Færsluflokkur: Bloggar
16.3.2007 | 22:36
Almost done...
Á eftir að pakka smá...leggjum í ´ann kl 9 í fyrramálið, sækjum þá Jón Ingva, keyrum til Hillerød í smá kaffi hjá Betinu, svo er það Roskilde!! Verðum hjá Jónasi og Áslaugu síðustu nóttina.
Svo er það Home Sweet Home på søndag!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.3.2007 | 07:47
Taug í klemmu...
...vaknaði í morgun með skrítinn verk, eins og það væri eitthvað í klemmu. Hrykalega sárt, verkur niður í rass og læri Aldrei fengið svona áður. Vona að þetta sé bara ímyndun og hverfi fljótt!!!
Ég og Tinna létum okkur dreyma um að við gætum skroppið í dekur. Dekur á að skiljast hér sem; *liggja í heitu baði, fá jarðaber með súkkulaði og ískalt danskvatn með, leggjast svo á bekk og fá allsherjar nudd* = dekurdagur fyrir *gamlar*, þreyttar konur!!!
Í dag þarf ég að pakka, sem er náttúrlega gaman því það þýðir að við erum alveg að fara heim!!! Jón Ingvi vill reyndar alveg vera lengur...já, bara 'forever' ef út í það er farið... Hann fór að heimsækja Nikolaj vin sinn í gær, og fékk að gista. Ég sótti hann svo áðan. Þau höfðu vaknað snemma til að syngja afmælissönginn fyrir William (litla bróðir Nikolaj) sem er 3ja ára í dag. Hér er hefð að vekja afmælisbarnið með söng, svo eru borðaðar bollur...sumsstaðar eflaust 'lagkage' (rjómaterta á okkar máli). Svo ætlar Jón Ingvi að fara og gista hjá Camillu aftur í nótt og ég sæki hann upp úr kl 9 og þá hefst fyrsti hluti heimferðarinnar...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2007 | 16:15
Kennslu lokið!!!
Það var skrítin tilfinning í morgun að keyra í skólann, allra síðasti kennsludagurinn í náminu!! Undarleg tilfinning að nú á ég ekki eftir að sjá margar af *kerlunum* meir. Kerlur sem hafa verið hluti af mínu daglega lífi meira og minna í 3 ár. Sumar meira en aðrar og sumar þeirra á ég eftir að hitta í framtíðinni. Aðrar ekki. Og það er svo sem ekki söknuður af þeim öllum...en þannig er lífið bara.
Við fórum og hittum Lis, leiðbeinandann okkar. Komum klókari út, sem er gott. Erum tilbúnar í slaginn, enda þýðir ekki annað. Það getur vel verið að verkefnið eigi *bara* að vera 30 bls. en við þurfum að gefa upp 1200-1500 lesnar blaðsíður...svo næstu 2½ mánuðir verða ekki mánuðir sem ég ligg í leti... Hlakka til að takast á við þetta verkefni, en ég hlakka sannarlega líka til þegar það er búið og ég get farið að *bara* vinna...
Nú fer að styttast í heimferð. Ég hlakka mikið til að koma heim, hlakka til að hitta og knúsa prinsessuna mína og kúra í armi elskunnar minnar.
EN, ég finn samt að það er smá kvíði í mér að segja bless við Danmörku aftur. Ég segi eins og Jón Ingvi; "Ég á miklu fleiri vini hér". En ég veit að þetta er ekki endanleg kveðjustund, ég á eftir að hitta þessa vini mína aftur...og aftur...og aftur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15.3.2007 | 16:07
Afmælisbörnin tvö
Krúttin, þau Hulda María og Gunnar eru afmælisbörn dagsins.
Þessir sætu molar eru 3ja ára í dag, og sendi ég þeim mínar allra bestu hamingjuóskir yfir hafið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2007 | 20:04
Loki...
...leikinn af Martin Bryggman í *Jul i Valhal*, jóladagatali DR jólin 2005. Loki er göldróttur, eins og við vitum öll.
Jón Ingvi elskar *Jul i Valhal* og hefur horft ansi oft á þessa þætti eftir að hann fékk þá í möndlugjöf síðustu jól. Það sem Loki = Martin Bryggman gerir m.a. er að "galdra", hann lætur Jónas (önnur söguhetjan) hafa spýtu sem hann (Loki) var búinn að skera rúnir í, og Jónas setur þessa spýtu í vasann hjá pabba sínum... Ástæðan fyrir þessu var að Jónas langar að það sé sjónvarp á heimilinu en pabbi hans hefur verið á móti því. Pabbi Jónasar fer og kaupir sjónvarp.
Mamma Sofie (hin söguhetjan) er búin að fá vinnu í Singapor og þær mæðgur er að fara að flytja. En Sofie vill ekki flytja - enn einu sinni. Hún fær Loka (Martin Bryggman) í lið með sér...og viti menn, mamma Sofie skiptir um skoðun (enda orðin ástfangin af pabba Jónasar).
Er ég að gera ykkur rugluð? Hér kemur *pointið*!!:
Hillerød í hádeginu:
Jón Ingvi: "Mamma, ég þarf að hitta Martin Bryggman."
Ég: "afhverju?"
Jón Ingvi: "Ég er með eina ósk sem ég þarf að fá hann til að hjálpa mér með. Hann þarf að gera rúnaprik handa mér."
Ég: "Hvaða ósk er það?"
Jón Ingvi: "Að við flytjum aftur til Danmerkur."
Ááááá...sárt? Já.
Við ræddum þetta svolítið og ég spurði hann hvers vegna hann vildi flytja aftur til Danmerkur. Svarið var einfalt; "Ég á miklu fleiri vini í Danmörku."
Söknuðurinn er ennþá mikill. Það eina sem ég get gert er að knúsa hann og segja honum að ég skilji hann. Ekki reyna að gera þetta gott með því að segja; "Þú átt eftir að eignast vini á Akranesi!". Því það skiptir ekki máli núna. Eins og er sársauki og söknuður og það verðum við að ganga í gegnum saman.
Ég veit - eða vona - að þetta líður hjá með tímanum. Þangað til ætla ég að veita honum allan þann styrk sem ég get og öll þau knús sem hann mun þurfa.
Molinn minn litli...sem er samt svo stór.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.3.2007 | 15:16
Hitt afmælisbarnið...
...er Helga vínkona mín. Kynntist Helgu haustið 1994, svo síðan eru liðin þó nokkur ár.
Elsku Helga, til hamingju með 35 ára afmælið. Knúsur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.3.2007 | 15:15
Afmælisbarn dagsins
Yndislega *minnsta* systir mín, hún María Katrín á afmæli í dag. María er 27 ára. Ég heyrði í henni í janúar og þá sagði hún; "Vá, ég var að fatta að ég er að verða 27...og þá ert þú að verða 37!"!!!!
Hér er María ásamt prinessunni sinni, henni Önnu Móberg.
Elsku María, mínar allra bestu kveðjur til þín í tilefni dagsins. Afmælisgjöfin er ekki enn farin af stað...sendi hana þegar ég kem heim...!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.3.2007 | 14:29
Einn skóladagur eftir...
...4 nætur eftir...svo er það *Home Sweet Home*!!! Júbbí!!! Ekki að ég sé farin að telja niður...alls ekki...eða hvað?!!!
Fórum í skóginn áðan, ég, Jón Ingvi, Jóhannes og Ida. Set kannski inn myndir á eftir. Skrifa líka kannski meira á eftir. Nenni ekki meir núna.
Knús...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2007 | 20:00
Enn einn...
...frábær dagur.
Karin er yndisleg manneskja. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast henni. Ótrúlegt hvað lífið færir mér mikið af yndislegu fólki.
Við áttum yndislega notalegan dag heima hjá Karin, ásamt henni sjálfri og barnabarninu hennar, honum Victor. Karin bakaði pönnukökur og ég fékk besta kaffi sem ég hef smakkað síðan ég fór að heiman. (Kaffið heima hjá mér er það besta, að mínu mati.) Jón Ingvi sat og horfði á "Jul i Valhal" á meðan við spjölluðum og dunduðum með Jóhannesi og Victor á gólfinu með Lego og Brio.
Svo fórum við til Hillerød seinni partinn og röltum gegnum bæinn og niður á kaffihúsið hennar Lenu. Eða litla sæta matsölustaðinn hennar (þeirra hjóna). Komumst að því að Lena var orðin veik, svo við hittum hana ekki í þetta sinn . En fengum engu að síður mjög góðan mat, lambakjöt og með því og síðan súkkulaði*pie* í eftirrétt. Og Latte.
Þetta var bara frábær dagur og ég hlakka til að fá Karin og fjölskyldu í heimsókn til Íslands aftur. Þau stefna á sumarið 2008. En ég hitti Karin aftur á morgun og hinn þar sem hún er að kenna mér þessa dagana
Æðsta ósk Jóns Ingva fyrir morgundaginn er að við förum í skóginn. Vona að það verði veður til þess. Það verður gaman. Ég elska skóginn.
Svo seinni partinn fer hann til Camillu aftur og gistir þar. Gott að eiga góða vini og í Camillu á Jón Ingvi sinn besta vin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.3.2007 | 08:30
Af hnénu mínu og kannski fleiru
Þegar ég fór í hnéaðgerðina *frægu* 2. febrúar s.l. þá sagði læknirinn mér að 4 vikum síðar gæti ég farið á hnén. Það vakti mikla lukku og gleði í mínu litla hjarta þar sem ég hef ekki getað farið á hnén (í bókstaflegri merkingu) síðan í október 2005. En núna er sko kominn 13. mars og það eru liðnar 5 vikur og 4 dagar (sem sagt næstum því 6 vikur!!) og ég kemst ekki enn á hnén og sé ekki fram á að það breytist alveg á næstunni
Nú er það þannig að ég VEIT að amk 1-3 af mínum dyggu lesendum hafa farið í svona aðgerð (hluti af liðþófa í hné fjarlægður) og langar mig þess vegna að sækjast í reynslubanka ykkar!! Hvenær get ég átt von á að komast á hnén aftur? Fyrir neðan hnéskelina, þar sem kíkirinn fór víst inn, er eins og bólga enn og ég er MJÖG aum þar.
Á ég að vera þolinmóð eða á ég að fara og berja í borðið hjá Jóni lækni þegar ég kem heim og skammast...(það er ekki alveg minn stíll...en örvæntingin getur komið mér þangað ef með þarf...).
Að öðru leiti er lífið bara frábært. Við (ég og drengirnir mínir) erum að fara í heimsókn í dag hjá Karin Müller í dag eftir skóla. Karin er kennarinn minn sem heimsótti okkur í október s.l. ásamt dóttur og dóttursyni. Dóttirin, Lena, á kaffihús á torginu í Hillerød (fyrir þá sem eru einhverju nær...) og þangað ætlum við svo seinnipartinn og borða kvöldmat í boði Lenu. Hljómar vel.
Jón Ingvi nýtur þess að vera hjá mér, hann hefur aldrei viljað eins mikið af knúsi og undanfarna daga. Segist hafa saknað *mömmu-knúsanna* Ég saknaði líka að knúsa hann.
Ég fékk sms frá dóttir minni um kl 11 í gærkvöldi (íslenskur tími) og það stóð: "I miss you". Ég fékk sting í hjartað. Veit að hún var ekki heima þar sem Einar var að vinna. Hún gisti hjá frænku sinni og bekkjarsystur. Ég sakna þín líka, rósin mín.
Jæja, besta að gera mig og stóra drenginn klár í skólann. Það eru heilar tvær kennslustundir í dag...En munið; eftir fimmtudaginn er KENNSLU LOKIÐ!!! EKKI MEIRI SKÓLI FYRIR MIG!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.9.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar