Leita í fréttum mbl.is

Fyndið!!

Ég er alltaf að fá komment á varðandi virkni mína.  Að ég sé alltaf á fullu og hvaðan ég fái þessa orku og svoleiðis.  Það sem mér finnst fyndið við þetta er að ég hef aldrei séð mig sem sérlega virka manneskju.  Ég hef oft sagt við Lilju sys. að hún sé ofvirk...eða ofurvirk, eins og ég vil frekar kalla þetta til að misnota ekki orðið ofvirkni (sem mér finnst misnotað orð).  

Þessi komment hafa gert að ég hef farið að hugsa um þetta mál.  Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að sennilega er ég bara líka ofur-virk, en á öðrum sviðum en elskuleg systir mín.  Held ég...eða kannski erum við bara líkari en við héldum...og ekki að mér leiðist það neitt, því systa mín er yndisleg InLove

Eins og þeir vita sem lesa bloggið mitt reglulega þá er alltaf eitthvað um að vera og ég (og fjölskyldan) hendumst út og suður, ótt og títt.  

JónasT.d. í kvöld.  Við vorum á hreint frábærum tónleikum með Jónasi vini okkar.  Krakkarnir voru að tapa sér úr spenningi allan seinnipartinn.  Fyrir utan að þekkja Jónas vel þá þekkja þau líka vel diskinn sem Jónas gaf út s.l. haust/vetur, svo þetta var tvöföld gleði; bæði að hitta Jónas og hlusta á hann, tala nú ekki um að fara á tónleika að kvöldi til!!! 
Jóhannes ljómaði eins og sól í heiði þegar titillag plötunnar; "Þar sem malbikið svífur mun ég dansa" hljómaði og sagði; "Þetta er UPPÁHALDS lagið mitt"

Verð að segja, stórkostlegir tónleikar!!!  Snilldarlegt kvöld.  Elsku Jónas, TAKK fyrir okkur!!!!

Á morgun er nýr dagur, og hann verður pottþétt yndislegur, en núna ætla ég að skríða undir sængina mína og sofna ljúft með minn heittelskaða mér við hlið InLove

Ljós&kærleikur... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband