Leita í fréttum mbl.is

Komin til Danaveldis

Jæja, fórum á fætur kl 4 í morgun...ég var ÞREYTT enda vakti ég til kl 1 Shocking smá stjórnleysi...

Æddum á völlinn...lentum í Köben kl. 11.20 á staðartíma.  

Hittum Sigrúnu, mömmu Lóu við færibandið.  Þá heyrðist í Jóhannesi; "Mamma, hvað heitir þessi amma?".  Hittum Lóu svo fyrir utan, og hún bauð okkur í opið hús á morgun.  Sé til hvað ég geri...er of þreytt núna til að taka afstöðu... 

Pippi beið okkar fyrir utan.  Beint til Hillerød í ekta danskan frokost.  Ekki slæmt.

Vá, það var æði að koma hingað, ég var komin HEIM.  Skrítin tilfinning að tilheyra svona gersamlega á tveimur stöðum.   

Pippi fór með okkur til Piu, sem beið með eitt stykki íbúð handa okkur!!  Og aðgang að, ja öllu!!  Svo fengum við bíl til afnota hjá Pippi og Kåre.  Ég get sagt ykkur að ég er búin að vera klökk í allan dag af þakklæti.  Mér finnst þetta ekkert lítið sem þau eru öll að gera fyrir okkur. 

Erum núna komin til Græsted Smile Sitjum í köldu dönsku húsi...brenniofninn er að hita upp hægt og sígandi.  Sakna ekki kaldra húsa...!!

Mamma Tinnu kom og hleypti okkur inn í húsið þar sem Tinna og co koma heim á morgun úr skíðaferð.  Hún (mamma Tinnu) er líka boðin og búin að passa Jóhannes þegar og ef ég þarf!!  

Ég bara á ekki orð yfir þetta allt.  Pippi segir að ég eigi þetta allt skilið Blush ...ég bara roðna...

Ég mun þakka fyrir mig áður en ég fer að sofa í kvöld, það er alveg á hreinu. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hafiðið það sem best í dk! kv Ingvar

ingvar (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 19:44

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Takk

SigrúnSveitó, 18.2.2007 kl. 08:50

3 identicon

Yndislegir vinir sem þú átt þarna frænka .... dýrmætur fjársjóður!   Njóttið ykkar í Danmörku.  *knús&kram*

ragnhildur frænka (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 11:30

4 identicon

Elsku Sigrún mín.

Þú átt alltaf það besta skilið af öllum, gangi ykkur sem best.

Ástarkveðja frá mömmu

Magnea Móberg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 11:18

5 Smámynd: SigrúnSveitó

Takk

SigrúnSveitó, 19.2.2007 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband