Leita í fréttum mbl.is

17. júní 2010

Við smelltum okkur í skógræktina í dag, þar voru hátíðahöldin hér á Akranesi haldin. Mér skilst að Skagamenn (einhverjir amk...) hafi ekki allir verið sáttir með það hvar hátíðahöldin fóru fram. Það er áralöng - eflaust áratugalöng - hefð fyrir að þessi hátíðahöld fari fram niðri í bæ, nánar tiltekið niðri á Akratorgi.

En þar sem ég er alls ekki Skagamaður (er sko og verð alltaf Norðfirðingur!!!) þá er ég allskostar ósammála þessum Skagamönnum sem eru ósáttir. Mér finnst skógræktin, nánar tiltekið Garðalundur, frábær staður. Það er NÓG pláss, það er mjúkt að setjast í grasið (malbikið er hart niðri í bæ!!!) og þetta er miklu frjálslegra fyrir börnin. 

Dásamlegt alveg - finnst mér Wink

Annars er rétt að geta þess að þar sem nú er Akratorg stóð hús í gamla daga. Það hús (ef ég man þetta rétt) byggði langafi Einars. Hann átti ekki krónu og byggði húsið allt út á krít, og húsið fékk nafnið SKULD og er ættin kennd við það hús. Einar er sem sagt kominn af Skuldarættinni - sem sagt Skuldari Tounge

Eftir því sem ég kemst næst (Akranesvefurinn sko) þá var torgið lengi kennt við Skuld og kallað Skuldartorg - en er sem sagt í dag kallað Akratorg.

Mér hefur dottið í hug, og Einari finnst það ekki galin hugmynd - að ef þannig fer að við höldum húsinu okkar (sem sagt ef Frjálsi Fjárfestingarbankinn fer að verða til samvinnu) að þá köllum við húsið okkar SKULD. Því það er ekki orðum aukið að kalla það því nafni!!! Og mér finnst það bara passa vel, svona í ljósi sögunnar Cool

Kveð ykkur með hamingjumola dagsins:  

Gleðin er besta vopnið
í stríðinu við óttann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband