29.3.2007 | 09:43
200 metrar
Jamm, bætti mig um heila 50 metra í sundinu! Og fór í pottinn á eftir og náði að biðja og hugleiða áður en einhver maður kom í pottinn. Magnað hvað sumt fólk ÞARF að spjalla í pottinum. En það var nú bara gaman að spjallinu. Hann yfirheyrði mig, hvaðan ég væri, hvað ég væri að gera og bla bla bla. Svo þegar ég sagði honum að ég væri að ljúka hjúkrunarfræðinámi í sumar frá Danmörku þá kom náttúrlega upp úr dúrnum að konan hans er dönsk OG hjúkrunarfræðingur!!
Annars er allt gott að frétta. Fór í bæinn (sko höfuðborgina) í gær, að hitta nokkrar vinkonur og svo skelltum við okkur á fund á eftir. Hitti bara 1 sem ég þekki þar, en örugglega 100 manna fundur og rosa gaman. Sveif heim.
Jæja, ætla að leggjast í meiri greina-leit, fékk fiff frá Salný mágkonu minni, í athugasemd við síðustu færslu. Ekki amalegt að hafa fjölskyldumeðlimi í faginu ...svo síma ég kannski bara í föðursystir mína (sem er líka í faginu...og á MINNI deild) og ath hvort ég megi koma og hnýast á netið hjá þeim...
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 178853
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hæ sæta.. þú ferð á landspitali.is og þar til hægri getur þú velið bókasafns- og upplýsingasvið og þar komist á tímaritalistann.. og ef þú ert með abstract úr einhverjum greinum en veist tímaritið og tölublaðið það ferðu langt á því í þeim blöðum sem eru í opinni áskrift. En þú getur líka flett upp í tímaritalistanum í heild og séð hvort blaðið er til á bókasafninu.. Ef þú velur gagnasöfn á bókasafnsvefnum færðu upp fullt af gagnasöfnum eins og OVID, Scopus, Proquest sem er oft hægt að komast inn á greinarnar.. mesta vinnan er eiginlega að læra að nota þessar leitarvélar.. Mér finnst eiginlega PubMed með leiðinlegri leitarvélum kannski vegna þess að ég kann ekki á hana. En ég get alveg sagt þér að ef þú mætir á bókasafnið og sest bara við einhverja tölvuna þá mun enginn gera athugasemd við það og það er fínt fólk þarna sem er mjög liðlegt að hjálpa manni. Gangi þér mjög vel. kv. Salný (þetta er allt of langt komment.. kræst)
Salný (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 10:11
já gleymdi að segja þér að þú kemst á öll tímaritin á bókasafninu í gegnum hvaða tölvu sem er á landspítalanum.. þannig að það myndi líka virka vel að fara geðdeildina.. óþarfi að vera að panta greinar frá útlöndum sem fást auðveldlega hér.. Einhvern vegin tekst mér oftast að nálgast þær í gegnum netið..
Salný (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 10:13
takk kíki á þetta. Er að fara á símafund með leiðbeinandanum og Annemarie... mjög spennandi allt.
sveitamærin SJÁLF (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 11:54
gangi þér vel í gagnaleit, yndislegt , sund, það er það sem ég sakna frá íslandi
ljós frá mér.
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 29.3.2007 kl. 14:26
hæ, var að skoða uppskriftirnar þínar, rosa girnilegar, ætla að prófa bollurnar fljótlega og jafnvel kartöflukrásina.
Skemmtilegar líka þessar prjónauppskriftir
Hrönn Sigurðardóttir, 29.3.2007 kl. 16:14
Takk Gaman ef fólk getur notað þessar uppskriftir. Mér finnst þær amk æði
SigrúnSveitó, 29.3.2007 kl. 18:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.