Leita í fréttum mbl.is

Meira um snjó...snestorm...skafrenning...!!

Hérna inni fann ég skilgreiningu á því sem danir kalla "snestorm":

Når der falder 10 mm nedbør svarende til 10 cm sne på 6 timer og vindhastigheden overskrider 10 m/s over et større område - så taler vi her i Danmark om snestorm.

Eftir að hafa búið 9 ár í Danmörku þá hef ég komist að því að *snestorm* og *snjóstormur* er ekki það sama.  *Snestorm* er það sem við að öllu jöfnu köllum, í mesta lagi, skafrenning.  

Gleymi aldrei frétt í sjónvarpinu þar sem fréttamaðurinn stóð úti í *snestorm* og það var svo fallegt vetrarveður...snjórinn féll BEINT niður og ekki með látum!!  

Gott að vita skilgreiningu á *snestorm*!!! 

snestorm...eða skafrenningurEn ég verð samt að segja að þetta er mesti snjór sem ég hef séð í Danmörku.  Hann liggur mest í sköflum hér og þar og allsstaðar, enda hefur verið skafrenningur...

Ég hlakka mest til þegar vegirnir eru tilbúnir fyrir litla rauða fíatinn...svo ég geti komist á flakk og hitt eitthvað af þessu fólki sem ég er búin að hlakka lengi til að hitta!!!

En ég stefni amk á að verða á ferð og flugi um "Region Hovedstaden" frá og með fimmtudegi...enginn skóli fimmtudag og föstudag...svo þá er bara party on!!!

Over and out...!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hugarfluga

Heyrði í dag í kunningjakonu minni, sem stödd er í Köben, og hún sagði mér að það væri bara enginn snjór þar sem talandi væri um. Er þetta meira í úthverfunum og úti á landi?

Hugarfluga, 23.2.2007 kl. 19:04

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Ætli það ekki, ég er ca 50 km norðan við köben og hér eru amk stórir skaflar.  Hvenær áttu að fljúga út?

SigrúnSveitó, 23.2.2007 kl. 19:18

3 Smámynd: Hugarfluga

Á að lenda á hádegi "your time" 

Hugarfluga, 23.2.2007 kl. 19:39

4 Smámynd: SigrúnSveitó

Arna; hehe, já ég held þeir myndu gera í brækurnar!!

Hugarfluge; góða ferð út og vonandi eyðileggur ekki snjórinn alltof mikið fyrir ykkur. 

SigrúnSveitó, 23.2.2007 kl. 19:49

5 identicon

Þetta er alveg magnað með þennan snjó. En við hérna í Odense erum bara frekar útundan. Þetta er reyndar mesti snjór sem ég hef séð hér en hann er samt ekki núna nema um 1 cm jafnfallin og sirka 3-5 í "sköflunum" þar sem hefur "skafið". En ég sé á myndunum þínum að þið hafið bara fengið gamaldags skafla og alles! En hafið það gott og vonandi kemstu nú fljótt á flakk.

Jóhanna (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 21:46

6 Smámynd: SigrúnSveitó

hehe, já takk, ég vil komast á flakk!! Skrítið að upplifa svona heilt samfélag lamast af snjó.

SigrúnSveitó, 24.2.2007 kl. 08:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband