Færsluflokkur: Bloggar
15.8.2007 | 21:20
úbbs...
Ef það er satt sem sagt er HÉRNA þá á Jón Ingvi kannski eftir að borða óhóflega af kexi og blámygluosti...og þamba mikið kók með...amk er það, það sem ég gerði á meðgöngunni með hann...ekkert skrítið að ég fitnaði um 15 kg eða svo...sko ég sjálf...þyngdist eitthvað meira á meðgöngunni...en þessi 15 sátu fast...lengi...og ekki öll farin enn...!!
En skítt með það!!!
---
Talandi um óhollustu...ég er búin að baka kökuna fyrir Jóhannes og ég er búin að sprauta 'tonni' af lituðu smjörkremi ofan á hana... Ég kann ekkert á þessa cameru hans Einars svo hann fær að taka mynd þegar hann kemur heim...og henni verður (vonandi) skellt hér inn á morgun. Ég er nokkuð ánægð með útkomuna!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15.8.2007 | 18:58
Drengirnir
Ég var að fá póst frá Afríku, nánar tiltekið frá Bamako. Þar býr drengurinn "okkar", hann Dandouma og fjölskyldan hans. Bréfið sem var að berast er yfirlit yfir hvað þau keyptu fyrir 100 danskar krónur sem við borgum í afmælisgjöf handa Dandouma.
1 suit of pant
1 pair of Yoro shoes
3 loin cloths wax
2 kg of sugar
1 packet of cube onions
2 kg of salt
Svo borgum við 100 danskar krónur á mánuði fast, og fyrir það er drengurinn fæddur, klæddur og menntaður!!
Við erum búin að vera sponsorfjölskylda fyrir hann síðan í janúar 2005, og erum mjög þakklát að geta gefið honum von um betri framtíð en ella.
---
Í skrifuðum orðum er afmæliskakan hans Jóhannesar að kólna og svo er ég að fara að gera krem...vona að útkoman verði eins og Jóhannes vonast til...þetta á nefninlega að vera Superman-kaka...með Superman-merkinu...Tek kannski mynd af henni...mundi allt í einu að Einar á einhverja myndavél (sem hann er auðvitað hundóánægður með...enda fór hann í dag og skoðaði eina..."verðugur arftaki Canon 350D"...).
---
Jón Ingvi kom upp í vinnu til mín í dag þegar Einar fór að vinna. Hann fór inn til langömmu sinnar og átti náðuga stund með henni. Reyndar var hún í spilavist þegar hann kom, en honum var nokk sama, hlammaði sér bara á stól hjá henni og naut lífsins. Svo gengur sú gamla um allt og dásamar drenginn, hvað hann er stilltur, prúður og hlýðinn...!!
Jón Ingvi fékk mikið grátkast hérna á laugardagskvöldið þegar hann var að fara að sofa. Ég hélt hann hefði klemmt sig eða eitthvað...þvílíkur grátur. En þá var hann svo hræddur um að sig myndi dreyma aftur illa eins og nóttina áður...en þá hafði hann sem sagt dreymt að amma á elló væri dáin að afar og ömmur og einhverjir aðrir geti dáið er meira en Jón Ingvi þolir. Hann grætur enn reglulega yfir langafa sínum sem dó fyrir tæpum 2 árum og þó þekkti hann hann ekki mikið. Þannig að það verður mikil sorg þegar amma á elló deyr! Vonum bara að hún standi við orð sín; að hún verði 100 ára!!!
Jæja, ætla að búa til smjörkrem í ýmsum litum!!
Ást&friður...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.8.2007 | 20:02
Lok Lok og Læs!!!
Mér var bent á þetta í dag, og bendi hér með öðrum á þetta líka.
Eins gott að læsa að sér...ojojoj...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.8.2007 | 19:47
Myndavélin biluð :(
Myndavélin okkar er biluð :( sem er alveg glatað, því ég er vön að taka mikið af myndum, hef venjulega verið með myndavélina í töskunni, tilbúin í "slaginn". En það er ekki hægt núna. Og ef minn heittelskaði fær einhverju um ráðið þá verður það ekki þannig...því hann vill endilega kaupa "alvöru" græju (sem þarf örugglega að fara á námskeið til að læra á)!!! Málið er að ég er alveg til í að eiga svoleiðis fínerí, en ég vil líka eiga þessa litlu handhægu sem kemst í töskuna mína. Ætla að láta athuga hvort hægt sé að laga hana fyrir lítinn pening!!
Mig sárvantar myndavél því á fimmtudaginn á Jóhannes afmæli og það verður að mynda 4ra ára afmælisdrenginn í bak og fyrir!!!
Svo er ég að fá gesti, fullt af gestum. Þá er gaman að hafa myndavélina við höndina.
Á föstudaginn koma Stígamótavinkonur í heimsókn. Þ.e.a.s. vinkonur sem ég kynntist þegar ég var í sjálfshjálparhóp á Stígamótum haustið 1994. Við höfum haldið hópinn síðan og hist reglulega (eða eiginlega meira óreglulega), t.d. reyndum við alltaf að hittast þegar ég kom til Íslands, meðan ég bjó í Dk. og svo komu nokkrar úr hópnum út og við fórum í sumarbústað eina helgi þegar við áttum 10 ára afmæli
Já, svo á ég jafnvel von á Guðrúnu vinkonu í heimsókn með börnin og eftir helgi kemur Áslaug vinkona með sína unga.
Jumundur minn hvað ég er rík kona!!!
Konan hans tengdapabba er að koma heim úr bústaðnum um helgina, og þá er stutt í kaffibolla hjá henni (og fyrir hana hjá mér), það er sko líka gaman. Krakkarnir hlakka mikið til, þau (Ólöf Ósk og Jón Ingvi) eru búin að kaupa litlar teygjur því amma Jóna var búin að segjast ætla að flétta litlar fléttur í þau...!!! Þau eiga sjálfsagt eftir að bíða á tröppunum eftir að hún renni í hlað
Jamm...og ég sem hafði ekkert að skrifa um...
Ætla snemma í bælið og kannski prjóna smá yfir imbanum...svo kemur minn heittelskaði heim von bráðar...
Ljós&kærleikur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
13.8.2007 | 14:09
HLAUP!!!
Jamm, ég fór út að HLAUPA!!! Loksins lét ég verða af því! Ég fór og hljóp á Langasandinum. Það gekk fínt, engir verkir í hnénu amk. Hins vegar fannst mér ég mæðast of mikið og fúlt að geta ekki hlaupið 5 km eins og ég gat...en það eru víst næstum 2 ár síðan ég varð að hætta að hætta að hlaupa út af hnémeiðslunum...svo það er auðvitað eðlilegt.
Hins vegar eru bráðlæti og óþolinmæði tveir af brestum mínum...svo auðvitað vil ég geta hlaupið 5 km NÚNA OG ÞAÐ STRAX!!!
Við vourm svo núna að koma af leikskólanum, vorum að kanna stöðuna fyrir fimmtudaginn. Því þá ætlar Jóhannes að bjóða í afmæli, en á leikskólanum samt. Mig langar alveg að bjóða heim, en er ekki að sjá að 15 fjögra ára ormar nái að njóta sín hérna inni...
Núna ætla ég út í búð, kaupa diska og glös fyrir afmælið og ath með matarliti í Húsasmiðjunni...fyrir afmæliskökuna fínu. Superman-kaka er málið í ár!!
Þangað til næst; ljós&kærleikur til ykkar, elskurnar mínar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
12.8.2007 | 17:08
Kaffi Takk
Latte!
og samanstend af tvöföldum espresso og flóaðri mjólk.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?
Latte! Þú ert skapstór og íhaldsamur einstaklingur sem lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Undir vissum kringumstæðum leyfirðu þér að prófa nýjungar, en þó aðeins að vel athuguðu máli. Þú samanstendur af tvöföldum espresso og flóaðri mjólk.
Mikið er ég glöð að vera Latte! því ég ELSKA Latte! Hins vegar er ég ekki viss um að ég sé sammála því að ég sé skapstór...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
12.8.2007 | 14:19
Borgarfjörður og fleira
Ég og strákarnir skelltum okkur upp í Borgarfjörð í morgun. Drengirnir komu inn til mín einhverntímann...hálf átta held ég...og horfðu á barnatímann á DR1...þangað til ég stakk upp á því að við færum á fætur, fengjum okkur morgunmat og brunuðum upp í Borgarfjörð til langömmu þeirra. Því var tekið með fagnaðarlátum og við brunuðum af stað!
Alltaf vel tekið á móti okkur í sveitinni, enda Sigga amma höfðingi heim að sækja og alveg yndisleg kona í alla staði. Strákarnir spurðu strax um pönnukökur...nýbúnir að tilkynna mér að amma Sigga ætti ALLTAF pönnsur...og viti menn, Sigga dró fram stafla af sykurrúlluðum pönnsum sem runnu ljúft ofan í drengina.
Við stoppuðum í 2 tíma og það var jafn notalegt og alltaf að sitja í eldhúsinu og spjalla við Siggu yfir góðum kaffibolla, og heimabökuðu brauði.
---
Núna á eftir erum við svo að fara í afmæliskaffi hjá bloggvinkonu og nágranna okkar, henni Gurrí! Það verður gaman að sjá hvort margir bloggfélagar verði á svæðinu
---
Verð að segja ykkur frá smá úr ferðinni þarna um daginn. Mér tókst að hneyksla manninn minn gersamlega upp úr skónum í Húnavatnssýslunni!!! Rétt eftir að við höfðum tilkynnt ökuníðing sem var næstum lentur framan á okkur vegna framúraksturs...hættulegt "kvikindi"!!! Arg...
En það var ekki það sem ég ætlaði að segja ykkur...heldur þetta; ég var að keyra (sem ég gerði mest lítið af í ferðinni) og minn heittelskaði benti mér á að ég gæti notað krúskontrólið...og ég hváði og sagði; "Ha?! Er krúskontról á bílnum?!"!!! Einar gapti!!! Við búin að eiga bílinn í rúmt ár og ég vissi þetta ekki!!! Hvað ég héldi eiginlega að takkarnir á stýrinu væru?!!! Ég hafði bara ekki hugmynd um það...fikta venjulega ekki í tökkum sem ég veit ekki tilhvers eru... Sem hann gerir...enda veit hann miklu betur en ég um öll tæki og tól og hvernig þau virka! Ég varð jafn hneyksluð og hann...hann á að ég vissi þetta ekki og ég á að hann hefði ekki bent mér á þetta fyrr!!! Ég sem keyrði til Reykjavíkur 4 sinnum í viku í 5 mánuði s.l. vetur!!!
Já, það er svona að vera kona...eins og ég
Bloggar | Breytt 14.9.2007 kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.8.2007 | 14:06
Laugardagur í dag
Eins og Eiríkur og fleiri sungu 1986..."Tíminn flýgur hratt...". Mikið rosalega er ég sammála. Hugsið ykkur, Jón Ingvi orðinn 7 ára og Jóhannes - "litla krílið mitt" - að verða 4ra ára eftir örfáa daga!! Svo ég minnist nú ekki á stelpuskottin...16 ára og tæplega 12!!
Ég man líka vel þegar árið 2000 var í óramikilli framtíð! Árið sem ég yrði ÞRÍTUG!!! Svo allt í einu núna er árið 2000 í óramikilli fortíð og ég að verða 37!!! Já, lífið er skrítið!!
Það eru einmitt nokkrar sumarafleysingastelpur upp í vinnu sem eru 16 og 17 ára...aldurslega séð gæti ég vel verið mamma þeirra...!!!
En eins og stjúpi minn segir; maður er ekki eldri en manni finnst maður vera!!
Hins vegar ætlaði ég ekkert að blogga um það. Stundum kemur eitthvað allt annað úr fingrunum en hausinn á mér hafði ætlað...! Greinilega ekki alltaf beint samband...
Við erum að fá gesti á eftir. Í tilefni af afmælum drengjanna (sem kom þessu að ofan af stað...). Við ætluðum reyndar að hafa miklu fleiri gesti. En 4 stórar fjölskyldur, í allt 8 fullorðnir og 13 börn/unglingar komast ekki. Svo eftir standa pabbi minn (sem reyndar kom í gær og passaði fyrir okkur þar sem við vorum bæði á kvöldvakt), tengdapabbi, tengdamamma, tengdaamma og svo Bára (elsta okkar).
Strákarnir eru svo sem alveg sáttir og glaðir, fá bæði góðan mat, kökur og örugglega einhverjar gjafir!
Hins vegar hefði þeim þótt meira fjör ef frændsystkinin öll hefðu getað komið. En það verður bara næst! (Þá kannski reynum við að fylgjast með hvenær hin ýmsu fótboltamót eru...svo það lendi ekki á sömu helgi...)
En nú ætla ég að tékka á kjúllanum sem ég er að forsteikja...
Ljós&kærleikur til ykkar allra...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.8.2007 | 12:50
Neistaflugstónlist og ostakaka!
Ég var að tala við Birnu (hans Hemma) og fékk uppskrift að ostaköku hjá henni. Læt hana flakka hérna á eftir. Hún var að segja mér að frændi hennar spilaði í Neistaflugshljómsveitinni. Þá fékk ég löngun til að benda ykkur á Neistaflugslagið á netinu og svo líka tónlistina hans Gumma sem hljómaði oft þessa helgi. 2 lög af nýja disknum hans Gumma er að finna á blogginu hans, endilega kíkið á þetta!
En þá er það uppskriftin:
Botn:
1-2 pk hafrakex
smá brætt smjör
kanill á hnífsoddi
(smá kaffi, smá rifið suðusúkkulaði)
Ostafylling:
350 ml. létt þeyttur rjómi
250 gr rjómaostur
100 gr agavesíróp
frosin berjablanda
8 blöð matarlím
rjómaostur og agave hrært vel saman, matarlím brætt og sett út í rjómaostblönduna. Berjunum blandað varlega saman við. Rjóminn er settur út í seinast.
---
Ljós&kærleikur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
10.8.2007 | 11:01
Afmælisbarn dagsins
Jón Þór, systursonur minn, er afmælisbarn dagsins. 13 ára töffari!!!
Elsku Jón Þór, afmæliskveðjur til þín með von um að dagurinn verði góður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar