tala skráð) 26.9.2006 kl. 23:09

2 Smámynd: SigrúnSveitó

hehe...já. Hún var að tuða m.a. yfir gjaldi í foreldrasjóðinn á leikskólanum...hún ætti kannski bara að borga meira en aðrir...eða þegja...hehe... ;)

SigrúnSveitó, 27.9.2006 kl. 08:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband