Leita í fréttum mbl.is

Allt á uppleið

Heilsan er á uppleið, Jóhannes er búinn að vera hress, kátur og hitalaus síðan á sunnudag.  Sem er æði.  Mikið er ég fegin.  Þetta var "en værre omgang" sem tók á taugarnar.

Á mánudagskvöldið hrundi reyndar heimurinn hjá honum...hann vildi fara heim, heim á Akranes og heim til PABBA!!!  Grét og grét.  Við ræddum þetta fram og tilbaka og urðum sammála um að fara til Idu sem fyrst.

Sem við gerðum í gær, þar sem barnapössunin í Hillerød klikkaði.  Svo við erum í Græsted.  Jóhannes fór í leikskólann í dag og var þvílíkt ánægður.  Hann er búinn að tala um það í nokkra daga að hann vildi fara þangað.  Svo í morgun þá var þetta bara ekkert mál, hann bara kvaddi mig og hafði reyndar varla tíma til að kveðja!!  

Ég fer ekki í skólann aftur fyrr en á þriðjudag og þá fer hann í leikskólann aftur.  Svo er aftur skóli hjá mér á fimmtudag og þá er Tinna í fríi og hún ætlar að passa Jóhannes.  Svo síðustu skólavikuna má hann koma í leikskólann alla dagana ef við viljum...og ég ætla að þiggja það með "kosshönd" (eins og danirnir segja...).  

Svo allt gekk þetta upp.  

Annars er lítið að frétta.  Ég sakna manns og barna og hlakka mikið til að fara heim, þó ég njóti þess líka að vera hérna.  Er að fara í heimsóknir og matarboð föstudag og laugardag...er að reyna að ná í eina vinkonu upp á morgundaginn...svo er plönuð heimsókn í næstu viku...og þarnæstu...og já, það er nóg að gera...ég þarf víst að lesa líka...LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

 kvitt

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 28.2.2007 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband