Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Södd og sæl...

...en ennþá þreytt!!

Vitiði bara hvað?!!!  Lognið var okkur hliðstætt í dag og það er komið járn á allt stóra þakið!!!  Þeir eru náttúrlega bara snillar, minn heittelskaði og Ingvar.  Algjörar hetjur í mínum huga...og mínum augum.  Þar hafiði það, strákar (ég veit sko að þeir lesa bloggið...Wink).

Klatkager på dansk ;)

Í ½ ltr. af grjónagraut eru sett 2-3 egg og smá sykur (eða ekki, ég setti sko slatta af vanilludropum í staðinn).  Má setja smá hveiti ef þið viljið.  Sett með skeið í smá smjör á steikarpönnu og steikist þar til gullinbrúnt.

Berið fram heitar með sultutaui!  Sykur er frekar málið hjá mínum ungum...en ég fékk mér bláberjasultu og rjómaslettu...nammi namm!!!

Ást... 


Svöng og þreytt!!

Svaf eiginlega bara til kl 10 í morgun.  Fór reyndar á stjá með skólabörnunum...skreið svo upp í aftur.  Jóhannes fékk að glápa á eina mynd (svo mamman gæti dormað!!) og ég kúrði hjá ástinni minni...hann fór reyndar á fætur löngu á undan mér svo ég bara svaf ein á mínu græna.  Ég dormaði sko ekki...!!

Nema hvað, við (ég og Jóhannes) drifum okkur á fætur og sóttum skólabörnin okkar kl 11 og við brunuðum í höfuðborgina.  Ég gat ekki hugsað mér að fara í búðir í borginni um helgi eða seinnipart dags þegar allt væri troðið og allir þreyttir...og svangir jafnvel líka...!!  Við versluðum jólaföt, það sem vantaði upp á dressin sko, og svo skó.  Strákarnir eru sérlega praktískir og völdu sér strigaskó!!  Svo eftir jól geta þeir notað þá hversdags! Jóhannes reyndar valdi sér bláa íþróttaálfsskó (en ekki hvað?!) svo þeir passa ekkert sérlega vel við dressið, en það er í góðu.  Hann fékk það sem hann er ánægður með.  Prinsessan á bauninni fékk sér támjó stígvél...alger skutla!  Hún mátaði síðan allt dressið þegar heim kom og var rosa fín og flott!!  

Við drifum okkur svo í sund, ég og strákarnir, þegar heim kom...Jóhannes fékk nefninlega nýja sundskýlu...og hana VARÐ að prófa!  Og það var að sjálfsögðu með íþróttaálfinum!!  Við styrkjum íþróttaálfinn þessa dagana!! LoL

Núna er ég að deyja úr hungri...svo ég ætla að græja brauðið fyrir kvöldmatinn...svo ætlum við að gera klatta...mikill grjónagrautur afgangs frá í gær...  Uppskriftin kemur kannski á eftir...fyrir þá sem mögulega hafa áhuga Wink


Aðventu-átak.

Þórdís Tinna,  Moggabloggari númer eitt,  er engin venjuleg kona.

Hún er skemmtileg, alltaf að hjálpa öðrum og sér það jákvæða við nánast allar kringumstæður.

Eins og flestir vita, á hún við alvarleg veikindi að stríða. 

Það þarf ekkert að kynna Þórdísi Tinnu, svo þekkt er hún orðin fyrir að vera hún sjálf.

Nú er rétti tíminn til að sýna Þórdísi Tinnu stuðning í verki. 

Sýnum samstöðu og styðjum við hana og dóttur hennar, Kolbrúnu Ragnheiði, svo þær geti notið hátíðanna, lausar við fjárhagsáhyggjur.  Þúsundkall eða Fimmþúsundkall..... allt hjálpar.

 

Bankareikningur

0140-05- 015735.     Kt.101268-4039

 

Ég skora á aðra bloggara að taka þátt og birta samskonar færslu á sinni síðu. 


Bévítans veðurspáin...

...hafði af okkur þakjárnsásetningu!  Spáin var svo glötuð í gær, rokið átti að fara hratt yfir....þannig að Ingvar smiður var afboðaður...og hvað haldiði??!!!  Eftir hádegi í dag var komin þessi líka rjómablíða.  Spáin fyrir morgundaginn er nokkuð hagstæð og er minn heittelskaði að velta fyrir sér hvort það sé dagurinn sem járnið verði barið á þakið! 

Þannig að...munið að fylgjast með spennandi framhaldssögu járnsins!!!  LoL

Annars er lítið að frétta.  Ég var að vinna, svo ég er nokkuð slæpt núna...á vinnuhelgum vinn ég alltaf kvöld föstudag og morgun laugardag og sunnudag...og eins og þið vitið þá er prinsessan hér bara hálf kona ef hún fær ekki sína 8 tíma...Sleeping

Held ég leggi til við minn heittelskaða að við liggjum í bælinu í kvella, glápum á vellu og etum osta...hljómar vel, finnst mér!!!

Mig vantar eina jólagjöf fyrir nobbaraliðið mitt, og ég er gersamlega på bar bund!!!  Veit ekkert hvað ég á að kaupa!!!  Eða hvað ég mögulega get búið til!  En vonandi finn ég eitthvað very soon því ég vil fara að koma þessum gjöfum úr húsi svo ég geti hætt að hugsa um þær!! Og hana nú.  Því það eru aðrar gjafir sem ég á eftir að spá í...

Jæja, ætla að skella kjúllanum inn í ofn...svo kemur Einar heim kl. sjö með alls-ekki-hollustu-franskar á eftir...djúpsteiktar-sjoppu-franskar...ojojoj... 


Áslaug Hanna, pottur og panna!!!

Áslaug sætaYndislega vinkona mín, hún Áslaug átti afmæli í dag (30. nóv og nú er víst komið fram yfir miðnætti og þess vegna 1. des!).

Elsku Áslaug, innilegar hamingjuóskir með afmælið.  Hugsaði mikið til þín í dag, sem ég geri reyndar ansi oft.  Sakna þín fullt og hlakka til þegar þú flytur nær mér!!! Kissing

Ég kynntist Áslaugu í byrjun árs 2003, og hef átt með henni margar góðar stundir.  Og veit þær eiga eftir að verða fleiri.  Áslaug, þú ert svo frábær!!  Yndisleg vinkona.

Ást...Heart


Jólabrauð Rakelar

3 bollar hveiti
1 bolli grahamsmjöl (eða annað gróft mjöl)
3-4 tsk lyftiduft
2 msk olía
pínu salt
ca 1 bolli soðið vatn (volgt)
safi úr 2 mandarínum
börkur af 1 mandarínu

Smellt í form og bakað í ofni ca 175°c þar til bakað...

Rakel (sem vinnur með mér sko) segist borða þetta brauð m.a. með hangikjeti og sé þetta snilldargott.  Ætla að prófa þetta brauð líka. 

Eddubrauðið var mjög gott, gott ristað líka.


Froskur eða prins?


Þú fellur fyrir froskum.


Sé karlkynið flokkað í prinsa, froska, proska og frinsa leikur enginn vafi á hvaða manngerð/dýrategund þú fellur fyrir. Þú laðast að froskum eins og segull að stáli, fluga að mykjuhaug, minniháttar stjarna að ljósmyndara Séð og heyrt. (Hvers vegna að segja hlutina einu sinni þegar hægt er að segja þá þrisvar).

Froskar sýna sjaldan rómantíska tilhneigð og geta átt það til að vera ansi óhugulsamir. Láttu þér ekki bregða þótt froskurinn gleymi afmælisdeginum þínum, brúðkaupsdeginum eða jólagjöfinni. Þótt þú gengir með post-it miða á enninu sem á stæði "ég vildi að froskurinn minn myndi koma mér á óvart og kaupa handa mér blómvönd" stæði blómavasinn tómur á stofuborðinu um ókomna tíð.

Þeir sem hyggja á samband við frosk þrátt fyrir það geta endanlega kvatt sjónvarpsfjarstýringuna. Froskar deila henni ekki með neinum. Búðu þig undir löng kvöld yfir íþróttum og Jean-Claude van Damme. Búðu þig einnig undir dimm kvöld því ekki láta þig dreyma um að froskur skipti um ljósaperu.

Finnist þér skemmtilegt að tína skítuga sokka eftir aðra upp af gólfinu átt þú sannarlega samleið með frosknum. Þyki þér það hins vegar ekki hápunktur tilverunnar og þú gerist svo djörf að biðja froskinn að hirða sjálfan upp eftir sig sokkana máttu eiga von á að hann hækki í iPodinum sínum og láti sem hann heyri ekki í þér.

Fellur þú fyrir prinsum eða froskum?

Mér finnst þetta svolítið fyndið.  Sko, minn heittelskaði er greinilega froskur...eða var...hann hefur breyst í prins...svona smá amk.  Hann er orðinn rómantískari með árunum.  Hann reyndar æðir sjaldan út og kaupir blóm handa mér, man eftir afmælinu mínu seinnipartinn, brúðkaupsafmælinu gleymir hann EKKI.  Hann Á fjarstýringuna, er - að mestu - hættur að liggja yfir íþróttum (nema eitthvað alveg sérstakt standi til), og hann fyrirlítur leikarahæfileika Jean-Claude van Damme!

Sokkana er ég hætt að týna upp, hann gerir það orðið sjálfur...eftir að hafa upplifað að eiga enga hreina því þeir lágu allir skítugir í honnunum!  Það er sko vel hægt að kenna gö.... ..... að sitja...og týna upp óhreina sokka sjálfur.

Eitt er víst, ég á samleið með mínum manni, hvort sem hann er froskur eða prins!!!   


"Vonda" mamman ÉG

Sl. vetur, og kemur fyrir núna líka, þá vilja elskuleg börnin mín hafa jógúrt og svoleiðis með í skólann. Ég var alltaf tuðandi um hvað þetta væri óhollt, stútfullt af sykri.  Jóni Ingva þótti töluvert óréttlæti í því fólgið að "hinir" krakkarnir fengu að hafa með sér óhollustu í skólann en ekki hann...og þá var þessi elska að tala um "jógúrt og svoleiðis". 

Í morgun beið mín tölvupóstur með eftirfarandi myndum...sem styðja mál mitt!!!

En það er ekki bara jógúrt og þess háttar...það er auðvitað líka hinir ýmsu drykkir...og morgunkorn! 

mynd 1

 mynd 2
 mynd 3mynd 4


Nóttin, nóttin hún er yndisleg...

...mikið hlakka ég til að skríða upp í rúmið okkar á eftir, kúra undir stóru sænginni okkar, á öxlinni á mínum heittelskaða og ekki nein gjá að detta í!!!  Hafiði heyrt þetta áður?

Jamm, ég er gífurlega lukkuleg - og við reyndar bæði - með nýja rúmið og glöð með þessa reynslu.  Nú þurfum við aldrei að spá í að kaupa tvískipt rúm aftur!!!

Annars er kvöldið búið að vera gott.  Fór á mannamót áðan, ásamt mínum heittelskaða.  Það var æði.  Svo kaffihús á eftir.  Góður lattebolli í góðra vina hópi, með Einarinn minn mér við hlið.  Gerist vart betra.

Nema auðvitað að sitja með ormana okkar líka.

--

Í fyrramálið ætlum við Jóhannes að eiga góða stund saman.  Svo ætlar hann á leikskólann öðru hvoru megin við hádegið.  Einar sækir hann svo en ég fer á kvöldvakt. 

Jón Ingvi var heima í dag, hann kvartaði undan magapínu í morgun...eða bar sig aumlega alveg þar til ég sagði að hann skildi bara vera heima í dag.  Þá varð minn galvaskur og albata.  Hann þurfti greinilega bara á frídegi að halda.  Ég finn á honum að hann er farinn að þurfa á fríi að halda, svo það er gott að það er ekki mjög langt í jólafríið!   

---

Í hjartanu mínu heyrist; "Í rigningu ég syng, í rigningu ég syng, það er yndislegt veður og mér líður vel".  Og mér líður auðvitað sérstaklega vel yfir að vera inni í hlýju og þéttu húsi meðan það rignir úti og rokið fer hratt yfir Skagann...

Bíð ykkur góða nótt...Sleeping


Jæja...

...komin heim úr vinnunni...skrapp upp í hús eftir vinnu.  Einar er búinn að klára að glerja og er byrjaður að einangra loftið!!  Svo verður sett járn á þakið um helgina...ef lognið fer nógu rólega yfir Wink

Við stefnum á að flytja 1. mars!!  Ákváðum áðan að setja dagsetningu á þetta, það er alltaf verið að spyrja mig svo nú get ég svarað því!!  Það er líka mjög gott að vera með tímamörk á þessu.  

---

Ég skellti í eitt Eddu-brauð áðan (hálf uppskrift) og hlakka til að vita hvort það er Jóni Ingva þóknanlegt...sem er auðvitað alls ekki víst.  Mikið svakalega vildi ég óska að hann gæti farið að borða MAT!!!  Hætt þessari endalausu matvendni, en þetta virðist algerlega eitthvað sem hann ræður ekki við.  Þetta kemur víst í beinan karllegg...Einar vildi ekkert nema pylsur og bjúgu...og kjötfars úr Einarsbúð þegar hann var pottormur.  Hann var enn töluverður "kenjaskítur" (eins og Lára vinkona mín í Dk orðar það) þegar ég kynntist honum, en hann hefur mannast mikið og borðar nánast allt í dag...meira að setja lauk í mat!!  

Svo það er von fyrir Jón Ingva Tounge

---

Jæja, best að rjúka í bili...alltaf nóg að gera hjá mér.  Knúzzzzzz....


« Fyrri síða | Næsta síða »

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband