Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Sárt að sakna

Í gærkvöldi skreið uppgefinn Jóhannes upp í rúmið sitt og kúrði með mömmunni sinni.  Ég söng fyrir hann lagið "Nína" og þar segir m.a. "Það er sárt að sakna einhvers...".  Þá grípur sá stutti inn í og segir; "Já, eins og mér finnst sárt að sakna Idu"!!!  Crying

Sami molinn og spurði ekki alls fyrir löngu hversu gamall maður þyrfti að vera til að mega flytja að heiman...18 ára, var svarið.  Þá heyrðist í þeim stutta; "Þegar ég verð 18 ára ætla ég að flytja til Idu".  

Já, það eru sannarlega mikil heilabrot og fullt af tilfinningum í höfðinu á honum.  Hann var tæplega 3 ára þegar við fluttum heim frá Danmörku, og þá hafði hann þekkt Idu alla hennar ævi.  Þau "hittust" fyrst þegar Ida var 12 daga gömul, en hún er upp á dag 2 mánuðum yngri en Jóhannes.  Hann var 3½ þegar við bjuggum hjá Idu og fjölskyldu í 4 vikur og þau léku sér daginn út og daginn inn.  Svo í sumar náðum við að hitta þau 2svar á þessari viku sem við vorum úti.  

Jón Ingvi varð einmitt mjög leiður í gær. Vegna þess að vinur hans frá Danmörku (íslenskur samt) er á landinu og ætluðu þau að koma til okkar í dag.  Jón Ingvi var búinn að hlakka mikið til, en svo æxluðust bara hlutirnir þannig að þau urðu að afboða sig.  Mikið varð drengurinn minn leiður.     

Það er enginn vafi á að tengslin eru sterk.  

Við vorum af þessu tilefni að ræða þetta í dag, ég og Einar.  Mér finnst svo mikilvægt að halda í þessi tengsl.  Milli Jóhannesar og Idu og eins milli Jóns Ingva og Camillu, bestu vinkonu hans í Danmörku.  Ég vona að ég geti skroppið til Græsted í viku með vorinu...þó það sé langt þangað til...en það væri æði.  Auðvitað líka fyrir mig Wink

Ég fæ eiginlega bara töluvert illt í hjartað yfir þessu.  Finnst sárt að hafa rifið drengina úr þessum mikla vinskap.  En hins vegar er svo margt líka hérna heima sem þeir eru að njóta, afar og ömmur, frænkur og frændur.  Og svo eru þeir búnir að eignast sinn hvorn vininn hérna líka og það er ljúft. 

Jamm og já, það er sárt að sakna.

Og ljúft að elska InLove


Eitt par!

Fasteignasalinn hringdi...það kom eitt par að skoða á opna húsinu í gær! Og þau eru að koma aftur í kvöld.  Svo er víst annað par búið að hringja og kemur jafnvel annað kvöld. Vona eiginlega bara að einhver geri tilboð sem ekki er hægt að hafna...vona að minnsta kosti ekki að ég þurfi endalaust að vera að taka til og þrífa fyrir sýningar...  Þó það sé venjulega ekkert allt í rusli, þá er samt stundum smá ryk og svona...

Annars búinn að vera YNDISLEGUR dagur.  Fór með ungana í sund í morgun, það var geggjað.  Held það hafi verið næstum 20°, og aldrei slíku vant þá var mér EKKI kalt á hausnum!!! Og ég fékk ekki verk í eyrun af blæstri...sem ég fæ alltaf ef það er smá gjóla...heit eða köld!! 
Fór með hjólið mitt í viðgerð aftur, það var gert við dekkið í gær og það var sprungið aftur í morgun. Um hádegið var það komið í lag og ég og Jóhannes röltum og sóttum gripinn.  Hjóluðum heim og Jón Ingvi bættist í hópinn, svo hjóluðum við inn í hverfi, Jón Ingvi var að fara að heimsækja vin sinn sem þar býr. Á heimleiðinni komum við við hjá Jónu og fengum kaffi og bláber.  Nice.

Þarf að komast til Reykjavíkur að kaupa efni...ætti kannski að fara á morgun...eða kannski ekki...nenni varla en langar að sauma nýjar íþróttaálfsbuxur á Jóhannes...hann á svona grænar (eins og íþróttaálfurinn var í, í allra fyrsta leikritinu) og þær eru komnar í hengla.  Enda vel nýttar, fyrst Ólöf Ósk, svo Jón Ingvi og núna Jóhannes og öll hafa þau notað þessi föt MIKIÐ!!!  Svo það má segja að þetta hafi verið góð kaup þó ég, þá fátæka einstæða móðirin hafi vart haft efni á þessum kaupum!!! LoL En ég held að mér sé óhætt að segja að engin föt hafa verið betur nýtt á þessu heimili!!!

Heyrðu, svo fékk ég glaðning með póstinum.  Geisladiskurinn hans Gumma kom í dag, áletraður og fínn.  Takk fyrir það, Gummi, ef þú lest Kissing

Jæja, nenni ekki meir.  Elska ykkur öll... 


Sigga frænka (Einars)

Hún er leikkonan og söngkonan í fjölskyldunni.  Fyrirmynd dóttur minnar, sem ætlar að verða söngkona, leikkona eða arkitekt...!!  

Sigga er að synga á tónleikum á fimmtudaginn:

Tónleikarnir hennar Siggu frænku!!!Tónleikarnir verða í Íslensku Óperunni næsta fimmtudagskvöld klukkan 20:30

Pantið miða í gegnum twtonleikar@gmail.com

Miðasala Óperunnar opnar á miðvikudaginn kl 14-18 og á fimmtudaginn frá kl 14 fram að tónleikum.

 


TANNI!!! Sjáðu!!!

Svona lítur húsið okkar út í dag!!!

húsið húsið1





Skrítið...

...eða mér finnst það. 

Það sem ég tengi engan veginn við, og skil ekki, er þegar talað er um unglingsárin sem "bestu árin".  Ég hugsa með hryllingi til unglingsáranna, ég var alltaf með magapínu, skríthrædd, lítil í hjartanu og já, bara ekkert gott að vera ég.

Ég hef það líka frá öðrum að þeim þyki unglingsárin hafa verið erfið.  Svo ég er ekki ein um að hafa þessa upplifun/skoðun.

Þegar ég hugsa til baka þá sé ég nákvæmlega hvenær "bestu árin" hófust hjá mér.  Ég hef meira að segja nákvæma dagsetningu á því hvenær "my new life began".  Það var 18. nóvember 1998 og það er svo einfalt að árin hafa bara orðið betri.  

Ég sem hélt t.d. einu sinni að lífið væri nánast búið eftir þrítugt!!! HA HA HA!!! Ekki aldeilis.  Ég er nokkuð örugg um að lífið á bara eftir að verða betra og skemmtilegra - þó ég haldi stundum að það geti ekki "bestnað".  Svo framarlega sem ég held áfram að gera þá hluti sem ég geri í dag, lifa einn dag og svo framvegis. 

Ljós&kærleikur... 


Næs laugardagur

Við erum búin að bralla svona ýmislegt í dag, ég og börnin.  Ég fór á fund í morgun og Ólöf Ósk passaði bræður sína.  Á leiðinni heim kom ég við og náði í myndavélina sem við vorum að versla.  Svo nú fara myndirnar bráðum að velta inn!!!  Þessi myndavélaómynd sem Einar átti er rusl og drasl!!!!  Segi það og skrifa það.  Hann getur átt hana sjálfur...og vonandi man hann þetta næst þegar hann VERÐUR að eignast svona lagað!!! 

Nóg um það.

Svo fórum við með hjólið mitt í viðgerð.  Annað hvort er sprungið eða þá að það er ónýtur ventill.  Þetta er karlmannsverk á þessu heimili og þar sem karlmaðurinn nennir ekki að gera við fleiri hjól þá fórum við til hans Bjössa hjólaviðgerðarmanns.  Mikið er ég glöð að hafa hann hérna á Skaganum.  Ekki í fyrsta - og örugglega ekki síðasta - sinn sem ég nýti mér þjónustu hans.

Eftir það var Bónus málið.  Það er jú nammidagur!!!  Svo við keyptum nammi...og læri og fleira gotterí!  Svo langaði krakkana til afa og ömmu...en afi var á leiðinni til Rvk og amma á leiðinni heim.  Já, hún er loks að koma heim eftir að hafa eytt sumrinu í bústaðnum og nú er hún að koma á Skagann til vetrarsetu.  Svo þau verða heimsótt á morgun!!!

Þá fórum við í Húsasmiðjuna og keyptum kroket-sett sem dugði í 10 mín. þá var ein kylfan sprungin og ein kúlan klofin í tvennt! Svo við fórum og skiluðum og fengum endurgreitt.  Það var stutt kroket-sett-eiga!!!

Svo fórum við heim, ég fór að þurrka af rimlagardínum (það er LEIÐINLEGT!!!) og gera þokkalega hreint.  Á morgun verður svo skúrað og svona því það er opið hús (fasteignasölu-opið-hús...ekki kaffiboð!!!) á morgun. 

Strákarnir eru búnir að vera úti að leika með vatn, því eins og Jón Ingvi sagði; "Mamma, það er fullkomið veður til að leika með vatn í dag"!!!  Krúttið InLove

Ljós&kærleikur... 


VÁ!!!!

Ég var að lesa viðtal í Blaðinu áðan. Viðtal við Huldu Jensdóttur, ljósmóðir.  Hún var m.a. forstöðukona Fæðingarheimilisins í 30 ár og stóð fyrir ýmsum nýungum, eins og t.d. að móðirin fengi barnið í fangið strax eftir fæðinguna, að feður mættu vera viðstaddir og fleira og fleira sem okkur þykir meira en SJÁLFSAGT í dag.

Mér fannst stórkostlegt að lesa kærleikann og lífsgleðina sem skein í gegn.  Vá! Yndislegt alveg.  Mig langaði allra mest að hitta hana og KNÚSA hana stórt!!!  

Það er, að mínu mati, ekkert til dýrmætara en að vera fullur af kærleika út í lífið.  Ég hef lært svo mikið á þeirri leið sem ég valdi mér, eða lífið valdi fyrir mig?!  Umburðarlyndi og kærleikur er svo mikilvægt.  Að geta lifað í sátt og samlyndi við samferðafólk mitt.  Að dæma ekki aðra, þó þeir séu kannski ekki á sömu skoðun og ég, eða lifi sínu lífi á þann hátt sem ég vildi ekki lifa mínu lífi á.  Áður fyrr dæmdi ég þetta fólk, en í dag reyni ég eftir bestu getu að gera það ekki.  Ég lít frekar á þetta fólk sem kennara, þau kenna mér hvernig ég vil ekki vera eða haga lífinu mínu.  Svo er fullt af öðru fólki sem kennir mér hvernig ég vil vera, hvað ég vil gera í lífinu.  

Lífið er skóli og ég verð aldrei fullmenntuð.  En að lesa þetta viðtal við Huldu snerti mig inn að hjartarótum, og hún er sannarlega einn kennarinn Smile

Gangið á Guðs vegum. 


"Þetta er SNILLD"

Það var það sem Jóhannes sagði þegar hann opnaði afmælisgjafirnar frá okkur í gærmorgun!  "Það var einmitt svona sem ég óskaði mér"!!!

Kakan!!

Superman kakan hans Jóhannesar Jæja, þetta er sem sagt kakan margumrædda!!

Hún bragðaðist vel og var etin upp til agna!!

Í gær smellti ég svo í aðra köku, ekki súpermanköku þó. Nei, bara venjulega brúntertu og svo eina ostaköku (með Agave).  Við vorum nefninlega að fara á afmælisfund og það var kaffi, kökur og spjall eftir fund.  Algert æði.  Fundurinn sannarlega næring fyrir sálartetrið.  Yndislegt.

Svo ætlar minn bráðmyndarlegi sonur, Jón Ingvi, að baka stafla af vöfflum í dag!! Við eigum, sem í fyrri færslu segir, von á Stígamótavinkonum og börnum þeirra í heimsókn og það verður mikið fjör.  Ekki amalegt að eiga svona myndó dreng sem VILL fá að baka ofan í hópinn.  

En nú ætla ég að halda áfram að taka til.  Við vorum hjá tannsa (ég og Jón Ingvi), það var verið að bæta 6-ára-jaxl hjá honum.  Hann er því miður með glerjungsgalla í öllum 6-ára-jöxlunum svo það þarf að gera mismikið til að passa upp á þá.  Í neðri góm var nóg að setja plastfyllingu þar sem var farið að brotna upp úr báðum jöxlunum (sem er stökk og brotnar auðveldlega vegna þessa galla) en í efri góm er það því miður ekki nóg.  Það þarf að setja stálkrónur, sem vonandi endast þar til hann er 17-18 ára og þá verður sett postulínskróna á báða jaxla.  Þetta er töluvert verkefni og tekur 1½-2 tíma hvor tönn...  Tannlæknirinn var meira en til í að gera þetta í svæfingu...en við erum ekki mjög spennt fyrir að láta svæfa drenginn í 3 tíma!!!  Bæði finnst okkur svæfingin löng og svo er líka slæm minning um síðustu svæfingu þar sem ég þurfti nánast að liggja ofan á honum meðan hann var svæfður.  Mjög slæm minning hjá okkur báðum.  Enda fór ég næstum því að gráta við tilhugsunina.  Jón Ingvi vill líka sjálfur frekar láta svæfa tönnina heldur en hann sjálfan! Svo það varð ofan á!! 
Ég veit ekki hvort tannsi var sammála okkur...en það skiptir ekki máli.  Við borgum honum nógu mikið fyrir þessa þjónustu!!!

Jæja, NÚNA ætla ég að fara að gera eitthvað...annað en blogga...!!

Ljós&kærleikur til ykkar allra... 


Þetta er...

...systan mín sem hér er rætt við!  Það var líka hún sem hringdi í mig strax þarna í fyrradag, um leið og hún var búin að heyra þetta.  Hún læsti sinni síðu strax og ég gerði slíkt hið sama.

Einu sinni var ég með læsta síðuna okkar, en svo hætti ég því.  Veit ekki af hverju.  Sennilega bara svona auðtrúa...þetta með "ekkert-kemur-fyrir-mig-syndrómið".  En því hefur verið breytt nú, og verður ekki breytt aftur!!!

---

Einar tók myndir af kökunni þegar hann kom heim...kannski las hann fyrst bloggið mitt og sá þar leynd skilaboð um hvað hann ætti að gera LoL

Kakan sló í gegn í leikskólanum...eitt barnið spurði reynar; "Má borða hana?" hahaha...Grin ljótt ef þeim finnst kakan of fín til að borða hana!
Reynar er perfektionistinn ég ekki ánægð...ekki fullkomlega...finnst S´ið ekki almennilegt...en skítt með það, æfingin skapar meistarann og ég geri (vonandi) betur næst!!!

---

Er að spá í að fara í hlý föt (eða vindþétt...það er köld norðangolan hér á Skaganum) og fara upp í lóð.  Það þarf að taka til úti og "inni".  Einar er eitthvað að spá í að fá "hann" (gröfukarlinn) til að koma fljótlega og ganga frá lóðinni, moka yfir drenin og svona...  

Ég ætti kannski að taka myndavélina (hans Einars) með upp í lóð og taka mynd af húsinu, sýna ykkur hvað það er orðið hátt að framan!!!   


« Fyrri síða | Næsta síða »

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband