Leita í fréttum mbl.is

Sunnudagur til algerrar sælu

Það var þvílíkt hlýtt í dag, ca 18° - reyndar smá rok (sem er ekki óalgengt hérna...óttalegt rokrassgat þetta nes...).  En við (ég og strákarnir) nutum góða veðursins og hjóluðum í kaffi til Láru.  Alveg snilld að sitja að kaffidrykkju með skemmtilegri konu og drengirnir skemmtu sér við ýmsan leik.  

Þegar Ólöf Ósk sendi sms úr göngunum hjóluðum við heim, því hafmeyjan okkar var lyklalaus.  Hún var þreytt, en sæl eftir stranga helgi.  Hefur varla sést heima, enda verið marga tíma í Laugardalslauginni um helgina.  Hún var ánægð með eigin frammistöðu, bætti sig um 13 sek. í 100 m skrið.  Foreldarnir stoltir af stelpuskottinu sínu Smile
Það sem er best af öllu er að hún er búin að finna íþrótt sem henni finnst skemmtileg.  Hún prófaði nánast allt annað meðan við bjuggum í Danmörku; hún prófaði fimleika, badminton, handbolta, tennis, fótbolta...og ég er örugglega að gleyma einhverju.  En entist aldrei í neinu af þessu, svo þegar hún bað um að fá að æfa sund...já, ég verð að viðurkenna að ég var efins um að hún myndi nenna að stunda æfingar x5 í viku án nöldurs.  ...7-9-13...hún hefur ekki sagt svo mikið sem einu sinni að hún nenni ekki á æfingu!!  Hún hreinlega elskar að synda.  Sem er frábært.  Algerlega stórkostlegt að hún skyldi finna íþrótt við sitt hæfi...heilbrigð sál í hraustum líkama...Wink

Heyðu, svo rétt áður en Einar kom heim var bankað og þar voru mætt vinir okkar, Marta og Hartmann.  Þau voru að koma úr sumarhúsinu sínu og ákváðu að kíkja í kaffi.  Algerlega frábært að fá svona óvænta heimsókn!!!  I love it!!  Svo við drukkum kaffi og áttum yndislegt spjall.  Og sýndum þeim teikningar að húsinu okkar og svona. þakklæti

Já, sem sagt frábær dagur í alla staði.  Ji, hvað ég elska lífið mitt, ég er full af þakklæti.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hugarfluga

Hugarfluga, 29.4.2007 kl. 20:35

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Til hamingju

Hrönn Sigurðardóttir, 29.4.2007 kl. 21:07

3 Smámynd: SigrúnSveitó

Takk

SigrúnSveitó, 29.4.2007 kl. 21:17

4 identicon

Það er gott að þú áttir ljúfa helgi. Og engin smá kraftur í Ólöfu Ósk. Það er sko ekki lítið að bæta sig um 13 sekúndur í "stuttri" vegalengd!

Jóhanna (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 09:06

5 Smámynd: SigrúnSveitó

Já, það er kraftur í stelpunni.

SigrúnSveitó, 30.4.2007 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband